NT


NT - 20.08.1985, Síða 20

NT - 20.08.1985, Síða 20
 1 Þriðjudagur 20. ágúst 1985 20 Dagbók Tímarit: Er hjónabandið úrelt? ■ Meginefni nýútkomins tölu- blaðs Bjarma fjallar um hjóna- bandið og fjölskylduna og leit- ast er við að svara þeirri spurn- ingu hvort hjónabandið sé úrelt. Mætir menn og konur fjalla um þetta efni í nokkrum grein- um. Ritstjórinn, Gunnar J. Gunn- arsson ritar leiðara undir fyrir- sögninni „Er það úrelt“. Par segir: „Stundum er því haldið fram að hjónabandið sé úrelt. Til vitnis um það er vísað til mikils fjölda hjónaskilnaða hér á landi og um öll Vesturlönd. Þá er því haldið fram að önnur sambúðar- form séu heppilegri með tilliti til nútíma aðstæðna. Kristnir menn geta ekki fall- ist á að hjónabandið sé úrelt. Að kristnum skilningi er hjóna- bandið heilög stofnun. Það er gjöf Guðs til mannsins og grundvallareining í mannlegu samfélagi. Karl og kona yfirgefa föðurhúsin og verða eitt. Þau gera með sér sáttmála sem grundvallast á gagnkvæmu trún- aðartrausti og heita hvort öðru ævilöngum tryggðum. Þannig mynda þau nýja fjölskyldu sem á að skapa þeim öryggi og verða heilbrigður vettvangur fyrir uppeldi barna. Margt í þjóðfélagi okkar er ■ Gunnar J. Gunnarsson rit- stjóri. fjandsamlegt hjónabandinu og fjölskyldunni. Hraðinn er mikill og brauðstritið hart. Einstakl- ingarnir eru ekki saman nema brot úr degi, áhugamál verða því gjarnan ólík, hagsmunir tog- ast á o.s.frv. Það er því alls ekki sjálfgefið að hjónaband standist við slíkar aðstæður auk þess sem einstaklingarnirsem mynda fjölskylduna eru oft mjög ólíkir. Hjónaskilnuðum hefur enda fjölgað mjög á síðustu árum. Kristnir menn hljóta að horfa með ugg á slíka þróun, bæði í ljósi hins kristna skilnings á hjónabandinu og vegna þeirra afleiðinga sem hjónaskilnaðir geta haft fyrir fjölskyldumeð- limi og þá einkum börnin. Þeir þurfa að bindast samtökum u'm að snúa þróuninni við og standa vörð um fjölskylduna og hjóna- bandið. Það þarf að leggja á sig erfiði og berjast fyrir því að hið nána samfélagfjölskyldulífsinsgangi. Einstaklingarnir eru ólíkir með mismunandi áhugamál og hags- muni. Við þurfum að læra að virða, umbera og elska hvert annað og reynast hvert öðru trú. Fjölskyldan okkar er eins og bygging sem við erum að reisa allt lífið. Miklu máli skiptir að hver steinn í byggingunni sé réttur. Þá skiptir höfuðmáli að grundvöllurinn sé traustur. Annars koma brestir í bygging- una sem geta leitt til þess að hún hrynji. Hugum því að grund- vellinum og gætum að hvernig við byggjum upp. Við erum með mikil verðmæti í höndun- um.“ Skák Taflfélag Seltjarnarness ■ Starfsemi Taflfélags Sel- tjarnarness er orðin geysilega öflug. Félagið teflir í 1. deild og tvö lið í II. deild. Á síðasta ári varð T.S. no. 3 í 1. deild. T.R. var með tvær efstu sveitirnar. Dagskrá: HaustmótT.S. hefst 10. sept. kl. 7.30. Tefldar verða 9 um- ferðir eftir monrad kerfi. Teflt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 7.30 og laug- ardögum kl. 2. Firmakeppni hefst þriðju- daginn 1. okt. kl. 8. Sept. hraðskák 5. sept. kl. 8. Okt. hraðskák 3. okt. kl. 8. Nóv. hraðskák 7. nóv. kl. 8. Des. hraðskák 5. des. kl. 8. Jóla hraðskák 28. des kl. 2. Nýtt mót. Sandvíkur-mót, Heilsugæsla Apótek Kvöld-, nætur- og helgidaga- varsla apóteka í Reykjavik vik- una 16.-22. ágúst er í Ingólfsapó- teki. Einnig er Laugarnesapótek opið til kl. 22 öll kvöld vikunnar nema sunnudagskvöld. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apó- tek og Norðurbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9 til kl. 19 og á laugardögum frá kl. 10 til 14. Apótekin eru opin til skiptis ann- an hvern sunnudag frá kl. 11-15. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunarlíma búða. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19. Á helgidögum er opiö frá kl. 11 -12, og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upp- lýsingar eru gefnar i síma 22445. Apótek Keflavíkur: Opið virka daga kl. 9-19. Laugardaga, helgi- daga og almenna fridaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8-18. