NT - 21.09.1985, Blaðsíða 7

NT - 21.09.1985, Blaðsíða 7
11' Laugardagur 21. september 1985 Útlönd Filippseyjar: 20 verk* fallsverð- ir skotnir Manila-Reuter ■ Lögreglumenn á Filippseyjum skutu að minnsta kosti tuttugu verkfallsverði til bana og særðu fimmtán í hafnar- borginni Escalante. Lögreglan lét kúlum rigna yfir hóp tvö þúsund bænda og vagnstjóra sem sat á jörðinni og lokaði vegi. Að sögn yfirmanns hersins á svæðinu hóf lög- reglan skothríðina eftir að einn lögregluþjónanna særðist af byssukúlu sem líklega var skotið úr mannþrönginni. Verkfallið og mótmæla- aðgerðirnar voru boðaðar til að mótmæla stjórn Mar- cosar sem tók sér alræðis- vald og setti á herlög 21. september 1972. Her- lögunum var aflétt árið 1981 en Marcos hefur samt haldið völdum sínum að mestu óskertum. Miklar mótmæla- aðgerðir eru fyrirhugaðar á Filippseyjum í dag gegn stjórn Marcosar. Mexíkóborg í rústum -1000 taldir látnir og 5000 slasaðir Mexíkóborg-Rcuter ■ Erfitt hefur reynst að afla frétta af afleiðingum jarðskjálft- ans í Mexikó í fyrradag. Talið er að um 1000 manns hafi látist og um 5000 slasast í þessum náttúruhamförum en þó getur verið að þessar tölur verði enn hærri þegar tekist hefur að hreinsa til í rústum borga og bæja. Nokkurra skipa er saknað og er talið líklegt að þau hafi lent í mikilli flóðöldu á Kyrra- hafi. Jarðskjálftinn er talinn hafa átt upptök sín um 400 km suð- vestur af Mexíkóborg. Hann mældist vera 7.8 stig á Richter pg stóð yfir í um þrjár mínútur. Áætlað er að um 800.000 ferkíló metra svæði í Mexíkó sé meira og minna í rústum. í Mexíkó- borg er talið að 250 byggingar hafi hrunið til grunna og um 1000 aðrar skemmst. Enn er óljóst hverjar skemmdirnar urðu í landinu öllu. Allar sam- göngur hafa raskast töluvert þar sem vegir, járnbrautir og síma- línur urðu einnig fyrir barðinu á skjálftanum. Stjórnvöldum í Mexíkó hafa Thailenska herstjórnin: Foringjar fjarri í mjög góðu gamni ■ Fyrir tæplega hálfum mán- uði var gerð valdaránstilraun í Thailandi. Herflokkurinn sem hlut átti að máli gafst skil- yrðislaust upp að loknu 10 klukkustunda taugastríði enda höfðu þá hersveitir hliðhollar stjórninni umkringt uppreisnar- menn. Ekkert var unnið nema blóðsúthellingar og skelfing. Ný- verið birti sænska dagblaðið Expressen frétt sem bendir til þess að litlu hafi mátt muna að valdarán yrði þar sem yfirstjórn hersins var með „buxurnar á hælunum“ í orðsins fyllstu merkingu, er uppreisnarmenn létu til skarar skrfða. Hinu sænska dagblaði barst með einhverjum hætti vitneskja um fyrirhugaða „viðskipta- reisu“ thailenskra hershöfð- ingja til Svíþjóðar sem tengdist óbeint hugsanlegri sölu sænska fyrirtækisins Ericson á fjarskiptabúnaði til hersins í Thailandi. Það fréttist enn- fremur að þeir ætluðu að búa á Sheraton-hóteli og að Madame Carina nokkur ætti að sjá til þess að lystisemdir holdsins yrðu ekki vanræktar. Henni var ætlað að sjá yfirhershöfðingjan- um Arthit Kamlang-ek og föru- neyti fyrir vændiskonum. Blaðamaður á Expressen að nafni Susanne Petterson bauðst til þess að fara á fund Thailend- inganna sem skjólstæðingur Madame Carina. Með því móti komst Expressen á snoður um hvað gerðist. Petterson og nokkrum öðrum stúlkum var sagt áður en veislan hófst að einungis ungar og grannar stúlkur fengu að taka þátt. Þeim var sagt að ef þær spjölluðu einungis við hershöfð- ingjana fengu þær greiddar 500 sænskar krónur fyrir ómakið, en ef þær væru reiðubúnar til þess að eiga við þá mök fengu þær greiddar 1000 sænskar krónur. Petterson var viðstödd þar til hitna tók í