NT - 27.10.1985, Page 21

NT - 27.10.1985, Page 21
NT Sunnudagur 27. september 21 Hafþór Júlíusson: Opið bréf til þeirra er unna sannleikanum um náttúrunnar furðuverk Ég hefi nú leitað fyrir mér um alllangt skeið, innan takmarkana þekkingar minnar og þess tíma er daglaunamanni er skammtaður til frírra iðkana, bæði flett mörgum bókum og eins leitað til mætra manna er mér eru fróðari um faunur heims, en einskis orðið vísari um upphaflegan ásetning minn, er var sá að finna í fornum heimildum eður nýrri einhverjar þær frásagnir er kynnu að greina frá dýri því er mér birtist eina febrúarnótt á síðast- liðnum vetri er ég lá sofandi í rúmi mínu. Hefir þessi árangursleysa mín valdið mér vonbrigðum og jafnvel sárindum, þar sem hér er um að ræða ekki síður merkilega skepnu en beinhákarl ellegar lang- víu, ánamaðk eður skógarbjörn, en um þessi dýr fann ég ógrynnin öll í lærðum bókum og eins fékk ég um þau ókeypis fyrirlestra hjá nátt- úruunnandi kunningjavini mínum, sem fræddi mig margt um lifnaðar- háttu þessara sem og annarra dýrategunda er ég vissi ekki áður, en sem ég á sjálfsagt eftir að búa að lengi. En vegna þeirrar furðulegu þagn- ar er umlykur tilvist þessa dýrs, hefi ég fundið mig knúinn til að stinga niður penna og reyna á sem gleggstan og skilmerkilegastan hátt að lýsa því eins og það birtist mér er ég stóð augliti til auglits við það á liðnum vetri. Það sem langt er nú umliðið og ef til vill kann einhverju að hafa skolast til í mínu minnis- dapra höfði og kannski ekki síður sökum þeirra aðstæðna er gerðu fund þennan mögulegan, kann lýs- ing mín á skepnunni í einstaka smáatriði að vera ónákvæm og jafnvel skökk, en öll helstu atriði trúi ég að séu sannleikanum samkvæm, enda var stefnumót mitt við dýrið það áhrifaríkt að ég get enn þann dag í dag séð það Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum mínum, þó það valdi mér síður en svaþægindum. Nú kann einhvern að furða að lítt menntaður maður ryðjist fram á völl og taki að gaspra um jafn lærð vísindi og náttúrufræði, og eins kann ýmsum að þykja að lýsing mín standist ekki þær kröfur sem gerðar eru til greiningar á piöntum og dýrum náttúrunnar, en þeim mönn- um vil ég svara því að ætlun mín með greinarkorni þessu er ekki sú að básúna vit mitt ellegar athyglis- gáfu, heldur er tilgangurinn sá að vekja athygli á skepnu þessari og því hversu erfitt virðist að afla sér heimilda um hana og eins það að ef einhver lesandi kynni að minnast þess að hafa rekist á sama dýr eða einhvert líkrar náttúru, þá gæti hann síðar bætt við fátæklega lýsingu mína. Þannig mætti, eftir því sem fleiri vitni gæfu sig fram, fá haldbetri útlistun á dýrinu, en það hlýtur að vera kappsmál allra upplýstra manna að fá sem gleggsta vitneskju um dýrategund þessa og náttúru hennar, því á meðan ekki er tekið vísindalega á slíkum málum er hætt við að allskyns hindurvitni og hræðslukenndar sagnir spinnist upp og haldi alþýðu allri niðri á lágu plani fávisku og ótta við hið ókunna. Og það vona ég að allir séu mér sammála um að göfugasta markmið vísindana er að uppljóma myrkvað- an heim fáfræðinnar. En frásögn mín er á þessa leið. Það var sem ég stæði við jaðar dökkblárrar auðnar og svarts hafs, og hversu undarlega sem það kann Þó ég sé maður óvanur