NT - 21.09.1985, Blaðsíða 2
fíT? Laugardagur 21. september 1985 2
liL f hádeginu
Við vissum ekki að f ramsókn
■ í hádegisviðtalinu að þessu
sinni er Unnur Stefánsdóttir
fóstra. Unnur er dagvistarfull-
trúi ríkisspítalanna en auk þess
velþekktur „hlaupagikkur“ og
formaður íþróttaráðs í Kópa-
vogi.
En Unnur er ekki síður vel
þekkt fyrir vasklega frammi-
stöðu á hinum pólitíska vett-
vangi kvenna og nýlega var hún
kjörin formaður Landssam-
bandsframsóknarkvenna. Unn-
ur var ein af mörgum konum
sem stóðu að svonefndri Húsa-
víkursamþykkt, sem fól í sér að
konur yrðu skipaðar til jafns við
karlmenn í stjórnir og nefndir á
vegum Framsóknarflokksins en
konum flokksins var farið að
ofbjóða það karlaveldi sem í
flokknum ríkti. Sú samþykkt
vakti verulega athygli og hefur
reynst stefnumarkandi fyrir bar-
áttu kvenna í pólitík.
„Já það má eiginlega segja að
þetta hafi byrjað hjá okkur á
Húsavík. Þar vorum við rúm-
lega 60 konur á því þingi og þar
var þessi ályktun samþykkt. Á
þeim tveim árum sem liðin eru
erum við búnar að starfa alveg
geysilega mikið.
Sérstaklega hafa námskeið
okkar verið til þess að svo
margar konur hafa komið til
starfa með okkur, við höfum
farið á staðina og námskeiðin
eru opin fyrir allar konur.“
Hvernig námskeið eru þetta
sem þú talar uin?
„Þetta er blandað námskeið
fyrir konur á öllum aldri. Nárn-
skeiðinu höfum við skipt niður
í fimm atriði og höfum byrjað á
að efla stjálfstraustið, og er það
eiginlega leyndarmál hvernig
það fer fram.
Síðan förunt við út í ræðu-
mennsku og gerðar alls konar
æfingar að þjálfa konurnar í að
tala. Síðan kennum við fúndar-
stjórn, fundarritun og tillögu-
gerð og rökstuðning við þær.
Konurnar eru mjög virkar á
námskeiðinu og gera mikið
sjálfar. Leiðbeinandinn gerir
mest fyrst síðan er hann eigin-
lega alveg utan við. Konurnar
eru síðan með formlega fundi
sent þær stjórna alveg sjálfar og
tökum alltaf fyrir mál sent eru
nánast sveitarstjórnarmálefni.
Námskeiðið endar svo á því að
allar fá að koma fram í videó og
fá að sjá sig þar.“
Eruð þið ineð tæki til þess?
Já, já við höfunt notað tæki
sem flokkurinn á, nema á Akur-
eyri þar fengum við að nota
aðstöðu' sj ón varpsins.
Var vandkvæðalaust að fá
það?
... Það kostaði svolítið.
Hvað hafa margar konur sótt
þessi námskeið?
Það eru nokkuð á þriðja
hundrað konur sem hafa sótt
þau en námskeiðin eru orðin 16.
Hafa allar þessar konur verið
tilbúnar að starfa með ykkur?
Þær byrja ekki á námskeiðun-
um vegna þess að þær séu
framsóknarkonur eða ætli sér
að fara að starfa þar, en reynsla
okkar er sú að eftir að þær hafa
verið á námskeiðunum þá koma
þær og vilja starfa með okkur.
Ef við erum spurðar hvort þetta
séu pólitísk námskeið þá svör-
um við því að námskeiðið sé
haldið á vegum Landssambands
framsóknarkvenna og að fram-
sóknarkonur leiðbeini en við
kennum ckki pólitík á þeim. En
við sjáuni t.d. á Suðurlandi þar
sem við vorum með 65 konur á
námskeiði s.l. vetur að þar var
síóan stofnað félag sem rúmlega
50 konur taka þátt í.
Þú segir: Það er engin pólitík
í þessu. Finnst þér á konunum
að þær séu hræddar við að
starfa í pólitískum félögum?
Alveg óskaplega.
Við hvað eru þær hræddar?
Sko, mér viröist á konum að
pólitík sé eitthvað mjög slæmt.
Og ég þekki það bara best frá
mínum systrum, fóstrum og
svo konum sem eru á sama aldri
og ég, að þeim finnst að pólitík
sé ekkert fyrir þær. Ég held að
konur haldi að pólitík sé bara
fyrir karlmenn.
En nú er mikið talað um það
í pólitík að konur velji sér, ja
svo þessi mjúku málefni, ræðiði
efnahagsmál og þjóöarvand-
ann?
Við höfum ekki gefið okkur
nægan tíma til að ræða þessi mál
þ.e. efnahagsmál, verðbólgu-
vandann og þessi mál sem eru
að gerast. Starfið þessi fyrstu
tvö ár hefur farið mest í það að
byggja okkur upp. En þetta er
að koma og við getum farið að
ræða efnahagsmál ckki síður cn
önnur.
Hvernig er hljómgrunnurinn
hjá forystu Framsóknarilokks-
ins fyrir ykkar starfscmi?
■ Unnur Stefánsdóttir.
Já, það hefur gengið svona
hægt, en það er á réttri leið hcld
ég. Við fengum t.d. styrk frá
þingflokknum ti! þess að halda
þessi námskeið í fyrra.
En hvert er viðhorf þing-
manna flokksins, sem allir eru
karlmenn til þessa átaks ykkar,
heldurðu að þeim fínnist þeiin
vera verulega ógnað?
