NT - 10.09.1985, Blaðsíða 5

NT - 10.09.1985, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 10. september 1985 5 (97 Nýtt bónuskerfi reynt á Akureyri HIH Akureyri: Riddarinnfærekki vínveitingaleyfi ■ í frystihúsi ÚA á Akureyri stend- ur nú yfir tilraun með nýtt bónuskerfi, sem hugsanlega gæti þýtt hærri laun fyrir starfsfólk í frystihúsum. „Petta er fyrsti dagurinn sem við prófum þetta,“ sagði Gunnar Lór- entsson verkstjóri í samtali við NT. „Það verður unnið eftir þessu kerfi á sjö borðum í hálfan mánuð, og svo sjáum við til.“ Kerfið sem nú er stuðst við - marknýtingin svokallaða byggist á því að meðaltal er tekið af einum þriðja þeirra sem afkastamestir eru og notað til viðmiðunar. Fastanýting- in hefur aftur á móti ákveðna lág- marksnýtingu til grundvailar og betri nýting getur þýtt meiri laun. „Það er alltof snemmt að segja nokkuð um þetta kerfi á fyrsta degi,“ sagði Erna Magnúsdóttir bónustrún- aðarkona. „Við höfum engar tölur í höndunum. Fólkið hefur tekið þessari tilraun vel. Það var auglýst eftir sjálfboðaliðum, og margir vildu taka þátt í þessu handtaki því það er ekkert öruggt að þetta leiði til hærri launa. Aðalbreytingin er sú að nú fær hver greitt fyrir sín afköst. Það skiptir ekki máli með næsta borð, en við vitum ekkert nánar fyrr en í endaða vikuna,“ sagði Erna að lokum. ■ Kona á áttræðisaldri liggur þungt haldin á Borgarspítalanum, eftir að ekið var á hana í gærdag. Slysið varð á Snorrabraut, laust eftir hádegi. Lada bifreið kom akandi suður Snorra- braut og lenti á konunni sem var á leið yfir götuna í Vesturátt. Þegar NT fór í prentun í nótt var ekki vitað hversu alvarleg meiðsli konunnar VOrU. NT-mynd: Sverrír. ■ Veitingahúsið Riddarinn í Hafn- arfirði fær ekki vínveitingaleyfi, ef áfengisvarnarnefnd í Firðinum fær einhverju ráðið. Ástæðan fyrir því að öll nefndin lagðist gegn því að veita veitingastaðnum vínveitingaleyfi er einhver samþykkt frá Heilbrigðis- nefnd Sameinuðu þjóðanna, um að æskilegt sé að hafa sem fæsta útsölu- staði áfengis á hverjum stað,en ekki það að nefndarmenn gætu fundið neitt að hjá staðnum sjálfum, sem orsakaði synjunina. Riddarinn er nýtt veitingahús í miðbæ Hafnarfjarðar og hvorki í íbúðar- né iðnaðarhverfi, auk þess sem staðurinn uppfyllir öll skilyrði, sem sett eru fyrir vínveitingaleyfi. Steingrímur Atlason, lögreglu- varðstjóri í Hafnarfirði og einn af nefndarmönnunum vildi ekki svara neinu um þetta mál, vísaði bara á formann nefndarinnar, Pál V. Dan- íelsson, en ekki náðist í hann í gær. Umsókn Riddarans fer nú fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar og þaðan til Dómsmálaráðuneytisins. Þó bæjarstjórn mæli með því að staður- inn fái leyfið mun ráðherra ef að líkum lætur, fara eftir áliti áfeng- isvarnarnefndar. Hafnarfjörður verð- ur því áfram þurr bær. Jón L. vann helgarmótið ■ Jón L Árnason, alþjóðlegur meistari í skák sigraði á 30. helgar- skákmótinu, sem haldið var á Hólma- vík um helgina. Jón hlaut 6 vinninga úr 7 umferðum. í 2.-3. sæti urðu Halldór G. Einarsson og Sævar Bjarnason með 5xk vinning, Ásgeir Þór Árnason og Pálmi Pétursson urðu í 4.-5. sæti með 5 vinninga og í 6.-7. sæti urðu Margeir Pétursson og Karl Þorsteins með 4V4 vinning. Ennfremur voru veitt 40 þúsund króna verðlaun fyrir flest stig í síðustu 5 helgarmótum og hlaut þau Haukur Angantýsson. Öldungaverðlaun að þessu sinni hlaut Benóný Benedikts- son. Bíllí Elliðaánum ■ Bíll fór útaf veginum við stífluna við Elliðavatn, þar sem Elliðaár falla úr vatninu, á sunnudagskvöld. Öku- maðurinn slapp ómeiddur og var hann í öryggisbelti. Mjög kröpp beygja er við brú yfir ána, þar sem slysið varð. Að sögn lögreglu í Kópa- vogi virðist sem maðurinn hafi hrein- lega ekki áttað sig á að þarna var beygja á veginum og því misst stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðing- um. Bíllinn var fiskaður úr ánni með kranabifreið. Bílslys við Eyjafjarð- arbrú ■ Ungkonaslasaðistalvarlegalaust fyrir hádegi í gær þegar bifreið hennar lenti á brúarstóipa við austustu Eyjafjarðarbrúna. Konan sem var ein í bílnum, virðist hafa misst stjórn á bílnum áður en hún kom að brúnni, þannig að hann fór á stólpann á miklum hraða. Bifreiðin er gjörónýt. „Ekki veru- legt tjón“ - segir framkvæmdastjóri ístaks ■ „Mér þykir afar ósennilegt að einhver hafi viljandi kveikt í skemm- unni,“ sagði Páll Sigurjónsson fram- kvæmdastjóri ístaks, í samtali við NT í gær. Páll sagði tjónið ekki verulegt og myndi á engan hátt tefja fram- kvæmd verksins á Keflavíkurflug- velli. Eldur kom upp í skemmunni á laugardagsmorgni, og voru það slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli sem fyrstir urðu varir við eldinn um klukkan sex á laugardagsmorgun. Niðurlögum eldsins var ráðið á tveim- ur tímum. Ekki tókst að bjarga neinu af því sem í skemmunni var og mun tjónið nema nokkrum milljónum króna. Siunir litlir leiðaþá stóru ð Þegar þú velur IBM PC (hvort heldur venjulega PC, PC XT, PC ferðavél eða PC AT) getur þú alltaf stækkað við þig að vild. Soluumboð: Gísli J. Johnsen Skrifstofuvélar hf. Örtölvutækni hf., Ármúla 38, Skrifstofubúnaður sf., Nýbýlavegi 16, Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33, Reykjavík, sími 687220 Kópavogi, sími 641222 Reykjavík, sími 20560

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.