NT - 21.09.1985, Blaðsíða 12
Laugardagur 21. september 1985 12
Borgarstjórn:
Arnarvarp vísvitandi
eyðilagt ár eftir ár
Störf kvenna
verði endurmetin
- tillögu Kvennaframboðsins vísað til borgarráðs
■ Fuglaverndarfélag íslands tel-
ur að arnarvarp hafi vísvitandi verið
eyðilagt á undanförnum árum m.a. í
héraði í Barðastrandarsýslu og á
Skarðsströnd. Á báðum þessum
svæðum hafi nokkur arnarpör verpt
árlega, en til algerra undantekninga
heyri ef ungi komist upp. Á stað
einum á Fellsströnd hafi ernir verpt á
hverju ári undanfarin 10 ár, en varpið
alltaf verið eyðilagt.
Samkvæmt talningu er Fugla-
verndarfélag íslands gekkst fyrir í
sumar eru arnarpör nú 36 í landinu
auk ungfugla. Er það nær tvöföldun
varpstofnsins frá því síðasta talning
fór fram 1964 þegar stofninn taldi 19
pör.
Talið er að 24 ungar hafi komist
upp úr 16 hreiðrum nú í sumar. En
hjá 20 pörum hafi varpið misfarist, í
flestum tilfellum vegna þess að það
hafi eyðilagst. Bæði sé þar um að
ræða að fuglarnir eru truflaðir
Flugleiðir:
Breytingar í
markaðssviði
■ Nokkrar breytingar og stöðutil-
færslur hafa verið ákveðnar innan
markaðssviðs Flugleiða og koma þær
til framkvæmda á næstunni.
Hans Indriðason lætur af starfi sem
forstöðumaöur norðursvæðis og verð-
ur hótelstjóri á Hótel Esju, í stað
Einars Olgeirssonar sem tekur við
hótclstjórn á Hótel Loftleiðum. Emil
Guðmundsson sem þar var fyrir flytur
til Kaupmannahafnar og verður
svæðisstjóri Flugleiða í Danmörku.
Vilhjálmur Guðmundsson sem nú
gegnir því starfi flytur heim og verður
forstöðumaður norðursvæðis. Sú
deild sér um sölu- og markaðsmál á
Islandi og öllum Norðurlöndunum og
verður nú lögð aukin áhersla á Fær-
eyjar og Grænland í því starfi, en
Bretlandsdeild mun nú heyra undir
Einar Helgason forstöðumann flutn-
ingadeildar. Þá mun viðskipta- og
þjónustudeild framvegis tilheyra far-
gjalda- og áætlanadeild félagsins, sem
Gylfi Sigurlinnason veitir forstöðu.
Sveinn Sæmundsson tekur nú við
starfi sem sölustjóri innanlandsflugs,
en kynningardeild og fréttadeild verða
sameinaðar í eina deild sem Sæmund-
ur Guðvinsson veitir forstöðu og
tilheyrir hún stjórnunarsviði Flug-
leiða.
Réttarkaffi
í Kópaseli
■ Hvernig væri að skella sér út úr
bænum á sunnudaginn og fara í réttir
í Lögbergsrétt og síðan í kaffi í
Kópaseli á eftir.
Það er Lionsklúbbur Kópavogs
sem stendur að kaffisölunni og mun
allur ágóði renna til líknarmála í
Kópavogi.
Undanfarin ár hefur það verið
venjan að styrkja fötluð ungmenni til
Noregsfarar. Auk stuðnings við fatlað
fólk hefur Lionsklúbbur Kópavogs
stutt Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð
frá upphafi og sama má segja um
Kópavogshælið.
Veitingar verða hinar rausnarleg-
ustu segir í fréttatilkynningu og verði
verður stillt í hóf og allir eru hjartan-
lega velkomnir.
Leidrétting
■ Verslunarfélag Austurlands var
nefnt Verslunarmannafélag Austur-,
lands, í frétt NT á fimmtudag, sem
sagði frá skorti á hreindýrakjöti.
