NT

Ulloq

NT - 21.09.1985, Qupperneq 8

NT - 21.09.1985, Qupperneq 8
Laugardagur 21. september 1985 8 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Níels Árni Lund Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 ildsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.t. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Áskrift 360 kr. Höfum við efni á því? ■ Heilbrigðis- og menntakerfi landsmanna hefur nú vaxið svo mikið, að þrátt fyrir góðan vilja, hefur ráðamönnum ekki tekist að draga saman seglin á því sviði. Á undanförnum árum hefur orðið mikil þensla í báðum þessum útgjaldaliðum og vissulega er það vegna þess, að þjóðin hefur talið sig hafa efni á þeim munaði, sem velferðarþjóðfélagið býður. Hins vegar læðist sá grunur að mönnum, að við höfum farið offari sérstaklega í fjárfestingu í heil- brigðiskerfinu. Þar hiýtur að koma, að þjóðfélag tvö hundruð og fjörutíu þúsund manna verður að gera það upp við sig, hvort það hefur efni á öllum greinum heilbrigðisþjónustu, sem stórþjóð væri, eða hvort nýta eigi fjárhagslegt bolmagn til þess að sjá vel fyrir heilsugæslu ogfyrirbyggjandi aðgerðum í heilbrigðis- málum, auk sjálfsagðrar sjúkrahússþjónustu. Hér er vissulega drepið á teygjanlegt hugtak, en hjartaskurðlækningar og möguleiki á þeim hér á Iandi hafa verið til umræðu í kjölfar viðtals, sem NT átti við Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra í fyrri viku. Þar dró forsætisráðherra réttilega í efa, hvort við hefðum efni á slíkum munaði sem hjartaskurðlækn- ingar sannarlega eru, en ítrekaði, að allir þeir, sem að því máli hafa unnið, gerðu það af góðum hug. Viðbrögð lækna hafa verið nokkuð harkaleg við þessum ummælum forsætisráðherra. Reynt hefur verið að hártoga ummæli ráðherrans og túlka þau á þann veg, að í þeim fælist fjandskapur gagnvart heilbrigðiskerfinu. Steingrímur Hermannsson hefur ítrekað þá skoð- un sína að það væri ódýrara fyrir íslenskt þjóðfélag að kaupa hjartaskurðarþjónustu erlendis í stað þess, að bæta við þeirri aðstöðu hér á landi. Hér er um einstakar aðgerðir að ræða, en ekki meðferð og það segir sig sjálft að það er hreinlega ekki nægilegt framboð af sjúklingum til þess að réttlæta þá fjárfestingu, sem hjartaskurðardeild hefur í för með sér. Við veitum þegar nánast alla aðra þjónustu hér á landi, en þar hlýtur að koma að við vegum og metum hvort bráðnauðsynlegt sé að innan heilbrigð- iskerfis okkar sé að finna öll blæbrigði læknavísind- anna. NT tekur hér undir sjónarmið Steingríms Her- mannssonar í þessu máli. Það er ekki gert af neinni illgirni í garð heilbrigðiskerfisins. Það er einungis gert með það í huga að ótrúlegt sé annað en að við höfum meiri þörf fyrir fjármagn, sem verja ætti til hjartaskurðlækninga, annars staðar. Spurning dagsins ■ Þetta er alls staðar sama spurningin. Menn velta þessu fyrir sér í kaffiboðum, mötuneytuni og á götuhornum. Ekkert umræðuefni er vinsælla í heitu pottunum. Fólk skimar í kringum sig og gáir bak við hurðir og allir spyrja að þessu sama: Hvar er stjórnarandstaðan? Hvernig geta fjórir heilir stjórn- málaflokkar gufað upp? Er fólkið farið eitthvað. Ættum