NT - 21.09.1985, Page 22
Laugardagur 21. september 1985 22
r VS*' J
Vflrv 8'k'
■ Bryan Robson, fyrirliði Man. Utd og enska landsliðsins kann varla að tapa þessa dagana hvað sem
síðar verður.
Enska knattspyrnan:
VinnurMan.Utd.
eða tekst botnliðinu hið ótrúlega? - Heilmiklir leikir í dag
■ Framkvæmdastjóri Man.
Utd., Ron Atkinson, mun ferð-
ast með liði sínu niður til Mið-
landanna þar sem gestir þeirra
er hið gamla lið Atkinsons,
W.B.A. Eftir að hafa unnið
heila átta leiki í röð í deildinni
töpuðu leikmenn Man. Utd loks
fyrir Everton með fjórum mörk-
um gegn tveimur nú í vikunni.
Sá leikur var að vísu ekki í
deildinni heldur í Super Cup
keppninni, sem komið var á
laggirnar fyrir þau félög er unn-
ið höfðu sér þátttökurétt í
Evrópukeppnunum.
Sigur um helgina ætti að haf-
ast hjá liði Atkinsons því
W.B.A. er nú á botni 1. deildar
og hafa tapað síðustu sjö leikj-
um sínum. Johnny Giles, fram-
kvæmdarstjóri West Bromwich,
var þó hvergi smeykur er hann
átti tal við fréttamenn nú í
vikunni og tók fram að þó Man.
Utd hefði byrjað deildina geysi-
lega vel gæti viðureignin um
helgina vel átt eftir að verða
einn að þessum skrýtnu leikjum
þar sem allt yrði í hag hans liði.
Það skyldi þó vera tekið fram
hér að Giles hefur ekki alltaf
þótt getspakur maður.
Sögulega séð ætti þó W.B.A.
að fara með sigur af hólmi.
Málið er nefnilega það að síðan
West Bromwich kom upp í
fyrstu deild árið 1976 hafa þeir
unnið sjö af níu heimaleikjum
sínum gegn „Rauðu djöflun-
um“. Það er hinsvegar spurning
hvort sögulegar staðreyndir, fái
nokkuð við gert því munurinn á
þessum tveimur liðum virðist
vera stjarnfræðilega mikill um
þessar mundir.
Everton, sem er í öðru sæti,
mætir samborgurum sínum
Liverpool sem verma fjórða
sætið. Á síðasta ári vann
Everton nágranna sína þrisvar
sinnum en fimmtán árin þar á
undan hafði Liverpool einokað
knattspyrnusigra við ána
Mersey.
Annar nágrannaslagur fer svo
fram í London en þar mætast
Chelsea og Arsenal sem unnið
hefur síðustu fjóra leiki sína án
þess að fá á sig mark. Þetta gæti
þó breyst á Stamford Bridge,
sérstaklega ef nýi leikmaðurinn
Mike Hazard lætur ljós sitt
skína.
Tottenham er í áttunda sæti
en gæti skotist upp fyrir ShefT-
ield Wed. þ.e.a.s. ef þeim tekst
að vinna Sigga Jóns og félaga á
White Hart Lane í níundu um-
ferð ensku knattspyrnunnar.
BRAUTRYÐJANDINN
MYKJU-
DREIFARINN
ROTASFREADER
G/obus?
Nú fáanlegur í tveim stærðum 3ja rúmmetra og
4,2 rúmmetra á stórum flotdekkjum.
Þessir fjölhæfu mykjudreifarar hafa verið seldir í áratugi á
íslandi, við sívaxandi vinsældir. Hann dreifir öllum tegundum
búfjáráburðar, jafnt lapþunnri mykju sem harðri skán.
Howard SPR. 1050 3 rúmm. kr. 98.200.-
Howard SPR. 1550 4,2 rúmm. kr. 114.100.-
(Gengi 22)8 ’85)
Til afgreiðslu strax á einstökum greiðslukjörum.