Þetta er hér með leiðrétt -og eru
hlutaðeigandi beðnir velvirðingar.
snemma á varptímanum, að talið er
einkum af völdum minkaveiði- og
þangskurðarmanna, og á hinn bóginn
að varpið hafi verið eyðilagt vísvit-
andi. Séu fyrrnefnd héruð áberandi
hvað það snertir.
Fuglaverndarfélagið telur að arnar-
fjöldi sé nú orðinn svipaður á Breiða-
fjarðarsvæðinu og hann var áður en
ofsóknir gegn þeim hófust fyrir alvöru
á síðustu öld og muni þeim tæpast
fjölga meira þar. Hins vegar sé ekki
ósennilegt að ernir fari í auknum
mæli að verpa utan hinna hefðbundnu
svæða. T.d. hafi þeir farið að verpa
nokkuð sunnan Snæfellsness.
Nokkur vanhöld voru einnig á örn-
um í sumar, m.a. fannst ungur örn
sem skotinn hafði verið með riffli.
Félagið vill og eindregið vara við
dreifingu svefnlyfja þar sem örnum,
sérstaklega ungfuglum, sé hætta bú-
in af þeim.
■ Borgarfulltrúar Kvenna-
framboðsins lögðu fram tillögu
um endurmat á störfum kvenna
sem starfa hjá Reykjavíkurborg
á borgarstjórnarfundi á fimmtu-
dagskvöld. Miklar umræður
urðu um tillöguna og um neyð-
arástandið á dagvistarheimilum
borgarinnar en að lokum var
samþykkt að vísa tillögunni til
borgarráðs.
Tillagan er á þá lund að
samþykkt verði að nú þegar
verði hafin vinna við endurmat
á störfum kvenna sem vinna hjá
borginni hvort heldur þær eru í
Starfsmannafélagi Reykjavík-
urborgar eða í öðrum stéttarfé-
lögum. Nýja starfsmatið liggi
fyrir við gerð næstu kjarasamn-
inga. Við starfsmatið verði
verðgildi starfa lagt til grund-
vallar og að umönnunar-, frum-
framleiðslu- og þjónustuþættir
kvennastarfanna verði metnir
til jafns við ábyrgðar-, frum-
kvæðis- og þekkingarþætti hefð-
bundinna karlastarfa.
. .... ..... ........... .............- W,—•
Orðsending
tíl fyrirtækj a
og eínstaklínga í atvinnurekstri
Skattrannsóknarstjóri hefur ákveðið að kanna bókhald þeirra aðila sem eru skyldir til að gefa út reikninga í
viðskiptum sínum við neytendur. Kannað verður hvort farið er eftir þeim reglum sem gilda um skráningu
viðskipta á nótur, reikninga og önnur gögn. Dagana 23. september til 7. október verða 400 fyrirtæki úr 27
atvinnugreinum heimsótt af starfsmönnum Skattrannsóknarstjóra I þessu skyni.
Könnunin nær til fyrirtækja úr eftirtöldum atvinnugreinum:
Númeratvlnnu- grelnar: Heiti atvinnugrelnar:
261 Trésmíði, húsgagnasmíði
262 Bólstrun
332 Cleriðnaður, speglagerð
333 Leirsmíöi, postullnsiðnaður
339 Steinsteypugerö, steiniðnaður
350 Málmsmlöi, vélaviðgerðir
370 Rafmagnsvörugerö, raftækiaviðgeröir
383 Bifreiðaviögeröir, smurstöðvar
385 Reiöhjólaviðgeröir
395 Smíði og viögerö hljóöfæra
410 Verktakar, mannvirkiagerð
I- 420 Bygging og viögerð mannvirkia
491 Húsasmíði
492 Húsamálun
493 Múrun
494 Pípulögn
495 Rafvirkiun
496 Veggfóörun, dúklagning
497 Teppalögn
719 Ferðaskrifstofur
826 Tannlækningar
841 Lögfræöiþjónusta, fasteignasalar
842 Bókhaldsþjónusta, endurskoðun
843 Tæknileg þjónusta
847 Innheimmtustarfsemi
867 Ljósmyndastofur
869 Persónuleg þjónusta ót. a., t.d. heilsuræktarst.
SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI
H
M
WMMá