NT - 10.09.1985, Blaðsíða 24

NT - 10.09.1985, Blaðsíða 24
LÚRIR ÞÚ Á FRÉTT? HRINGDU ÞÁ f SÍIX/IA 68-65-62 Vid tökum við abendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Einar Vilhjálmsson spjótkastari: ■ Ivan Lcndl lagði hinn munnkáta McEnroe á Opna ameríska meistaramótinu í tennis. Lendl á toppinn Lagði McEnroe að velli ■ Ivan Lendl frá Tékkó- slóvakíu og landa hans Hana Mandlikova sigruðu í einliða- leikjum á U.S.-Open tennis- mótinu sem lauk í New York um helgina. Með þessum sigri þá er Lendl stigahæsti tennis- leikari í heiminum í dag en hann hefur lengi staöið í skugga McEnroes. Sigur Mandlikovu á Navratilovu kom nokkuð á óvart en hún hafði áður sigrað á U.S. Open Chris Evert Lloyd í undanúrslit- um. Sigur Lendl á McEnroe í úrslitaleiknum í einliðaleik karla var sannfærandi en þetta er í fyrsta sinn í áttá ár sem U.S.-Open vinnst af öðrum en Bandaríkjamanni. Leikurinn endaði 7-6, 6-3 og 6-4. Mandlikova sigraði Navratil- ovu í hörkuleik en hún er frá Tékkóslóvakíu eins og Lendl. V'þýska knattspyrnan: „Það er hvíld f ramundan“ Meiðsl Einars settu strik í reikninginn á Grand Prix í Róm ■ Einar Vilhjálmsson varð að sætta sig við áttunda sætið í spjótkastkeppninni í loka- keppni Grand Prix mótanna eins og íslenskir sjónvarps- áhorfendur fengu (lítillega) að sjá á laugardaginn. NT hafði samband við Einar eftir heim- komu hans í gær og sagði hann að meiðsli sín hefðu illilega sett strik í reikninginn. „Eftirfyrsta kast reyndi ég að vefja olnbog- ann og minnka allt hreyfisvið hans en lítið gekk að kasta af viti eftir það,“ sagði Einar sem kastaði lengst 80,48 m. Einar leitaði til læknis í gær og var tjáð að bæði taugabólgur og bein- himnubólga hrjáði olnbogalið hans. „Þetta eru árcynslu- meiðsli og með hvíld batnar mér vonandi fullkomlcga," sagði Einar sem sleppir líklega Heimsmeistaramóti landsliða í Canberra en það er eina mótið sem eftir er hjá Einari á þessu keppnistímabili. Það var Tom Petranoff sem sigraði í heildarstigakeppninni í spjótkastinu en Einar varð fjórði. Stigahæstur íþrótta- manna var hinsvegar 5000 m hlauparinn Doug Padilla sem sigraði auðveldlega í sinni grein á laugardaginn. Hann hlaut 63 stig. Hjá konum krækti Mary Slaney sér í eina milljón en hún sigraði í skemmtilegu 3000 m hlaupi. Búast má við einhverjum IRmeistari ■ ÍR-ingar tryggðu sér sigur í 4. deild Islands- mótsins í knattspyrnu er liðiö bar sigurorð af Reyni, Árskógsströnd á Akureyrarvelli á laugar- daginn, 3-1. Þessi sigur ÍR er ekki síður glæsileg- ur fyrir þá sök að með honum hefur ÍR ekki tap- að leik í 4. deild í sumar. í leiknum á Akureyri skoraði Vignir Sigurðs- son fyrsta markið fyrir ÍR en Páli Rafnsson bxtti öðru við í upphafi síðari hálfleiks. Björn Frið- þjófsson minnkaði mun- inn en Guðmundur Ingi Magnússon gulltryggði sigurinn. ÍR er íslands- meistari en bæði liöin leika í 3. deild að ári. Atli gerði mark ■ Atla Eðvaldssyni tókst að. félagið sitt, Bayer Uerdingen er skora sitt fyrsta mark fyrir nýja liðið gerði jafntefli gegn Sá stóri í kvöld ■ í kvöld verður stórleik- ur í sjöunda riðli Evrópu í undankeppni HM. Eins og flestir vita þá er ísland einmitt í þessum riðli. En leikurinn í kvöld er á milli nágrannanna Wales og Skotlands. Það lið er sigrar í þessari viðureign er næsta víst um sæti í Mexíkó. Nú haia liðin verid valin og líta þannig út: Wales: Southall, Jones, Van den Hauwe, Ratcliffe, Jackett, James, Phillips, Nicholas, Thomas, Rush og Hughos. Skotland: Leighton, Nicol, Gough, Malpas, McLoish, Miller, Aitken, Strachan, Bett, Sharp og Speedie. Staðan í riðlinum: Skotland ......... 