NT - 20.08.1985, Page 24

NT - 20.08.1985, Page 24
 5plí<!gli ■ Ómar Torfason, Fram og Rúnar Georgsson mæna vonaraugum á boltann, en það var Óinar sem náði honum að þessu sinni. 1. deildin í knattspyrnu: NT-mynd Sverrir. Fram aftur á toppi - sigraði Víði 2-1, þótt leikmennirnir væru aðeins 10 síðasta korterið »• líklega ætlað sér og þar kom Grétar, bróðir Daníels, aðvíf- ■ Framarar önduðu léttar þegar Kjartan Tómasson, dóm- ari, gal' inerki uin að leiktíminn væri liðinn í leik Fram og Víðis í 1. deild í gærkvöldi. Með 2-1 sigrinum var liðið aftur koinið á topp 1. dcildar en sætið höfðu Valsmenn náð að verma í 24 klukkustundir. Sigur Fram í gærkvöldi var vart vcrðskuldaöur, því þótt liðið væri heldur skárra voru yfirburðir liðsins ekki þaó miklir að hægt sé að segja að liðið hafi átt sigurinn skilinn. En leikmenn liðsins voru aðeins 10 síðustu 17 mínútur leiksins, eftir að Ormarr Örlygsson hafði verið rekinn af leikvelli fyrirað hrinda einum Víðismanni um koll. Og H Geysilega barátta í Víðismönnum á blautum Laugardalsvellinum, en samt uppskáru þeir tap. Guðmundur Torfason og Guðniundur Steinsson gerðu inörk Fram á 8.og 72. mín. Grétar Einars- son skoraði fyrir Víði á 38. mín. Kjartan lomas- son dæmdi allvel, hann rak Ormarr Örlygsson í sturtu, en bókaði engan. Áhorfendur voru 928. einum færri náöu þeir að halda stigunum þremur. Leikurinn var einungis átta mínútna gamall er Fram tók forystuna. Pétur Ormslev tók hornspyrnu og sendi knöttinn vel fyrir markið. Boltinn sigldi yfir hóp leikmanna á inarkteign- um og fyrir fæturnar á Guð- mundi Torfasyni sem skoraói með föstu skoti í markhornið. Við markið færðist mikið iíf í Víðismenn, sem börðust grimmilega um hvern bolta og uppskáru jöfnunarmark á 38. rnínútu. Daníel Einarsson átti þá skot eða fyrirgjöf að markinu og knötturinn datt niður viö þverslána. Friðrik markvörður sló knöttinn út cn ekki yfir markið, eins og hann hefur andi og skoraði. í upphafi síðari hálfleiks komst Vilberg í gegnum vörn Frani en Friðrik varði vel. Sigurmarkið kom svo á 72. mínútu. Aftur tók Pétur horn og eftir læti í teignum skallaði Guðmundur Steinsson í netið. Skömmu síðar bjargaði svo Rúnar á línu Víðismarksins. Liðin: Fram: Friðrik Friðriksson, Þor- steinn Þorsteinsson, Ormarr Örlygsson, Sverrir Einarsson, Viðar Þorkelsson, Ás- geir Elíasson (Örn Valdimarsson 69. mín.), Kristinn Jónsson, Pétur Ormslev, Ómar Torfason, Guðmundur Torfason og Guðmundur Steinsson, Víðir: Gísli Heið- arsson, Rúnar Georgsson, Ólafur Ró- bertsson, Sigurður Magnússon (Vilhjálm- ur Einarsson 30. min.), Gísli Eyjólfsson, Daníel Einarsson, Guðjón Guðmundsson, Vilberg Þorvaldsson, Einar Ásbjörn Ólafsson, Guðmundur Knútsson og Grét- ar Einarsson. Islandsmótið 1. deild: Vítin V fóru forgörðum og Þróttur tapaði fyrir ÍBK1-2 Frá Frímanni Ólafssvni á Suðurnesjum H Keflavíkingar voru nokkuð heppnir að vinna 2-1 sigur á Þrótti í 1. deildinni í Keflavík í gærkvöldi. Þróttarar misnotuðu nefnilcga