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30 og 14. Læknavakt Læknastofur eru lokaðar á laugar- dögum og helgidögum, en hægt er að ná sambandi við lækna á Göngudeild Landspítalans alla virka daga kl. 20 til kl. 21 og á laugardögum frá kl. 14 til kl. 16. Simi 29000. Göngudeild er lokuð á helgidögum. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilis- lækni eða nær ekki til hans (sími 81200) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólarhringinn (sími 81200). Eftir kl. 17 virka daga til klukkan 8 að morgni og frá klukkan 17 á föstudögum til klukkan 8 árd. Á mánudögum er læknavakt í sima 21230. Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888 Ónæmisaðgerðir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram í Heilsu- verndarstöð Reykjavikur á þriðjudögum kl. 16.30-17.30. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Neyðarvakt Tannlæknafélags ís- lands er i Heilsuverndarstöðinni á laugardögum og helgidögum kl. 10 til kl. 11 f.h. Heilsugæslustöðin á Seltjarnar- nesi: Kvöldvaktir eru alla virka daga frá kl. 19.30 til 22.00 og á laugardögum og sunnudögum er bakvakt frá 9-12 og frá 17-22. Simi bakvaktar er 19600 á Landakoti. Helstu vextir banka og sparisjóða (Allir vextir merktir X eru breytir brá síðustu skrá og gildafrá og með dagsetningu þessarar skrár) I. Vextir ákveðnir af Seðlabanka sem gilda fyrir allar innlánsstofnanir: Dagsetning síðustu breytingar: 1/81985 Sparisjóðsbækur 22.0 Afurða- og rekstrarlán v/ framleiðslu fyrir innlendan markað 26.25 Afurðalán, tengd SDR 9.75 Verðtryggð lán m.v. lánskjaravísitölu, allt að 2,5 ár 4.0 Verðtryggð lán m.v. lánskjaravísitölu, minst 2,5 ár 5.0 Óverðtryggð skuldabréf, útgefin fyrir 11/8 1984 31.4 (þ.a. grunnvextir 9.0) Dagvextir vanskila, ársvextir 42.0 Vanskilavextir (dráttarvextir) á mánuði, fyrir hvern byrjaðan mánuð 3.5 II Aðrir vextir ákveðnir af bönkum og sparisjóðum að fengnu samþykki Seðlabanka: Lands- Útvegs- Búnaðar- Iðnaðar- Verzl- Samvinnu- Alþýðu- Spari- banki banki banki banki banki banki banki sjóðir Dagsetning Siðustu breyt. Innlánsvextir: 1/8 21/7 11/8 11/7 21/7 11/8 11/8 11/8 Óbundiðsparifé 7-34.0 22.-34.6 734.0 22.-31.0 22.-31.6 27.-33.0 3.01) Hlaupareikningar 10.0 8.0 8.0 8.0 10.0 8.0 10.0 10.0 Ávísanareikn. 10.0 8.0 8.0 8.0 10.0 8.0 17.0 10.0 Uppsagnarr.3mán. 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0 25.0 25.0 Uppsagnarr. 6 mán. 29.0 28.0 32.0 31.0 30.0 30.0 28.02) Uppsagnarr. 12mán. Úppsagnar. 18mán. 31.0 32.0 36.0 32.0 Safnreikn.5. mán. 23.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 Safnreikn.6.mán. 23.0 29.0 26.0 28.0 Innlánsskírteini. 28.0 28.0 Verðtr. reikn. 3 mán. 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 1.5 1.0 Verðtr. reikn. 6 mán. 3.0 3.0 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 Stjörnureikn I, lloglll 8-9.0 Sérstakar verðb. ámán 1.83 1.83 2.0 2.0 2.0 2.0 2.0 1.83 Innlendir gjaldeyrisr. Bandaríkjadollar 7.5 7.5 7.5 8.0 7.5 7.5 8.0 8.0 Sterlingspund 11.5 11.0 11.5 11.0 11.5 11.5 11.5 11.5 V-þýsk mörk 4.5 4.5 4.5 5.0 5.0 4.5 4.5 5.0 Danskarkrónur 9.0 9.0 8.75 8.0 10.0 9.0 9.5 9.0 Útlánsvextir: Víxlar (forvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 Viðsk. víxlar (forvextir) 31.0 3) 31.0 ...3) 3) _ 3) 31.0 31.03) Hlaupareikningar 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 Þ.a.grunnvextir 14.0 14.0 14.0 14.0 14.0 14.0 14.0 14.0 Almenn skuldabréf 32.04’ 32.04’ 32.04’ 32.04’ 32.0 32.04) 32.0 32.04' Þ.a.grunnvextir 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 Viðskiptaskuldabréf 33.5 3) 33.5 3) 3) 3) 33.53), 1) Trompreikn. sparisj. er verðtryggður og ber 3.0% grunnvexti. 2) Sp. Hafnarfjarðar er með 32.0% vexti. 3) Útvegs-, Iðnaðar-, Verzlunar- og Samvinnubanka, Sp. Hafnarfj., Kópavogs, Reykjvíkur og í Keflavik eru viðsk.víxlar og skuldabréf keypt m.v. ákveðið kaupgengi. 4) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilaláns er 2% á ári og á það einnig við um verðtryggð skuldabréf. vegleg verkfæraverðlaun, verð- ur haldið helgina 2.