5 3 0 2 7-3 6 Wales............. 5 3 0 2 6-5 6 Spánn ............ 5 3 0 2 7-7 6 ísland ........... 5 1 0 4 3-8 2 breytingum á fyrirkomulagi Grand Prix mótanna fyrir næsta keppnistímabil - jafnvel færri en stærri mót - en ailar breyting- ar verða að sjálfsögðu að vera samþykktar hjá auðhringjum er útvega fjármagnið. Flestir tóku sjálfsagt eftir að olíufyrirtækið Mobil styrkti ævintýrið á laugar- daginn. Sigahæstu karlar: 1. Doug Padilla, Bandaríkin 2. Mike Franks, Bandaríkin 3. Sergei Bubka, Sovétríkin 4. Calvin Smith, Bandaríkin Stigahæstu konur: 1. Mary Slanoy, Bandaríkin 2. Stefka Kostadinova, Búlgariu 3. Judi-Brown King, Bandarikin 4. Jarmila Kratochvilova, Tékkósl. ■ Einar Vilhjálmsson, spjótkastarinn stórsnjalli, verður líklega að temja sér hvfldarstellingar fram eftir vetri. íslandsmótið í knattspyrnu 1. deild: Titillinn nálgast - hjá Valsmönnum eftir sigur í Keflavík ■ Valsmenn tróna nú einir á toppi 1. deildar eftir sigur á Keflvíkingum á laugardag og sigur á gömlu erkifjendunum, KR-ingum á flmmtudag mun því tryggja það að bikarinn lendi í safni Valsmanna að Hlíð- arenda. Leikurinn á Suðurnesjum byrjaði fjörlega og Hilmar Sig- hvatsson og Ingvar Guðmunds- son áttu báðir færi snemma í leiknum. Besta færið í fyrri hálfleik féll þó í skaut Keflvík- inga en Sævar Jónsson bjargaði á línu frá Björgvin Björgvins- syni. 1 síðari hálfleik skora svo Valsmenn tvö mörk í röð og var hinn stórskæði Guðmundur Þorbjörnsson að verki í bæði skiptin. Fyrra markið kom á 65. mínútu og sendi þá Valur Vals- son góðan bolta á Guðmund sem kom askvaðandi og skoraði með góðu skoti frá vítateig. Seinna markið kom 2 mínútum síðar - eftir mistök í vörn heimamanna setti Guðmundur boltann inn af stuttu færi. Stuttu fyrir leikslok skoraði svo Ragnar Margeirsson fyrir Keflvíkinga en allt kom fyrir ekki - Valur fór heim með stigin þrjú. GuðmundurÞorbjörnsson og Heimir Karlsson léku vel fyrir Val en Gunnar Oddsson var bestur heimamanna. Frankfurt, 1-1. Atli lék með allan leikinn en Lárus Guð- mundsson var tekinn útaf í hálf- leik. Ásgeir Sigurvinsson og félagar í Stuttgart áttu ekki í vandræðum með Saarbrucken á heimavelli sínum. Ásgeir átti þokkalegan leik og lagði upp eitt marka Stuttgart í 3-1 sigri. Það sem búist var við að yrði stórleikur á milli Bayern og Hamborgara varð ekki neitt neitt. Hartmann og Matthaus skoruðu fyrir Bæjara í 2-0 sigri. ■ Skagastúlkurnar tryggðu sér sigur í 1. deild íslandsmóts kvenna í kattspyrnu á laugardaginn er liðið sigraði KA 10-0 og ekki orð meira um þann leik. Á þessari mynd má sjá kampakátar Skagastúlkur ásamt þjálfara sínum Steini Helgasyni og Haraldi Sturlaugssyni formanni knattspyrnuráðs Akraness.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.