tvær vítaspyrnur í leiknum. Dýrt spaug fyrir lið sem á í fallbaráttu að gera það einu sinni, hvað þá tvisvar. Leikurinn fór rólega af stað. Þróttarar voru heldur sterkari spiluðu oft skemmtilega saman en allan brodd vantaði í sóknar- leikinn. Keflvíkingar komu svo meira inn í myndina og skoruðu á 13. mín. Þá var dæmd hornspyrna á Þrótt og Freyr renndi knettinum stutt á Óiaf Þór, sem iék áfram og gaf á Sigurjón Kristjánsson, hann skoraði með góðu skoti utan úr teig, 1-0. Á 22. mínútu var dæmt víti á Keflvíkinga fyrir brot á Pétri Arnþórssyni. Kristján Jónsson skaut hörkuskoti í samkeytin og út á völl, gott færi forgörðum. Síðan sóttu Keflvíkingar en Guðntundur Erlingsson var góður í marki Þróttar og greip oft vel inn í leikinn. í seinni hálfleik byrjuðu Þróttárar með stórsókn. Á 53. mínútu var aftur dæmd víta- spvrna á ÍBK, eftir að Sigurjón Sveinsson hafði handleikið knöttinn. Björgvin Björgvins- son hitti knöttinn ijlá og boltinn fór framhjá. Síðan jafnaðist leikurinn. Á 74. mínútu jöfnuðu Þróttarar. Gunnar Oddsson átti lausa sendingu á Þorstein markvörð og Sigurjón Kristinsson komst inn á milli, lék á Þorstein og * skoraði. Tveimur mínútum síðar var dæmd aukaspyrna á Þrótt og Sigurjón Kristjánsson skoraði beint úr henni. Liðin: ÍBK: Þorsteinn Bjarnason, Sig- urjón Kristjánsson, Ingvar Gudmunds- son, Valþór Sigþórsson, Freyr Sverris- son, Sigurður Björgvinsson, Óli Þór Magnússon (Ragnar Margeirsson), Sig- urjón Sveinsson, Jón Kr. Magnússon, Gunnar Oddsson og Helgi Bentsson (Björgvin Björgvinsson). Þróttur: Guð- mundur Erlingsson, Nikulás Jónsson, Kristján Jónsson, Loftur Ólafsson, Ársæll Kristjánsson, Pétur Arnþórsson, Daði Harðarson, Björgvin Björgvinsson, Sig- urjón Kristinsson, Atli Helgason (Birgir Sigurðsson) og Arnar Friðriksson. H Skcmmtilegur leikur og mikii barátta í báðuin liðum. Þróttarar misnot- uðu tvö víti, hvort í sínum hálfleiknum. Sigur ÍBK var ekki öruggur fyrr en leikurinn var flautaður af. Sigurjón Kristjánsson skoraði bæði mörk ÍBK, á 13. og 76. mín. Sigurjón Kristinsson skoraði mark Þróttar á 74. mín. Guðmundur Haraldsson gaf Þrótturunum Daða Harðarsyni og Arnari Friðrikssyni gul spjöld. Áhorfendur voru tæplega þúsund. Island vann H ísland sigraði Sviss 3- 2 í landsleik í knattspyrnu í Dietikon í gærkvöldi. Sviss náði forystunni en Erla Rafnsdóttir jafnaði fyrir hlé. Ragna Lóa Stefánsdóttir kom íslandi yfir en Sviss jafnaði. Þremur mínútum fyrir leikslok skoraði svo Ragnheiður Jónasdóttir sigurmarkið með lang- skoti. H Reykjavíkurlélögin Valur og KR eignuðust sinn íslandsmeistarann hvort um þessa helgi. Valur varð íslandsmeistari í 4. flokki er liðið vann „spútnik-lið“ Selfoss 2-1 í úrslitaleik sem háður var á Akureyri. KR vann íslandsmótiö í 3. flokki auðveldlega. Liðið vann KA 6-0 í úrslitalciknum í Eyjum Islandsmeistarar Vals eru hér til hliðar en KR-liðið hér að ofan. NT-myndir Gyifi K. og Sigfús G.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.