NT - 04.10.1985, Síða 4
Föstudagur 4. október 1985 4
Leikfélag Reykjavíkur:
Land míns föður og líf og fjör
■ Land míns föður, söngleik-
ur Kjartans Ragnarssonar,
verður frumsýndur í kvöld. Og
þá færist fjör í leikinn í Iðnó því
leikurinn segir á léttan og
skemmtilegan hátt frá deginum
10. júní 1940 og þeim misserum
sem á eftur fóru þegar þjóðin
stökk út úr bændasamfélaginu
og inn í aðra veröld auðs og
Iffsgæða. Tugir þúsunda er-
lendra hermanna tvöfölduðu
íbúatölu Reykjavíkurogdreifð-
ust að auki út um allt land. Og
með þeim komu peningar,
vinna og lífsgæði...
Söngleikurinn segir sögu
einnar fjölskyldu, leikurinn
hefst á trúlofun og endar á
giftingu. En ýmislegt gerist í
millitíðinni, hernám,
stríðsbrask, ástand, bretavinna,
koma Bandaríkjamanna og
einnig er sögð saga íslenskra
stjórnmála sem leiddu til sjálf-
stæðis þann 17. júní 1944. Þann
dag sleit landið sig endanlega
undan áhrifavaldi Dana og fólk
fagnaði frelsi í skugga mestu
styrjaldar sögunnar. Menn létu
það þó ekki á sig fá og það segir
sína sögu að sú styrjöld sem
drap tugmilljónir manna var á
íslandi af mörgum kallað
„Blessað stríðið*' því einmitt
þetta stríð gerði íslendinga ríka.
Kjartan Ragnarsson höfund-
ur og leikstjóri söngleiksins er
vafalítið með vinsælli leikrita-
skáldum íslendinga í dag. Hver
man ekki eftir Saumastofunni,
eða Ofvitanum sem gengu í
mörg ár og yfir 40.000 manns
sáu. Eða Blessuðu barnaláni og
Jóa? Land míns föður er viða-
mesta verkefni sem Leikfélag
Reykjavíkur hefur tekist á
hendur frá upphafi og liðlega 30
manns koma fram á sýningunni,
flestir í fleiri en einu hlutverki
og búningarnir eru um 170
talsins.
Tónlistina samdi Atli Heimir
Sveinsson, hljómsveitarstjóri er
■ Sjálfsagt á eftir að reyna þó nokkuð á hláturtaugar væntanlegra áhorfenda að söngleiknum Land
míns föður eftir Kjartan Ragnarsson. IVfyndin var tckin fyrir tæpum mánuði á æfingu á verkinu en
síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. NT-mynd: Róbcrt
Glaíera vantar
Seltjarnarnes, Skipholt, Laugaveg, Laufásveg, Freyjugötu,
Fossvog, Öldugötu, Austurberg, Haga, Voga og einnig
vantar blaöbera á biðlista í öll hverfi.
IkLsíðumúli 15. Simi
Simi 686300
Jóhann G. Jóhannsson, Ólafía
Bjarnleifsdóttir samdi dansana,
Gerla hannaði búningana og
Steinþór Sigurðsson sá um leik-
myndina.
Með helstu hlutverk fara
Helgi Björnsson, Sigrún Edda
Björnsdóttir, Hallmar Sigurðs-
son, Aðalsteinn Bergdal, Ragn-
heiður Arnardóttir, Jón Sigur-
björnsson, Margrét Helga Jó-
hannsdóttir og Steinunn Ólína
Þorteinsdóttir.
Góða skemmtun!
■ ísland henti svo sannarlega af sér hýðinu á þeim árum sem söngleikurinn gerist, stökk á einni andrá
úr aldagömlu bændaþjóðfélagi inn í nýja veröld auðs og lífsgæða. Hér eru leikararnir í Ijúfum dansi
enda var mikið dansað og duflað á stríðsárunuin. Var ekki líka draumur að vera með dáta? Þeir voru
alla vega kurteisari og hreinlegri en íslenskir karlmenn. NT-mynd: Róbert
Stutt jafnteflisskák
Einvígið nú hálfnað
■ Stysta skákin í einvígi Ana-
toly Karpovs og Garrí Kaspar-
ovs var tefld í gær. Efsir aðeins
18 leiki var samið jafntefli eftir
mikil uppskipti. Karpov hafði
hvítt og kom Kasparov honum
á óvart þegar í 8. leik þegar
hann fórnaði peði. Eftir hin
óvæntu endalok í 11. skákinni
virtist þetta vel til fallið hjá
Kasparov. Peðsfórnin virtist
setja Karpov út af laginu því
hann tók þegar að sækja eftir
uppskiptum og gaf peðið til
baka. Kasparov átti því ekki í
neinum erfiðleikum með að
jafna taflið og bauð jafntefli
þegar hann hafði leikið sínum
lS.leik.
