NT - 21.09.1985, Síða 4

NT - 21.09.1985, Síða 4
Laugardagur 21. september 1985 4 Steingrímur um hótun Alberts: ’85 árgangurinn af fisk- seiðum með besta móti „Ég hefði sjálf- ur slitið stjórn- arsamstarfi“ ■ Mjög jákvæöar niðurstöður fengust úr seiðakönnun, sem gerð var á rannsóknarskipunum Bjarna Sæmundssyni og Árna Friðrikssyni í ágústmánuði, sam- kvæmt fréttatilkynningu sem Hafrannsóknarstofnun sendi frá sér í gær. Helstu niðurstöðurnar eru þær að útbreiðsla þorskseiða Héraðs- ráðunaut- ar læra ■ BúnaðarfélagíslandsogBú- vísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri efndu til þriggja daga námskeiðs fyrir héraðs- ráðunauta nú i byrjun sept- ember, Námskeiðið var haldið til að auðvelda þeint að meta fram- kvæmdaþörf og búrekstur bænda en sem kunnugt er þurfa þeir að meta þessa þætti þegar bændur sækja um lán. Þessir þættir eru orðnir mun flóknari hin síðari ár bæði vegna samdráttar í framleiðslu og vegna breyttra lánakjara og því voru þcir Ketill A. Hannesson búnaðarhagfræðiráðunautur og Gunnlaugur Júlíusson búnaðar- hagfræðingur fengnir til að skipuleggja námskeiðið, sem um 20 ráðunautar frá flestum búnðarsamböndum landsins sóttu. í frétt frá Búnaðarfélaginu segir að fjölmargir fyrirlestrar hafi verið fluttir um rekstrar- fræðileg efni, kynntar aðferðir við búrekstrarkannanir og áætl- anagerð og nýtt form búreikn- inga, svokallað bændabókhald, en það er unnið að verulegu leyti uppúr viðskiptareikning- um bænda við kaupfélögin. var með mesta móti, en svo var einnig í fyrra. Er stærð þessara tveggja árganga af sömu stærð- argráðu og árgangarnir 1970, ’73 og '76. Reyndust þorskseið- in núna stór og vel á sig komin. Þessir árgangar verða orðnir veiðanlegir árin 1988 og 1989. Langmest var af þorskseiðum út af vestanverðu Norðurlandi og Vestfjörðum. ■ Fyfirtækið Entek hf. fram- leiðir „Leaky pipe“ - lekaleiðsl- ur. Eins og lesendum NT er kunnugt hafa leiðslur þessar sem gerðar eru úr óþéttu gúmmíi, notaðar til vökvunar | í gróðurhúsum. Nú hafa þeir | Entek-menn komið auga á enn Ýsuseiðin héldu sig hinsvegar mest á svæðinu frá Breiðafirði að Húnaflóa, var stærð þeirra og fjöldi í góðu meðallagi. Útbreiðsla loðnuseiða var með betra móti en fjöldi þeirra var á' lægri mörkunum og áhyggjuefni er hve smávaxin þau voru. Þá voru einnig gerðar bergmálsmælingar á loðnunni á meira notagildi lekaleiðslunnar. Til þess að auka súrefnisinni- hald í fiskeldiskerjum er lofti blásið í gegnum leka-leiðslu sem er í kerinu, og fæst með því mjög jöfn dreifing á súrefni. Leka-leiðslan er tilvalin við flutninga í ferjutönkum, og að íslands- Grænlands-Jan Mayen svæðinu og kom í ljós að fyrri niðurstöður á þeim árgöngum sem nú eru í veiði eiga við rök að styðjast. Karfaseiðin reyndust mjög mörg og virðist árgangurinn 1985 ætla að verða með bestu árgöng- um frá því að mælingar hófust árið 1970. sögn Heimis Konráðssonar framleiðslustjóra þá hafa þegar verið seldar slöngur sem notaðar eru í ferjutanka við flutning á eldisfiski milli stöðva. Þá er hægt að auka öryggi fiskeldis- stöðva með því að hafa leka- leiðslu í kerjunum. Fari vatn af ■ “Sannleikurinn er sá, að ef Albert og aðrir sjálfstæðis- menn hefðu staðið fast á þeirri tillögu hans að leggja tólf prósent söluskatt á mat- væli þá hefði ég sjálfur slitið stjórnarsamstarfinu,'4 sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, í samtali við NT um þá frétt Morgun- blaðsins að Albert Guð- mundsson, fjármálaráð- herra, hefði hótað