NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 10.09.1985, Qupperneq 2

NT - 10.09.1985, Qupperneq 2
Þriðjudagur 10. september 1985 2 „Ef Beethoven væri uppi núna væri hann allur á kaf i í þessu“ Rætt við Hjört Howser um nýju hljómtölvuna frá Yamaha ■ „Hcr er á ferðinni alger nýjung, sem opnar tónlistar- mönnum dyr í aðra heima,“ sagði Hjörtur Howser, tónlist- armaður, í spjalli við NT um nýju hljómtölvuna frá Yam- aha. CX5M Music Computer er fullkomin heimilistölva. En hún er engin venjuleg tölva, því hún er sérhönnuð fyrir tónlistarmenn, tónskáld og út- setjara, bæði atvinnumenn og leikmenn. Hún hefur innbyggðan hljóðgervil og innbyggt tónlist- arforrit. Hægt er að „midi"- tengja (innbyrðis samtenging) hljómborð og trommuheila inn á hana, svo og gítar og önnur hljóðfæri. Möguleikarnir eru óteljandi fyrir tónlistarmenn og verða ckki allir taldir upp hér, en svo dæmi séu nefnd getur hún stýrt hraða í trommu- heilum og hægt er að tengja við hana gleðigana (joystick). Hún hefur innbyggt diska- drif og getur framkallað mjög eðlileg hljóð, t.d. trompett, píanó, orgel, bassatrommu o.s.frv. Alls eru 46 hljóð í tölvunni, en auk þeirra má framleiða ný hljóð, t.d. ýmsa „effekta“, svo sem fuglasöng, hemlahljóð og jafnvel hljóð sem ekki eru til, en það er gert með „algorythma". Svo má nota hana sem skemmtara. Yamaha hefur framleitt 4 forrit fyrir hljómtölvuna, FM Music Composer, FM Voicing Program, DX7 Voicing Prog- ram og FM Music Macro. Þessi forrit bjóða upp á geysimikla möguleika. Tónskáld geta samið á tölv- una og prentað út, jafnvel fyrir heila hljómsveit. „Allt senr hægt er að gera með pappír og penna er hægt að gera nreð þessari tölvu og hún ræður við flóknustu tónverk, sem hægt er að skrifa út. Það er hægt að dútla við að semja laglínu á hljómborð, sem hægt er að spila út aftur og bæta við einu og einu hljóðfæri þar til þú getur heyrt jazzkvintett eða heila sinfóníuhljómsveit spila verkin þín. Möguleikarnir eru sem sagt ótrúlegir,“ sagði Hjörtur Howser, en hann hef- ur notað tölvu af þessari gerð í hálft ár, bæði í hljómsveitinni Bogart og við auglýsingagerð. - Blaðamaður spurði Hjört hvort megnið af hljóðfæra- leikurum framtíðarinnar væru þá ekki óþarfir með tilkomu slíkrar tölvu. „Nei, tölvan kemur að sjálf- sögðu ekki í staðinn fyrir það líf sem hljómsveit skapar - þetta er fyrst og fremst vinnu- tækni. Pað er eins og að eiga full- komið eldhús, með sjálfvirk- um heimilistækjum. Pú getur ýtt á alla takkana, en þú kannt ekki endilega að búa til matinn. Ég er viss um að Beethoven og Mozart væru uppi núna þá væru þeir allir á kafi í þessu - því svona verkfæri opnar manni dyr í aðra heima. Pessi hljómtölva kom á markað fyrir um ári síðan og hún er komin til að vera, það er klárt mál,“ sagði Hjörtur Howser. Þess má geta að hljómtölvan kostar nú um 26.000 krónur. Nánari upplýsingar um tölvuna og námskeið um notkun henn- ar gefur hljóðfæraverslun Poul Bernburg. DÆMI UM CX5M KERFI Sjónvarpstæki Skjár Upptökutæki, hljóðkerfi og slíkt

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.