NT - 10.09.1985, Blaðsíða 17
íslandsmótið 2. deild:
■ Blikarnir höfðu ástæðu til að „tollera“ Svein markvörð.
NT-mynd: Róberí
Blikar heppnir
- Sveinn tvívarði víti frá Kristni
■ Blikarnir úr Kópavogi eru
nú komnir með einar fimm tær
í 1. deild eftir sigur á Fylki á
sunnudaginn á Kópavogsvelli.
Blikar geta líka þakkað æðri
máttarvöldum og Sveini Skúla-
syni markverði sínum fyrir að
vinna lcikinn. Þegar tæpur
stundarljúrðungur var eftir þá
brá Benedikt Guðmundsson
Óskari Theódórssyni inní víta-
teig og Ólafur Sveinsson dómari
dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu.
Kristinn Guðmundsson tók
spyrnuna og spyrnti fast.
Sveinn markvörður henti sér í
hornið og tókst að verja skotið.
Boltinn hrökk út og Kristinn
náði honum aftur. Skaut, en
Sveinn var aftur mættur á réttan
stað og varði á ný og Blikar
sluppu með vægt taugaáfall.
Staða þeirra í deildinni er nú
vænleg. Liðið er stigi á undan
KA og bæði liðin eiga einn leik
eftir. Blikar gegn Völsungum á
Húsavík og KA gegn KS á
Siglufirði. Éyjamenn eru svo
gott sem komnir upp cn þcir
eiga eftir að spila gegn Njarð-
víkinguin í Eyjum.
Leikurinn á Kópavogsvclli
var fjörugur cn þó frekar lítið
um færi. Fylkir er þctta lið sem
búið er að stimpla fallið (þeir
eru reyndarfallnir). Liðið sýndi
þó þokkalegan leik og lang-
tímum saman gáfu þeir Blikun-
um ekkert eftir. Eina mark leiks-
ins kom á 27.min. Jón Þórir tók
þá aukaspyrnu og sendi fyrir
markið. Gunnar Gylfason og
Ólafur Fylkismarkvörður
stukku báðir upp í boltann.
Einhvern veginn þá hrökk tuðr-
an niður á marklínuna og þar
kom Benedikt Guðmundsson
aðvífandi og sendi boltann í
netiö, 1-0. I síðari hálflcik þá
sóttu Fylkismcnn ákaft undir
lokin og héldu menn að það
hefði borið árangur er vítið kom
en svo var þó ekki og liðiö er nú
fallið í 3.deild á ný.
Sveitakeppni GSÍ:
Ovænt hjá konunum
1—..I SJÚKRAHÚS
(V/ SKAGFIRÐINGA
SAUÐÁRKROKI
Hjúkrunar-
fræðingar
Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki óskar
að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa nú
þegar eða eftir nánara samkomulagi. Einnig
óskast hjúkrunarfræðingur með reynslu
eða sérnám í skurðhjúkrun.
Allar nánari upplýsingar um launakjör, hús-
næði o.fl. veitir hjúkrunarforstjóri í síma
95-5270.
Meinatæknir
Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki óskar
að ráða meinatækni til starfa nú þegar eða
eftir nánara samkomulagi.
Mjög góð vinnuaðstaða.
Allar nánari upplýsingar um launakjör, hús-
næði o.fl. veitir hjúkrunarforstjóri í síma
95-5270.
Útboð
Sýsluskrifstofa á Húsavík
Tilboð óskast í aðgera undirstöðurog gólfplötu sýsluskrifstofu
og lögreglustöðvar á Húsavík.
Grunnflötur hússins er um 460 m2. Verkinu skal að fullu lokið
20. janúar 1986.
Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7,
Reykjavik og á sýsluskrifstofunni á Húsavík gegn 3.000 kr.
skilatryggingu.
Tilboö verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins þriðjudaginn
24. september 1985 kl. 11:00
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844______
Úrslitaleikir 3. deildar:
Fyrsta tap Self oss
- er Einherji vann á Vopnafirði 2-1
■ Einherji vann Selfoss með
tveimur mörkum gegn einu í
fyrri úrslitaleik þessara liða er
fram fór á Vopnafirði. Það mun
skýrast um næstu helgi hvar
íslandsbikarinn í 3. deild lendir
en þá keppa liðin á Selfossi.