kolunum, þá bað hún viðstadda að hafa sig afsakaða og hélt til ritstjórnar- skrifstofu Expressen. Nokkru síðar hringdi blaða- maður Expressen í Arthit Kam- lang-ek og spurði hann hvort rétt væri að thailenski hópurinn hefði notið þjónustu vændis- kvenna og hver hefði borgað brúsann. Hershöfðinginn viður- kenndi fúslega að hafa samrekkt með sænskri blómarós en kvaðst ekki muna hver hefði staðið að samkvæminu. En hann fékk ekki lengi notið svefns þessa nóttina því fáeinum rnínútum eftir að blaðamaðurinn kvaddi hann hringdi síminn aftur og í þetta skiptið talaði viðmæland- inn frá Bangkok við undirleik skriðdrekaskothríðar. Forsvarsmenn fyrirtækisins Ericson harðneituðu að hafa átt nokkurn þátt í að skipuleggja næturskemmtanir hershöfðingj- anna er Expressen leitaði frétta í þeim herbúðum. (Heimild: Sunday Times) borist boð um neyðaraðstoð víðs vegar að og margir aðilar hafa látið í ljós samúð sína t.d. lét forseti Allsherjarþings S.Þ. orð falla um atburðinn á fundi í gær. Sjónarvottar segja að svo hafi virst í Mexíkóborg sem háhýsi dönsuðu trylltan dans er jarð- skálftin reið yfir og margir hlutu meiðsl sín er brak hrundi niður úr húsunum. írakar ná árangri: Tíunda loft- árásin rústaði Khargeyju Bahrain-Reuter ■ Svo virðist sem olíuútskip- unarstöð írana á Khargeyju hafi nær gjöreyðilagst í seinustu loft- árás íraka í fyrradag, þeirri tíundu á fimm vikum. Samkvæmt heimildum olíu- og skipafélaga, sem flytja olíu frá íran, eru líklega aðeins tveir til þrír viðlegukantar af fjórtán heilir á Khargeyju. Næstum all- ur olíuútflutningur írana fer í gegnum útskipunarstöðina á Khargeyju. íranar hafa að undanförnu flutt út um 1,5 milljón tunnur af olíu á dag en nú er hætt við að þeir verði að draga mikið úr útflutningnum. Þeir hafa hótað því að loka Ómanssundi (Hormuzsundi) fyrir siglingum út úr Persaflóa ef írökum tekst að stöðva olíuútflutning þeirra. Ekki er talið að íranar muni að svo komnu máli gera alvöru úr þeirri hótun sinni að loka Ómanssundi, þar sem aðeins 25 mílur skilja að Iran og Oman. En þeir hafa að minnsta kosti stöðvað sjö vöruflutningaskip í sundinu á þessum mánuði og gert upptækar vörur sem verið var að flytja til íraks. Fréttirnar um skemmdirnar á Khargeyju leiddu til nokkurrar verðhækkunar á olíu í gær. </> g y> ■ Meðan skriðdrekar óku um miðborg Bangkok átti yfirstjórn thailenska hersins náin tjáskipti við sænskar vændiskonur í Stokkhólmi. 'NEWS IN BRIEF' September 20. - Reuter MEXICO CITY - At least 1,000 people were killed and 5,000 injured after a massive earthqu- ’ake hit Mexico City and officials said the final de- ath toll could run into thousands. More than 50,000 rescue workers were searching frantically for about 1,000 people still trapped in the remains of 250 devastated build- ings. • SAN SEBASTIAN, SPAIN - Four freighters and 19 trawlers sailing near the epicentre of the earthquake that struck Mexico are feared to have sunk, the director of a maritime radio station said. • PARIS - Housing Min- ister Paul Quiles was nam- ed Defence Minister to succeed Charles Hernu, who resigned following the implication of the French Secret Service in the sink- ing of the Greenpeace ship Rainbow Warrior in New Zealand. The head of the Secret Service was fired. • AUCKLAND, NEW ZEALAND - A Green- peace protest boat sailing for France’s Mururoa nuclear test site in the Pacific has been shadowed by a French warship for the past two days, the environmental group said. • PRETORIA - The So- uth African government acknow ledged it was supp- orting