NT - 27.10.1985, Blaðsíða 7

NT - 27.10.1985, Blaðsíða 7
En þetta er sjálfsagt kostnaðar- samt. Það kostaði t.d. eina milijón að reka nefnd sem var skipuð af menntamálaráðuneytinu sem fjall- aði um glímukennslu í skólum. menn og ef einhver opnar munninn er strax sussað. Þetta geta verið leifar frá því það voru fánakveðjur í upphafi móta og glímumenn mars- eruðu inn á völlinn fylktu liði. En þarfglíman endilega aö veröa einsog niðurgreidd iandbúnaðar- afurð? Getur hún ekki öðlast nýtt fylgi fyrirsína eigin verðleika? Það er ansi hörð samkeppni á líkamsræktar- og íþróttamarkaðin- um og það er margt að breytast. Nú vill fólk helst vera eitt í sínu skokki eða koma þegar það kærir sig um í líkamsræktarstöðvarnar og gera sínar æfingar. Þær stöðvar eru líka ólíkt meira freistandi en þau hús sem við erum að æfa í. Kunningi minn sem rekur eina slíka stöð sagði mér að það skipti mestu máli þar væri setustofan, síðan kæmu búningsklefarnir og sturturnar, en það sem minnstu máli skipti væru lyftingatækin sjálf. í húsinu sem við KR-ingar æfum í er ekki einu sinni sími, hvað þá meira. Og þetta á við fleiri íþróttagreinar en glímuna. Gamli félagsandinn er fyrir bí. Fólk lætur ekki bjóða sér það sama og það gerði áður og þá í nafni félagsins. Eg hef látið mér detta í hug að við þessir glímukallar ættum að leigja okkur eina hæð og innrétta hana með setustofu og öllu sem þykir tilheyra og bjóða þessum stákum sem hafa lært glímu í skólanum að æfa þar. En þetta er náttúrlega stórt peningaspursmál. Það má líka spyrja sig að því hvort þessi stóra yfirbygging sem er á íþróttahreyfingunni eigi rétt á sér. Hvort peningunum sem fara í hana sé ekki betur varið annarsstaðar. Sérsamböndin ættu að fá pening- ana og þá án tillits til iðkendafjölda. Slík breyting hefði margt gott í för með sér. Fyrst við erum byrjaðir að tala um peninga þá er hægt að benda á þessi fyrirtæki sem virðast vera fús til þess að dæla peningum í íþrótta- hreyfinguna. Af hverju hafa þau ekki notað glímuna í auglýsingar. Það hefur sýnt sig á þeim sýningum sem við höfum haldið fyrir erlenda ferðamenn að útlendingum finnst glíman stórmerkileg og sniðug. Heldurðu að glíman seiji fiskinn ? Já, og lopapeysurnar. Útlending- um finnst glíman vera skemmtileg íþrótt og einstök, sem hún og er. Það er líka mun skemmtilegra að sýna fyrir þá en íslendinga. Glímu- mót hér heima eru alltaf einsog jarðarfarir. Það má helst ekki hvetja En hvar stendur íslenska glíman miðað við áfloga-íþróttir annarra landa? íslenska glíman er mjög lík svissnesku-glímunni og glímum frá Skotlandi, Norður-Noregi og fleiri löndum. Og öll brögð sem eru til í t.d. júdó eru einnig til í íslenskri glímu. En sérstaða íslensku glím- unnar er sú að allt hnoð niður við gólf er bannað. Og það er einmitt það sem er heillandi við hana. Þegar maður var að slást sem strákur komst maður að því að það var lang-skemmtilegast að fljúgast á og hætta þegar annar var fallinn á jörðina og byrja svo uppá nýtt. Þegar grísk-rómverska glíman var soðin uppúr mörgum þjóðlegum glímum og gerð að ólympíu-grein, þá gátu íslendingarnir ekki sætt sig við að það mætti halda áfram að þjarma að andstæðingnum eftir að hann var kominn í gólfið. Það var gegn eðli glímunnar. En gætirþú tuskað t.d. júdómann til? Það yrði náttúrlega engin mynd á þeim bardaga. En Jóhannes á Borg hafði alla undir þegar hann var að keppa við menn sem stunduðu aðrar bardagaíþróttir, hvort sem það vorujúdómenn,gísk-rómversk- ir glímumenn eða karate-menn. Glíman er hentugt tæki til þess að verja sig ef á mann er ráðist og ekkert síðra sjálfsvarnarkerfi en hvað annað. Hvers vegna glíma konur ekki? Þær hafa gert það. Uppúr 1970 tóku nokkrar vaskar konur sig til og fóru að æfa glímu. En það var einhver tregða hjá gömlu köllunum