NT - 21.09.1985, Blaðsíða 27

NT - 21.09.1985, Blaðsíða 27
Útvarp — sjónvarp Laugardagur 21. september 1985 27 ■ Jane Fonda og Mildred Narwick, sem leika mæðgur í myndinni „Berfætt úti í garði.“ Sjónvarp Berfætt úti í garði - Bandarísk gamanmynd ■ Laugardagsmyndin heitir Berfætt úti í garði (Barefoot in the Park), og er bandarísk gamanmynd frá árinu 1967. Leikstjóri er Gene Saks en með aðalhlutverk fara Robert Redford, Jane Fonda, Charles Boyer og Miidred Narwick. Myndin fjallar um hjónin Corie og Paul Bratter, sem eru nýgift og yfir sig ástfangin. Þau taka á leigu íbúð í heldur hrörlegu húsi í New York. Margt fer síðan brátt að bjáta1 á í búskapnum, enda hjónin ekki á eitt sátt hvern lífsmáta þau velja eða hvað það er sem gefur lífinu gildi. Áleitinn nágranni og tengdamamma hafa líka sitt til málanna að leggja, en ekki er það til að bæta ástandið. Þýðandi er Ragna Ragnars. Sjónvarp; Með kveðju til Breiðstrætis ■ íkvöldkl. 21.10 niunsjón- varpið sýna breska tónlistar og heimildarmynd um Paul McCartney fyrrurn bítil, og gerð síðustu kvikmyndar hans „Give my regards to Broad street" eða Með kveðju til Breiðstrætis. Handrit myndar- innar er skrifað af McCartney sjálfum og leikstýrði hann ein- nig myndinni. í þessari mynd fá áhorfendur að heyra mörg gömul og góð lög gamla bítils- ins s.s. „Elanor Rigby“, „For no one“, og „No more lonely nights". ■ Paul McCartney fyrrverandi bítill en myndin í kvöld mun fjalla um gerð myndar hans „Með kveðju til Breiðstrætis“. Sjónvarp kl. 22.45: Sjónvarp mánudag ■ ■ Samtímaskáldkonur um sænska rithöfund- inn Birgittu Trotzig ■ í áttunda þætti úr flokkn- um Samtímaskáldkonur, í kvöld verður rætt við sænska rithöfundinn Birgittu Trotzig og lesið úr verkum hennar. Birgitta Trotzing er ein af vinsælustu rithöfundum Svía. Hún kom fyrst fram árið 1951, rúmlega tvítug, og hefur síðan gefið út um fimmtán bækur. Ein af hennar þekktustu sög- um er skáldsagan Sjúkdómur- inn, sem hefur verið kvik- mynduð í fullri lengd og er nafnið á myndinni Keisarinn. Rætt verður um bókina Sjúk- dóminn í þættinum í kvöld, ásamt öðrum verkum skáld- konunnar. ■ Rætt verður við sænsku • skáldkonuna Birgittu Trotzig í þættinum Samtímaskáldkon- um. Þýðandi er Jóhanna Þráins- dóttir. Sjónvarp kl. 19. ■ í kvöld verður bein útsending frá Bach tónleikum í Þýska- landi. Á myndinni er Tómasarkirkja og skóli í Leipzi g, þar sem Bach var iengi hljómlistarstjóri. Bachhátíð í Stuttgart - Bein útsending ■ í borginni Stuttgart er nú haldin alþjóðleg tónlistarhátíð til að minnast þriggja alda afmælis Johanns Sebastians Bachs. Lokakvöldið, sunnudaginn 22. september. verða haldnir Bachtónleikar á sjö stöðum i borginni. Frægir kórar, hljóm- sveitir, einleikarar og einsöng- varar frá ýmsum löndum flytja verk eftir Johann Sebastian Bach. Þýska sjónvarpið sýnir kafla úr hverjum tónleikum í beinni útsendingu sem endurvarpað verður um gervihnött til íslands. Kynnir er Helmut Rilling söngstjóri. Hunangsilmur - breskt leikrit í sænskri uppfærslu ■ Á mánudagskvöld kl. 21.15 mun sjónvarpið sýna leikrit eftir bresku skáldkon- una Shelagh Delaney, í upp- færslu sænska sjónvarpsins, og heitir það Hunangsilmur (En doft af honung). Leikstjóri er Gun Jönsson en með aðalhlutverk fara: Claire Wikholnt, Inga-Lill Andersson, Kjell Bergqvist og Per Erik Liljegren. Mæðgurnar Helen og Jo eru einar í heimili og er samband þeirra oft stormasamt. En Hel- en finnur sér ríkan mann, flyst til hans og skilur dótturina eina eftir. Jo verður vanfær eftir sjómann sem síðan hverf- ■ Jo (Inga-Lill Andersson) og sjómaðurinn í Hunangsilmi. ur á brott. Þegar frarn líða stundir eignasthún þó sam- býlismann. Þýðandi er Jóhanna Þráins- dóttir. Frá Rúvak: Náttfari ■ „Að þessu sinni ætla ég að spjalla við Sigurð Þorgeirsson ljósmyndara á Akureyri, en hefur verið með ljósmynda- stofu Studio Effect í Reykja- vík,“ sagði Gestur Einar Jón- asson um þátt sinn Náttfara sem er kl. 22.35 í kvöld frá Rúvak. „Sigurður er að flytja til Frakklands á næstunni, en þar hefur