NT - 27.10.1985, Síða 23

NT - 27.10.1985, Síða 23
Þessu fylgir mikil ábyrgö. Ef ein- hver nemandi minn færi út í bæ og berði á fólki, þá þætti mér sem ég bæri ábyrgö af þeim atburði. Ég hef beðið fólk að hætta æfingum vegna þess að mér hefur ekki tekist að breyta afstöðu þess. Þegar ég hef reynt allt sem ég get til að fá fólk til þess að breyta hugsunarhætti sínum og einsýnt er að ekkert undir sólinni fær það til þess, þá get ég ekki annað en látið það fara. Þjálfunin er ekki einungis líkamleg heldur reyni ég að láta þjálfun hugar og handar fylgjast að. Það kann að vera að goju hafi tapað einhverju af sínu innsta eðli en við reynum að varðveita það. Gogen Yamaguchi, meistari minn í Japan, hefursent mér bréf þar sem hann segir að ég sé einn af fáum kennurum á Vesturlöndum sem varðveiti hinn sanna anda karate og ef hann segir það þá er andinn vissulega til staðar. Hvers vegna fórstþú sjálfurað æfa karate? Ég fór að æfa karate að hluta til vegna þess að ég vildi læra að berjast og heillaðist af getu karate- mannanna, en mest heillaði mig samt hinn mikli agi og harkan í æfingunum. Ég safnaði nægum peningum til þess að geta hætt að vinna og helgaði mig æfingum algerlega. Ég held að ég hafi fengið svart belti eftir 15 mánuði (vanalega tekur það meira en 5 ár), enda æfði ég uppá hvern dag, jafnvel á sunnudagsmorgnum. Síðan ferð- aðist ég um Asíu og lærði fleiri kerfi, m.a. „Tailenskt box“ og æfði eins og vitlaus maður. Og þú hefur æft alla tíð síðan? Hver og einn finnur sér tilgang með lífinu. Og allt frá byrjun fann ég að minn tilgangur snerist um karate. Líkt og dansari sem veröur að dansa vegna innri þarfar, þá iðka ég karate. Þegar ég geri kata eða berst gleymi ég mér algerlega og það kemst ekkert annað að en það sem ég er að gera og löngunin til þess að ná fullkomnun í því sem ég er að fást við. Oft man ég ekki hvað gerist á slíkum augnablikum. En það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum, eina leiðin er að gera karate. Ég gef mig allan í þetta. Og það að vera kennari er stöðug áskorun. Það streyma til mín nemendur og líkt og myndhöggvarinn lítur á leirinn, þann- ig lít ég á nemendurna sem efnivið til þess að búa til karate-menn. Jafn- vel þó það vanti á þá báðar hendur þá er hægt að gera eitthvað úr þeim. Ég reyni aö kenna með allri tilveru minni. Eg get ekki verið stirður og með ístru. Hver mundi trúa mér. Þess síður get ég gengið um rænandi og ruplandi. Þetta þýðir ekki að ég sé dýrðlingur, en til þess að geta verið kennari sem tekið er mark á þarf maður að vera fordæmi, ekki aðeins með líkamlegri getu heldur ekki síður með lífsmáta mínum. Karate stefnir að því að gera menn að betri einstaklingum og mér dettur ekki í hug að ég sé kominn á leiðar- enda. Ég stefni að því á sama hátt og ég stefni að tæknilegri fullkomnun í karate. Tækni mín er ekki fullkomin, ég er ekki fullkominn og ég veit ekki einu sinni hvað fullkomnun er. En ég reyni og það er þessi leit sem karate er. Og þú æfir enn á fullu ? Ójá. Ég hef aldrei verið betri en núna og stefni að því að verða ennþá betri þegar ég verð fimmtugur. NT-mynd: Sverrir. Er engin leið að stunda karate án þess að gefa sig allan? 1 Jú, auðvitað. Ég hef marga nem- endur sem æfa bara einu sinni til tvisvar í viku vegna heilsunnar. Ætli það séu ekki 70% af nemendum mínum sem æfa einungis til þess að halda sér í formi. Ég kenni allskonar fólki úr öllum þjóðfélagsstéttum og á öllum aldri. Ég hef líka fatlaða nem- endur, handalausa, hálf-blinda o.s.frv. Allt þetta fólk nýtur þess að koma og reyna á sig. Síðan fær hver og einn sitt útúr karate allt eftir því hvernig hann eða hún lítur á málin. Að lokum, hvernig er íslenskt kar- ate á vegi statt? Ég get einungis talað um goju, þá karate-menn sem hafa verið