NT - 10.09.1985, Blaðsíða 10

NT - 10.09.1985, Blaðsíða 10
Þriðjudagur 10. september 1985 10 s a ■ Andrés Kristjánsson í garðinum fyrir framan Digranesveg 107. (NT-mynd: Róbert) „Þjóðin verður að þora að vera sjálfstæð" Rætt við Andrés Kristjánsson, fyrrum ritstjóra Tímans, sem er sjötugur í dag ■ Andrés Kristjánsson, fyrr- um ritstjóriTímans er sjötugur í dag. Hann setti svip sinn á íslenska blaðamennsku og þjóðmálaumræðu í hátt á þriðja áratug og er auk þess kunnur að margháttuðum ritstörfum bæði sögulegs efnis og sem telja mætti til þjóðlegs fróðlciks og enn fyrir hin miklu þýðingar- störf sín. Hann hefur alla tíð átt sér það að hjartans máli að efla hvers kyns félagslega framþró- un og ítrekað kveðið til hljóðs fyrir því efni opinberlega, svo sem þeim er með atburðum líðandi stundar fylgjast er vel kunnugt um. Við heimsóttum Andrés fyrir sköinmu og fengum að ræða við hann um sitthvað sem á dagana hcfur drifið um leið og hann ræddi í stuttu máli viðhorf sín til sumra þátta þjóðlífsins sem stöðugt hafa verið og hljóta áfram að verða á dagskrá. Við tökum okkur sæti í bóka- herbergi Andrésar, þar sem stendur uppi á hillu frumgerð Einars Jónssonar, myndhögg- vara, að myndinni af Kristjáni Jónssyni, Fjallaskáldi, einu hinu mesta afljóðskáldum l’ing- eyinga. Kristján er Andrési að vonum kær, sem einnig er Þing- eyingur, og við biðjum hann að segja okkur frá dögum sínum nyrðra. ,.Já, ég er Þingeyingur, fædd- ur að Syðri-Tungu á Tjörnesi,'4 segir Andrés í upphafi spjalls okkar. „Þar liðu bernskuárin, en þegar ég var sextán ára garnall fluttum við að Hriflu þar sem ég var fram undir tvítugt. Skólagangan var ekki mikil, því þegar ég fór í Kennaraskól- ann 1935 hafði ég aldrei verið í skóla áður. Ég hafði aðeins notið farkennslu og verið vetrarpart í unglingaskóla hjá Benedikt Björnssyni. sem var kunnur maður nyrðra. Ég hafði ætlað fyrr í Kennaraskólann, en hafði ekki efni á því og réði mig þess vegna sent sýsluskrifara til Halldórs Kr. Júlíussonar, sýslu- manns. Það var haustið 1934. Þar var ég einn vetur. Hann hafði lofað að kenna mér ensku, en aldrei varð nú úr því. Aftur á móti hafði hann engan að tala við nema mig og það varð mér drjúgur skóli. Hann var fjöl- menntaður maður og þennan vetur man ég að hann var að lesa heimspekirit Scopen- hauers. Eftir að hann eltist og kom hingað til Reykjavíkur fór hann að læra rússnesku. Hann varð nærri hundrað ára. Svo fór ég suður á Kennara- skólann og þá kom það frarn að ég var alveg óvanur að lesa á þann hátt sent menn eiga að gera í skóla, þ.e. að búa sig undir próf og yfirheyrslu. Freysteinn Gunnarsson, skóla- stjóri, spurði migá inntökupróf- inu hvort ég hefði lesið ísíend- ingasögurnar og auðvitað hafði ég lesið margar þeirra. Hann spurði mig þá um vensl ýmissa helstu persóna, eins og Höskuld- ar Dalakollssonar og Hrúts, en því var ég ekki reiðubúinn að svara. Ég hafði aðeins lesið þetta eins og almennur, áhuga- samur lesandi, lét hugann velja úr það sem manni fannst skemmtilegast og áhugaverðast. Því féll ég á inntökuprófinu. En Freysteinn leyfði mér eigi að síður að setjast í skólann fram að miðsvetrarprófi og þá hafði ég lært á þetta og varð annar í bekknum. Ég sagði Freysteini síðar að þetta hefði verið það besta sem hann gat gert, því hefði hann rekið mig heim hefði ég aldrei sest á skólabekk aftur. Þegar ég hafði lokið Kennara- skólanum kenndi ég þrjá vetur á Húsavík, og við Austurbæjar- skólann í Reykjavík og loks við Santvinnuskólann í þrjá vetur. En sannleikurinn var sá að ég var ekki fallinn til kennslunnar af þeim sökum að ég hafði ekki fulla heyrn. Mér var sagt að þetta rnundi enn versna og þá sá ég að ekki var gott að hafa bundið sig svo við grein eins og kennsluna. Það varð til þess að cg fór að leggja stund á þýðing- ar. Upp úr því sneri ég mér svo að blaðamennskunni. Það var árið 1947. í byrjun var þetta suntarvinna, en 1949 réðst ég að fullu til Tímans, þar sem ég starfaði í 26 ár.