NT - 13.11.1985, Side 2

NT - 13.11.1985, Side 2
Miðvikudagur 12. nóvember 1985 Í hádeginu með Inga Tryggvasyni, for- manni Stéttarsambands bænda: „Það er alltaf mikið af mönnum sem halda að þeir geti leyst vandamál sem aðrir ráða ekki við“ ■ „Stéttarsamband bænda er hagsmuna- samtök bændastéttarinnar og því er ætlað að standa vörð um hagsmunamál félaga sinna á svipaðan hátt og launþegasamtökin gera,“ sagði Ingi Tryggvason þegar við inntum hann eftir því, hvað Stéttarsamband bænda væri. Hér fer á eftir stutt viðtal við Inga þar sem við ræddum við hann um stöðu sauðfjárfram- Ieiðslu- og sölu kindakjöts. Ingi Tryggvason. Fyrir nokkrum dögum lækk- aði verð á kindakjöti um 20%. Meö þessari verðlækkun er ætlunin að örva sölu á kinda- kjöti. minnka þær birgðir sem til eru í landinu og gefa neyt- endum kost á að birgja sig upp af ódýru og góðu kjöti. Verð- lækkun þcssi er tímabundin. Hvemig er venllagningu kinda- kjöts háttaö'! Samkvæmt nýju fram- leiðslulögunum ákveður verð- lagsnefnd skipuð sex mönnum verð til framleiðenda, en svo- kölluð fimmmannanefnd ákveður slátur- og heildsölu- kostnað. í smásölu er verð- lagningin frjáls, en þó hefur verið ákveðin sama álagning á kjöti í heilum og hálfum skrokkum eins og áður var. Ef neytendur kaupa kindakjöt þannig er smásöluálagningin mjög lág og verðið því hagstætt. Neytendur fá kjötið tekið sundur að eigin ósk. Mér finnst ástæða til að benda fólki á að athuga vel þennan mögu- leika til kjötkaupa. Samkvæmt verðlagskönnun- um hefur stykkjað kjöt víða hækkað mikið eftir að verð- lagningin var gefin frjáls, enda var álagningin mjög lág áður, og pökkun þess og vinnsla er nú ntjög aðgengileg. SKORTIR SKÝR SVÖR OG STEFNU Hver er munurinn á heildsölu- verdi og smásöluverði? Eins og áður segir er heild- söluverðiö ákveðið. Eftir þá verðlækkun sem var um daginn er heildsöluverð í heilum eða hálfum skrokkum af þessa árs framleiðslu nú kr. 157,70 á 1. flokks dilkakjöti og smásölu- verð kr. 175,80. Það sem eftir er af fyrra árs framleiðslu er um 18 krónum ódýrara. Þetta er verðið, ef heill eða hálfur skrokkur er keyptur og þá á neytandinn að geta sagt fyrir um hvernig hann vill láta taka skrokkinn sundur. Hefur kindakjötsneysla dregist saman? Tvö síðustu árin hefur dreg- ið töluvert úr sölu kindakjöts hér innanlands. Neysla á mann hefur verið rnilli 40 og 50 kg á ári en skrapp niður fyrir 40 kg á sl. ári. Með nýju lögunum um fram- Ieiðslu og sölu búvara var ákveðið að samið skyldi við bændur um það framleiðslu- niagn kindakjöts og mjólkur, sem ábyrgst yrði fullt verð fyrir. Framleiðsla kindakjöts var um 12.240 tonn árið 1984 og sennilega er hún svipuð á þessu hausti. Samningarnir sem gerðir voru í sumar eru um að fullt verð fáist fyrir 12.150 ,tonn af þessa árs framleiðslu og 14.800 tonn af framleiðslu ársins 1986. Samtals eru nú í landinu rúmlega 700 þúsund vetrarfóðraðar kindur og í sæmilegu árferði eru afurðir þeirra rúmlega 12.000 tonn af kjöti. Hvenær verður hægt að sam- ræma neyslu okkar og fram- leiðslu? Það verður aldrei hægt að fullu. Framleiðslan er breytileg frá ári til árs m.a. vegna breyti- legrar veðráttu og neyslan er einnig breytileg af ýmsum ástæðum. Ef við ætlum að fullnægja eftirspurn á innanlandsmark- aði þarf framleiðslan að vera nokkuð yfir neysluþörf og þá hljótum við að flytja út nokk- urt magn til bestu markaða. Hvað viltu segja um þann mikla áróður sem oft og tíðum hefur verið beint gegn bænda- stéttinni? Ég tel að sá áróður, sem þú talar um hafi verið óréttmætur og ntjög oft byggður á röngum forsendum. Vandamál íslensks landbún- aðar eru mjög svipuð landbún- aðarvandamálum annars stað- ar í Vestur-Evrópu, fram- leiðslugetan langt umfram markaðsþörf og verðmyndun í milliríkjaverslun mótast af miklum beinurn og óbeinunt framlögum til landbúnaðar hvers lands, víða miklu meira en hér. Gagnrýni er allt annað en áróður, og ég tel að við þurfum að laga kindakjötsframleiðs- luna betur að óskum neyt- enda, framieiða vöðvameira og fituminna kjöt. Kjöt í stjörnuflokki á að uppfylla þessar kröfur, ef matið er rétt. Alltaf heyrast raddir um að - ekki sé nægilega vel að útflutn- ingi á kindakjöti staðið og margir hafa gagnrýnt að ekki skuli fást meira verð fyrir það á erlendum mörkuðum. Að undanförnu hafa verið um þetta blaðaskrif í NT og því er ekki úr vegi að heyra álit Inga á þessu máli. Mér finnst nauðsynlegt að’ taka það fram, að meginhluti þess kindakjöts, sem flutt hef- ur verið út, hefur verið seldur