NT - 13.11.1985, Síða 4
Miðvikudagur 13. nóvember 1985 4
um
hæl
■ Farþcgi ferðaðist heim frá
Kaupmannahöfn í gcgnum
Glasgow með Flugleiðum nú í
byrjun nóvemher. I Glasgow
átti að stoppa í hálftíma en úr
því teygðist hins vegar hátt á
annan tíma. Farþegar fengu
ekki að fara frá borði meðan
stoppað var og ekki var hægt að
fá vín afgreitt af barnum heldur.
Nú langar farþegann að vita
hverju þetta sætir, hvort ein-
hverjar reglur séu fyrir að banna
farþegum að fara frá borði pg
hvort flugfreyjum sé bannað að
afgreiða vín rneðan vélin er enn
á jörðu niðri.
Svar um hæl.
Ncytendasíðan hafði sam-
band við blaðafulltrúa Flugleiða
og fékk þau svör að í þessu
tilfelli hafi staðið á að vélin
fengi afgreitt bensín eins og til
stóð. Varðandi það að farþegar
fari frá borði er þaö yfirleitt
ekki þcgar um svó stutt stopp er
að ræða og í þessu tilfelli var
alltaf búist við að afgreiðslu
mála lyki fljótt og greiðlega.
Þá eru það að sögn blaðafull-
trúans alþjóðlegar reglur sem
segja til um að áfengi er ekki
heimilt að afgreiða fyrr en vélin
er komin í loftiö. Það er innsigl-
að fyrir lendingu og innsiglið er
ekki leyst fyrr en vélin er komin
í loftið aftur.
Þegar um ófyrirsjáanlegar
tafir eins og þessa er að ræða er
yfirleitt ekkert liægt að gera, en
þegar tafir eru fyrirsjáanlegar
reyna yfirleitt flest llugfélög að
koma til móts við farþega sína,
sagði blaðafulltrúinn að lokum.
Kaupfélag
Húnvetninga:
Meðalvigtin
lægri nú en
í fyrra
■ Fljá Kaupfélagi Hún-
vetninga lauk slátrun 22.
október sl. Alls var slátrað
44.345 dilkum og 3.995
kindum eða alls 48.349
kindum. Er það 618 kind-
um færraen haustið 1984.
Meðalvigt dilkanna
reyndist 14.32 kg á móti
14,77 kghaustið 1984, eöa
0,45 kg lægri nú.
Fullorðið fé vigtaöi
21.48 kg að meðaltali á
móti 22,14 kg 1984. Er
það 0.66 kg létting á milli
ára.
Reiknað er með að 15
kg dilkur gcri 2.625 krónur
að frá dregnu 2.1% í
sjóðagjald og 24 krónum í
flutningsgjald.
Sauðfjárinnleggið cr
greitt að 75 hundraðshlut-
um á rcikning og var síðast
greitt þann 15. októberen
lokagrciðsla á að fara fram
þann 15. desember nk.
samkvæmt nýju Framleið-
sluráðslögunum. Til
grundvallar þessu er skráð
verð þann 1. desember í
upphafi verðlagsársins. i
Hjá Kaupfélagi Hún-
vetninga byrjaði stórgrip-
aslátrun þann 28. október
sl. og slátrað er um eitt
þúsund gripum.
Þessar upplýsingar fékk
neytendasíðan úr frétta-
bréfi Kaupfélags Hún-
vetninga.
- eftir Svanfríði Hagvaag
Kjöthleifur
Kartöflur og gufusoðið grænmeti
Ávaxtasalat
Kjöthleifur
225 gr hakk
50 gr haframjöl
3 msk brauðrasp
1 msk þurrkuð persilla
1 tsk timian
1 laukur, saxaður
I msk worchestershiresósa
1 msk tómatkraftur
Rauðir hárlitir
mest í tísku nú
salt, pipar
2egg
Blandið saman í skál hakki, haframjölinu, rasp-
inu og kryddinu. Þeytið eggin aðeins saman og
bætið þeim síðan út í. Hellið farsinu í smurt ofnfast
mót og þjappið því vel niður. Bakið síðan í 180°C
heitum ofni í 45-60 mínútur eða þangað til
kjöthleifurinn er gegnsteiktur.
Kjöthleifurinn er síðan borinn fram með soðnum
kartöflum og gufusoðnu grænmeti. Mjög gott er að
hafa rófur og gulrætur. Það er engin uppskrift af
sósu með þar sem hennar er í rauninni ekki þörf.
Þeir sem vilja geta haft tómasósu út á en best er að
nota aðeins smjör með.