Já ég held það, Það er eins og
þeir vilji hafa okkur svona með,
en samt ágætt líka að hafa
okkur svona dálítið til hliðar.
Heldurðu að þctta eigi við í
fleiri flokkum?
Alveg örugglega.
Unnur Stefánsdótt-
ir formaður Lands-
sambands fram-
sóknarkvennaíhá-
degisviðtali
Þannig að þingmennirnir af
karlkyni álíta líka að konur eigi
ekkert að vera í pólitík?
Það er svolítið erfitt að segja
sko, þeir hafa verið svo til
einráðir um pólitíkina. þannig
að það 'er kannski eðlilegt að
þeim finnist þetta vera árás á
sig, en við framsóknarkonur
teljum að með þessari samþykkt
sem við gerðum á Laugarvatni
séuni við í rauninni að bjarga
flokknum. Við verðum varar
við það, að konur sem, ja hafa
ekki verið tilbúnar til að festa
sig í neinum ákveðnum flokki
þær bara segja: Við kjósum
auðvitað kvennaflokkinn. því
að þar er verið að tala um mál
sem að okkur lúta. Þessu viljum
við breyta og finna að við getum
það.
Nú er Ijóst að ef þið ætlið að
framfylgja ykkar ályktun frá
Laugarvatni þá þarf að vera
veruleg röskun á þingmönnum
flokksins, eruð þið með ein-
hvern leynilista yfir menn sem
þið eruð ákveðnar að kalla í
burtu?
Það er nú ekkert svoleiðis'
gefið upp.
En þið hyggist komast á lista
í fyrsta eða annað sæti í öllum
kjördæmum, við næstu alþingis-
kosningar?
" Já við sáum það á Laugar-
vatni að við eigum þessar konur
til.
NT-mynd Róbert
í öllum kjördæmum?
Já.
Og er það meira en það að
þær séu til, eru það konur sem
þið teljið raunverulega jafn
frambærilegar eins og þessir
menn sem eru fyrir?
Það er náttúrlega erfitt að
meta fólk þannig, en við teljum
það.
Eru einhverjar ykkar þegarr
búnar að ákveða að fara í
framboð?
Sko. það hefur ekki farið
fram þannig könnun nákvæm-
lega. enda held ég að karlmenn
hafi ekki gert það heldur. En
hinsvegar bara finnum við það
að við eigum orðið það margar
konur í öllum kjördæmum, sem
hafa t.d. starfað að sveitar-
armálum og þekkja orðið hlut-
ina það vel að þær geta farið
hiklaust í þetta eins og hver
annar karlmaður.
Og þið hyggist nota þetta
kvótakerfi ykkar líka í sambandi
við sveitarstjórn?
Já, alveg hiklaust. Og við
teljum það mjög góðan undir-
búning fyrir, það að fara á þing,
að vera búin að vinna í sveitar-
stjórnum. Við eigum rúmar 12
konur af 78 í sveitarstjórnum
allt land; margar í nefndum á
um vegum sveitarstjórna, og við
fundum það þegar við vorum að
leita eftir konum til að vera með
erindi á Landsþinginu, að þá
var auðveldara að leita til þeirra
sem hafa fengið þjálfun í sveitai-
stjórnamálum, það er ósköp
eðlilegt.
Þessar samþvkktir ykkar þær
vekja verulega athygli, hjá hin-
um flokkunum líka. Hefurðu
grun um að aðrir flokkar svona
brosi í laumi, en viti samt sem
áður að konur úr öðrum flokk-
um líti upp til ykkar? Þið eruð
stefnumarkandi að þessu leyti.
Já, þetta hefur vakið mikla
umræðu þessi samþykkt, og alls
staðar þar sem maður kcmur
hvort sem það er í afmæli eða á
vinnustað í íþróttahúsi eða hvar
sem er, þá er farið að tala um
þessa hluti og yfirleitt þá eru
konur mjög ánægðar með þetta
og óska okkur til hamingju og
segja: Við vissum ekki að fram-
sóknarkonur væru svona rót-
tækar. Og karlmenn tala að vfsu
um þetta líka, en maður svona
finnur til vissrar hræðslu hjá
þeim, eða svona, „þær ætla sér
bara efstu sætin og fara yfir um
okkur,“ það er svona svolítill
veggur.
En stjórnmálaviðhorfín,
hvernig líst þér á stjórnarsam-
starfiö og stöðu ríkisstjórnar í
dag?
Eg tel að ráðherrar Fram-
sóknarflokksins í ríkisstjórn
hafi staðið sig að mörgu leyti
vel. Hins vegar hefur allt of
langur tími farið í það hjá for-
sætisráðherra að sætta sjónar-
mið ráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins vegna innbyrðis deilna og
hefur þetta rýrt traust ríkis-
stjórnarinnar út á við.
Það er ljóst að ýmis öfl hjá
Sjálfstæðisflokknum vilja draga
úr þjónustu velferðarþjóðfé-
lagsins. Ég tel að einn þýðingar-
mesti hiutur Framsóknarflokks-
ins sé að standa vörð um það.
Nú ég held að ríkisstjórnin
haldi, eða verði áfram við stjórn
svona allavega þetta ár og
eitthvað fram á næsta ár.
Stjórnarandstaöan, hvað
finnst þér um hennar vinnu-
brögð?
Mér finnst hún hreinlega hafa
■ Það er eins og þeir vilji hafa
okkur svona með, en samt ágætt
að hafa okkur svona svolítið til
hliðar.