í stjórn Glímusambandsins og þeir vildu aldrei leyfa þeim að keppa né gera þær að fullgildum meðlimum í sambandinu. Körlunum hefur sjálf- sagt fundist glíman það karlmann- leg íþrótt að glímandi konur væru óvirðing við íþróttina. Sama ástæðan hefur sjálfsagt legið að baki því að ungum drengj- um var meinað að keppa allt þar til fyrir stuttu. Að lokum, trúir þú því aö glíman muni deyja út? Ég vil náttúrlega ekki trúa því. En einsog ástandið er í dag þarf maður að beita öllum viljastyrknum til þess að trúa á framtíð glímunnar. / NT Sunnudagur 27. september 7 W/ í þessum mánuði er þess minnst víða um heim, að 100 ár eru liðin frá fæðingu danska eðlisfræðingsins Ni- elsar Bohrs (1885-1962). Bohr varð fyrst og fremst frægur fyrir framlag sitt til svokallaðrar skammtafræði og hlaut m.a. Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á því sviði árið 1922. Fyrir utan eigin rannsóknir var hann þekktur fyrir það að draga að sér unga og efnilega vísindamenn sem settu fram ýmis veigamestu nýmæli skammtafræðinn- ar. Búast má við því að margir séu litlu nær, þótt orðið skammtafræði sé nefnt. Hér verður því reynt að svara í stuttu máli spurningunni sem felst í fyrirsögn þessarar greinar, þannig að almennur blaðalesandi geti orðið nokkru fróðari. Skammtafræði er sú kenning í nú- tíma eðlisfræði sem beitt er til að fjalla um atóm (frumeindir) og þaðan af smærri efnisagnir, svo sem rafeindir (electrons). Þannig getur skammta- fræðin gert grein fyrir því, hvernig frumeindir frumefnanna koma saman og mynda sameindir (molecules) í efnasamböndum. Einnig gefur hún lýsingu og skýringu á eiginleikum frumeinda, svo sem stærð þeirra og massa. Sömuleiðis koma þá fram skýringar á ýmsum eiginleikum frum- efnanna sjálfra, svo sem litrófi Ijóss og annarrar rafsegulgeislunar frá þeim, rafleiðni, breytilegri hegðun þegar hita- stigi er breytt, og á efnafræðilegum eiginleikum. Skammtafræðin erönnurmeginstoð nútíma eðlisfræði, sem hefur orðið til á þessari öld. Hin stoðin er afstæðis- kenning Einsteins, sem hefur af ein- hverjum ástæöum orðið miklu frægari, þó að hún komi síst meira við sögu í eðlisfræði. Afstæðiskenningin fjallar um annað svið reynslunnar, þ.e. um hlut sem nálgast Ijóshraða, sem og um þyngdarsvið. Menn hafa reynt mikið til þess að finna kenningu sem tæki yfir smásæjar agnir sem nálgast Ijós- hraða, og tengdi saman skammta- fræði og afstæðiskenningu í einni kenningu. Það hefur gengið heldur erfiðlega, þótt nokkuð hafi miðað á síðustu 1 -2 áratugum. Skammtafræðin varð til og mótaðist á fyrstu þremur áratugum þessarar aldar. Tilefni þess var svonefnd kreppa í eðlisfræði um aldamótin. Þegar kom fram á seinni. hluta 19. aldar, fóru að koma fram mælingar og athuganir, sem og nýjar hugmyndir, er sýndu að hefðbundnar eðlisfræöikenningar áttu ekki við þegar komið var í hinn smá- sæja heim atómsins. Þetta gilti m.a. um sjálfa atómhugmynd 19. aldar, sem hafði upphaflega orðið til sem hjálparhugtak í efnafræði í byrjun aldarinnar. Atómhugtakið reyndist vel til að skýra t.d. hlutföllin sem ríkja þegar efni ganga í efnasambönd, en það vakti hins vegar erfiðar spurningar til að mynda um það, hvort frumeind- irnar væru raunverulega efnisagnir með nánar tilgreinda eiginleika eða ekki. Þegar lotukerfi Mendeljeffs kom fram um 1870, höfðu menn heldur ■engar skýringar á því hvernig eiginleik- ar frumefnanna breyttust með reglu- bundnum hætti þegar þeim var raðað eftir massa eða þyngd atómanna. Á síðari hluta 19. aldar hugkvæmd- ust mönnum ýmsar snjallar aðferðir til þess að fá hugmynd um stærð ein- stakra frumeinda eða sameinda og þar með um það, hve margar af þessum eindum væru í hverju tilteknu efnismagni. Sem dæmi um þessar aðferðir má nefna það að taka tiltekið rúmmál af olíu og athuga hversu