dráttarlistarbrögðum finnst mér skylt og rétt að birta með greinarkorni mínu þá mynd er ég dró upp stuttu eftir fund minn við dýrið. Þessar fátæklegu línur áttu að tákna sköpulag skepnunnar, en ég vil biðja menn lengstra orða að taka hana með fyrirvara sökum bernskra hæfileika minna í teikningu. H.J. að hljóma, fannst mér sem hluti vitundar minnar stæði að baki mér, þannig var ég ekki einn heldur tvískiptur og jafnvel margskiptur, og virðist mér er ég leiði hugann aftur sem ég hafi verið marg eðlað- ur, það er að sérhver hluti minn hafi haft sjálfstæðan þankagang. En mitt eigið ásigkomulag snertir ekki meginefni frásagnarinnar, nema vera skyldi að ýmsum sálfræðing- um og öðrum þeim er telja að skynjun mannsins á hinum efnis- lega heimi sé ætíð háð hugarhrær- ingum og sé jafnvel einungis föl endurmyndun tilfinningasveifla mannskeþnunnar sem lítur hann hverju sinni, þætti fengur að fá uppí hendurnar hráefni til þess að hæða mína sannanlegu sýn og telja hana sökum þessa ómark og ekki til annars hlutar nýtanlega en að sýna fram á hversu hált ég standi á hinu sálarlega heilbrigðissvelli. En þessir menn og aðrir með keimlíkanhugs- unarhátt hafa það sér helst til and- legrar skemmtunar að útlista ýmsar mögnuðustu og dýrlegastar kraft- myndir náttúrunnar sem einhvurs- lags glettur sálarlífsins og hefi ég jafnvel heyrt algáða menn halda því fram að þegar postular og læri- sveinar Krists horfðu á sinn gamla vin stíga upp til himna, hafi í rauninni ekkert gerst annað en það að þessar fjörutíu sálir hafi skyndi- lega í galsakasti brugðið á leik og dregið húsbændur sína á asnaeyr- unum og í raun allan hinn kristna heim allar götur síðan, og skýringu sína kalla hinir mætu menn galsa- kast í hópi. En ég ætia ekki að hætta mér útí deilur við menningarvita er kunna að vilja taka upp hanskann fyrir einhverja þá kenningu er kann að bera svip af ofansögðu, því deilur við slíka menn er lýjandi verk, því oft virðist manni sem þeir hafi sett sér vörð við sálarhliðið sitt er hleypi engu í gegn nema fánýtum staðreyndum um einskis verða hluti, svo aðrir magnaðir spilli ekki góðri skipulagningu á tóminu fyrir innan. En áfram skal ég halda með frásögnina. Ég stóð sem sagt þarna á jaðrin- um og snéri baki í hafið og horfði inn að miðju auðnarinar, sem mér virtist sendin og yfirborðið líkast eðalsteinum eða glerbrotum er glitr- aði á, þó mér sé ekki Ijóst hvaðan sú birta kom er orsakaði gljáann, því á himnafestingunni sem hvelfd- ist yfir auðnina og bar sama lit og hún greindi ég engan Ijósgjafa og annað var sem ekki síður var at- hyglisvert, og það var hversu nærri mér himinninn var, það var öllu líkara að ég stæði inní veglegum sal en undir þerum himni, en þó er ég viss umað svo var ekki því ég fann fyrir kraftþrunginni hreyfingu er lék um hvelfinguna, ekki ósvip- aða norðurljósum, en þetta var á iði er augu mín greindu ekki, heldur skynjaði ég hreyfinguna meir sem titring ellegar suð. Að baki mér var hafið, lygnt og sem olíukennt, myrkvað og þögult, og þaö var sem það veitit mér öryggiskennd að hafa slíkan bakhjarl, en um leið læddist um mig uggur, því ég vissi sem var að hljóðlegt ástand þess þá gat á einni svipstundu umbreyst og ægi- máttur þess brotist fram og svift upp öllu lauslegu og dregið til sín niður