Vopnfirðingar voru heldur
sterkari á sínum heimavelli og
fengu þau færi sem leikurinn
bauð upp á. Kristján Davíðsson
og Steindór Sveinsson gerðu
mörk Einherjaen Ingólfur Jóns-
son svaraði fyrir Selfoss. Þess
má geta að þetta er fyrsti tap-
leikur Selfyssinga á þessu
keppnistímabili.
íslandsmótið 1. deild:
Víkingar fallnir
■ Fræðilegi mögulcikinn vfir-
gaf Víkinga endanlega á laugar-
daginn er liðið tapaði fyrir
Skagamönnum upp á Skipa-
skaga með einu marki gegn
engu.
Víkingar byrjuðu leikinn
mjög vel gegn þungum Skaga-
mönnum og Jóhannes Bárðar-
son og Trausti Ómarsson kom-
ust báðir í færi snemma í leikn-
um, en ekkert varð úr. Það var
greinilegur fallstimpill á Víking-
um því þótt liðið hefði sótt mun
meira í fyrri hálfleik voru það
Skagamenn sem settu inn
boltann. Sveinbjörn Hákonar-
son lék þá á tvo varnarmenn inn
í vítateig og skoraði af harðfylgi
- gott einstaklingsframtak hjá
Sveinbirni.
Síðari hálfleikur reyndi lítið á
athyglisgáfu áhorfenda, þó átti
Sveinbjörn tvö færi á að skora
mark en mistókst í bæði skipti.
Þessi leikur var dapur á að
horfa en Skagamenn geta hugg-
að sig við að ennþá er möguleiki
á íslandsmeistaratitili. Ef geta á
einhvers sérstaks manns fyrir
góðan leik kemur enginn annar
til greina en Sveinbjörn Hákon-
arson.
NT-lið sautjándu umferðar
Stefán Jóhannsson, KR
Viðar Halldórsson, FH (5)
Loftur ólafsson, Þrótti
Gunnar Oddsson, ÍBK
Gísli Eyjólfsson, Víði
Sveinbjöm Hákonarson, ÍA (4) Gretar Einarsson, Víði (2)
ómar Torfason, Fram (6)
Guðmundur Þorbjörnsson, Val (4)
Guðmundur Torfason, Fram (6) Guðmundur Steinsson, Fram.(4)
■ Sveitakeppni Golfsam-
bands íslands var haldin á Hval-
eyrarholtsvelli hjá Golfklúbbn-
um Keili nú um helgina og var
keppni jöfn og spennandi. í
karlaflokki þar það sveit GR
sem sigraði eftir harða keppni
við Suðurnesjamenn sem urðu
aðeins átta höggum á eftir sveit
GR, en fjórir menn skipuðu
hverja sveit.
Hjá konum kom A sveit GK
verulega á óvart með að sigra
Reykvíkinga. Eitt högg skildi á
milli.
Úrslit:
Karlar - 1. deild:
A sveit GR 895 högg
A sveit GS 903 —
B sveit GR 927 . —
Karlar - 2. deild: A sveit GK 917 högg
B sveit GK 957 —
sveitGA 975 —
Sex sveitir tóku þátt í 1. deild en fimm
sveitir voru með í 2. deild. A sveit GK fer
upp í 1. deild.
Konur - 1. deild:
A sveit GK 336 högg
A sveit GR 337 —
sveit GA 357 —
Konur - 2. deild:
sveit GV 355 högg
B sveit GR 360 —
sveit GS 390 —
Hannes Eyvindsson náði bestu skori
einstaklinga, var með 292 högg.
Þess má geta að Sigurður
Pétursson fékk frávísun í síð-
asta hringnum fyrir óhæfa fram-
komu og verður mál hans tekið
fyrir hjá Aganefnd GSÍ, annað-
hvort í þessari viku ellegar
snemma í næstu viku. Það kom
fram hjá Björgúlfi Lúðvíkssyni,
framkvæmdastjóra GR, aö úr-
slit í sveitakeppninni myndu
standa óhögguð þrátt fyrir mál
Sigurðar. Björgúlfur vildi ekki
tjá sig um þetta leiðindamál að
svo stöddu en fari svo að Sigurð-
ur verði dæmdur í bann missir
hann líklega af Heimsmeistara-
keppni golfklúbba sem fram fer
á Spáni í nóvember.