-3. nóv. kl. 2 báða dagana. Umhugsunar- tími verður 30 mín. á skák. Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi. Sýning: Eden Steingrímur Sigurðsson. Opnar 20. ágúst, opin til 2. september. 58. sýning lista- mannsins. Sýnir32 myndir, allar nýjar, olíumálverk, sjávar- myndir. Ráðstefna Norrænt Ijós- tæknimót ’85 í Reykjavík 20.-25. ágúst. Fyrirlestrar í Odda, hugvísinda- húsi H.í. Setning kl. 10.00 21. ágúst, Hátíðarsal HÍ, Vigdís Finnbogadóttir, Gísli Jónsson, prófessor, formaður undirbún- ingsnefndar, Aðalsteinn Guð- jónsson, Árni Björnsson. Vígsla: KR heimilið vígt 24. ágúst Sama dag er KR dagurinn ’85. Heimilið er við Frostaskjól. Gítarnámskeið: Tónskóli Sigur- sveins D. Kristins- sonar Námskeið 30. ágúst til 1. september. Leiðbeinandi Sieg- fried Kpbilza. Til aðstoðar Símon ívarsson. Umsóknar- eyðublöð í skólanum Hellu- sundi 7 14-16 alla daga. Hlaut styrk vegna bókasafnsþjónustu fyrir blinda ■ Helga Ólafsdóttir, bóka- safnsfræðingur, forstöðumaður blindrabókasafns íslands, hefur hlotið styrk úr sjóði Jóhanne Hansens fyrir vel unnin störf að eflingu bókaþjónustu fyrir blinda hér á landi. Jóhanne Hansen var skóla- stjóri Als Husholdningsskole og meðal annars kunn fyrir störf sín í dönsku andspyrnuhreyf- ingunni í síðustu heimsstyrjöld. Sjóðurinn var stofnaður af vinum hennar árið 1964 og er úthlutað úr honum annað hvert ár. Þetta er í tíunda skipti sem veitt er úr sjóðnum, en í fyrsta sinn sem íslendingur verður þessa heiðurs aðnjótandi. Styrkupphæðin er 10,000 dansk- ar krónur. Mikið kvartað til NAN ■ Aðalfundur Neytendafélags Akureyrar og nágrennis (NAN) var haldinn þann 23. maí s.l. Guðsteinn V. Guðmundsson framkvæmdastjóri Neytenda- samtakanna var gestur fundar- ins og greindi frá daglegum störfum skrifstofu samtakanna í Reykjavík. f máli hans kom fram að mikið er leitað til kvörtunar- og upplýsingaþjón- ustu samtakanna og eru skráð símtöl um 200 á mánuði en skrifleg mál tekin fyrir eru að jafnaði 5 á mánuði. Skrifstofan sér að mestu leyti um útgáfu- og kynningarstarf samtakanna, samband við fjölmiðla, tengsl við neytendafélögin út um land- ið og margt fleira. Á aðalfundinum var stjörn NAN að mestu endurkjörin og hana skipa nú: Arnheiður Eyþórsdóttir for- maður, Una Sigurliðadóttir varafor- maður, Inga Einarsdóttir gjaldkeri, Margrét Ragúels ritari, Stefán Vilhjálmsson meðstjórn- andi og ritstjóri NAN-frétta. í varastjórn eru: Jón Árnason, Jón Björnsson, Ragnheiður Brynjólfsdóttir og Sigríður Jó- hannesdóttir. Neytendafélag Akureyrar og nágrennis er nú flutt í nýtt húsnæði að Gránufélagsgötu 4, 111. hæð. Þar verður opin kvörtunar- og upplýsingaþjón- usta á þriðjudögum og miðviku- dögum frá kl. 17:00 til 18:30. Sími NAN er 22506 Gengisskráning nr. 154-19. ágúst 1985 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar.......................40,790 40,910 Sterlingspund..........................57,188 57,356 Kanadadollar..........................30,141 30,230 Dönskkróna............................ 4,0790 4,0910 Norsk króna........................... 4,9960 5,0107 Sænsk króna........................... 4,9457 4,9603 Finnskt mark.......................... 6,9353 6, 557 Franskur franki....................... 4,8372 4,8515 Belgískur franki BEC.................. 0,7289 0,7311 Svissneskur franki.....................18,0547 18,1078 Hollensk gyllini......................13,1242 13,1628 Vestur-þýskt mark......................14,7790 14,8225 ítölsk líra........................... 0,02208 0,02214 Austurrískur sch ..................... 2,1035 2,1097 Portúg. escudo........................ 0,2487 0,2495 Spánskur peseti....................... 0,2506 0,2514 Japanskt yen.......................... 0,17226 0,17276 írsktpund.............................45,909 46,044 SDR (Sérstök dráttarréttindi) 12.8....42,2430 42.3674 Símsvari vegna gengisskráningar 22190

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.