NT - 10.09.1985, Blaðsíða 3

NT - 10.09.1985, Blaðsíða 3
Norræn Ijóðlistarhátíð í Reykjavík: Ljóðið á að vekja fólk til umhugsunar - segir Östen Sjöstrand Ijóðskáld frá Svíþjóð ■ Hvers vegna erum við að bauka við að yrkja, hvers vegna á ljóðlistin undir högg að sækja og hvers virði er þessi ljóðlistarhátíð, voru meðal spurninga sem Ijóðskáidin, þátttak- endur á Norrænni ljóðlistarhátíð svöruðu í óformlegu spjalli við frétta- menn í gær, en þá hófst Norræn ljóðlistarhátíð í Reykjavík opinber- lega. Östen Sjöstrand frá Svíþjóð sagði að ljóðlistin væri bráðnauðsynleg á þessum válegu tímum sem við lifum á og þörfin til að tjá sig í Ijóði og frelsið sem menn hefðu til að yrkja á' þá leið sem þeir kysu gerði heiminn að örlítið skárri íverustað. „Þetta kann að hljóma sorglega en þegar stríð geisar í heiminum eða aðrir erfiðleikar þá er fólk sólgið í að lesa ljóð. Við höldum að við séum varin gegn notkun kjarnorkuvopna og gegn stríði en þetta er fölsk öryggistilfinn- ing og að mínu mati á Ijóðlistin að gera fólk órólegt og vekja það til umhugsunar um það sem aflaga fer í heiminum." Þátttakendunum bar nokkurn veg- inn saman um það að ljóðlistin væri einstaklega vinsæl í Póllandi, á írlandi og fslandi en hins vegar voru þeir ekki sammála um það hvers vegna ljóðlistin ætti almennt undir högg að sækja. Sjöstrand sagði að góður og Salan á Flugleiðabréfunum: V Ríkið greiddi 1 </2% af staðgreiðsiuverði -en Fjárfestingarfélagið vildi sama hlutfall af matsverði ■ Fjármálaráðuneytið hefur þegar innt af hendi rúmlega 600 þúsund króna greiðslu til Fjárfestingarfélags- ins fyrir að meta verðmæti hlutabréfa ríkissjóðs í Flugleiðum og selja þau. Þar er um að ræða 1 '/2% af því sem ríkið telur staðgreiðsluverð hluta- bréfanna, en Fjárfestingarfélagið hafði hins vegar gert kröfu um að fá greitt 1 '/6% af matsverði bréfanna eða 990 þúsund krónur. „Þetta er ekkert stórmál og verður leyst í bróðerni,11 sagði Gunnar Helgi Hálf- dánarson framkvæmdastjóri Fjárfest- ingarfélagsins í samtali við NT í gær og sagði hann að ekki neinn mála- rekstur af hálfu félagsins á hendur ríkissjóði vegna þessa. Eðlilegt væri að fram kæmi ágreiningur og hefðu báðir aðilar nokkuð til, síns máls. En var ekki gengið tryggilega frá samningum um þóknun til Fjárfest- ingarfélagsins fyrirfram, vegna þeirr- ar þjónustu sem það innti af hendi? „Ekki nákvæmlega," svaraði Gunnar. Albcrt Guðmundsson fjármálaráðherra kvað ríkislögmann hafa séð um samningagerðina fyrir fjármálaráðuneytið og kvaðst ekki geta sagt frá því í smáatriðum hvað sá samningur hefði falið í sér. Ríkislög- maður er staddur erlendis. Fjármála- ráðherra var spuröur hvort eðlilegt geti talist að einu fyrirtæki á sviði verðbréfaviðskipta sé falið slíkt verk- efni og sagði hann að Fjárfestingarfé- laginu hefði verið falið þetta verkefni, þar sem það mun vera elst fyrirtækja á þessu sviði hérlendis og njóti mikils trausts, eins og hin fyrirtækin geri reyndar líka. Hverfisteinar Sambyggður hverfisteinn með hjóli til blautslípunar og hjóli úr gúmmíbundnum ál-ögnum til brýningar. Hljóðlátur iðnaðarmót- or 200W, 220v, 50 HZ, einfasa, snýst 70 snún' inga á mín. Laust vatnsílát. Sérstök stýring fyrir sporjárn o.þ.h. Verö kr. 6.950,-. Laugavegi 29 Símar 24320 — 24321 — 24322. SÍMI28855 Þriðjudagur 10. september 1985 3 ■ Nokkur skáldanna sem taka þátt í Norrænu Ijóðlistarhátíðinni í Reykjavík sem hófst opinberlega í gær og stendur til laugardags. NT-nynd: Róbcri vondur kveðskapur hefði alltaf notið vinsælda. David Gascoyne frá Eng- landi sagði að það væri ekki hægt að fullyrða að ijóðið ætti undir högg að sækja, t.d. væru Ijóð John Lennons og Bob Dylans mjög vinsæl í dag. Einar Már Guðmundsson, íslandi, sagði að Ijóðinu væri nokk sama um það hvort það nyti vinsælda eða ekki því Ijóðið ætti sér sjálfstæða tilveru. James Tate frá Bandaríkjunum bætti því við að ekki væri hægt að dæma unt vinsældir ljóða út frá sölu Ijóðabóka hverju sinni, en víst væri að skáld gætu ekki látið sig dreyma um verald- legt ríkidæmi. Ljóðlistin væri cin- hvers konar neðanjarðarstarfsemi og ætti ekki að vera í samkeppni víð sjónvarp. kvikntyndir og rokksöngv- ara. Justo Jorge Padrón frá Spáni taldi hins vegar að skáld ættu að setjast niður til að ræða hvernig auka mætti áhrif og vinsældir ljóðsins. „Við erum ekki hér bara sem ferða- menn heldur höfum við gott af þvt að velta fyrir okkur hvernig við getum komið því til leiðar að Ijóðið verði eins vinsælt og það var fyrr á öldinni." Sjöstrand vildi síðan þakka skipu- leggjendum hátíðarinnar fyrir vel unnin störf og sagði að þetta væri stórkostlegt tækifæri fyrir skáldin til að koma santan og bera saman bækur sínar og mikilvæg kynning á Ijóðlist- inni sem slíkri. Góðar réttir igoðu veðri ■ Réttað var í Hrútatungurétt í Hrútafirði og í Miðfjarðarrétt í Miðfirði (V-Húnavatnssýslu) á sunnudaginn. Að sögn Björns Einarssonar bónda á Bessastöðum var mjög gott veður á réttardaginn og sagði hann að réttirnar hefðu gengið mjög vel fyrir sig. Björn taldi að megnið af því fé sem verið hefði á afrétti hefði náðst til byggða og að það liti alveg þokkalega út. Björn sagði að eftirleitir yrðu í næstu viku og slátrun hefst þann I7. september hjá Vestur- Húnvetningum. Undir þessi orð tók Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu og sögðu þeir báðir að þeir töluðu fyrir bændur almennt í V-Húna- vatnssýslu; allir væru ánægðir með réttirnar og heimtur af fjalli. Isuzu Pickup '86 með „Space Cab" stórauknu rými fyrir farþega og farangur Hörkugóðir bílar á góðu verði. Pottþéttir í akstri, viðhaldi og endursölu. Við bjóðum sérlega hagstæð greiðslukjör og tökum jafnvel gamla bílinn upp í þann nýja! HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 BíLVANGURsf 4ra dyra Isuzu Trooper '86 Þægilegri og rúmbetri en nokkru sinni fyrr.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.