undir minni stjórn síöastliðin rúm tvö ár. Þeir hafa farið ótrúlega langa leið á skömmum tíma. Ekkert land sem ég þekki til er í jafn mikilli framþróun. Ef hægt er að líkja því saman við t.d. þróun í bílaiðnaði þá má segja að íslendingar hafi ekið Ford T-model þegar ég kom hingað fyrst á meðan aðrir óku Porsche. En eftir þessi rúmu tvö ár þá geta íslendingar jafnvel handleikið Porsche. Þeir hafa barist við toppmenn í Evrópu og gengið vel. Á síðasta ári unnu þeir til verðlauna á alþjóðlegum mótum og ég er viss um að þau verða fleiri á þessu ári. Fyrir 12 árum hafði enginn heyrt minnst á karate á Islandi, en ég er viss um að innan skamms eigi íslend- ingar eftir að verða sterk þjóö í karate. Allavega ef þeir halda sama hraðanum og þeir hafa gert. Jóhannes Karlsson Viðtal við Ingo de Jong NT Sunnudagur 27. september 23 l“^ll Verslunareigendur! Innkaupastjórar! I áratugi hefur Söluskrifstofa KEA selt margs konar vörur til verslana, stofnana og þeirra sem vilja gera góö innkaup á vönduðum vörum á hagstæðu verði. Við getum útvegað þér vörur frá eftirtöldum fyrirtækjum: Frá Kjötiðnaðarstöð KEA: Allar tegundir af kjöti - s.s. lambakjöt, nautakjöt, hangikjöt, svinakjöt og kjuklingar. Einnig býöur Kjötiðnaðarstöð KEA alls konar unnar kjötvörur, þar með taldar fjöldi áleggstegunda. Nú getur þú fengið kjötið meðhöndlað á ýmsan hátt og það kemur til þin pakkað i lofttæmdar umbúðir. Frá Brauðgerð KEA: Brauðgerð KEA framleiðir allar tegundir af matarbrauðum - auk þess sem fyrirtækið hefur gott útval af kökum og tertum. Brauðgerð KEA hefur yfir að ráða mjög góðum vélakosti og úrvals starfsfólki - sem gerir sitt besta til að útvega þér þær vörur sem þú óskar eftir. Frá Smjörlíkisgerð KEA: Borðsmjörliki, bökunarsmjörliki, kókossmjör og kökufeiti. Frá Smjörtíkisgerö KEA kemur Flóru smjörliki, sem þegar hefur sannað ágæti sitt. Fyrirtækið framleiðir einnig herta sojaoliu sem notuð er til djúpsteikingar á matvælum - s.s. kjöti, kartöflum og laufabrauði. Frá Kaffibrennslu Akureyrar: Braga katfi - frá Kaffibrennslu Akureyrar þarf vart að kynna. Vinsældir þess hér á landi segja sitt um gæði framleiðslunnar. Nú slðast kom fyrirtækið fram með Santosblöndu. Hefur þú reynt hana? Þá minnum við á Ameriku kaffi, Kolombia kaffi og koffinlausa Braga kaffið. Frá Mjólkursamlagi KEA: Vantar þig fjölbreytt úrval mjólkurvara? Pá færðu vörumar hjá Mjólkursamlagi KEA. Sifellt er verið að fitja upp á einhverju nýju hjá Mjólkursamlagi KEA og má nefna drykkjarjógúrt sem dæmi. Einnig er rétt að minna á Tropicana. Pessi úrvals ávaxtasafi er einmitt framleiddur hjá Mjólkursamlagi KEA. Frá Efnagerðinni Flóru: Ávaxtasafi, marmelaði, sultur, steiktur laukur, poppmais, kakó, ýmsar kryddtegundir og bökunarvörur. Flóra Iramleiðir einnig þrjár tegundir af fljótandi jurtaolium til djúpsteikingar: Sojaolia, Sólblómaolia og Jarðhnetuolía. Frá Efnaverksmiðjunni Sjöfn: Sjöfn framleiðir alls konar tegundir af ræsti- og hreinsiefnum, en auk þess framleiðir Sjöfn málningu, sem landsþekkt er fyrir gæði, og Úretan quartz gólfefni. Hjá Sjöfn getur þú fengið svamp af ýmsutn gerðum og stærðum. Nýlega hóf Sjöfn framleiðslu á Bamba bleium og dömubindum. Þú ættir að slá á þráðinn! Það borqar siq! Söluskrifstofa KEA Hafnarstræti 91-95 602 Akureyri. BÆNDUR Graskögglarnir eru góður kostur, ódýrt og kjarnmikið islenskt fóður # Vekjum sérstaka athygli að graskögglum blönduðum innlendum fóðurefnum, svo sem meltu, fiskimjöli og byggi. # Leitið nánari upplýsinga í verslunum og hjá söluaðilum i GRASKOGGLAVERKSMIÐJAN FLATEY Mvrarhreppi Sími: 97-8592 ' FÓÐUR OG FRÆ Gunnarsholti Sími: 99-51189 STÓRÓLFSVALLARBUIE Hvolhreppi Sími: 99-8163 FÓÐURIÐJAN Ólafsdal Dalasyslu Sími: 93-4954

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.