Einvígið er nú hálfnað og er
ljóst að mikið jafnræði er með
jjeim félögum. Karpov hefur
hingað til lagt áherslu á öryggið
og sniðgengur flóknar stöður
en Kasparov virðist ófcimir.n
við að flækja taflið og hafa
sumar ákvarðanir hans djarfar,
valdið sérfræðingum í Tschaik-
ovskí - tónlistarhöllinni miklum
heilabrotum. Eftir 11. skákina
virðist hann standa sálfræðilega
betur að vígi en allt getur þó
gerst. Það er spá mín að sá
þeirra sem vinnur næst beri
sigur úr býtum í einvíginu.
12. einvígisskák:
Hvítt: Anatoly Karpov.
Svart: Garrí Kasparov.
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5
2. RO eó
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rcó
(Kasparov gefur Njadorf - af-
brigðinu, sem hann hefur beitt
með góðum árangri, frí. í 10.
skákinni átti hann í miklum
erfiðleikum með að jafna taflið
svo hann snýr sér nú að öðru
afbrigði Sikileyjarvarnarinnar
sem síðast sást í 3. eingívisskák-
inni í fyrra, skák sem Karpov
vann.)
5. Rb5
(Karpov velur yfirleitt þennan
leik, en skarpara er talið 5.
Rc3.)
5. .. d6
6. c4
(Eftir 1. einvígisskák Fischers
og Petrosjan í Buenos Aires 1971
hefur framhaldið 6. Bf4 alger-
lega horfið af sjónarsviðinu.
Petrosjan kom þá með óvænta
og geysisterka nýjung sem færði
honum yfirburðatafl en Fischer
sneri á hann og vann.)
6... Rf6
7. Rc3 a6
8. Ra3 d5!?
(í þeim bókum sem ég hef undir
höndum er hvergi minnst á
þennan leik. Svartur fórnar peði
fyrir óljós færi.)
9. exd5 exd5
10. cxd5
(Ekki 10. Rxd5 vegna 10. -
Rxd5 ásamt 1 l.-Bb4to.s.frv.)
10. .. Rb4
11. Bc4 Bg4
12. Be2?!
(Karpov gerir enga tilraun til
þess að prófa réttmæti peðsfórn-
arinnar. Hann gefur peðið til
baka knýr fram mikil uppskipti
og þar með jafnteflisstöðu. Fyr-
ir næstu skák geta aðstoðar-
mennirnir svo fundið út hvort
peðsfórnin á rétt á sér eða ekki.)
12. .. Bxe2
13. Dxe2t De7
14. Be3 Rbxd5
15. Rc2 Rxe3
(15. - Rxc3 16. bxc3 er tæpast
hollt svörtum. Mótspil hvíts eft-
ir b-línunni vegur fyllilega upp
á móti veikleikanum á c3.)
16. Rxe3 De6
17. 0-0 Bc5
18. Hfel 0-0
-Kasparov bauð janftefli eftir
þennan leik. Staðan er alveg
lífvana þó enn sé nokkuð eftir af
liðsaflanum. Karpov þáði boðið
eftir stutta umhugsun.
Staðan:
Karpov 6
Kasparov 6
13. einvígisskákin verður
tefld á morgun, laugardag. Þá
hefur Kasparov hvítt.
Einvígið um heimsmeistaratitilinn:
123456789 10 11 12
Anatoly Karpov 0 Vi Vi 1 1 Vi Vi V2 Vi '/2 0 v^
Garrí Kasparov 1 V2 Vi 0 0 Vi V2 V2 V2 V2 1 'A
1 Helgi Ólafsson skrifar