NT - 10.09.1985, Blaðsíða 8

NT - 10.09.1985, Blaðsíða 8
Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Niels Árni Lund Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldslmar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Áskrift 360 kr. Y Þrýst á kvótann ■ Ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir mun meiri halla á fjárlögum en gert hafði verið ráð fyrir. Jafnframt hefur verið ákveðið að standa fast við þau áform að auka ekki erlendar lántökur, heldur taka aðeins lán til þess að greiða afborganir. Pað er hryggileg staðreynd, að íslendingar greiða tæpa sex milljarða króna í vexti á erlendum mörkuðum, - fé, sem ekki verður þar með notað til uppbyggingar hér heima fyrir. Jafnframt er sem niðurskurðaráform ríkis- stjórnarinnar hafi ekki borið þann árangur, sem ráðherrar töldu í fyrstu, sérstaklega ráðherrar sjálfstæðismanna og margir aðrir forystumenn flokksins. Ekki má þó slaka á kröfum um aðhald á öllum sviðum við fjarlagagerð nú og ótrúlegt er ef ekki er hægt að spara meira í t.d. heilbrigðismálum. Má þar nefna, að uppi eru hugmyndir um hjarta- skurðlækningar hér á landi. Auðvitað eru allir sammála um, að þeir, sem mestan áhuga hafa á slíkum málum, meina vel, en þeir verða líka að hafa hugfast að slík þjónusta kostar stórfé. Þeir, sem nú sjá fram á erfiðleikatímabil í rekstri og litla von um opinbera fyrirgreiðslu, vilja nú sækja meiri verðmæti í hafið og krefjast þess, að reglur um kvóta verði rýmkaðar og jafnvel að því fyrirkomulagi á veiðum verði kastað fyrir borð. Sótt er að fiskveiðistefnu ríkisstjórnarinnar, sem Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, hefur haft veg og vanda af að móta og fram- kvæma. Þess er krafist, að við fáum að veiða meira af þorski hvað sem tautar og raular. Bent hefur verið á, að mikill fiskur sé nú í sjónum á hefðbundnum miðum og svo hafi orðið vart við mikinn fisk á stöðum þar sem þorskur hefur ekki sést lengi, eins og á Húnaflóa. Þá eru uppi þær skoðanir, að veiðar hafi ekkert með styrkleika fiskstofnanna að gera, heldur einungis lífsskilyrðin í sjónum og því sé rétt að veiða sterka árganga nú. Góð lífsskilyrði í sjónum nú sjái svo til þess, að sterkir stofnar komist á legg. Sjávarútvegsráðherra hefur þegar lýst því yfir, að hann muni taka ákvörðun í þessu máli, að fengnum tillögum fiskifræðinga nú í vikunni. Hér er tekið undir þá skoðun langflestra landsmanna að Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, hafi með festu og af réttsýni unnið að framkvæmd fiskveiðistefnunnar og áunnið sér virðingu fyrir. Hann er hér hvattur til þess að láta ekki beita sig þrýstingi og vinna aðeins að þessu máli með heill framtíðar þjóðarinnar í huga. Þridjudagur 10. september 1985 8 — Njósnarar, njósnarar og aftur njósnarar: Drykkjumaður, sjúklingur og subba einn mesti hvalreki Austur-Þjóðverja ■ Austur-Þjóðverjar hafa komið ár sinni vel fyrir borð í vestur-þýskum stjórnarskrif- stofum og ef marka má alla þá njósnaraveiði sem fram hefur farið undanfarnar vikur, vita stjórnvöld bræðraþjóðarinnar hinu megin við járntjaidið gjörla um flest það sem brallað er og áæltað í æðstu stofnunum stjórnkerfis Þýska sambands- lýðveldisins. Fjölmörg njósnahneyksli hafa komið upp og sýnist svo sem kommarnir í Austur- Þýskalandi séu lúsiðnir við að koma sínu fólki fyrir á skrif- stofum æðstu embættismanna handan múrsins, eða að fá fólk sem þar starfar til að gerast handbendi sín. Á undanförnum þrem vik- um hefur þó steininn tekið úr þegar hver njósnarinn af öðr- um hefur verið handtekinn, eða sloppið austur