NT

Ulloq

NT - 21.09.1985, Qupperneq 28

NT - 21.09.1985, Qupperneq 28
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Sídumúla 15, Reykjavik, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Árslaunin ávöxtuð! ■ Sparisjóðurinn - stein- steypan - ríkisskuldabréfin - og 18% raunvaxtabréf verð- bréfasjóðanna. Taflan sem hér fylgir sýnir dæmi um mismun- andi „ávöxtunarleiðir" pen- inga sem staðiö liafa/ standa til boða þeim sem vilja spara eitthvað af afrakstri erfiðis síns og munurinn getur verið 100- faldur. Hér eru lögð til grund- vallar árslaun hafnarverka- manns (fyrir dagvinnu) árið 1970, sem hann hóf ávöxtun á í ársbyrjun 1971 og hver staða hans væri nú eftir því hvaða leið hann hefði valið. Úr al- mennri sparisjóðsbók færhann aðeins rúmlega 10% raunupp- hæðarinnar til baka. 2. línan sýnir ávöxtun með lánskjara- vísitölu á tímabilinu en án vaxta. 3. línan sýnir innlausn á ríkisskuldabréfi nú í mánuðin- um. Og4. línan sýnir uppþæð- ina sem hann ætti nú hefði hann haft möguleika á að ávaxta upphæðina allan tím- ann í verðtryggðum skulda- bréfum með 18% raunvöxtum eins og veröbréfasalar hafa keppst um að bjóða fólki nú síðustu árin - þ.e. að því tilskildu að allir skuldararnir hefðu alltaf staðið í fullum skilum, en á því vill því miður verða nokkur misbrestur. Árslaun (dagvinna) vcrkamanns 1970= 176.630 = 1.763 nýkr. Lögð á almenna bankab. 1. jan. 1971 ............ 23.200 kr. Verðtryggð en vaxtalaus frá jan. 1971 ......... 221.400 kr. Keypt ríkissk'uldabréf 1. fl. 1971 ............ 419.300 kr. Ávöxtuð með 18% raunvöxtum frá jan. 1971 . . 2.517.200 kr. ■ Mismunandi örlög 100 raunkróna á tæpum 15 árum. Meö verðtryggingu en engum vöxtum væri upphæðin nú 100 krónur. Geymd á almennum innlánsvöxtum í bönkum eða sparisjóöum væru aðeins 10,50 raunkrónur eftir en 89,50 kr. komnar í eigu einhverra annarra sem fengið hefðu peningana lánaða í bankanum. Ríkissjóður skilar 100-kallinum til baka og 89,35 kr. sem þóknun fyrir lánið. Sá sem keypt hefði skuldabréf með 18% raunvöxtum fengi auk 100 raunkrónanna 1.037 krónur sem þóknun fyrir lánið, þ.e. ef skuldararnir hafa getað borgað á réttum gjalddögum. Upphæðin sem hér um ræðir dugði fyrir einu kílói af smjörlíki í ársbyrjun 1971. Almennar sparisjóðsbækur: Skila aðeins 10. hverri krónu til baka eftir 15 ára „ávöxtun“ ■ Um hundraðfaldur munur getur hæglega verið á hinum mismunandi leiðum sem staðið liafa og standa mönnum til boða við „ávöxtun“ pening- anna sinna - þ.e. frá því að fá aðeins tíunda hluta þeirra til baka upp í það að tífalda upphæðina á því um 15 ára tímabili sem hér verður miðað við - ársbyrjun 1971 til sept. 1985. Miðað við 100 (raun) krónur nú felst mismunurinn í því að fá verðgildi aðeins 10 króna til baka, 100-kallinn óskertan, ellegar allt upp í 1.100 krónur. Um 9. hver króna eftir hjá lántakendum Af fjárupphæð sem „ávöxt- uð“ hefur verið í bönkum landsins á almennri sparisjóðs- bók á fyrrgreindu tímabili skil- ar bankinn nú eiganda hennar aðeins um tíundu hverri krónu til baka, að raungildi, en 9 af hverjum 10 krónum hafa orðið eftir í bankanum - eða réttara sagt hjá þeim sem voru svo Ijónheppnir að fá þær að láni. Bankamnietæéen I---1-HUJ nunaraofom Sá sem var svo „forsjáll" að leggja 10.000 gamlar krónur - jafnvirði 100 nýkróna - á al- menna sparisjóðsbók í ársbyrj- un 1971 og hefur síðan geymt þær þar á gildandi vöxtum á hverjum tíma fær nú endur- greiddar 1.316 krónur. Tryggð með lánskjaravísitölu en án neinna vaxta ætti upphæðin að nema um 12.560 krónum, eða nær tíu sinnum hærri upphæð. Ávöxtuð í ríkisskuldabréfum væri upphæðin 23.783 krónur eða rúinlega 18 sinnum hærri en(ríkis) bankarnir skila.Með 18% raunávöxtun eins og verðbréfasalar bjóða nú væri upphæðin