hann búið áður, eftir að hann hafði lært Ijósmyndun í Englandi. Við ræðum um allt milli himins og jarðar og inn á millj spila ég létt lög, líklega þá frönsk, því við ræðum eflaust fer Sigurður til Frakklands og hvað hann ætlar að hafa fyrir stafni þar:„ Utvarp Göngur og réttir B A laugardaginn kl. 21.00 á Rás 2, verður klukkustundar langur þáttur sem nefnist Göngur og réttir. í þættinum verða leikin lög sem á einn eða annan hátt tengjast smala- ntennsku og réttastemning- unni, en þessa dagana standa göngur og réttir einmitt sem hæst. Stjórnandinn Ragnheiður Davíðsdóttir, var á ferð í Húnavatnssýslum fyrir skömrnu, og brá sér í sniala- mennsku með bændum norður þar. Húnvetningarvoru hressir eins og ævinlega og spjallaði Ragnheiður við nokkra fjall- kónga oggangnamenn um rétt- ir fyrr og nú. Laugardagur 21. september 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar, Þulur velur og kynnir. 7.20 Leikfimi. Tónleikar. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þátt- ur Guðvarðar Más Gunnlaugsson- ar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð - Bernharður Guðmundsson talar. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Forustugreinar dagblaðanna (útdráttur). Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Óskalög sjúklinga frh. 11.00 Drög að dagbók vikunnar. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Inn og út um gluggann. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 14.20 Listagrip Þáttur um listir og menningarmál í umsjá Sigrúnar Björnsdóttur. 15.20 „Fagurt galaði fuglinn sá“ Umsjón: Sigurður Einarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. a. „Arp- eggione", sónata í A-dúrfyrir selló og píanó eftir Franz Schubert. Gisela Depkat og Raffi Armenian leika. b. Strengjakvartett í D-dur K. 173 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. italski kvartettinn leikur. c. Fjórir kontradansar eftir Ludwig van Beethoven. Eduard Melkus stjórnar kammersveit sinni. 17.05 Helgarútvarp barnanna Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17.50 Síðdegis í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Þetta er þátturinn. Umsjón: Örn Árnason og Sigurður Sigur- jónsson. 20.00 Harmoníkuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 20.30 Útilegumenn Þáttur Erlings Sigurðarsonar. RÚVAK. 21.00 Kvöldtónleikar Þættir úr sí- gildum tónverkum. 21.40 Ljóð, ó, Ijóð Þriðji og síðasti þáttur um íslenska samtímaljóð- list. Umsjón: Ágúst Hjörtur og Garðar Baldursson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Náttfari - Gestur Einar Jónas- son. RÚVAK. 23.35 Eldri dansarnir. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinósson. 00.55 Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 22. september 8.00 Morgunandakt Séra Sváfnir Sveinbjarnarson prófastur, Breiða- bólsstað, flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir 8.15 Veðurlregnir. Forustugreinar dagblaöanna (útdráttur). 8.35 Létt morgunlög 9.00 Fréttir 9.05 Morguntónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suður - Friðrik Páll Jónsson. 11.00 Messa í Lundarbrekkukirkju •12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Fjölnir Dagskrá i tilefni af 150 ára afmæli tímaritsins Fjölnis. Umsjón: Páll Valsson og Guð- mundur Andri Thorsson. 14.30 Jón Leifs og þjóðleg tón- menntastefna Dr. Hallgrímur Helgason flytur fyrra erindi sitt. 15.10 Milli fjalls og fjöru. Á Vest- fjarðahringnum. Umsjón: Finn- bogi Hermannsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Þættir úr sögu íslenskrar málhreinsunar Fjórði og síðasti þáttur: Af nýyrðasmiðum og skóla- málfræðingum. Kjartan G. Ottós- son tók saman. Lesarar: Gunn- laugur Ingólfsson og Sigurgeír Steingrímsson. 17.00 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin í vor 18.00 Bókaspjall Aslaug Ragnars sér um þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynning- ar. 19.35 Tylftarþraut. Spurningaþáttur. Stjórnandi: Hjörtur Pálsson. Dóm- ari: Helgi Skúli Kjartansson. 