í djúpið og mætti þá aumt manntetur biðja heitt til góðra vætta um hval líkan þeim er barg Jónasi forðum. En fyrir framan mig, á miðri auðninni, lá feiknstórt dýr, stærra en ég hefi nokkurn tímann séð eða getað ímyndað mér að til væri og var það mun tröllvaxnara en bein dinosaurusa fornalda, er sjá má á náttúrugripasöfnum víða erlendis, gefa til kynna um stærð þessara risa aftan úr bemsku lífs á jörðunni, en skepnan er ég sá tel ég að hafi verið spendýrsættar og því alls óskyld hinum útdauðu eðlum. Mér veittist erfitt að gera mér grein fyrir vaxtarlagi búks og útlima, því bæði vat að dýrið lá niðri með höfuðið ofan á framlöppunum, ekki ólíkt og værðarlegir hundar gera, og eins var líkaminn alsettur löngum, grá- um hárum, annarlega gljálausum og lífvana, einna líkust steinsteypu að áferð, þannig að frá þeim stað er ég stóð á virtist skepnan sem ólögu- legt hrúgald, með hæðum og lægðum, svo allar útlistanir á sköpu- lagi skrokksins í uppistandandi stellingu gætu ekki oröið annað en getgátur einar og því hugsanlega leitt af sér meiri villu en upplýsingu, en slíkar gildrur vil ég eindregið forðast í lengstu lög. En um höfuð dýrsins og ásjónu get ég verið vissari, þar sem það snéri að mér andlitinu og gaumgæfði ég það af meiri nákvæmni en aðra hluta skepnunnar, og eins var að hún var sýnu snögghærðari frá höku til enn- is en annars staðar um líkamann og því auðveldara um vik að gera sér grein fyrir ásýnd þess en búksins og útlimanna. Höfuðið stóð beint út frá herðunum og virtist mér háls vera lítill sem enginn, heldur var sem enni og haka væru samvaxin skrokknum og var hvoru tveggja aftur sveigt, eyru sá ég engin og hafa þau því verið smá eða einungis hlustholur, kjafturinn sat lágt á and- litinu, víður en þunnvaraður og varirnar litlausar, nefið var smátt og stóð lítið fram af andlitinu, en nasa- holurnar stórar og andaði dýrið í gegnum þær meðan kjafturinn var, aftur, fyrir ofan nefið voru augu skepnunnar, stór, vatnsmikil og grá, og virtist dýrið eiga í erfiðleikum með að halda þeim opnum, þvi það lygndi þeim aftur, um leið og fóru kiprur og grettur um andlitið og fylgdu því hljóð ekki ósvipuð þeim og þegar köttur malar, nema hvað af þessum hljóðum stafaði ísmeygjulegum óhugnaði, svo maður fékk beyg í brjóst, án þess að geta þekkt hvað það var er maður óttaðist. En þrátt fyrir þá illu strauma er lágu frá dýrinu, var eitthvað sem hélt athygli minni fastri við andlit þess og þá sérstaklega augun, sem virtust fanga augnaráð mitt og stóð ég sem negldur í fæturna og ein- blíndi inn í litlausa dýpt þeirra, og að stuttum tíma liðnum fannst mér sem allur líkami minn dofnaði og einhver hjúpandi sljóleiki yfirtæki mig allan, augnalokin þyngdust og brátt fór ég að lygna augunum aftur á sama hátt og skepnan og samtím- is henni. En á meðan þessu fór fram, fannst mér sem ég skynjaði mátt- leysi mitt utan frá og ég tók einnig eftir því að litir umhverfisins, jafnt auðnarinnar sem himinfestingarinn- ar, dofnuðu samstiga því sem það dávald er skepnan virtist vera að ná á mér óx, og tók nú sá saman safnaði ótti er hafði vaxið innra með mér allt frá því ég leit dýrið að finna sér farveg, ég áttaði mig á því að hér var um líf eða lífleysi að tefla og að ég þyrfti að beita allri minni orku til að