“ En þú varst líka farkennari um skeið? „Já, og það var nokkuð merkileg reynsla. Maður kenndi aldrei nema nokkra daga á hverjum stað, en árangurinn var furðu góður samt. Ég ntan til dæmis eftir þrem systkinum á afskekktum heiðarbæ þar sem þessi ágætlega greindu börn lærðu öll undirstöðuatriðin í íslenskri málfræði á einni viku. Þau lærðu svo rnikið á einunt vetri að það var ótrúlegt. Gant- all farkennari sem ég þekkti, hafði þá aðferð þar sem hann kom á bæ að kenna ekkert fyrstu dagana. Börnunum þótti þetta skrýtið og byrjuðu loks að spyrja hvort ekki ætti að taka fram bækurnar. Þá loks byrjaði hann að kenna, en var þá líka búinn að kynnast krökkunum. Þetta var árið 1938 og kjör fólks voru kröpp, en þó að batna. Húsakosturinn var held- ur lakur, en Reykjadalurinn var góð sveit, þéttbýl og mikið fé- lagslíf. Yfirleitt átti ég besta atlæti þar sem ég kom. Það var svo til ætlast að börnin lærðu bæði áður en kennarinn kont og eftir að hann var farinn og þetta fannst ntér reynast mjög vel, - að fara í námsefnið framundan. Þetta hefur ekki verið venja á Islandi, þótt mér sé kunnugt um að í breskum skólum er þetta gert. Mér finnst að þarna sé góð kennsluaðferð sem ekki hefur verið hagnýtt. Þú hafðir snemma nokkur kynni af Jónasi Jónssyni. Hvernig kom hann þér fyrir sjónir? - „Ég missti móður rnína fimm ára gamall og þess vegna brá faðir minn búi og starfaði að kennslu. Ég ólst því talsvert upp hjá föðursystkinum mínurn og ömmu minni, t.d. hjá Karli Kristjánssyni, en konan hans var systir pabba. En þegar pabbi kvæntist að nýju og fluttist að Hriflu kynntist ég Jónasi nokkuð, en þeir pabbi voru skyldir og æskuvinir. Eftir að suður til Reykjavíkur kom varð ég svo heimagangur hjá honum um skeið. Á þessum árum sá ég Jónas kannski í öðru Ijósi. Ég hafði þaullesið allt sem hann skrifaði í blaðið og mér fannst hann á sinn hátt meiri og betri þar en svo varð þegar ég hitti hann sjálfan. Þetta var í lok aðal átakatíma hans, 1936-1940, en þótt hann væri þá enn í pólitík- inni og þingmaður, var hann ekki ráðherra. Mér fannst hann ákaflega frjór maður og dáðist mikið að því, einkum þó hve hann var fljótur að hugsa og gat hugsað margt í senn. Ef að honum kreppti á einhvern hátt, þá var eins og hann væri fær um að sníða hnútinn af sér með einu hnífsbragði. Minni hans var líka með ólíkindum og kynni hans af öllum mögulegum mál- efnum og mönnum. Ég átti líka eftir að verða þess var í minni blaðamennsku að þótt liann væri farinn að hægja á sér og genginn úr flokknum, hafði hann eftir sem áður mikinn áhuga á Tímanum. Hann þaul- las blaðið og ef við bar að við birtum grein eftir einhvern mann sem hann ekki þekkti en þótti greinin athyglisverð, þá mátti maður eiga víst að hann hringdi og vildi vita nánari deili á manninum. Hann vildi alltaf finna persónuna á bak við grein- ina.“ Hvernig féll þér þessi nýi starfsvettvangur, eftir að þú lést af kennslunni, - blaðamennsk- an? „Sannleikurinn var nú sá að mér fannst hún bæði þreytandi og skemmtileg. Hún var þó að því leyti ólík öðrum störfum sem ég hafði unnið að í blaða- ntennskunni var tíminn alltaf floginn frá manni, áður en mað- ur vissi af. Svo voru það kynni af mörgu fólki, sem var mikils- vert. Það að ég hóf blaðamanna- störf atvikaðist þannig að ég var í stjórn Sambands ungra Fram- sóknarmanna, þar sem ég kynnt- ist þeint báðum, Þórarni Þórar-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.