■ Völsungar héldu upp á sinn
fyrsta útisigur með að skora
fjögur mörk og fá á sig eitt gegn
UMFN. Haukur Jóhannesson
tók forystuna fyrir Njar(Jvíkinga
snemma í leiknum. Jónas Hall-
grímsson jafnar svo fyrir
Norðanmenn og Helgi Helga-
son, fyrrverandi Víkingur, bætir
öðru við á 33. mínútu. Njarð-
víkingar náðu aldrei að ógna
sterkum Völsungum og mörk
frá Kristjáni Olgeirssyni og Óm-
ari Rafnssyni settu punktinn
yfir iið á sanngjarnan Völsunga-
sigur.
Leiftur-Skallagrírnur 3-4:
Það voru iykilleikmenn
Skallagríms, Björn Jónsson,
Gunnar Jónsson, Bjórn Jónsson
og Gunnar Orrason sem gerðu
mörkin hjá Skallagrími en Haf-
steinn Jakobsson og Helgi Jó-
hannsson gerðu tvö fyrir heima-
menn sem sóttu látlaust í seinni
hálfleik. Ekki hafðist upp á
þriðja markaskorara Leifturs.
I.B.I.-K.S. 0-0:
Þessi leikur fór gjörsamlega
núll gegn núll.
Staðan í 1. oq 2. deild
1. deild:
Vaiur...... 17 10 5 2 27-12 35
Fram ....... 17 10 4 3 35-23 34
ÍA.......... 17 10 3 4 34-18 33
Þór......... 17 10 2 5 27-20 32
KR ......... 17 8 5 4 32-25 29
ÍBK........ 17 8 2 7 28-21 26
FH ......... 17 5 2 10 22-35 17
Þróttur .... 17 3 4 10 16-29 13
Víðir....... 17 3 4 10 18-36 13
Vikingur .. 17 2 1 14 15-35 7
17 10 6 1 40-13 36
17 10 4 3 30-15 34
17 10 3 4 34-16 33
KS.......... 17 7 4 6 24 23 25
Völsungur .17 7 3 7 28-24 24
Skallagr. .. 17 6 4 7 25-38 22
Njarðvík .. 17 5 4 8 14-24 19
ísafjörður .17 3 8 6 18-22 17
Fylkir...... 17 3 3 11 13-24 12
Leiftur .... 17 3 3 11 17-38 12
2. deild:
ÍBV
UBK
KA
Útboð
Tilboð óskast í smiði 70 stólpa fyrir umferðarljós fyrir
gatnamálasjórann í Reykjavík og umferðardeild. Útboös
gögnin eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 25.
september n.k. kl. 11:00.
INNKAUPASIOFNUN REYKJAVlKURBORGAR
Frikirk|uv«gi 3 — Simi 25800
Útboð
Tllboð óskast I fullnaðar frágang á 4. hæð B-álmu Borgar-
spítalans það er smíði og uppsetningu veggja, hurða, lofta og
handriða, ásamt málun dúkalögn o.fl., allt innanhúss, svo og
raflagnir, hreinlætis-, gaslagnirog loftræstilagnir. Útboðsgögn
eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn
kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuð á sama stað
miðvikudaginn 2. október kl. 11:00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR
Fr(kiiliju«*gi 3 — Siffli 25800
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Axel Jónsson
fyrrverandi alþingismaður
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 10
september kl. 15.00.
Guðrún Gísladóttir
Jóhanna Axelsdóttir
Þórhannes og Nanna Ólafsdóttir
og barnabörn
_ - -f— f
Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi
Jón Snæbjörnsson
Háaleitisbraut 30, Reykjavík
lést á Landspítalanum 6. september
Ásgeröur Bjarnadóttir
Bjarni Jónsson ÞuríðurStefánsdóttir
Herdís Jónsdóttir Stefán Rögnvaldsson
Snæbjörn Jónsson
og barnabörn