NT - 27.10.1985, Síða 10

NT - 27.10.1985, Síða 10
1 0 Sunnudagur 27. september NT Víöa um heim má finna hugmyndir um dauðann sem refsingu eöa afplánun - og oft má rekja þessar hugmyndir til þess að í fyrndinni hafi heimsk kona átt sökina á því hvernig fór. Að baki óteljandi goðsagna um uppruna dauðans býr þrá mannsins til að ráða gátuna um sitt eigið dauðlega eðli. Löngun hans til að skapa lifandi ímynd af þessum óvel- komna vágesti hefur oft tekið á sig óhugananlega mynd - ýmist í líki lifandi beinagrindar, ófreskju eða ógnvekjandi éngils. Lífið hefur ávallt verið manninum ráðgáta en tortíming dauðans hefur engu síður orðið tilefni til heilabrota. Það gæti næstum virst sem lífið, þrátt fyrir ýmislegt andsteymi sem því fylgir, sé of dásamlegt til aö geta veriö satt - og að dauðinn, þrátt fyrír ■ þann frið sem honum virðist fylgja, sé of átakanlegur til að geta verið raun- verulegur. Hvarvetna á jörðinni hafa komið fram sagnir þar sem dauðinn er talinn óboðinn gestur sem ekki hafi alltaf verið til en þó komið snemma til sögunnar. I þessum gömlu sögnum er hann oft talinn stafa af einhvers konar mistökum eða misskilningi sem orðið hafi í fyrndinni -en stundum er hann talinn refsing mönnunum til handa vegna óhlýðni þeirra, van- þakklætis eða heimsku. í mörgum goðsögnum er dauðinn talinn afleiöing deilu milli guða og manna. Þessar goðsagnir um uppruna dauðans - sem refsing, misskilningur eða afleiðing deilu - er að finna meðal ólíkustu þjóða á jörðinni. Líka er algengt að finna ýmsa þessara þátta sameinast í einni frásögn. Þar birtist hvað eftir annað sú hugmynd að í fyrstu hafi dauðinn aðeins átt aö vera stundarfyrirbæri sem aðeins hafi orðið vegna sorglegra mistaka í upp- hafi og að menn hafi fyrir þann tíma haft mátt til endurnýjunar eins og t.d. tungl, krabbar eða slöngur sem skifta um ham. Þessar hugmyndir um glataðan hæfileika til að endurnýjast koma fram i öllum þrem tegundum goðsagna. Skilaboðin sem fórust á mis Goðsögnin um mistökin, skilaboðin sem misfórust - er einkum algeng í Afríku. Þar er oft getið um kameljónið sem guð sendi til mannanna með skilaboð um ódauðleika, en það tafð- ist á leiðinni og lenti í gini hlébarðans, hins hraðskreiða sendiboða dauð- ans. Hjá Göllum í Austur-Afríku er saga um það þegar Guð sendi lítinn fugl með skilaboð um hvernig menn gætu öðlast hæfileikann til endurnýj- unar með því að skifta um ham. Á leið sinni hitti fuglinn slöngu sem át kjöt en fuglinn var svangur og lofaði að trúa slöngunni fyrir leyndarmálinu ef hún gæfi honum að eta. Slangan féllst á það og fuglinn sagði henni þá frá þvi að þótt mönnunum væru b'úin þau örlög að eldast og deyja gætu þeir kastað ellibelgnum og orðið ungir á ný. En guð reiddist fuglinum vegna græðgi hans og sviksemi og lagöi það á hann að sitja endalaust í krónum trjánna og kvaka sorgarljóð. í goðsögn hjá Hottentottum er sagt frá því þegar tunglið sendi skordýr niður til mannanna til að segja þeim frá því að örlög þeirra væri að deyja og að lifa sem dauðir væru. Skordýrið fór sér hægt á leiðinni og mætti héra nokkrum sem spurði hvert það væri að fara og kvaðst gjarnan vilja taka að sér erindið þar sem hann væri miklu fljótari í ferðum en skordýrið. Skordýrið féllst á tillögu hérans sem mistúlkaði skilaboöin, annaðhvort vegna heimsku eða illvilja og sagði mönnunum að þegar þeir dæju myndu þeir ekki lifna við eins og máninn heldur verða aö dufti. Tunglið reiddist héranum, barði hann með staf og klauf á honum vörina. Sumir segja að hérinn hafi klórað andlit mánans og síðan sé þar