20.00 S umarútvarp unga fólksins Blandaður þáttur í umsjón Ernu Arnardóttur. 21.00 ísienskir einsöngvarar og kórar syngja 21.30 Útvarpssagan: „Sultur“ eftir Knut Hamsun Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi þýddi. Hjalti Rögn- valdsson les (15). 22.00 Veggfóðraður óendanleiki ísak Harðarson les úr áður óprent- uðum Ijóðum sinum. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Iþróttaþáttur Umsjón: Samúel Örn Erlingsson. 22.50 Djassþáttur - Jón Múli Árna- son. 23.35 Guðað á glugga Umsjón: Pálmi Matthiasson. RÚVAK. (24.00 Fréttir). 00.50 Dagskrárlok. Lau^ardagur 21. september 16.30 (þróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 19.20 Aðra hvora helgi Norsk mynd um telpu sem kemst i erfiða að- stööu vegna skilnaðar foreldra hennar. gýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. (Nordvision - Norska sjónvarpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Bundinn i báða skó (Ever Decreasing Circles) Annar þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í fimm þáttum um skin og skúrir í lífi félagsmálafrömuðar. Aðalhlut- verk: Richard Briers. Þýðandi Ólaf- ur Bjarni Guðnason. 21.10 Paul McCartney i Breiðstræti Bresk tónlistar- og heimildamynd um Paul McCartney, fyrrum bítil, og gerð síðustu kvikmyndar hans „Með kveðju til Breiðstrætis". Þýð- andi Baldur Sigurðsson. 22.10 Berfætlingar í garðinum (BarefQot in the Park) Bandarísk gamanmynd frá 1967. Leikstjóri Gene Saks. Aðalhlutverk: Robert Redford, Jane Fonda, Charles Boyer og Mildred Narwick. Nýgift hjón taka á leigu íbúð í hrörlegu húsi í New York. Margt bjátar á í búskapnum enda verða ungu hjón- in ekki á eitt sátt um hvað helst gefi lífinu gildi. Áleitinn granni og tengdamamma hafa líka sitt til málanna að leggja. Þýðandi Ragna Ragnars. 00.00 Dagskrárlok Sunnudagur 22. september 18.00 Sunnudagshugvekja 18.10 Mér er alveg sama þó að einhver sé að hlæja að mér. Endursýning. Leikrit eftir Guð- rúnu Ásmundsdóttur sem einnig er leikstjóri. Leikendur: Guðrún Ás- mundsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Soff ia Jakobsdóttir, Jóhanna Krist- ín Jónsdóttir, Leifur Björn Björnsson, Sigurður Guðmunds- son og börn úr Breiðholtsskóla. Lög: Kjartan Ragnarsson. Söng- textar: Kjartan Ragnarsson og Páll Ásmundsson. Áður sýnt i Stund- inni okkar 1975. s/h. 19.00 Bachhátíð í Stuttgart - Bein útsending i Stuttgart er nú haldin alþjóðleg tónlistarhátíð til að minn- ast þriggja alda afmælis Johanns Sebastians Bachs. Lokakvöldið, 22. september, verða haldnir Bachtónleikar á sjö stöðum í borg- inni. Frægirkórar, hljómsveitir, ein- leikarar og einsöngvarar frá ýms- um löndum flytja verk eftir Johann Sebastian Bach. Þýska sjónvarpið sýnir kafla úr hverjum tónleikum í beinni útsendingu sem endurvarp- • að verður um gervihnött til islands. Kynnir er Helmut Rilling, söng- stjóri. (Evróvision - Þýska sjón- varpið) 20.20 Fréttaágripi á táknmáli 20.30 Fréttir og veður 20.55 Auglýsingar og dagskrá 21.05 Sjónvarp næstu viku 21.20 Heilsað upp á fólk 16. Eyjólf- ur Ágústsson, refaskytta í Hvammi Rétt eftir Jónsmessu í sumar lögðust sjónvarpsmenn á greni við Veiðivötn ásamt Eyjólfi Agústssyni, bónda í Hvammi í Landssveit og Knúti, syni hans, og ræddu við þá feðga. Umsjónar- maöur Ingvi Hrafn Jónsson. 21.55 Njósnaskipið (Spyship) Þriðji þáttur. Breskur framhaldsmynda- flokkur í sex þáttum. Aðalhlutverk: Tom Wilkinson, Lesley Nightin- gale, Michael Aldridge og Philip Hynd. Breskur togari með 26 manna áhöfn hverfur á Norður-ls- hafi. Upp kemur sá kvittur að Sovétmenn eigi sök á hvarfinu. Ungur blaðamaður, sem er sonur yfirvélstjóra togarans hefur rann- sókn þessa dularfulla sjóslyss. Ljóst er að bresku leyniþjónustunni er ekkert um hnýsni hans gefið. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 22.45 Samtímaskáldkonur 8. Birg- itta Trotzig I þessum þætti er rætt við sænska rithöfundinn Birgittu Trotzig og lesið úrverkum hennar. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) 23.30 Dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.