fyrir gott verð, ef miðað er við svokallað heimsmarkaðsverð á þessari vöru. Hins vegar stendur þetta verð engan veg- inn undir framleiðslukostnaði kindakjöts eins og hann er nú hér á landi. Þess vegna þarf stuðning hins opinbera við kindakjötsútflutning. Sá stuðningur hefur falist í út- flutningsbótum. en nú er ekki lengur pólitískur vilji fyrir greiðslu þeirra í santa mæli og áður. Bilið milli framleiðslu- kostnaðar hér og verðlags er- lendis lengist sífellt og kjöt- birgðir í heiminum vaxa þrátt fyrir framleiðslutakmarkanir víða um lönd. Nauðvörn ís- lenskra bænda felst í fram- leiðslutakmörkunum sem síð- an leiða af sér versnandi af- komu og flótta úr bændastétt nema ný tekjuöflun komi til. Auðvitað má alltaf deila um hvort nógu vel sé að útflutn- ingsmálum staðið. Búvöru- deild SÍS hefur annast útflutn- inginn að mestu og aðrir sem reynt hafa þennan útflutning eða kannað möguleika á hon- um hafa fæstir náð árangri. Vonandi skapast markaðir sem gefa okkf.r hagstæðara verð en nú fæst, en því miður getum við ekki að svo stöddu treyst á þá til bættrar afkomu fyrir sauðfjárbændur. Hvernig er staða bænda nú? Fjárhagsstaða margra bænda er mjög erfið, einkum hinna yngri og annarra þeirra, sent þurft hafa að taka verð- tryggð fjárfestingar og rekstr- arlán. Vaxandi fjármagns- kostnaður hefur ekki fengist borinn uppi í verðlagi varanna. Auk þess hefur framleiðsla mjolkur og sauðfjárafurða dregist santan og sala innan- lands minnkað. Ef byggð á að haldast um landið og fjárfesting í sveitun- um í mannvirkjum á jörðunum og félagslegri uppbyggingu á að nýtast, þarf nýja tekjuöfl- unarmöguleika til að þeir sem vilja geti setið kyrrir á jörðun- um. Við bindum rniklar vonir við aukna fjölbreytni í atvinnu- iífi sveitanna, svo sem loðdýra- rækt, ferðamannaþjónustu og jafnvel fiskeldi. Ýmislegt fleira getur vafalaust í senn styrkt byggðina og aukið þjóðartekj- ur, en fjármuni, hugkvæmni og þekkingu þarf, til að koma auga á og nýta nýja möguleika. Stundum heyrist að bændur hafi verið fyrir fáum árum hvattir til að stækka bú sín en nú sé þessum sömu mönnum uppálagt að skera niður. Hvað er hæft í þessu? Alltaf eru einhverjir til, sem trúa því að stórrekstur geti bjargað þessari þjóð. Ef borið er saman við nágranna okkar í Evrópu búa íslenskir bændur ekki smátt, þvert á móti. Stétt- arsamband bænda hefur í tæpa tvo áratugi varað við offram- leiðslu og óskað heimilda til framleiðslustjórnar. Heimildir tii þess fengust með lagabreyt- ingum árið 1979. Það var mörgum árum of seint. Síðan 1978 hefur sauðfé í landinu fækkað um tæp 200 þúsund og mjólkurframleiðsla minnkað verulega þrátt fyrir aukningu á tveim síðustu árum. Bændur hafa skilið nauðsyn þess að draga úr óhagkvæmum útflutningi og lagt mikið af mörkum til að leysa þann vanda sem hrun útflutnings- markaðanna skapaði. Þess vegna finnst mér ósann- gjarnt þegar menn tala eins og nú fyrst eigi að fara að leysa vandamálin, lítið eða ekkert hafi verið gert. / nýju framleiðslulögunum er kveðið svo á að stýra megi framleiðslunni eftir landshlut- um. Hefur eitthvað verið gert til að stýra því hvar framleiðsl- an á að fara fram? Landbúnaðarstefna okkar hefur í aðalatriðum tengst hug- myndum um viðhald byggðar og sem jafnasta möguleika til afkomu án tillits til búsetu bændanna. Auðvitað hafa landgæði, samgöngur, félags- leg þjónusta og fjölmargt fleira áhrif á búsetuna. Nýju framleiðslulögin gera ráð fyrir heimild til að skipta landinu í frantleiðslusvæði, svokölluð búmarkssvæði. Nú er unnið að tillögum að slíkri skiptingu. Er það vandasamt verk og tekur mikinn tíma, en bændum er þörf á vitneskju um framleiðslurétt þeirra sem fyrst. Ef framleiðsla hefðbund- inna búvara verður enn að dragast saman má það ekki gerast án markvissrar stefnu- mótunar í búsetumálum sveit- anna. Bændur eiga rétt á tekj- um af vinnu sinni eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Þeir eiga Ííka rétt á auknu öryggi um afkomu sína og sinna. Enn hefur bændum lítið fækkað. Flestar jarðir sem losna seljast fljótt. Það er alltaf mikið af mönnum sem eru tilbúnir að takast á við erfið- leika og mönnum sern telja sig geta leyst vandmál, sem aðrir ráða ekki við. Við búum fá í stóru landi. Við þurfum markvissari og framsýnni byggðastefnu en þá sem felst í stríkkandi straumi fólks til Faxaflóasvæðisins. Það er skylda stjórnvalda að móta og styðja byggðastefnu, sem miðast við langtímasjón- armið.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.