greinileg skora - aðrir álíta að sökin hafi ekki verið hjá héranum sem hafi komið skilaboðunum rétt til skila i fyrstu en fólkið hafi neitað að trúa honum og ruglað hann svo að loks hafi hann sagt frá skilaboðunum öfugt við það sem rétt var. Goðsögn- ina um skilaboð sem ekki komust til skilaerlíka aðfinna í Suðaustur-Asíu og Oceaníu en hjá þessum þjóðflokk- um eru hamskifti aðalinntak sagn- anna. Sums staðar í Polynesiu er sagt frá því að I upphafi hafi allir menn haft hamskifti þegar þeir urðu gamlir og þá orðið ungir á ný. Sagt er frá því að lítið barn hafi farið aö gráta þegar það þekkti ekki móður sína í nýja haminum - hún hafi þá kennt í brjósti um það og farið í gamla haminn á ný en þá dáið og síðan hafi allir dáið án þess að endurnýja . haminn. Til er líka sérkennileg saga frá Afríku þar sem segir frá hjónum sem sendu börn sín að sækja vatn í botnlausri fötu á meðan foreldrarnir skiftu um hami. Börnin urðu þreytt á þessu vonlausa verkefni og komu aftur til baka. Faðirinn rak þau þá í burtu en þau stálust til baka og sáu móðurina hálfa í nýja haminum en við þaö dó hún og þannig komst dauðinn inn í veröld mannanna. Ar- awakar í Guyana eiga sér sögu þar sem segir frá því þegar velviljaður skapari kemur í heimsókn til jarðar- innar til að sjá hvernig fyrstu mönnun- um farnaðist en þeir voru vanþakklátir og réðust á hann. Þá tók hann frá þeim ódauðleikann en veitti hlébörð- unum, slöngunum og skordýrunum hann I þess stað. Á Orinocosvæði er því trúað' að guð hafi ákveðið að menn yrðu ódauðlegir með því að fara úr ham en gömul kona hafi hlegið að slíkri hugmynd. Þá hafi guð móðgast og dæmt mannkynið frá eilífu lífi. Hinn mikli refsandi Hugmyndina um dauðann sem refsingu, oft til komna vegna heimsku einhverrar kvenveru, er víða að finna á jörðinni. Auk þess er auðvitað sagan um Adam og Evu í sköpunar- sögunni. Frumbyggjar Nýju-Suður Wales segja frá því hvernig guð í upphafi bannaði mönnum að koma nálægt ákveðnu tré þar sem býflugur höfðu aðsetur. Karlmennirnir hlýddu fyrirmælunum en konurnar langaði til að bragða á hunanginu. Loks hjó ein þeirra I tréð með öxi og þar flaug dauðinn út í líki leðurblöku sem síðan nær valdi á mönnunum með því einu að snerta þá. í goðsögunni um Baganda meðal Kintu-þjóðflokksins er fyrsta mannin- um gefið leyfi til að giftast einni af dætrum himinsins eftir miklar þrautir og þjáningar. Guð sendir síðan þessi fyrstu hjón niður til jarðar þar sem þeim er ætlað að búa og guð gefur þeim gjafir þar á meðal eina hænu. Hann segir þeim að flýta sér svo að þau mæti ekki dauðanum og koma ekki aftur þó að þau hafi gleymt einhverju. Konan gleymir korni hæn- unnar og fer að sækja það en þá lýsir guð yfir vanþóknun sinni og gefur dauðánum leyfi til að fylgja þeim. Dauðinn heimtar síðan börn þeirra jafnskjótt og þau fæðast en verður þó fyrir hindrun í þeim verknaði. Kintu ákallar guð sem lætur til leiðast og sendir annan sona sinna til að kalla dauðann afturtil himna. Guðfyrirskip- ar þögn meðan á eftirförinni stendur og sonurinn eltir dauðann sem hefur falið sig ofan í jörðinni. Þögnin er rofin þegar börnin fara að gráta og dauðinn fær leyfi til að dvelja áfram á jörðinni og herja á mennina. Hjá Algonquin ættbálknum I N-Ameríku er litið svo á að Mikli Héri, sem er uppspretta lífsorkunnar, hafi veitt mönnunum ódauðleikann. Sú gjöf var falin í litlum böggli sem forföður mannanna var bannað að opna. En konan Pandora stóðst ekki freistinguna og opnaði böggulinn en um leið flaug ódauðleik- inn burt og hefur ekki komið síðan. Einnig er til