stjórnar- slkum, ef ráðherrar Frani- ■ Að loknum öðrum áfanga Ljómarallsins eru Saku Vierimaa og Tapio Eirtovaara efstir á Opel Möntu. Þeir tóku við af löndum sínum Peter Geitel og Erkki Vanhanen þeg- ar þeir lentu á steini blindaðir af sól. Skemmdist Nissan þeirra mikið og komst ekki lengra. Chris Lord og Birgir Viðar Halldórsson urðu að hætta eftir að þrjú dekk höfðu sprungið undir Audi Quattro þeirra á Kjalvegi. Varadekkin voru upp- urin og of langt í þjónustubíl- inn. stöð, er hægt að halda lofti í fiskinum með því að dæla súrefni í kerin á meðan viðgerð fer fram. Ekki hefur verið ákveðið hvert verðið er á metra, en kynningarverð á fiskeldissýn- ingunni í Laugardalshöll er 40 krónur metrinn. sóknarflokksins féllust ekki á hugmyndir hans varðandi fjárlagagerð. „Við vorum ósveigjanlegir gagnvart þess- ari tillögu fjármálaráðherra og þá lagði hann fram tillögu um fimm prósent söluskatt. Við ræddum hana svolítið, en töldum hana heldur ekki koma til greina og þá féll Albert frá þessum hugmynd- um sínum í heild,“ sagði Steingrímur Hermannsson. forsætisráðherra. Þrír íslendingar þrýsta nú á Saku og Tapio, allir á sömu tveim mínútunum. Ef ekkert kemur fyrir eiga allir sömu von í sigur, og jafnvel fleiri. Erfiðar leiðir eru framundan, Fjalla- baksleið t.d. þar sem auðvelt er að festast í ám. Eina óhapp gærdagsins var að finnsku dömurnar skelltu bíl sínum á hliðina og skemmdu hann nokkuð. í gærkvöldi gerðu allir við sem hægt var og halda Marjo og Tuula ótrauðar áfram að keppa við Helgu. Hún er nú nær 5 mín. á undan. Nú í morgun var lagt af stað kl. 6 og verður komið í mark um klukkan 20. Þeir sem það lifa af eiga þá „bara“ eftir Kaldadal fram og aftur á morgun, sunnu- dag. Röð Áhöfn Tími 1 Saku/Tapio 258.52 2 Jón R/Rúnar 306.34 3 Bjarmi/Úlfar 308.19 4 Þorsteinn/Sighvatur 308.57 5 Rikharður/Atli Toyota 317.22 6 Ólafur/Halldór 318.13 7 Þórhallur/Sigurður 325.38 8 Charlie/Hilmar 331.53 9 Þorvaldur/Pétur 343.33 ■ Þetta glæsiiega orgel var vígt í Grundarfjarðarkirkju þann 15. september sl. Það er smíðað í orgelverksmiðju Reinharts Tzschöckel Althiitte Fautsach í Þýskalandi. Orgelið er byggt úr mahóní, hefur tvö hljómborð og fótspil, og í því eru 13 raddir. Við þetta tækifæri gáfu hjónin Soffanías Cecilsson og Hulda Vilmundarsdóttir kirkjukórnum kyrtla sem sjást á myndinni. Fiskeldissýningin í Laugardalshöll: Leka-leiðslur í fiskeldiskerum Ljómarallið: Keppnin harðnar íslendingarnir þrýsta á 1935 1985 Blómaskálinn er fluttur ad Nýbýlavegi 14 í ný og glœsileg húsakynni. Höfum allt til blómarœktunar, pottablóm, afskorin blóm, skreytingar, krossa og kransa. Lítid inn um helgina og alla hina dagana SíE Opid alla daga kl. 10—22 ^jjfölómas'líálinn Nýbýlavegi 14, á horni Nýbýlavegar og Aud brekku. Sími 40980. ■ Guðmundur Malmquist, for- stjóri Byggðastofnunar. ■ Bjarni Einarsson, aðstoðarfor- stjóri Byggðastofnunar. Byggðastofnun: Guðmundur Malmquist ráðinn forstjóri ■ Guðmundur Malmquist var í gær ráðinn forstjóri Byggðastofnun- ar, en hann var áður lögfræðingur Framkvæmdastofnunar. Var hann ráðinn með 6 atkvæðum stjórnar Byggðastofnunar en einn sat hjá. Bjarni Einarsson, sem verið hefur forstöðumaður byggðadeildar Framkvæmdastofnunar, var ráðinn aðstoðarforstjóri. Stjórn Byggðastofnunar hefur boðað annan fund eftir helgi þar sem haldið verður áfram að móta skipulag stofnunarinnar, auk þess sem frekari mannaráðningar verða ræddar.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.