stóran flöt olían þekur ef henni er hellt á vatn. Ef gert er ráð fyrir að olían breiði einmitt svo mikið úr sér að olíulagið verði „ein sameind“ á þykkt, má nota þetta til að meta stærð sameindanna. Þrátt fyrir öfluga andstöðu lengi framan af, voru flestir eðlisvísinda- menn orðnir sannfærðir um raunveru- lega tilvist frumeinda og sameinda, . skammíafræði? þegar komið var fram undir síðustu aldamót. Eitt af því sem átti að ein- kenna atómið var varanleiki þess og ódeilanleiki, sem felst einmitt í gríska orðinu atomos. Það kom því eins og skrattinn úr sauðarleggnum, þegar menn komust að þvi í tilraunum á síðustu 5'árum 19. aldar, að atómið var hvorki ódeilanlegt né varanlegt. Annars vegar fannst rafeindin á þess- um tíma (J.J. Thomson), en hún er eimitt hluti frumeindarinnar. Hins veg- ar uppgötvuðu menn geislavirkni efna og komust að þvi, að þar væru frum- eindirnar að skipta sér af sjálfsdáðum. í fyrstu reyndu menn að sjálfsögðu að gera sér hugmyndir eða líkön um atómið, sem samrýmdust fyrri kenn- ingum um efnið og hegðun þess. Var þar fyrst og fremst um að ræða svokallaða aflfræði Newtons, sem hann hafði sett fram u.þ.b. tveimur öldum áður. Hún hafði reynst afar vel og orðið mjög áhrifamikil, jafnvel utan eðlisfræðinnar. Einnig var þarna um að ræða rafsegulfræði Maxwells, sem hann setti fram á 7. áratug 19. aldar. Þar er gerð heildstæð og býsna sann- færandi grein fyrir rafkröftum, segul- kröftum, rafsegulbylgjum eins og Ijósi, o.s.frv. Því er skemmst frá að segja, að tilraunir manna til að fást við atómið á grundvelli hefðbundinna kenninga mistókust. Mótsagnir og þverstæður komu sífellt fram þegar þetta var reynt og þeim fjölgaði með nýjum athugun- um. Hið sama á við um ýmis fyrirbæri sem tengjast geislun hvers konar. Eitt frægasta dæmiö um slikt er geislun frá svokölluðum svarthlut, en það er hlutur sem gleypir alla geislun sem á hann fellur og endurkastar engu beint. í rannsóknum manna á slíkum hlutum kom m.a. í Ijós að hefðbundin eðlis- fræöi gat ekki einu sinni gert grein fyrir þeirri hversdagslegu reynslu að hlutir skipta litum þegar þeir eru hitaðir upp (frá rauðglóandi yfir í hvítt). Þessi gáta leystist árið 1900 með lögmáli Plancks um svarthlutargeislun, en þar var að hann að gera ráð fyrir svokallaðri skömmtun orkunnar. Er oft sagt að þá hafi skammtafræðin fæöst, þó að lang- ur vegur væri til þess að hún yrði fullmótuð sem vísindakenning. Á næstu þremur áratugum varð atburðarásin á þessu sviði mjög hröð. Ýmist komu fram nýjar tilraunir og athuganir þar sem nýjar furður komu í Ijós í hegðun atóma og atómagna, eða menn voru að þreifa sig áfram í átt til heildstæðra kenninga sem hægt væri að nota til að henda reiður á þessu öllu. Einn merkasti áfanginn á þessari leið var atmómlíkan Bohrs, sem hann setti fram árið 1913, m.a. á grundvelli frægrar tilraunar sem Nýsjálendingur- inn Rutherford hafði gert tveimur árum áður. Samkvæmt því átti atómið að vera þannig saman sett, að í því miðju væri tiltölulega þungur kjarni, en kring- um hann sveimuðu rafeindirnar, sem eru miklu léttari. Brautir þeirra fylgdu reglum heföbundinnar eðlisfræði, svipað og þegar reikistjörnur sveima um sól, að öðru leyti en því að einungis komu fyrir brautir sem hlíttu nánar tilgreindum skilyrðum. Þessi skilyrði fólu m.a. í sér að orka rafeind- anna gat aðeins tekið ákveðin gildi: orkan er skömmtuð sem kallað er. Samkvæmt rafsegulfræði Maxwells áttu rafeindirnar að geisla frá sér orku og falla smám saman inn i kjarnann. Bohr tók sér einfaldlega þá forsendu að þetta gerðist ekki, án þess að geta rökstutt hana nánar. Hins vegar gerði hann ráð fyrir því að Ijós eða önnur rafsegulgeislun færi skyndilega af einni leyfilegri braut á aðra þar sem orkan væri minni. - Með þessu ein- falda líkani