NT - 21.09.1985, Blaðsíða 11

NT - 21.09.1985, Blaðsíða 11
rm Laugardagur 21. september 1985 11 Ll[ ■ Rabbað saman áður en æfíngin hefst. Frá vinstri: Maurízio Barbacini hljómsveitarstjóri, Þórunn Magnea Magnúsdóttir aðstoðarleikstjórí, Krístján Jóhannsson stórsöngvarí, Sveinn Einarsson leikstjóri, Flosi Ólafsson leikari og blaðafulltrúi Þjóðleikhússins og... NT-mynd: Ámi Bjama að ná fram mikilli morgunsól í leikmyndinni. Svo þarf að ná fram rétta hugblænum." Svo segir hann mér frá því að sig hefði langað til að hafa leik- myndina stóra og glæsilega því að í Þjóðleikhúsinu væri nú einu sinni stærsta leiksvið á ís- landi - hátt til lofts og vítt til veggja. Fyrra hlé sýningarinnar er runnið upp og í einu hliðarher- berginu sitja söngvararnir og kórinn ásamt Sveini Einarssyni leikstjóra. Hann fer yfir atriðin sem búin eru og ýmist hrósar fólki sínu eða bendir á eitthvað sem hefði mátt betur fara. En hléið er örstutt og allir flýta sér inn á sína staði og æfingin heldur áfram. Sviðsmennirnir og leikmuna- verðirnir sem nú kasta mæðinni sitja flestir inni á kaffistofunni sinni. Sumir horfa á sjónvarpið, aðrir spila á spil. í hátalara á veggnum berst tónlistin af svið- inu. Þessi sýning er svo viðamikil og þess vegna vinna báðar vaktir sviðsmanna og leikmyndavarða við hana - 12 manns. Þegar ég spyr þá að því hvort vinna þeirra sé slítandi svarar Ólafur Haukur Matthíasson því til að þeir séu mikil hreystimenni og vinnan sé skemmtileg. „Næsta skipting er hins vegar mjög viðamikil því að þá skiptum við alveg um svið, bæði það sem snýr að salnum og það sem er hinum megin á hringnum sem þú fórst í salibununa á áðan. Þessi skipting má alls ekki taka lengri tíma en 20 mín. Við æfðum hana í fyrsta skipti í gær og þá tók hún 27 mínútur en það verður spennandi að sjá hvað hún tekur langan tíma núna,“ segir Kristinn Karlsson brosandi. „Sannaðu til, hún tek- urekkinema 12 mínúturnúna," segir Grétar Hjartarson ákveð- inn. Og viti menn, eins og síðar kom í Ijós, skiptingin tók ekki nema 15 mínútur. Ég sest inn í sal - búin að týna Árna sem er einhvers staðar algerlega á valdi ljósmyndavél- arinnar - og horfi og hlusta á sönginn og þessa stórkostlegu tónlist. Söngvararnir sem eiga að hlífa röddum sínum þetta kvöld gleyma sér oft og syngja fullum hálsi. Það eru miklar sviptingar á sviðinu, ólgandi tilfinningar krauma undir yfir- borðinu, menn senda hverjum öðrum hnífstungu augnaráó en svo flóir líka ástin út úr augum sumra og áður en ég veit af er komið að langa hléinu. Niðri í kaffistofunni í kjallar- anum er glatt á hjalla. Einsöngv- ararnir sitja saman við eitt borð- ið og Kristján Jóhannesson segir með tilþrifum frá einhverjum barrítónsöngvara sem hafði ekki þvegið hárið á sér í 12 eða 14 ár. „Hann greiddi úr því skítinn já alveg satt og svo hafði hann verið í sama nærbol í fleiri vikur og það bogaði af honum svitinn..." Viðstaddir fara að skellihlæja og menn skiptast á að ryðja út úr sér bröndurum. Kaffistofan fyllist og allir kepp- ast við kaffidrykkjuna því að hléið varir í engan óratíma. Ég tek stefnuna á Svein Einarsson leikstjóra sem er nýkominn. „Það er nú ennþá vika eftir í frumsýninguna," segir hann „og eins og þú sérð að þá eru ekki allir í búningum, sýningin ekki fulllýst og svo framvegis. En þetta er búið að vera alveg óskaplega gaman og sérstaklega góður andi í hópnum. Hlutverk- in eru mjög kröfuhörð og vinn- an er búin að vera gríðarleg því þetta er viðamesta sýning sem Þjóðleikhúsið hefur ráðist í frá upphafi Það er feiknarlega gaman að fást við svona „grand“ óperur,“ segir hann með glampa í augunum og segir mér frá þvf að óperur hafi alltaf heillað hann og hluti af námi hans hafi falist í að leikstýra óperum. „Það er ekki hægt að eltast við natúralisina í óperum því við syngjum ekki okkar á milli dag- lega,“ segir Sveinn kankvís, „innri hugur persónanna verður að skila sér í söngnum og þegar söngvararnir syngja til dæmis saman aríur þá læt ég þau standa kyrr á meðan en sleppi öllum tilfæringum og að söngn- um loknum heldur atburðarás- in áfram.“ Æfingin heldur svo áfram af fullum krafti og við Árni höld- um ferð okkar um húsið áfram en setjumst að iokum inn í mannmargan salinn og fylgj- umst með lokaatriðinu - há- punkti óperunnar og ákváðum okkar á milli að vera ekkert að segja ykkur frá því sem þá gerist því það er algjört leyndó... í bili að minnsta kosti. ■ Kristján Jóhannsson bregður á leik - Rambóleik - í hárgreiðslu Og förðunarherberginu. NT-mynd: Ámi Bjama ■ „Sýningarstjórí verður bara aldrei veikur,“ segir Jóhanna ■ Sviðsmennimir vinna af fullum krafti. NT-mynd: Ámi ujama Norðfjörð sýningarstjórí.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.