NT - 10.09.1985, Blaðsíða 1

NT - 10.09.1985, Blaðsíða 1
■ ....M '1 !»'|H I . I . Kaupskipa* íest til Hval- Ijarðar í gær íslenskt varðskip tekur þátt í fyrsta sinn ■ íslenskt varðskip tekur nú í fyrsta sinn þátt í æfingu á vegum NATO, en varðskipið Týr fylgir kaupskipalestinni, sem kom inn í Hvalfjörð í gær. Herskip NATO flotans koma ekki inn fyrir land- helgina. Sverrir Haukur Gunn- laugsson deildarstjóri í varnar- máladeild utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við NT í gærkvöld að það hefði aldrei staðið til, og stæði það ekki í neinu sambandi við yfirlýsingu Geirs Hallgríms- sonar í vetur um að herskip með kjarnorkuvopn innanborðs mættu ekki koma inn fyrir íslenska land- helgi nema með leyfi íslenskra yfirvalda. Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði að skipalestaæfingar af þessu tagi hefðu aldrei farið frant við ísland fyrr. Gunnar sagði að leitað hefði verið eftir því að varðskip sigldi með lestinni frá Garðskaga og inn Faxaflóa. „Hugsanlega gæti það gerst undir raunverulegum kring- umstæðum að það væru vissar leiðir hér í Flóanum sem væru sigldar og ekki aðrar og þá hljótum við sem íslenskir aðilar að koma þar eitthvað nálægt. Við erum aðilar að þessu bandalagi. En hér er um borgaraleg skip en ekki herskip að ræða.“ Bónussamningarnir: Fasta nýtingin í nánari athugun ■ Á bónussamningafundi í gær varð samkomulag um það að tilnefna sameiginlega nefnd úr röðum beggja samningsaðila - VSÍ og samninganefndar Verka- mannasambandsins - til að skoða betur kosti og lesti á því að miða við fasta nýtingu við bónusút- reikning í frystihúsum fvrir næsta samningafund, sem ákveöinn hefur verið kl. 14 á morgun. En þessi fasta nýting er ein af nteginkröf- um samninganefndar VMSl í bónussamningunum. Meginkrafa Verkamanna- sambandsins er um það sem þeir kalla fast 30 króna bónusgjald á hverja unna klukkustund í fisk- vinnu. Þá kröfu segja þeir hjá VSÍ hins vegar ekkert tengjast bónust og þar með ekki eiga heima í bónussamningum. í>á hefur VSl stefnt félögunum: Dagsbrún og Framsókn í Reykja- vík og Vöku á Siglufirði fyrir Félagsdóm. VSÍ telur boðaða samúðarvinnustöðvun Reykja- víkurfélaganna - sem ekki hafa lausa bónussamninga - ólög- mæta, þar sem aðgerðin beinist að því að bæta kjör þeirra sem að henni standa. Varðandi Vöku snýst máiið hins vegar m.a. um það hvort verkalýðsfélög með gildandi kjarasamninga geti bannað stjórnendum frystihúsa að skrá og mæla framleiðsluna í húsunum, en slíkar skráningar eru undirstaða bónusútreikninga. Ekki er búist við niðurstöðu Fé- lagsdóms fyrr en eftir næstu helgi. Af sex verkalýðsfélögum sem tilkynnt hafa bónusverkfall til sáttasemjara hefur eitt - í Þor- lákshöfn - frestað aðgerðum. Engin verkföll eru í stórum ver- stöðvum eins og Vestmannaeyj- um, á Vestfjörðum, við Eyja- fjörð, á Húsavík og víðar. NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP.7 Noregur: Hægristjórnin lafir - þrátt fyrir sigur vinstriflokka ■ Hægristjórn Káre Will- ochs hélt með naumindum velli í þingkosningunum í Noregi í gær. Stjórnarflokk- arnir héldu meirihluta sínum á norska þinginu. Vinstriflokkarnir voru sig- urvegarar kosninganna þótt þeim tækist ekki að fella stjórnina. Þeir fengu samtals um helming atkvæða en það dugði þeim ekki til að fá meirihluta á þinginu, m.a. vegna þess að Vinstriflokkur- inn náði ekki manni inn á þing. Verkamannaflokkurinn, sem er undir forystu Gro Harlems Brundtlands, bætti við sig miklu fylgi og er hann nú langstærsti stjórnmála- tlokkur Noregs með meira en fjörutíu prósent atkvæða á bak við sig. í kosningabaráttunni lagði Verkamannaflokkurinn aðal- áhersluna á mikilvægi þess að byggja upp gott almanna- tryggingakerfi og heilbrigðis- þjónustu. Flokkurinn ásakaði hægristjórnina um að draga úr félagslegri þjónustu og hygla að