NT - 21.09.1985, Síða 13
Laugardagur 21. september 1985 13
Isak Orn vann bikarinn
- Í Ójöfn-
umúr-
slitaleik
■ Sveit ísaks Arnar Sigurðssonar
vann sveit Arnar Einarssonar örugg-
lega í úrslitaleik Bikarkeppninnar
sem spilaður var um síðustu heigi.
Lokastaðan varð 237 impar gegn 64
og eðlilega var leikurinn lítið spenn-
andi þegar svona mikili getumunur
var á sveitunum.
ísak og félagar unnu allar loturnar
fjórar í úrslitaleiknum, að vísu fóru
þeir hægt að stað, því fyrsta lotan fór
28-9. En önnur lotan fór 65-14 og eftir
það voru úrslit leiksins ráðin.
Með ísak spiluðu Sturla Geirsson,
Hermann Lárusson, Ólafur Lárus-
son, Júlíus Snorrason og Sigurður
Sigurjónsson. Þetta er fyrsta stórmót-
ið sem þeir félagar vinna.
Sveitir skulda
keppnisgjald:
Enn eiga nokkrar sveitir ógreitt
keppnisgjald fyrir bikarkeppnina.
Pær sveitir sem þurftu að leggja í
ferðakostnað þurfa þó ekki að hafa
áhyggjur af þeirri skuld því hún
verður dregin frá ferðastyrknum. En
hinar eru vinsamlegást beðnar um að
gera skil við Bridgesambandið hið
fyrsta.
Samvinnuferðamót
Samvinnuferðir-Landsýn og
Bridgesamband íslands standa fyrir
helgarmóti um næstu helgi og verður
það haldið í Gerðubergi í Breiðholti.
Fyrirkomulagið verður með Mitc-
hellsniði og nýjasta tölvutæknin verð-
ur tekin í notkun. Spilað verður á
laugardag og laugardagskvöld og
sunnudag.
Væntanlegir keppendur eru hvattir
til að skrá sig á skrifstofu BSÍ til að
auðvelda undirbúning.
Opið hús
Opið hús, bridgestarfsemi þeirra
Hermanns og Ólafs Lárussona að
Borgartúni 18 á laugardagseftirmið-
dögum, hófst um síðustu helgi. Ágæt
aðsókn var, eða 20 pör. Spilaður var
Mitchell-tvímenningur, með 3 spilum
milli para, alls 9 umferðir. Efstu
skorir fengu eftirtaldir spilarar:
N/S áttum:
Vilhjálmur Sigurðsson-
Þráinn Siguðrsson 283 stig
Rúnar Magnússon-
Porlákur Jónsson 247 stig
Bergþór Bergþórsson-
Garðar Garðarsson 236 stig
Bernódus Kristinsson-
Þórður Björnsson 235 stig
A/V áttum:
Gt'sli Víglundsson-
Þórarinn Árnason 299 stig
Ingólfur Lillendahl-
Jón Björnsson 268 stig
Hrannar Þ. Erlingsson-
Matthías Þorvaldss. 263 stig
Guðlaugur Sveinsson-
Magnús Sverrisson 220 stig
Vegna óska frá meginþorra kepp-
enda sl. laugardag, hefur verið ákveð-
ið að spilamennska hjá Opnu húsi
hefjist í framtíðinni kl. 13.30 (hálf-
tvö). Það ætti að gefa rýmri tíma fyrir
þá sem eiga bágt með að „rjúka“ fyrir
kl. 13.
Sem fyrr, er öllu spilaáhugafólki og
öðrum þeim sem áhuga hafa á eins
dags tilbreytingu í hversdagsins önn,
hjartanlega heimil þátttaka. Stefnt
verður að því í framtíðinni, að aug-
lýsa þessa starfsemi á öllum þeim
vettvöngum sem annast einhver fé-
lagsleg samskipti, ferðaskrifstofum,
hótelum og öðrum þeim ferðamanna-
miðstöðum, sem leiðbeina gestum
okkar, í leit að afþreyingu.
Bridgefélag Breiðholts
Þriðjudaginn 17. sept. vár spilað
eins kvölds tvímenningur með þátt-
töku 16 para. Röð efstu para varð
þessi:
1. Guðjón Jónsson-
Friðrik Jónsson 255 stig
2. Helgi Skúlason-
Kjartan Kristóferss. 251 stig
3. Helgi Magnússon-
Jón Stefánsson 243 stig
4. Victor Björnsson-
Bjarni Ásmundsson 236 stig
5. Garðar Garðarsson-
Bergþór Bergþórs. 234 stig
Meðalskor 210
Næsta þriðjudag hefst þriggja
kvölda hausttvímenningur og eru allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30
stundvíslega. Keppnisstjóri er Her-
mann Lárusson.
Frá Bridgefélagi
Akureyrar:
Bautamótið í tvímenningskeppni,
hefst næsta þriðjudag í Félagsborg.