við að auglýsa eftir því? Hvar er stjórnarand- staðan? Gerður Steinþórsdóttir: Fyrri hluti: 011 kvennastörf eru lítils metin til launa Launamál kvenna 1 erindi sem nefnist „konur hefja kjarabaráttu" og flutt var á ráðstefnunni íslenskar kvennarannsóknir sagði höf- undur Margrét Guðmunds- dóttirm.a.: „Ein meginskýring þess hve baráttan fyrir launa- jafnrétti bar lítinn árangur var afstaðan til launavinnu kvenna. Karlar voru taldir fyrirvinna heimilis, konur áttu ekki að vinna utan heimilis nema í nauðirnar ræki.“ Mar- grét vitnar í þessu sambandi til orða Jóhönnu Egilsdóttur (99 ár ), sém var formaður Fram- sóknar í 27 ár er hún minnist kreppuáranna og þess að sum- ar konur héldu vinnunni en eiginmenn þeirra ekki. „Það voru fjöldamörg dæmi þess, að konan vann úti við fiskvinnu eða þvotta, en eig- inmaðurinn sá um heimili og börnin. Petta eru bara orð, en bak við þau eygjum við, sem munum þessa tíma, hörmuleg örlög. Enginn, sem ekki hefur reynt það, getur gert sér í hugarlund, hvað slíkt og þvílíkt hefur örlagarík áhrif á allt heimil- islíf, afstöðu hjónanna hvors til annars, afstöðu barnanna til foreldranna og svo fram- vegis. Það er jafnvel hægt að rekja sumar misferlurnar í lífi okkar nú til þessa ástands." Og Guðrún heldur áfram: „Af orðum Jóhönnu, þeirrar konu sem einna lengst barðist fyrir launajafnrétti hér á landi, má ráða hve sjálfsvirðing karla hefur þótt stórlega misboðið ef þeir gátu ekki sé fjölskyldu sinni farborða." Til þessara orða er vitnað hér í upphafi af því að ég tel þessa viðhorfs gæti enn í dag, meðvitað og ómeðvitað, og sé dragbítur á að launajafnrétti kvcnna og karla náist. II. Það var árið 1961 að sett voru lög um launajöfnuð karla og kvenna í almennri verka- kvennavinnu, verksmiðju- vinnu og skrifstofustörfum og skyldi fullum launajöfnuði náð 1967. Árið 1976 er þeim stór- merka áfanga náð að sett eru lög um jafnrétti kvenna og karla, þar sem m.a. er kveðið á um að konum skuli greidd sömu laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. „Þetta þýðir í raun að karlveldið hafi verið aflagt með lögum árið 1976, en er nú haldið uppi af sjálfboðaliðum, eins og ein- hver orðaði það. Á síðustu árum hafa konur flykkst út á vinnumarkaðinn. Frá 1960 hef- ur atvinnuþátttaka kvenna tvö- faldast og 80% kvenna hafa einhverjar atvinnutekjur. Þar af vinna 35% kvenna fullan vinnudag, jafnt giftar sem ógiftar konur. Ég held að við hefðum ekki trúað því ef okkur hefði verið sagt á kvennaárinu 1975 að við ættum eftir að standa í þessum sporum í dag. Auðvitað héld- um við að drægi saman með konum og körlum í launamál- um. Vissulega er hægt að benda á éina og eina konu sem hefur komist í vellaunaða stöðu, en allur þorri kvenna situr eftir í hefðbundnum, illa launuðum kvennastörfum. Mat á störfum fer, eftir því sem sagt er, eftir menntun starfsmanna, erfiði starfa, mannaforráðum o.fl. Sam- kvæmt því mati eru kvenna- störf auðveld og ábyrgðarlítil og þau krefjast lítillar menntunar. Konur hafa reynd- ar minni menntun en karlar, en menntun tryggir konum ekki sömu laun og körlum. Kannanir sýna reyndar að munurinn er mestur á Iaunum