LÁGMÚLI 5, SlMI 81555
■ Hvað gera leikmenn Glentoran á móti Fram? Vonandi verður það lítið.
Fram á leik
- er liðið mætir Glentoran á Laugardalsvelli í dag
■ Fram leikur fyrri leik sinn gegn
Glentoran frá N-írlandi á Laugardals-
velli í dag og hefst viðureignin kl. 13.00
sem er óvenjulegur tími í meira lagi.
Leikurinn er liður í þátttöku Fram í
Evrópukeppni bikarhafa og eiga okkar
menn mjög raunhæfa möguleika á sigri.
Dómari leiksins verður Rolf Ericson
og línuverðir þeir Leif Sundell og Kjell
Peterson. Þremenningarnir koma frá
Svíþjóð. Eftirlitsmaður UEFA á leikn-
um verður Rafn Hjaltalín og mun því allt
fara eftir settum reglum á Laugardals-
velli í dag.
Leikir Fram gegn Glentoran verða 17.
og 18. leikur Fram í Evrópukeppnunum
á 15 árum. Fram varð reyndar fyrst
íslenskra liða til að vinna sigur í Evrópu-
leik, gegn Hibernians á Möltu 1971 með
tveimur mörkum gegn einu. Aðeins einn
sigur hefur unnist síðan hjá Fram, gegn
írska liðinu Dundalk í Reykjavík 1981.
Annars er Fram þaulreynt í Evrópu-
keppni bikarhafa og er þetta því í sjötta
sinn sem Fram mætir til leiks í þeirri
keppni. Þá hefur liðið keppt tvisvar í
UEFA keppninni og einu sinni í Evrópu-
keppni meistaraliða. í>ó ekki sé hægt að
segja að fyrri Framlið hafi riðið feitum
hesti úr flestum sínum Evrópuviðureign-
HvaðverðurumHM?
■ Hinir ógnarlegu jarðskjálftar í
Mexíkó eiga örugglega eftir að
vekja upp margar spumingar í
sambandi við tUvonandi heims-
meistarakeppni í knattspyrnu sem
halda á þar næsta ár. Fyrsta spurn-
ingin er að sjálfsögðu hvort keppn-
in fari fram í Mexíkó. Svar mun
líklega fæðast á næstu dögum.
um er hið ágæta lið Framara í dag til alls
víst.
Miðaverð á leikinn í dag er stillt í hóf,
fullorðnir verða rukkaðir um 300 krónur
meðan börn borga 100 krónur. Miðasala
hefst núna kl. 11.00 og leikurinn, eins og
áður sagði, hefst kl. 13.00 á Laugardals-
velli. Allir sem vettlingi geta valdið ættu
að bregða sér á völlinn - þeir gætu orðið
vitni að öðrum Evrópusigri íslensks liðs
í sömu vikunni.
Ásgeir fylgdist með
■ Ásgeir Elíasson, þjálfari
Pram, og Guðmundur Jónsson,
sem er með reyndari þjálfurum
landsins, fóru til N-írlands nú í
vikunni til að fylgjast með
Glentoran í leik gegn Bangor.
Þessi leikur var á þriðjudags-
kvöldið og sigraði Glentoran
örugglega með þremur mörkum
gegn engu. Eftir leikinn sagði
Ásgeir við n-írska blaðamenn
að erfitt væri að dæma lið Glent-
oran eftir þessum leik þar sem
mótherjarnir hefðu verið ákaf-
lega slakir. Ásgeir bætti við að
honum hefði fundist kantmað-
urinn Johny Jameson bestur hjá
Glentoran, en sá leikmaður var
í n-írska landsliðshópnum er
keppti á Spáni 1982.
Billi Johnston, framkvæmda-
stjóri Glentoran, kom mörgum
á óvart er hann valdi hópinn
sem keppir gegn Fram. Hann
ákvað að skilja kanadíska lands-
liðsmanninn Terry Moore eftir
heima, en Moore mun líklega
leika með Kanadamönnum í
Heimsmeistarakeppninni í
Mexíkó.