mjög einkennileg saga meðal þjóðflokks sem lifir við strendur Kivuvatns í Afríku þar sem sagt er frá því hvernig guð reynir að bjarga mönnunum frá valdi dauðans en gefst upp örgmagna af áreynslu - hér er ekki um neina refsingu að ræða. í upphafi skapaði guð manninn ódauðlegan og fylgdist vel með öllum athöfnum dauðans sem alltaf var að reyna aö koma af stað ófriði við mennina því að hann vissi að tækist honum það myndi hann sigra þá. Dag einn var guð fjarverandi og þá drap dauðinn gamla konu. Hún var jörðuð en að nokkrum dögum liðnum fór gröfin að bæra á sér líkt og líkið væri að lifna við. Tengdadóttir gömlu konunnar hellti þá sjóðandi vatni yfir göfina og lamdi hana með priki og mælti um leið: „Sértu dauð þá vertu dauð áfram." Við það hætti gröfin að hreyfast og gamla konan hætti að bæra á sér. En þegar guð kom aftur og sá hvergi gömlu konuna spurði hann hvað hefði skeð þegar honum hafði verði sagt það kvaðst hann ætla að gera útaf við dauðann. Dauðinn flúði skelfingu lostinn og mætti ann- arri gamalli konu og sagði við hana: „Finndu handa mér felustað og ég skal launa þér vel.“ Hún faldi hann í möttli sínum og hann settist að í líkama hennar. Guð fann þau en ákvað að þar sem hún væri orðin svo gömul væri best að drepa bæði hana og dauðann. En dauðinn slapp og næst fann hann sér hæli í kvið ungrar stúlku. Þá fór Guð að örvænta þvi að . ef mennirnir héldu þannig áfram að gera að engu áform hans gat hann eins vel hætt við allt saman. Og með því hætti hann að eltast við dauðann. Upotar í Kongó segja að máninn hafi óvart fengið ódauðleikann sem mönnunum var ætlaður. Það skeði þannig að guð bauð íbúum tungls og jarðar að koma til fundar við sig. Tunglbúarnir komu strax en jarðarbú- ar töfðust. Vegna þess varð guð reiður og gaf tunglbúum eilíft líf en sendi dauðann til jarðarinnar. Á Aðmíráls- eyjum er sagt frá því þegar forfaðir mannanna var ásóttur af illum anda og faldi sig í tré. Að launum bað tréð manninn að gefa sér tvo hvíta grísi. Maðurinn færði trénu einn hvítan grís og annan svartan sem kalki hafði verið sáldrað á en tréð reiddist og kvað ekkert gagn vera í því - síðan eru mennirnir ásóttir af illum öndum sem drepa þá! Á Celebeseyjum ríkir sú trú að himininn hafi I upphafi verið mjög nálægur jörðinni og guð hafi þá sent fyrstu íbúum jarðar gjafir sem hann lét síga niður með reipi. Hann sendi þeim stein sem þeir ekki vildu þiggja en síðan sendi hann þeim banana og þeir þáðu. Guð áleit þess vegna að mennirniar kynnu betur að meta það sem er tortímalegt eins og bananar heldur en ódauðlega hluti eins og steina. Baráttan örlagaríka Ein hugmyndaríkasta goðsögnin um uppruna dauðans kemur frá Wint- un indíánum á Kyrrahafsströnd N- Ameríku. Þar er sagt frá því þegar Olelbis ætlaði að fara að skapa manninn. Hann sendi tvo fálka til aö byggja steinstiga milli himins og jarð- ar en efst voru tveir brunnar, annar til þvottar en I hinum var vatn eilífrar æsku. Á meðan þeir voru að byggja stigann kom úlfurinn Sedit sem bæði var illur og brögðóttur og freistaði þeirra og spurði þá hvort þeir héldu að einhver árangur yrði af verki þeirra og hvort mennirnir nenntu að fara sífellt upp og niður stigann. „Það er miklu betra að mennirnir gleðjist yfir hverri fæðingu og syrgi þá dauðu,“ sagði hann, „því að aðeins þannig finna þeir kærleikann." Fálkarnir tveir sannfærðust og eyðilögðu það sem þeir höfðu gert, annar þeirra sagði að Seidit yrði nú líka sjálfur að deyja. Þá varð Sedit afar hræddur og bjó sér til

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.