einkaauðmagni. Mikil fylgisaukning flokksins þykir benda til þess að norskir kjósendur vilji efla enn frekar velferðarþjóðfélagið í Nor- egi. Miðbærinn: Ráðist á unga konu oghún stungin ■ Lögreglan handtók í gærkvöldi mann sem ung stúlka kærði fyrir að hafa stungið sig með hníf. At- burðurinn átti sér stað í biðskýlinu á Lækjartorgi um kl. 19.00 í gær. Málsatvik eru óljós en stúlkan sem særðist nokk- uð á vinstri framhandlegg nafngreindi árásarmann- inn sem handtekinn var skömmu seinna, og færður til yfirheyrslu. Maðurinn neitar að hafa ráðist á stúlkuna og að sögn lög- regluvarðstjóra er ýmis- legt sem mælir á móti því að maðurinn geti verið sá seki. Stúlkan var flutt á slysa- deild en ekki hefur verið hægt að yfirheyra hana nánar um málið. ■ Á myndinni má sjá flutningaskipið og einmana hermann á leið sinni frá skipinu en herskipafloti á veg- um NATO og varð- skipið Týr taka þátt í heræfingu við ísland. Á minni myndinni má sjá eitt skipanna í NATO-flotanum sigla inn til lands . NT-inyndir: H Braga. Hriktir í kvótakerf inu Er hugmynd sjávarútvegsráðherra um kvótamillifærslur milli ára dauðadómur yfir kvótakerfinu ■ „Ég varpaði þessu fram sem hugmynd til að skapa umræðu,“ sagði Halldór As- grímsson, sjávarútvegsráð- herra við NT í gær, þegar blaðið hafði samband við hann vegna þeirrar umræðu sem sjávarútvegsráðherra tókst svo sannarlega að skapa um kvóta- kerfið með því að vekja máls á því að í kjölfar framtíðar- mótunar fiskveiðistefnunnar verði hægt að flytja kvóta á milli ára og mæta þannig kvótaleysi því sem blasir við mörgum skipum vísvegar um landið nú á haustmánuðum. „Þetta er ekkert annað en að pissa í skóinn til að halda á sér hita,“ sagði Sigurður Viggósson, en hann sat kjör- dæmisþing Frarnsóknarflokks- ins á Vestfjörðum um helgina. Segist hann óttast að með þessu sé bara verið að ýta vandanum á undan sér og hætta sé á að þannig verði gengið alvarlega á kvóta næsta árs. Á þinginu var samþykkt ályktun þar sem segir að kjör- dæmisþingið líti svo á að af- nema beri kvótakerfið á næsta ári. Halldór Ásgrímsson kvaðst ekki sjá neinar ástæður til þess að kvótakerfið yrði lagt niður. „Ég tel að það hafi reynst vel. Skoðun mín er sú að í framtíð- inni eigi aflinn eftir að aukast og þá verði hægt að slaka á stjórnuninni.“ Ágúst Einarsson hjá LÍÚ er einnig andvígur því að kvóta- kerfið verði aflagt en hann vill líka að sjávarútvegsráðherra standi við fyrri yfirlýsingar sín- ar um að engin frekari aukning verði leyfð á kvótanum í ár. Telur hann að ef farið verði að tillögu Halldórs um kvótatil- fræslu milli ára sé búið að kveða upp dauðadóm yfir kvótakerfinu. í sama streng tekur Björn Dagbjartsson, sem á sæti í sjávarútvegsnefnd efri deildar Alþingis fyrir hönd sjálfstæðis- flokksins. „Mér líkar ekki að sjávarútvegsráðherra sér að bjóða tilslökun núna og að menn fari að éta fyrir sig fram af kvóta næsta ár, því þetta er ekkert annað,“ sagði Björn enn fremur. Hann benti líka á að enn væri eftir að afgreiða þessi mál frá Alþingi og síðast þegar kvótafyrirkomulagið var samþykkt var það með mjög naumum meirihluta. „Ég hef tekið það skýrt fram að þetta er háð því að búið sé að móta stefnu til næstu ára,“ sagði Halldór þeg- ar þessi ummæli Bjarnar voru borin undir hann. í viðtali við Steingrím Her- mannsson, forsætisráðherra, um þessi mál í blaðinu í dag, kemur fram að hann telur að allar aðstæður í sjónum hafi breyst og að hin mikla fiski- gengd nú sýni að sambandið milli sóknar og fiskigengdar skipti ekki höfuðmáli varðandi stofnstærðina, heldur séu það skilyrði sjávarins, átumagnið og hitastigið... Halldór er sammála því en vill bæta því við að þegar skilyrðin eru svo góð sem nú, þá eru þau jafnframt mjög góð til að rækta upp sterka stofna. Sjá bls. 4.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.