the Angolan rebel movement Unita. Def- ence Minister Magnus Malan’s admission foliow- ed charges by Angola that South Africa’s current military incursion was in fact aimed at helping Un- ita fight off a government offensive. • PRETORIA - South African President P.W. Botha, addressing a cong- ress of his National Party, again ruled out talks with guerrillas of the African National Congress but promised to proceed with reforms to apartheid. LONDON - Crude oil prices rose between 10 and 15 cents a barrel on European spot markets on reports that a terminal on Iran’s main oil export faci- lity at Kharg Island was U. destroyed in an Iraqi air g strike. But Iran denied gC the facilities had been aff- ^ ected. • ^ LA PAZ - Bolivia’s 17- </> day-oldgeneralstrikebeg- an to crumble today after the government imposed a state of siege and arrest- ed hundreds of trade un- ionists. Tanks guarded key points in La Paz and heavily armed troops patr- olled the streets. • AQABAL, JORDAN - * Prime Minister Margar- 1 et Thatcher has invited I two senior members of the Palestine Liberation I Organisation to talks in . London in „a fresh step in the Middle East peace | process.“ • MUNICH, WEST . GERMANY - West Germany’s state airline | Lufthansa today signed a 1.3-billion-dollar contract 1 with the European Airbus | consortium for 22 planes. NEWSIN BRIEFA S y> Hundahreinsun Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 201/1957 um varriir gegn sullaveiki skulu hundar eldri en 6 mánaða hreinsaðir af bandormum í október- eða nóvembermánuði. Eigendum hundanna er bent á að snúa sér til starfandi dýralækna í Reykjavík með hreinsun. Við greiðslu árlegra leyfisgjalda (gjalddagi 1. mars) þarf að framvísa gildu hundahreinsunar- vottorði. Eldri vottorð en frá 1. september verða ekki tekin gild. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis Veiðijörð til sölu Tilboð óskast í jörðina Hólkot í Ólafsfirði. Jörðin er við Ólafsfjarðarvatn í um þriggja km. fjarlægð frá kaupstaðnum. Gott íbúðar- hús. Túnstærð 15 hektarar og ræktanlegt land til viðbótar verulegt. Jörðinni fylgir veiðiréttur í Ólafsfjarðarvatni ásamt hlutdeild í nýstofnuðu hlutafélagi um laxeldi og haf- beit. Góð eign, sem skapar margvíslega möguleika. Tilboðum skal skila til Fasteigna- sölunnar hf., Gránufélagsgötu 4, Akureyri sími 96-21878 (opið frá 17-19) heimasími sölumanns 96-25025 og fást þar jafnframt frekari upplýsingar um eignina. Útboð Tilboö óskast í eftirtaldar bifreiöir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Pajero-jeppi árgerð 1983 Subaru station árgerð 1982 Fiat Uno 45 árgerð 1984 Lada 1600 árgerð 1978 AlfaRomeoSud árgerð1977 Kawasaki vélhjól árgerð 1981 Yamaha vélhjól árgerð 1982 o.fl. Bifreiöirnar verða sýndar aö Höfðabakka 9, mánudaginn 23. september 1985 kl. 12-16. Tilboðum sé skilaö til Samvinnutrygginga, Ármúla 3, Reykja- vík fyrir kl. 12, þriðjudaginn 24. september 1985. SAMVINNU TRYGGINGAR AKMULX3 105REYXJAVtK S|MK91)«141| FÉLAG JABNIÐNAÐARMANNA Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 25. sept. 1985 kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Kjaramál 3. Önnur mál Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Athafnamenn - athafnamenn Þeir sem áhuga hafa á framleiðslu á byltingar- kenndri aðferð við gerð einingahúsa o.fl. sem varðar byggingaiðnaðinn, vinsamlegast sendi nöfn sín og upplýsingar um starf í lokuðu umslagi til blaðsins fyrir þann 30. september n.k. Merkt: Eining 1985. Trúnaðarmál.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.