NT - 21.09.1985, Blaðsíða 15

NT - 21.09.1985, Blaðsíða 15
 Laugardagur 21. september 1985 15 Borgarstjórn: Sjálfstæðisflokk- urinn sér um sína - sagði Kristján Benediktsson í snörpum umræðum um mögulega sameiningu BÚR og Ísbjarnarins ■ Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélags íslands, Arínbjörn Kolbeinsson, formaöur FÍB, Þórður Asgeirsson, forstjórí OLIS og Indriði Pálsson forstjóri Skeljungs. FIB og olíufélögin: ■ Miklar og snarpar umræður spunnust um viðræður borgar- yfirvalda við forráðamenn ís- bjarnarins á fyrsta fundi borgar- stjórnar í fyrrakvöld. Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn mótmæltu harðlega vinnu- brögðum meirihlutans í þessu máli og lögðust eindregið gegn þessum viðræðum og þeirri skýrslu sem gerð var um stöðu Bæjarútgerðarinnar og ísbjarn- arsins þar eð hún hefði greini- lega verið gerð með það mark- mið í huga að sameiningin reyndist hagkvæm. Kristján Benediktsson borg- arfulltrúi sagði að aðrar ástæður en aukin hagkvæmni hlytu að Iiggja að baki þessum samein- ingarviðræðum. Borgarstjóri og kunningjar hans ísbjarnarbræð- urnir Jón og Vilhjálmur Ingv- arssynir hefðu ósköp einfaldlega ákveðið að sameina þessi fyrir- tæki því það væri í samræmi við stefnu núverandi meirihluta að vilja losna við BÚR, og ísbjarn- arbræðurnir væru í vandræðum með rekstur fyrirtækis síns. Þeir hefðu grætt mikið á síldarævin- týrinu og hefðu ekki viljað horfa upp á eignir sínar brenna upp. „Þess vegna hefur þeim þótt hagkvæmt að stofna nýtt fyrir- tæki með borginni. Þeir létu Mosfellssveit: Dagheimilið Hlíð opnað í dag ■ Barnaheimilið Hlíð í Mos- að fá starfsfólk á heimilið, fellssveit verður opnað opinber- lega í dag. Fyrir nákvæmlega tveim árum var fyrsta skóflu- stungan tekin af þessari 430 fermetra byggingu. Það voru 50 börn af leikskóla MosfellssveiF ar, sem tóku skóflustunguna. í Hlíð verða starfræktar tvær dag- vistardeildir fyrir 34 börn og ein leikskóladeild fyrir 20 börn á morgnana og jafn mörg eftir hádegið. Alls munu því 74 börn fá pláss í nýja húsinu. Að sögn Páls Guðjónssonar, sveitarstjóra, hefur gengið vel reyndar hafa ekki fengist fóstr- ur í öll störf sem þyrfti en góð von er til að úr því rætist um áramótin. Dagvistardeildirnar leysa af hólmi dagvistarrekstur, sem var í leiguhúsnæði, sem Samtök Iamaðra og fatlaðra eiga í Mosfellsdal. Dagvistar- plássin hafa því ekkert aukist í sveitinni, hinsvegar eru leik- skóladeildirnar bein aukning. Fyrir er einn leikskóli með sameiginlega lóð við Hlíð. Þrátt fyrir það eru biðlistar í gangi, en þeir eru styttri miðað við fólks- fjölda en í Reykjavík. einhverjar eignir í fyrirtækið og þar með væru þeir lausir allra mála því ábyrgðin lendir venju- lega á stærri aðilanum - þ.e. BUR. Borgarsjóður er því í raun og veru að þjóðnýta ís- björninn á silfurfati.“ Og um- hyggja Sjálfstæðisflokksins fyrir ákveðnum ættum væri engin ný bóla. Sigurjón Pétursson Alþýðu- bandalaginu og Sigurður E. Guðmundsson Alþýðuflokki töldu að meirihlutinn hefði frá upphafi kjörtímabilsins stefnt að því að Ieggja BÚR niður. Sigurjón spurði hvort öll fyrir- tæki þar á meðal BÚR gætu • ekki verið rekin sæmilega miðað við skilyrðin sem fram koma í skýrslunni um hagkvæmni við samruna fyrirtækjanna tveggja, því ekkert benti til þess að sameiningin hefði einhverja kosti fram yfir það að sérstakt átak yrði gert í rekstri BÚR. Sigurður gagnrýndf alla máls- meðferðina og báðir fordæmdu þeir að beiðni Kirkjusands hf. um að fá að vera með í við- ræðunum hefði verið stungið undir stól. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kvennaframboðinu vildi vekja athygli viðræðunefndarinnar - sem fulltrúar Kvennafram- boðs og Alþýðuflokks hafa ekki fengið sæti í - að sú aukna sérhæfing sem ■ gert væri ráð fyrir í skýrslunni þýddi það að starfsfólki yrði fækkað og störf yrðu öll einhæfari. Sterk fylgni væri milli einhæfrar vinnu og streitu. Albert Guömundsson Sjálf- stæðisflokki sagði að að sínu mati snérust þessar deilur um málsmeðferðina en ekki um við- ræðurnar milli fyrirtækjanna. Hann gerði að tillögu sinni að þessum umræðum yrði frestað, því ráðist hefði verið harkalega á borgarstjóra sem gæti ekki svarað fyrir sig þar eð hann væri erlendis. Tillaga Alberts var felld með öllum atkvæðum meirihlutans nema hans sjálfs og því sté Albert í annað sinn í pontu og krafðist þess að fulltrú- .ar meirihlutans svöruðu ásök- unum Kristján Benediktssonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hyglaði sérstökum ættum. Ingi- björg Rafnar, Sjálfstæðisflokki sté þá í pontu og sagðist ekki ansa þessari vitleysu, hvenær hefði Albert byrjað að taka mark á fullyrðingum Kristjáns Benediktssonar og Sigurjóns Péturssonar um að flokkurinn bæri hag vissra ætta öðrum fremur fyrir brjósti. Albert kom þá aftur upp og sagði að Ingi- björg hefði sýnt af sér fádæma hroka, hann sjálfur hefði alltaf tekið mark á fulltrúum minni- hlutans og borið virðingu fyrir skoðunum þeirra þótt hann væri nú kannski ekki sammála þeim. Gæðaeftirlit með bensíni - samningur undirritaður í gær ■ Félag íslenskra bifreiðaeig- enda og olíufélögin á íslandi gerðu með sér samning í gær, um hlutlaust eftirlit FIB með bifreiðabensíni því sem félögin hafa til sölu. Tilefni þessa samn- ings eru kvartanir bifreiðaeig- enda vegna lélegs bensíns sem selt er hérlendis. Rannsóknirnar sem FÍB mun fylgjast með eru margvíslegar og tæknilega flóknar eftir því. Það er þó einkum tvennt sem rætt hefur verið um á síðustu tímum. Það er blýinnihald í bensíni og oktan-innihald. Inn- an þriggja mánaða verður merkt á bensíndælur á bensínstöðuv- um, hvert oktan-innihald bensínsins er. Samningurinn sem undirritaður var gildir til eins árs. Að sögn forstjóra olíufélag- anna sem undirrituðu samning- inn hafa þessar rannsóknir verið framkvæmdar að mestu af olíu- félögunum, en nú verður sú nýbreytni á að fjórum sinnum á ári mun FÍB koma óvænt og taka sýni úr þeim dælum sem eru í notkun á bensínstöðvum. Einnig eru tekin sýni úr birgða- tönkum erlendis þannig að upp- lýsingar munu verða fyrirliggj- andi um hvernig bensín eráleið til landsins. Auðheyrt var á forstjórunum að ekki eru líkur á því að íslendingar fái „súper" bensín í bráð, ef einhverntíma. Það var samdóma álit for- stjóranna að með þessum samn- ingi væri verið að eyða þeirra tortryggni sem gætt hefur meðal bifreiðaeigenda, í garð bensíns- ins sem er til sölu. Stelpa eða strákur skiptir ekki máli? Dagskrá um jafnréttið í Kennslumiðstöðinni Itið í reynd. Mynd úr hinu nýja námsefni um jafnréttismál. Hvernig er jafnréttinu varið í skólunum? Fá stelpurnar hrós fyrir að vera þægar og góðar en strákarn- ir hrós fyrir að vera ákveðnir og djarfir? Hvers vegna? Mismuna kennarar nemend- um eftir kynjum og þá hvernig og hvers vegna? Hvernig er fjallað um konur og karla í skólábókunum? Um þetta og margt fleira verður fjallað á dagskrá sem jafnréttisnefndir á höfuðborgar- svæðinu, Námsgagnastofnun og margir fleiri aðilar standa fyrir í Kennslumiðstöðinni dagana 21.