fyrir. Skrið- an seni nú fór af stað hófst með því að drykkfelldur óhófsmað- ur og sjúklingur skrapp yfir um tjaldið og var tilkynnt þar að hann hefði leitað hælis. Sá er Hansjoachim Tiedge og starf- aði á gagnnjósnakontórnum í Köln, en þar eru aðalstöðvar þeirrar deildar öryggisgæsl- unnar sem sér um að njósna um njósnara. Tiedge var yfir- maður deildar sem liefur þýska alþýðulýðveldið að verkefni. Lítið hefur verið látið uppi- skátt um hver voru verkefni hans eða yfir hvaða vitneskju hann býr. Drukkið, rifist og slegist Hitt er víst að þeim sem þekktu til kom ekki á óvart þótt starfsferill hans endaði með ósköpum. Nábúar hans við Kollwitzweg í Köln litu á Tiedgehjónin sem algjöra vandræðagripi. Hjónin drukku, rifust ogslógust ogfór það ekki framhjá neinum í nágrenninu. Garðurinn um- hverfis hús þeirra var í óhirðu, sem er næg ástæða til að skera sig úr í millistéttahverfi í Köln. Eftir að eiginkonan dó tók drykkjuskapurinn og hirðu- ■ Hansjoachim Tiedge, drykkfelldur og illa til reika, en álitinn einn fremsti sérfræðingur í gagnnjósnum í Vestur-Þýskalandi. leysið út yfir allan þjófabálk hjá eftirlifandi maka. Hann nennti ekki einu sinni að fara með afganga í ruslatunnuna, en henti öllu sem frá féll út í illgresið í garðinum. Nágrann- arnir bera Tiedge illa söguna og einn þeirra hefur látið hafa eftir sér. að hann hafi ekki verið maður sem hægt er að bera traust til. En á gagnnjósnadeildinni í Köln höfðu menn eftir sem áður fullt traust á svallaranum. Áð vísu höfðu þeir þar áhyggj- ur af sívaxandi drykkjuskap Tiedges og þunglyndisköstum hans og yfirmenn hans voru Atli Magnússon: í minningu „White Star“ ■ Upp úr 1850 kom hingað til lands breskur kaupmaður. Hann hét Henderson eða eitthvað því um líkt, og hann var kominn hingað í því skyni að hressa upp á íslenska versl- unarhætti, sem síst var víst vanþörf á um þær mundir. Verslunareinokun Dana hafði verið aflétt, en landsmenn beygðari en svo að þeir þrátt fyrir það hefðu verið þess megnugír að hressa neitt upp á sín mál fyrir eigin frumkvæði. Því hvöttu góðir, íslenskir menn Henderson til dáða og honum sýndist fyrirtækið ekki óálitlegra en svo að hann reisti hér fyrsta nútímalega verslun- arhúsið, - það hét Glasgow og bar langt af öorum byggingum í Reykjavík þar til það brann rétt eftir aldamót. Þá var Henderson þó sprunginn á versinu og farinn úr landi. Ekki er ætlunin að fara að rifja upp einhverja verslunar- sögu hér, en minna á að það er engin nýjung að nefna búðir útlendum nöfnum hér í þessu landi. Tilefnið er auðvitað um- ræða með tilheyrandi vandlæt- ingarfussi yfir útlendum nöfn- um á íslenskum fyrirtækjum. Það er satt að segja orðið svo langt síðan að þetta varð nær alsiða hér í landinu að kynlegt er að heyra ntenn þykjast vakna upp með andfælum vegna þessa nú. Eldgamlar verslanir í Reykjavík heita enn nöfnum á borð við Liverpool og Bristol og ekki er langt síðan Edinborg var hér til og sjoppan White Star blómstraði fyrir stríð. Það er ekki víst að útlend nöfn á fyrirtækjum séu neitt fleiri að tiltölu við heild- ina nú en lengst af hefur verið. Ekki væri þetta svosem nein afsökun ef útlendu nöfnin væru sá heimsósómi og af ér látið. En raunin er aftur á móti sú að þau eru oft stórum viðkunnan- legri en einhverjir samkless- ingar úr íslenskum nöfnum, sbr. „ís-“ þetta og „ís-" hitt með alls lags óskapnaði hang- andi og lafandi aftan á. Engin regla er að þeim takist miklu betur til sem seilast til hinna öfganna og ætla nú að vera íslenskari en allt sem íslenskt

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.