háskólamenntaðra kvenna og karla. Mannaforráð, eins og á dagvistarheimilum og innan heilbrigðisstéttanna, erkonum heldur engin trygging fyrir góðum launum. Staðreyndin er sú að starfs- matið fer að miklu leyti eftir því hvort kona eða karl á í hlut. Þessu þarf að breyta. Öll kvennastörf eru lítils metin til launa. Fari svo að konur verði fjölmennar í stétt yfirtaki hana, verður starfið minna metiðtillauna. Kennarastarfið er gott dæmi. Grunnskóla- kennarar eru núna nær ein- göngu konur og launin hafa farið hríðversnandi. Lækna- stéttin er í hávegum höfð hér. En í Rússlandi skipa konur nær eingöngu þá stétt og hún hefur breyst í láglaunastétt. III. Fyrir tveimur árum eða haustið 1983 myndúðu 19 kon- ur sem starfa í öllum stjórn- málaflokkum, innan stéttarfé- laga og kvennasamtaka Fram- kvæmdanefnd um launamál kvenna. Markmið hennar er að finna leiðir til að uppræta launajafnréttið. Nefndin hefur unnið margvísleg verkefni, m.a. haldið fundi um allt land um launamál, og hefur látið í ljós þá ósk að komið verði á fót tenglahópum um landið sem vinni á svipuðum grundvelli og Framkvæmdanefndin, miðli upplýsingum og hugmyndum. Þið takið þetta til athugunar. Framkvæmdanefndin hefur einnig haldið fundi með kon- um í samninganefndum og í nóv. í fyrra var haldinn fundur með konum á þingi ASÍ sem átti drjúgan þátt í því að fjölg- að var í miðstjórn ASÍ um sex og hlutur kvenna jókst veru- lega. Auk Framkvæmdanefndar um launamál kvenna starfa Samtök kvenna á vinnumark- aðinum, en þau starfa með ólíku sniði, skipuleggja marg- víslegar uppákomur og unnu t.d. að því að fá konur til að fella samningana í fyrra. Eitt mikilvægt verkefni Framkvæmdanefndar er að upplýsa eins og kostur er um stöðuna í launamálum kvenna. Því var það eitt fyrsta verkefn- ið að láta safna öllum tiltækum upplýsingum um launamálin og voru ráðnir til þess félags- fræðingarnir Esther Guð- mundsdóttir og Guðrún Sig- ríður Vilhjálmsdóttir. Á grund- velli þeirra upplýsinga var gef- inn út blöðungur: Nokkrar staðreyndir um stöðu kvenna á vinnumarkaðinum, sem dreift var á fundum nefndarinnar og á vinnustöðum. í vor kom svo skýrslan út í heild: Staðreyndir um stöðu kvenna á vinnumark- aðinum. Er upplagið á þrot- um en von á öðru. Helstu heimildir sem unnið var úr voru rit Framkvæmdastofnun- ar ríkisins um vinnumarkað- inn, Fréttabréf kjararannsókn- arnefndar, töflur frá Þjóðhags- stofnun og Fjármálaráðuneyti, auk upplýsinga frá launþega- samtökum. Á síðustu árum hafa konur flykkst út á vinnumarkaðinn. Frá 1960 hefur atvinnuþátttaka kvenna tvöfaldast og 80% kvenna hafa einhverjar at- vinnutekjur. Þar af vinna 35% kvenna fullan vinnudag, jafnt giftar sem ógiftar konur. Kom, kom, kom í frelsisherinn ■ Það er víst óhætt að segja að „ferskir" vindar hafi blásið um heilbrigðiskerfið á íslandi að undanförnu. Hér er um að ræða nokkuð stöðuga gjólu, en annað slagið koma þó snarpar vindhviður. Þetta er vitanlega frelsisblærinn sem íhaldsmenn, einkum í Sjálf- stæðisflokknum, tala um með niikilli lotningu. Þessi blíði blær og ferski andvari, sem blása átti lífi í myglað heil- brigðiskerfi hefur samt reynst