-27. september. Þarna kennir margra grasa og er þar efst á blaði kynning Sigríðar Jónsdóttur námsstjóra á nýju námsefni um jafnréttis- mál handa skólum, sem kemur út fljótlega. Þetta er fyrsta námsefni sinn- ar tegundar hér á landi að sögn Elínar Flygenring lögfræðings jafnréttisráðs. Þetta nýja námsefni um jafn- réttismál skiptis í aðalatriðum í þrjá þætti. Sá fyrsti er undir heitinu Stelpur, strákar og starfsval. Þetta er myndskreyttur bækl- ingur eftir Gerði Óskarsdóttur æfingastjóra og skiptist hann í þrjá kafla; Staðreyndir tala, Hefðirnar móta og Er hægt að breyta? Þessir kaflareru aðallega fyrir elsta stig grunnskólans og með þeim eru verkefni sem snúa einkum að atvinnulífinu. Annar þáttur námsefnisins ber heitið Stelpur - Strákar. Jafngildir einstaklingar. Þetta er 40 mynda litskyggnuflokkur. Hann er ætlaður 8-10 ára börn- um og með myndaflokknum fylgja verkefni og skýringar- bæklingur. Þriðji þáttur þessa nýja náms- efnis er í raun ekki námsefni heldur stór.askja sem er sérstak- lega hönnuð fyrir skólabóka- söfn og er ætluð til að safna og varðveita efni um jafnréttismál. Aðstandendur þessarar dagskrár fagna sérstaklega út- 21.-27. september gáfu þessa jafnréttisefnis og Björg Einarsdóttir formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkur sagði að útgáfan væri í raun tímamót og gæfi fyrirheit um að meira verði fjalíað um jafn- réttismál í skólum í framtíðinni. Þorbjörn Broddason flytur erindi um jafnréttismál, mennt- un og skólastarf á laugardag og á sunnudag flytur Þuríður Jóhannsdóttir erindi um Kon- una-söguna og bókmenntir í skólanum á sunnudag. Á mánu- dag flytur Kristín Jónsdóttir erindi um strákana og stelpurn- ar í skólabókunum og á fimmtu- dag mun Dóra Bjarnason flytja erindi um rannsóknir í uppeldis- og félagsvísindum. Þarna verður að sjálfsögðu margt fleira á boðstólum og rúsínan í pylsuendanum verður jafnréttisspilið Framabrautir sem tveir þjóðkunnir íslending- ar karl og kona munu spila. Að sögn aðstandenda sýningarinn- ar eru allir velkomnir á dag- skrána meðan húsrúm leyfir. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR Fyrir utan gæði og tímasparnað fást Raðveggir á einhverjum bestu greiðslukjörum á markaðinum í dag. R A Ð V E G G I R Sölustaðir Reykjovik Innréningamidstodin - Armula 17o Simar 91-84585 84461 . Akranes Guðlougur Mag'nússon Skarösbraut 19 Sí’mi 93-2651 Siglufjöröur Bútur hf. Pónargófu 16 Sími 96-71333 Akureyri Bynor Glerórgótu 30 .Simi'96-26449. Bgilsstaöir Trésmiðj'a Fljótsdalshéraðs Fellabœ Simt 97-1700 Neskaupstaöur V'plmi nf B-gótu 3 Simi 97-7605 Vestmannaeyjar Bnmnes Sirandvegi 54 Simi 98-1220 Selföss G Á Böðvarssón Austurvegi 15 Sími 99-1335 Keflavik Byggingaval Iðavöllum 10 Sími 92-4500 FJALAR h/f Húsavík Sími 96-41346

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.