Spilaðar verða fjórar umferðir. Baut-
inn og Smiðjan gefa verðlaun í mótið.
Þeir sem hafa hug á þátttöku, þurfa
að staðfesta það við stjórn félagsins
fyrir kl. 20 á sunnudagskvöld n.k.
Einnig má geta þess, að þeir félagar
Anton Haraldsson og Stefán Ragn-
arsson munu annast umsjón með
spilamennsku í Dynheimum á mið-
vikudagskvöldum, fyrir þá sem hafa
áhuga á því í vetur.
Minningarmótið um Einar
Þorfinnsson á Selfossi:
Opna Minningarmótið um Einar
Þorfinnsson á Selfossi, verður laugar-
daginn 5. október n.k. Skráning er
þegar hafin hjá stjórn félagsins og
Ólafi Lárussyni á skrifstofu Bridge-
sambandsins (s: 91-18350).
Spilaður verður 36 para Baro-
meter, með 2 spilum milli para, alls
70 spil. Spilamennska hefst kl. 10
árdegis og verður spilað í Gagnfræða-
skólanum á Selfossi. Umsjón og út-
reikning annast þeir bræður Hermann
og Ólafur Lárussynir.
Veitt verða 5 verðlaun, þeim pör-
um er flest stig hljóta samtals. Þau
verða: 1. verðlaun kr. 20.000, 2.
verðlaun kr. 16.000, 3. verðlaun kr.
12.000, 4. verðlaun kr. 8.000, og 5.
verðlaun kr. 4.000.
Keppnisgjald verður kr. 1.500
pr.par. Að auki er spilað um silfur-
stig. Búast má við að mjög fljótt
fyllist í þetta mót, þannig að þeir sem
hafa áhuga á að vera með, eru beðnir
um að hafa samband við stjórn félags-
ins eða Ólaf Lárusson hið fyrsta.
Frá Skagfirðingum:
S.l. þriðjudag hófst 32 para Baro-
meter hjá Skagfirðingum í Reykja-
vík. Spiluð eru 4 spil milli para. Eftir
1. kvöld (af 4) þegar lokið er við 7
umferðir, er staða efstu para þessi:
1. Ármann J. Lárusson-
Jón Þ. Hilmarsson 111 stig
2. Anton R. Gunnarsson-
Sveinn Sigurgeirsson 100 stig
3. Ragnar Björnsson-
Sævin Bjarnason 64 stig
Frá Bridgefélagi
Hafnarfjarðar
Á fyrsta stjórnarfundi skipti stjórn-
in með sér verkum á eftirfarandi hátt.
Formaður (plús blaðfulltrúi í viölög-
um): Guðni Þorsteinsson, varafor-
maður: Þórarinn Sófusson, ritari:
Þórarinn Andrewsson, gjaldkeri:
Friðþjófur Einarsson, stigaritari: Erla
Sigurjónsdóttir og áhaldavörður:
Marínó Guðmundsson.
Vertíðin hófst s.l. mánudag með
eins kvölds tvímenningi. Spilað var í
einum 16 para riðli og urðu þessir
efstir.
1. Guðni Þorsteinsson-
Sigurður B. Þorsts. 261 stig
2. Friðþjófur Einarsson-
Þórarinn Sófusson 253 stig
3. Birgir-
Brynjar 251 stig
4. Jón Ándrésson-
Stígur Herlufsen 242 stig
N.k. mánudag, þ. 23.9. kl. 19.30,
verður aftur spilaður eins kvölds
tvímenningur og eru menn hvattir til
að fjölmenna (og veita stjórninni
harðari keppni). Þar á eftir verður
spilaður fjögurra kvölda aðaltví-
menningur, þá þriggja kvölda tölvu
Mitchel og að því búnu hefst sveita-
keppnin. Sitthvað er svo í jólapoka-
horninu.
Keppnisstjóri til áramóta hefur ver-
ið ráðinn Ragnar Magnússon og fékk
hann svo gott klapp, að vonir standa
til þess, að hann tolli hja okkur út
vertíðina. Spilað er í félagsmiðstöð-
inni (íþróttahúsinu) við Strandgötu.
ISLENSK FRAMLEIÐSLA
Mjólkurfélag Reykjavíkur hefur hafið framleiðslu á SILVER CUP
fiskafóðri. Við bjóðum 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 7 mm laxa- og
silungafóður, framleitt að stórum hluta úr innlendum hráefnum.
Eigum einnig innflutt kornað seiðafóður í mörgum stærðum.
Mjólkurfélag Reykjavíkur - Laugavegi 164 - Sími 11125
Opið til kl. 4 laugardag
T~ Ver«»W® er^f
L_ "
EUPOCAPD
VfSA
JIB
Jón Loftsson hf.
A A ▲ ▲ ▲ ▲
Hringbraut 121 Sími 10600