kaldari en svo að hollt geti talist heilsu heilbrigðisþjónust- unnar. Frelsisnepjan er nú orð- in slík að stór hluti heilbrigðis- stéttanna - hjúkrunarfræðing- ar - nota frelsið til að finna sér aðra vinnu. Höndin Hugtakið frelsi hefur sem kunnugt er hljómað við lúðra- þyt úr herbúðum íhaldsmanna í nokkur ár og lágir sem háir úr þeim röðum telja það slíkt lausnarorð, að það nægi að hafa það yfir á torgum. „Kom, kom, kom í frelsisherinn" syngja þeir og fara í krossferðir gegn kerfinu og afdönkuðum ríkisafskiptum. Hér er ekki þörf flókinna útskýringa á málstaðnum, enda hafa hug- myndafræðingarnir leyst sam- félagsgátuna í eitt skipti fyrir öll. Fræðimennirnir skrifa urn það í Tímaritið sitt, að sam- keppnin leiði ávallt til fjöl- breytni og hagkvæmni um leið og valfrelsið aukist hjá hinum almenna borgara. Það er nefni- lega ósýnileg hönd, sem reddar þessu og kernur á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Fyrir hma, sem ekki eru eins fræðilega sinnaðir og engin skil kunna á höndinni, nægir að þekkja stikk-orðið „einka“, einka-þetta og einka-hitt. „Frelsi“-frelsi Sjaldan heyrist hins vegar, að talað sé um einstaklings- frelsið sem spurningu um rétt- indi. Því síður að þessi réttindi séu krufin til mergjar eða þeim gefinn gaumur, nema vitaskuld réttinum til að kaupa og selja án þess að ríkið sé að skipta sér af því. Með því að einblína á rétt mannsins til að vera Iaus undan gerræðislegum afskipt- um ríkisvaldsins og ekkert annað, hafa íhaldsmenn sam- tímans sagt skilið við uppruna sinn, hina klassísku frjáls- hyggju. í þeirri lýðræðiskenn- ingu sem liggur til grundvallar vestrænum samfélögum er þessi réttur vissulega mikilvæg- ur. En málið er einfaldlega það, að þetta er einungis einn af mörgum fiokkum réttinda sem kölluð hafa verið grund- vallar réttindi eða mannrétt- indi og eru allir nauðsynlegir frelsinu. Meðal þessara frelsis- flokka eru lagalegt frelsi, pólit- ískt frelsi, jafnræðis frelsi og efnahagslegt frelsi (markaðs- frelsi). Það er einungis sá síð- asti þessara flokka sem frelsis- herinn hefur tekið upp á sína arma og því setur hann jafnað- armerki milli markaðsfrelsis og frelsis almennt. Slíkt er fárán- legt, vegna þess að allir þessir flokkar frelsis eða réttinda eru innbyrðis tengdir og háðir hver öðrum. Almenn lýðræðiskenning segir okkur, að þegar allt kem- ur til alls, liggur hið pólitíska vald hjá einstaklingnum. Því er öllum einstaklingum áskilin þessi grundvallar réttindi í krafti manngildis þeisra. En til þess að tryggja þessi réttindi þarf ekki einungis að koma til afskiptaleysi ríkisvaldsins, heldur ekki síður bein afskipti þess. Mörg jafnaðarréttind- anna beinlínis krefjast þess að ríkisvaldið grípi inn í og tryggi að þegnarnir hafi jöfn tækifæri til þess að taka þátt í samfélag- inu - að einstaklingurinn geti þróast í virðing og niannleika. það er því lítið annað en húmbúkk að halda því fram að minni ríkisafskipti og meiri markaðshyggja Ieiði sjálfkrafa til aukins frelsis. Einkavæðum, einkavæðum! Markaðsfrelsisástin hefur ekki riðið við einteyming hjá

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.