gat Bohr skýrt ýmis þekkt fyrirbæri t.d. í litrófi vetnis, en þó var Ijóst nokkurn veginn frá byrjun að líkanið gat alls ekki svarað öllum spurningum sem menn vildu fá svör við. Gáta skammtafræðinnar leystist ekki til hlítar fyrr en á árunum 1925-6, er þeir Heisenberg og Schrödinger settu fram heildstæðar kenningar, er gátu gert grein fyrir nánast öllum þekktum fyrirbærum atómanna. Kenn- ingar þeirra virtust í fyrstu afar ólíkar, en þegar nánar var að gáð reyndust þær jafngildar. Á næstu árum festust þessar kenningar í sessi og við búum að þeim enn þann dag í dag á sínu sviði, eins og áður var sagt. Ýmislegt furðulegt og óvænt kom fram á þessum árum, þegar menn voru að kljást við gátur atóma og skammta. - Þannig höfðu menn talið sig finna óyggjandi rök fyrir því á 19. öld, að Ijós og önnur rafsegulgeislun væri bylgjur en ekki agnir. Menn höfðu m.a. séð í tilraunum með Ijós ýmis konar fyrirbæri sem einkenna bylgjur, svo sem að það beygði fyrir horn, þó að beygjan væri að vísu oft lítil vegna þess hve bylgjulengd Ijóssins er lítil. Það kom því mjög á óvart þegar Einstein sýndi fram á það árið 1905, að Ijósið hagar sér stundum eins og agnir. Hitt mátti ekki síður furðu sæta, þegar franski eðlisfræðingurinn de Broglie setti fram þá hugmynd árið 1925, að efnisagnir eins og rafeindin hegðaði sér sumpart eins og bylgja. Þessi tilgáta var staðfest í tilraun tveimur árum siðar, auk þess sem stoðum var rennt undir hana með skammtafræði Schrödingers sem áður var getiö. Samkvæmt henni hafa allar efnisagnir eins konar bylgjueðli, sem kann að birtast þegar svo ber undir. Hins vegar er bylgjulengdin sem fylgir venjulegum hlutum hins daglega lífs svo lítil að fyrirbæri sem tengjast bylgjueðlinu koma ekki fram, jafnvel í nákvæmustu mælingum. Þetta tvíeðli agnar og bylgju á sem sagt við á báða vegu: Það sem við töldum vera ögn kemur stundum fram sem bylgja, og það sem við höfðum áður litið á sem bylgju birtist stundum sem ögn. Samkvæmt túlkun Bohrs og annarra er það fyrirkomulag tilraunar- innar sem ræður því, hvort það verður bylgjueðli eða agnareðli viðfangsefnis- is (Ijóss eða rafeinda) sem fram kemur í henni. Frægasta atriði skammtafræðinnar er líklega svonefnt óvissulögmál Heis- enbergs. Samkvæmt því er t.d. ekki hægt að ákvarða bæði stað og hraða einhverrar agnar á sama tíma með eins mikilli nákvæmni og vera skal, heldur er margfeldi óvissunnar í stað og óvissunnar í hraða alltaf stærra en ákveðin föst tala. Til þess að viö getum sagt fyrir um hreyfingu agnarinnar með ótakmarkaðri nákvæmi, er hins vegar nauösynlegt samkvæmt hefð- bundinm aflfræði að unnt sé að mæla upphaflegan stað og hraða með eins mikilli nákvæmni og vera skal. Slíkar nákvæmar forsagnir eru því ógerning- ur samkvæmt skammtafræðinni. Þetta hefur mörgum þótt erfiður biti að kyngja, bæði þeim sem hafa kynnt sér skammtafræði sem leikmenn, og eins sumum eðlisfræðingum sem hafa sökkt sér niður í furður skammta- fræðinnar. Segja má að skammtafræðin feli í sér heimspeki sem kenna má við löghyggju, þ.e. að allt sem gerist lúti náttúrulögmálum. Hins vegar segja þau lögmál ekki fyrir um alla hluti samkvæmt skammtafræðinni. Hún fellur því ekki undir heimspeki nauð- hyggjunnar, þ.e. að allt sem gerist verði af nauðsyn. Aflfræði Newtons og ýmis önnur hefðbundin eðlisfræði fell- ur hins vegar undir slíka nauðhyggju, sem varð því afar áhrifamikil á 19. öld og lengi fram á þá tuttugustu, hvort sem menn gera sér það alltaf Ijóst eöa ekki. Má vel vera að það séu þessi meðvituðu og ómeðvituðu áhrif nauð- hyggjunnar sem valda því, að ýmsum veitist enn þann dag í dag býsna erfitt að skilja eða fallast á grundvallaratriði skammtafræðinnar. Þorsteinn Vilhjálmsson, eðlis- fræðingur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.