losna undan dávaldi skepn- unnar. Ég tók það ráð að grípa báðum höndum fyrir augun og loka þeim, en þá varð sem sprenging inni í höfðinu á mér og skerandi sársauki braust fram og allt varð rautt fyrir sjónum mínum, en hnjáliðirnir kikn- uðu, svo ég féll niður á auðnina, og fann nú fyrst fyrir hversu köld hún var viðkomu og fannst mér það svalandi og deyfa sársauka minn og hræðslu. En um leið og ég hafði gripið fyrir augun rak dýrið upp langt öskur, dimmt og rykugt, og virtist það hanga í loftinu og brátt greindu eyru mín ekki hvaðan það kom, heldur var sem það hjúpaði hlustirn- ar, það var þungur hávaði og nötraði ég allur undan honum. Ég gat nú ekki setið á mér að líta upp til að reyna að átta mig á hvað væri að gerast, því mér fannst sem ég væri fallandi niður í dimmt og alltumhylj- andi tóm, og sá ég þá hvar skepnan lá með ginið glennt upp og var það óhugnanlega stórt og kjafturinn allur víðari en ég hafði gert mér grein fyrir áður, en þó fannst mér það furðulegra að ginið virtist samvaxið búknum og sýndist mér ég sjá upp undir hrygg og niður eftir rifjum dýrsins og var það sem tómt að innan. Mér hafði nú vaxið svo máttur og kjarkur að ég stóð uppá fæturna aftur og linnti skepnan þá öskrunum og tók að horfa sömu augum til mín og áður, en ég gætti þess að horfa aldrei beint inn í þau, heldur horfði ýmist til hliðar við dýrið ellegar beint niður fyrir fætur mínar. Er frá leið fór ég að veita athygli litbrigðum í auðninni og á himinfestingunni er mér höfðu veriö hulin áður og mögnuðust þau því meir sem ég horfði á, og einnig fann ég nú fyrst fyrir svalandi golu af hafinu, og fannst mér sem þetta yrði til þess að máttur minn styrktist og hætta sú er mér stóð af dýrinu dvínaði, enda var sem það smækkaði jafnt því sem umhverfið varð máttugra. En þegar hér var komið rofnaði sýnin og ég vaknaði upp með öran hjartslátt, og sem lurkum laminn af þreytu, og tók það mig langan tíma að jafna mig, bæði á sál og líkama, eftir þessa óskemmtilegu.en þó forvitnilegu reynslu. Ég hefi nú reynt að lýsa dýrinu og viðskiptum mínum við það á sem réttastan hátt og gætt þess að lita frásögnina ekki í stíl við spennu- sagnir og annan uppdiktaðan skáldskap, þó óvönduðum mönnum þættu eflaust efnisatriði hennar gefa tilefni til slíks. En ég vil minna á að tilgangur minn með birtingu þessarar greinargerðar er fyrst og einungis vísindalegur og til þess eins ætlaður að koma upplýsingum á framfæri er ekki virðast hafa verið fyrirliggjandi fyrr en núna og eins til þess að hvetja þá er kunna frá stefnumótum sínum og þessarar eða líkrar skepnu að segja, að liggja ekki á reynslu sinni, heldur koma fram og auðga þekkingu- mannsins á dýrasafni náttúrunnar. En það er grunur minn að alltof margir beri svipaðar upplifanir með sjálfum sér af ótta við að falsvís- indamenn muni reyna hvað þeir geta til að troða uppá þá geðveikl- unarstimplinum og afneita öllu því er gerir ráð fyrir að náttúran sjálf sé flóknari og stórfenglegri en þeirra lífsbældi hugur ræður við. En það ætla ég að vona að enn finnist m.enn er trúi því að vísindin séu til þess að upplýsa um og greina náttúruna, en ekki til þess að lítillækka hana. Skrifað í Reykjavík í síðustu viku sumars árið 1985.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.