NT - 21.09.1985, Blaðsíða 10
rn r Laugardagur 21. september 1985 10
LU u
skeiðis. Skyndilega er tjaldið
dregið fyrir og allir eiga að vera
tilbúnir. Forleikurinn hefst og
innan skamms er tjaldið dregið
frá og prúðbúnir aðalsmenn,
herforingjar, klerkar syngja
konungi lof. En meðal þeirra
leynast menn sem greinilega
ganga ekki heilir til skógar og á
svip þeirra má ráða að þeir vilja
ólmir æsa til óeirða...
Við förum niður og þegar við
höfum kvatt Flosa með þeim
orðum að við séum svo mikil
leikhúsdýr að við getum alveg
bjargað okkur sjálf förum við
bak við sviðið. Jóhanna Norð-
fjörð sýningarstjóri situr í stóln-
um sínum með heyrnartól á
höfðinu, fylgist með handritinu
og hreyfir öðru hverju takkana
á Ijósmerkjatöflunni sem er til
hliðar við hana og talar í hljóð-
nema. Kórfélagar standa við
hliðina á sviðinu og fylgjast
spenntir með því sem er að
gerast á sviðinu. Skyndilega eru
allir að springa úr hlátri og
þegar ég lít inn á sviðið sé ég að
Kristján Jóhannsson sem syngur
hlutverk Gustafs konungs hefur
fengið þetta rokna hláturskast.
Parukk, tjull og pluss
NT lítur inn
á æfingu
á Grímudansleik
Verdis
■ „Er hún ekki fín,“ spyr hún þegar prúðbúnar þær máta grímumar. NT-mynd: Ámi Bjama
■ Björn G. Björnsson leik-
myndateiknari og pínulítið brot
af leikmyndinni.
NT-mynd: Ámi Bjama
■ Þjóðleikhúsið. Stórt og
glæsilegt, grátt að utan en að
innan teygja rauðir dreglar anga
sína um ganga og stiga. Eitt vígi
leiklistargyðjunnar. Á veturna
sitjum við prúðbúin í áhorf-
endasætunum og bíðum eftir-
væntingarfull í myrkrinu og
keppumst við að ræskja okkur
og hósta allra síðasta hóstanum
áður en sýningin hefst. Ogþegar
tjaldið fellur beinist öll athyglin
að því sem er að gerast á sviðinu
en við leiðum kannski sjaldnast
hugann að allri þeirri óhemju
vinnu sem liggur að baki leik-
sýninga vetrarins.
Þessa dagana iðar allt af lífi
innan þykkra veggjanna og
kvöld eitt fyrir skömmu brugð-
um við Ámi Bjarna Ijósmyndari
okkur inn í Þjóðleikhúsið
bakdyramegin til að fylgjast
með æfingu á óperunni Grímu-
dansleikur eftir Giuseppe
Verdi.
Það er Flosi sjálfur sem býður
okkur velkomin. Hann leiðir
okkur inn um dyr, inn eftir
gangi, upp stiga, inn um aðrar
dyr, inn eftir gangi, inn um dyr,
niður stiga o.s.frv. til að sýna
okkur hvar menn eru að vinna
og kynna okkur aðstæður allar.
„Hvernig í ósköpunum ferðu að
því að rata í þessuvöundnar-
húsi“? spyr ég áttavillt. Flosi
glottir. „Eg er nú búinn að
vinna hérna í 30 ár,“ segir hann
og hlær. Það er gífurleg spenna
í loftinu rétt eins og alvörusýn-
ing sé að fara að hefjast. Á leið
okkar verða konur og karlar
með parukk á höfði, prúðbúin í
tjullkjólum, hnébuxumogjökk-
um ættuðum frá 18. öldinni.
„Geturðu ímyndað þér hvað
það hefur verið erfitt að ganga
um í svona fötum,“ hvíslar Árni
að mér. „Umm, einmitt," svara
ég og sekk niðrí djúpar hugsanir
utp öll lífstykkin og magabeltin
og það sem ég las á árum áður í
mannkynssögubókunum um líf
aðalsmanna og kóngafólks í
Evrópu á því herrans ári 1792
þegar atburðirnir sem fjallað er
um í Grímudansleik gerast.
Við erum stödd upp í efri
stúku. Á sviðinu eru tenorar og
bassar úr Þjóðleikhúskórnum
að æfa og í gryfjunni stendur
hljómsveitarstjórinn Maurizio
Barbacini frá Italíu. Hann veif-
ar tónsprotunum og lifir sig inní
tónlistina og ljúfir hljómar ber-
ast úr flyglinum sem Agnes
Löve leikur á undir sönginn. í
salnum eru Sveinn Einarsson
leikstjóri og Þórunn Magnea
Magnúsdóttir aðstoðarleik-
stjóri, Björn B. Bjömsson leik-
myndateiknari, Malín Örlygs-
dóttir búningateiknari, Kristinn
Daníelsson sem annast lýsing-
una og Ingibjörg Björnsdóttir
sem samdi dansana og fleiri að
koma sér fyrir. Brátt fer æfingin
að hefjast, í þetta sinn rennsli;
það er allt verkið er æft í heild
sinni og æfingin ekki stöðvuð
nema eitthvað fari verulega úr-
„Hvað er að gerast,“ spyr ég
þann sem stendur næst mér.
„Jú, þetta er í fyrsta sinn sem
Guðbjörn tenor kemur fram í
búningnum sínum og það er
ágætt að menn séu búnir að
venjast þessari sjón fyrir frum-
sýningu," er svarað að bragði.
Guðbjörn Guðbjörnsson tenor
er líka ansi vígalegur í búningn-
um, svörtum kufli og með hvíta
kollu á hausnum.
Við förum lengra á bak við
sviðið og nú eru sviðsmennirnir
að fara á fullt því nýtt atriði er
að hefjast. „Má bjóða þér í eina
hringferð,“ segir Kristinn Karls-
son leikmunavörður og áður en
ég veit af er gólfplatan sem við
stöndum á farin að snúast og
leikmyndin með. Leikmyndin,
já hún er gríðar glæsileg og þess
vegna ákveð ég að ná tali af
Birni G. Björnssyni og finn
hann þar sem hann situr í kaffi-
stofu sviðsmannanna.
„Ég byrjaði að vinna að leik-
myndinni í maí, fékk lánaðar
plötur með tónlistinni til að
hlusta á. Og eftir að við Sveinn
höfðum fundað fór ég að rissa
upp leikmyndina,“ segir Björn,
og sýnir mér teikningarnar af
leikmyndunum sex. „Mig lang-
aði að láta þetta líta út eins og
alvöru óperuhús og þess vegna
er fastur rammi fremst á svið-
inu. Við ákváðum síðan að láta
óperuna gerast í Svíþjóð og þá
dró ég inn í leikmyndina
ákveðna hluti úr Drottning-
holmleikhúsinu sem konungur-
inn lét byggja á sínum tíma og
þar sem hann var síðan drepinn.
Annars ræðst leikmyndin svo
mikið af því hvernær dagsins
hlutirnir eiga að gerast og hvað
er að gerast í óperunni hverju
sinni. í einu atriðinU' er til
dæmis morgunn.og þá þarf ég