NT - 10.09.1985, Blaðsíða 23

NT - 10.09.1985, Blaðsíða 23
Rás 2 kl. 15. Með sínu lagi - fjallað um Jakob Magnússon Rás 2 kl. 16. ■ í þættinum Með sínu lagi í dag mun Svavar Gests. stjórn- andi þáttarins fjaila um tón- listamanninn Jakob Magnús- son. Jakob er líklega kunnast- ur fyrir veru sína í Stuðmönn- um, en hann hefur þó komið víðar við. Nöfn eins og Jack Magnet, Bone Syntphony og plötutitlar eins og Special Treatment er nokkuð af rnörgu sem Jakob tengist og hlustend- ur fá væntanlega að heyrá nánar um í dag kl. 15.00. ■ Nína Björk Arnadóttir skáldkona, stjórnandi þáttarins Sam- tímakonur Samtíma- skáldkonur Þjóðlagadjass ■ „Að þessu sinni ætla ég að taka fyrir svokallaðan þjóðlaga- djass," sagði Kristján Sigur- jónsson stjórnandi Þjóðlaga- þáttarins. „Tilefnið er m.a. 10 ára afmæli Djassvakningar og mun því spila lög með gömlum djössurum, eins og Nils Henn- ing Örsted Pedersen, og Nýja Kompaníinu en þeir hafa gert nokkuð af því að spila íslensk þjóðlög í djassútsetningum. Síðan mun ég spila lög með sænska píanistanum Jan Jo- hanson sem er eiginlega upp- hafsmaðurinn að þessum þjóð- lagadjassi. Þetta eru þeir helstu sem koma fram en ég mun spila lög með fleiri hljóm- sveitum sem tekur ekki að telja allar upp hér.“ ■ Samtímaskáldkonur er út- varpsþáttur á Rás 1. í tengslum við þáttaröð norrænu sjón- varpsstöðvanna. Nína Björk Árnadóttir sér um þáttinn og mun hún að þessu sinni fjalla um dönsku skáldkonuna Kir- sten Thorup og lesa m.a. þýð- ■ Nýja Kompaníið er meðal þeirra hljómsveita sem hafa spilað ingar sínar á ljóðunt hennar. þjóðlagadjass og kemur fram í Þjóðlagaþætti Kristjáns Sigurjóns- sonar. ■ Jakob Magnússon tónlistarmaður Þriðjudagur 10. september 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpiö. 7.20 Leikfimi. Til- kynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þátt- ur Guðvarðar Más Gunnlaugsson- ar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Guð- mundur Hallgrimsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Glatt er i Glaumbæ" eftir Guð- jón Sveinsson Jóna Þ. Vern- harðsdóttir les (10). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugreinar dagblaðanna (útdr.). Tónleikar. 10.45 „Ljáðu mér eyra“ Málmfríður Sigurðardóttir á Jaðri sér um þáttinn. RÚVAK. 11.15 í fórum minum Umsjón: ingi- mar Eydal. RÚVAK. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Inn og út um gluggann Umsjón: Sverrir Guöjónsson. 13.40 Létt lög 14.00 „Nu brosir nóttin", ævi- minningar Guðmundar Einars- sonar Theódór Gunnlaugsson skráöi. Baldur Pálmason les (10). 14.30 Miðdegistónleikar a. „Tabula Rasa“ eftir Arvo Párt. Gidon Krem- er og Tatjana Grindenko leika á fiðlur og Alfred Schnittke á þíanó með kammersveitinni í Litháen; Saulus Sondeckis stjórnar. b. „In the cave, in the light.." eftir Keith Jarrett. Strengjasveit sinfóníu- hljómsveitar útvarpsins i Stuttgart leikur undir stjórn höfundar sem jafnframt leikur á píanó og ásláttar- hljóðfæri. 15.15 Út og suður Endurtekinn þátt- ur Friðriks Páls Jónssonar frá sunnudegi. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Upptaktur - Guðmundur Ben- ediktsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 „Hvers vegna, Lamía?“ eftir Patriciu M. St. John Helgi Elíasson les þýðingu Benedikts Arnkelssonar (13). 17.40 Siðdegisútvarp - Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Tilkynning- ar. Daglegt mál. Sigurður G. Tóm- asson flytur þáttinn. 20.00 Okkar á milli Sigrún Halldórs- dóttir rabbar við ungt fólk. 20.40 Samtímaskáldkonur. Kirsten Thoruþ Dagskrá i tengslum við þáttaröð norrænu sjónvarpsstöðv- anna. Umsjón: Nína Björk Árna- dóttir. 21.10 Konsert i Es-dúr fyrir trom- pet og hljómsveit eftir Johann Nepomuk Hummel Pierre Thi- baud leikur með Ensku kammer- sveitinni; Marius Constant stjómar. 21.30 Útvarpssagan: „Sultur“ eftir Knut Hamsun Jón Sigurðsson frá Kaldaöarnesi þýddi. Hjalti Rögn- valdsson les (11). 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Óperutónlist Tónlist eftir Rossini, Bellini, Mascagni og Doni- zetti. María Callas, Luciano Pavar- otti, Fernando Corena og fleiri flytja. 23.30 Tómstundaiðja fólks á Norðurlöndum. Island Þriöji þátt- ur af fimm á ensku sem útvarps- stöðvar Norðurlanda hafa gert. Umsjónarmaður: Páll Heiðar Jónsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 10. september 10.00-12:00 Morgunþáttur Stjórn- andi: Páll Þorsteinsson. ' 14:00-15:00 Vagg og velta Stjórn- andi: Gísli Sveinn Loftsson. 15:00-16:00 Með sinu lagi Lög leikin af islenskum hljómplötum. Stjórn- andi: Svavar Gests. 