vel yfir hundraðföld bankainnistæðan. Um 3 af hverjum 4 spari- krónum „hurfu“ 1971*80 Framan af síðasta áratug voru innlánsvextir af almennu sparifé 7-9%, síðan lengi frá 13 og upp í 18% uns þeir komust upp í 22 og 35% á árunum 1979 og 1980. Frá 1973 fór verðbólgan aðeins 2 ár niður í um 30% en var annars lengst af á bilinu 45-50% og jafnvel meiri. Pegar hér var komið sögu - 1980 - voru 100 krónurnar í bankabókinni með „vöxtum“ og „vaxtavöxtum" komnar upp í 384 kr., en hefðu' með sama raungildi átt að vera um 1.700 krónur eða meira en fjórum sinnum fleiri. Raun- verulega voru því meira en 3 af hverjum 4 krónum sparibókar- eigandans þá komnar í eigu einhverra sem fengið höfðu krónurnar hans „lánaðar", í bankanum (vinsælt á þeim tíma að „velta þeim áfram" á víxlum). Verðtrygging frá 1980 Á miðju ári 1980 voru síðan opnaðir verðtryggðir rcikning- ar í bönkum með 0-1% vöxtum. Sá sem þá hefði tekið 384 krónurnar sínar og fært þær inn á verðtryggðan reikn- ing ætti nú orðið um 2.900 krónur auk nokkurra vaxta. Hinn sem geymdi þær áfram á ■ Hækkun á vísitölu bygg- ingarkostnaðar frá júní til sept- ember reyndist 5,86%, sem samsvarar 25,6% árshækkun. Hækkun byggingarvísitölu frá september 1984 til sama tíma í ár er hins vegar 36,2%. Bygg- ingarvísitala sú sem gildir mán- „gömlu góðu“ sparisjóðsbók- inni á hins vegar aðeins 1.316 krónur sem fyrr segir. Vogun vinnur - vogun tapar Á undanförnum mánuðum hafa verðbréfasalar sem kunn- ugt er boðið sparifjáreigendum allt upp í 18% ársávöxtun umfram verðtryggingu, sem þýðir að fjárupphæð nærri því tvöfaldast að raungildi á hverj- um fjórum árum. Hefðu slík kjör staðið mönnum til boða allt frá árinu 1971 (sem ýmsir uðina október til desember er 229 stig, en 3.392 stig sam- kvæmt eldri grunni. Af þessari 5,86% hækkun s.l. þrjá mánuði stafa 1,2% af taxtahækkunum, 1,3% af verðhækkun á steypu og sementi, 0,5% vegna hækkun- telja nú að verið hafi þótt ekki væri auglýst í blöðum) væri 100-kallinn frá 1971 orðinn að rúmlega 140 þús. krónum, þ.e. ef allir skuldararnir hefðu alltaf staðið í skilum á réttum gjalddaga. Hins vegar vill of oft bregða við að skuldarinn stendur ekki í skilum og bréf- eigendur þurfi að bíða mánuð- um saman eftir greiðslum. Og þá er 18% raunávöxtunin að sjálfsögðu fokin út í veður og vind. Það er svo aftur forvitnileg spurning hvaða fjárfesting eða rekstur gefur svo góðan arð að ar innihurða, 0,3% af hækkun gatnagerðargjalds og af- gangurinn af hækkun á verði ýmiss byggingarefnis bæði inn- lends og innflutts. Hækkun byggingarvísitölu s.l. einn mánuð var 1,27%. hún standi undir 18% raun- vöxtum á ári? Um 171 milljónar „mínus* vextir11 í júlí Hvað almennu sparisjóðs- vextina snertir þá hafa þeir verið 22% frá því í maí í vor á sama tíma og verðbólgan hefur verið um 34-36%. Inni á slík- um reikningum í bönkum og sparisjóðum áttu íslendingar 9.351,000.000 krónur síðasta dag júlímánaðar síðast liðsins. Hækkun iánskjaravísitölu í júlí var 2.97% og verðbætur af upphæðinni því um 278 millj. í mánuðinum. Vextirnir á spari- sjóðsbókunum námu hins veg- ar rúmlega 171 milljón króna. Eigendur sparisjóðsbókanna hafa þvf tapað um 107 milljón- um í „gin verðbólgunnar" á þessum eina sólríka sumar- mánuði eða 444 kr. á hvern íslending. Með sömu almennu innlánsvöxtum og svipaðri verðbólgu og nú er lætur nærri að tveir þriðju hlutar peninga á almennum sparisjóðsbókum „hverfi í verðbólgunni" (kom- ist í eigu þeirra sem fá lán með hagstæðum vöxtum) á 10 árum, þ.e. aðeins um 33 raun- krónur verði þá eftir af hverj- um 100 slíkum nú. Sýnist þvf enn vanta verulega á það að sparifjáreigendur njóti raun- vaxta í bönkum. Byggingarvísital- an hægir ferðina

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.