16:00-17:00 Þjóðlagaþáttur Stjórn- andi: Kristján Sigurjónsson. 17:00-18:00 Frístund Unglingaþátt- ur. Stjórnandi: Eövarð Ingólfsson. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Þriðjudagur 10. september 19.25 Ævintýri Olivers bangsa. Þriðji þáttur. Franskur brúðu- og teiknimyndaflokkur í þrettán þátt- um um viðförlan bangsa og vini hans. Þýðandi Guöni Kolbeinsson, lesari með honum Bergdis Björt Guðnadóttir. t19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.40 Mozartættin 2. Sonurinn - Wolfgang Amadeus Mozart. Annar þáttur af þremur frá tékkneska sjónvarpinu um tónlist þriggja ættliða. Listamenn i Prag flytja myndskreytt verk eftir þá Mozartfeöga. 21.10 Charlie. Lokaþáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur í fjórum þáttum. Aðalhlutverk David Warner. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.05 Undralyfið cyclosporin (Nat- ure of Things - Cyclosporin) Kanadísk fræðslumynd um nýtt fúkkalyf sem hefur gefist vel við meöferð á líffæraþegum og hjarta- sjúklingum og miklar vonir eru bundnar við á öðrum sviðum lækninga. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.30 Fréttir i dagskrárlok. Þriðjudagur 10. september 1985 23 Maðurinn sem vissi of mikið Hitchcock svíkur ekki ■ Maðurinn sem vissi of núkið. Leikstjóri: Alfred Hitchcock. Leikarar: James Stewart, Dor- is Day o.fl. Framlcidd árið 1956. Sýningartími 120 mín. Sýningarstaður: Laugarásbíó. Kvikmyndaunnendum til óblendinnar ánægju hafa af og til skotið upp kollinum ein og ein kvikntynd eftir meistara Hitchcock í Laugarásbíó. Sá gleðigjafi er þó brátt uppurinn því The man who knew too much, sem nú er verið að sýna í kvikmyndahúsinu mun vera sú síðasta í fimrn mynda Hitc- hcock-hátíð hússins. ntega ekki hafa samband við lögregluna. Einsog meistarans er von og vísa er spennan á sínum stað og nær hún hámarki í hljóm- leikaatriðinu þegar Doris Day engist sundur og saman undir kröftugum leik sinfóníunnar og áhrifamiklum söng kórs og einsöngvara. Vissi áhorfand- inn ekki betur héldi hann efla- ust að leikarinn lifði sig af slíku ofurkappi inn í tónlistina, en jafnt áhorfandinn sem leik- konan vita af byssumanninum á svölunum og allir bíða í ofvæni eftir að tónlistin nái hámarki sínu þegar simbalaleikarinn slær saman diskunum... Maðurinn sem vissi of mikið, telst tæpast til meistara- verka Hitchcocks, en þrátt fyr- ir það er hún gædd handbragði meistarans og skemmtun sem enginn verður svikinn af. Upphaflega gerði Hitchcock þessa kvikmynd árið 1934 og telst sú útgáfa hennar í hópi bestu kvikmynda sem gerðar voru á þcim árum. Ástæðurnar fyrir því að hann réðst í að endurgera kvikmyndina árið 1956 voru einkum tvær. í fyrsta lagi vantaði hann handrit og kvikmynd seni hentaði fyrir James Stewart og í öðru lagi hafði hann í mörg ár dreymt um að endurvinna atriði, sem gerist á tónleikum í Royal Albert Hall, en það atriði er hápunktur kvikmyndarinnar. Söguþræði endurgerðarinn- ar er mjög lítið breytt utan að upphafsatriðið gerist í Mar- okkó í stað Sviss. Kvikmyndin segir frá amerískri vísitölufjöl- skyldu á ferð í Marókkó, sem flækist inn í pólitíska hermdar- verkastarfsemi fyrir tilviljun eina. Sonurinn er tekinn sem gísl til að faðirinn ljóstri ekki upp upplýsingum, sem deyj- andi maður hafði hvíslað að honum á útimarkaði í Marrak- esh. Sagan berst svo til London og gengur út á að foreldrarnir eru að leita að syninum og En Hitchcock hafði vald á lleiru en spennunni. Næmt auga hans á hinu skoplega í fari mannsins fær mjög vel notið sín í myndinni og er atriði á veitingahúsi í Marrak- esh til marks um það. Tilburðir James Stewart þegar hann í hlutverki ameríska læknisins reynir að aðlagast siðum inn- fæddra við kjúklingaát eru frá- bærir. Það er margt sem hjálpast að við að gera þessa mynd jafn skcmmtilega og raun ber vitni, þó vantar hana herslumuninn til að komast í flokk bestu mynda Hitchcock. Þær myndir áttu eftir að koma í kjölfar Mannsins sem vissi of mikið, Vertigo, North by Northwest, Psycho, Birds og Frenzy. Það er leitt til þess að vita að nú verði þessari hátíð hætt, því markaðurinn virðist fyrir hendi, að minnstsa kosti þurfti undirritaður að gera tvær at- lögur að kvikmyndahúsinu til að ná miða því að í fyrra skiptið var uppselt. Um leið og Laugarásbíó er þakkað fyrir að hafa boðið kvikmyndaunnendum upp á þennan glaðning er rétt að hvetja eitthvert annað bíó til að taka upp þráðinn þar sem nú er frá horfið. Sáf

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.