Ávaxtasalat
2 bananar
2 epli
2 msk rúsínur
1 bolli vatn
1 bolli sykur
safi úr Vi sítrónu
Sjóðið upp á sykrinum og vatninu, blandið
sítrónusafanum þar út í og kælið. Skerið alla
ávextina niður í smábita. Látið hýðið vera á
eplunum en takið kjarnahúsið úr. Látið nú ávextina
út í sykurvatnið og geyrnið í ísskáp í nokkra
klukkutíma. Beriðfram með þeyttumrjómaefvill.
Nafn framleiðanda
á að vera á vöru
Frumkvöðull
það þeir sem bera skaðann ef d. Galvin er frumkvöðull í
eitthvað ber út af. svokölluðum „crazy colours“ en
Demantssíld verkuð
á „gamaldags hátt“
■ Neytendasanrtökin vilja
benda neytendum á að vera á
varðbergi gagnvart vörum sem
ekki hafa nafn framleiðanda
eða aðrar upplýsingar um vör-
una á aðgengilegan hátt.
I því sanrbandi benda þau
sérstáklega á að á markaði hér
hafa veriö hjólbaröar þar sem
hvorki er að finna nafn fram-
leiðanda né aðrar upplýsingar.
Samtökin telja það oft trygg-
ingu fyrir gæðum vörunnar að
nafns framleiðanda sé getið og
telja það vafasamt af seljanda
að selja vörur án slíkra merk-
inga.
Neytendasamtökin vilja sér-
staklega benda á að hjólbaröar
varða almennt öryggi bíla og
því ættu kaupendur að athuga
vel að varan sé rétt merkt og
skilmerkilega.
Neytendasamtökin telja það
skýlausa kröfu neytenda að fá
sem bestar upplýsingar um það
sem þeir kaupa, því oftast eru
9 Framleiðsla. á marineraðri
síld hófst á Reyðarfirð'i s.l. vor
og hefur síid þessi fengið nafnið
Demantssíld.
Þetta nafn, Demantssíld, er
að vísu búið að vera til í nokkur
ár. Síldin var upphaflega seld í
lofttæmdunr umbúðum án ntar-
ineringar og þá gat fólk mariner-
að sjálft en til þess að koma
meira til móts við neytendur var
■ Einn fremsti sérfræðingur
heims f háralitun Daniel Galvin
frá London er nú staddur hér á
landi til að kenna íslensku hár-
greiðslufólki það nýjasta í hára-
litun og klippingum.
Daniel Galvin er kominn af-
hárgreiðslufólki og var langafi
hans rakari í Bond Street fyrir
aldamót og til hans kom aðall-
inn í London í hársnyrtingu og
þá var það siður að rakararnir
ynnu í kjólfötum og með hvíta
hanska. Nú er öldin önnur en
Galvin byrjaði 15 ára gamall
sem aðstoðarmaður á rakara-
stofu mest við að þvo vaskana
og sópa gangstéttina. Hann
hafði hársnyrtinguna í blóðinu
og vann sig fljótt upp og var
snemma ráðinn sem litunarsér-
fræðingur í Knightsbrigde.
Hróður hans fór víða og voru
honum boðin störf hjá Vidal
Sassoon og Leonard, en þessi
fyrirtæki eru heimsfræg í hár-
snyrtiheiminum. Galvin kaus að
vinna hjá Leonard og þar varð
hann brátt yfirmaður og seinna
meðeigandi.
ákveðið að setja hana mariner-
aða á markað.
Demantssíldin fær „garnal-
dags verkun" þ.e. hún fær ró-
lega saltverkun og marineringu
og er aldrei fryst. Að sögn Orra
Vigfússonar stjórnarmanns í
fyrirtækinu Demantssíld hf er
tryggt nreð þessu móti að síldin
haldi gæðum sínum og sagði
hann að nú þegar væri búið að
það eru ónáttúrulegir litir svo
sem appelsínurauður, blár og
grænn. Hann kom fram með
þessa liti til þess að vekja athygli
á litnum sem slíkum og upphaf-
lega byrjaði hann með þessa
litun fyrir stór tískurit eins og
Vogue.
Hann hefur komið víða við í
litunum sínum og m.a. var
spænskt kvikmyndafyrirtæki
sem var í vandræðum með litinn
á einum hestinum. Galvin kom
og útbjó sérstakan bláan lit á
hestinn og þar með passaði
hesturinn inn í atriði myndar-
innar. Eins má geta þess að
Galvin fór einu sinni í viku til að
lita hárið á Twiggy þegar tökur
á myndinni Boyfriend stóðu yfir
fyrir tíu árum eða svo. Þá var
hann litunarsérfræðingur Miu
Farrow í kvikmyndinni Dauð-
inn á Níl eftir Agöthu Christie.
Bækur
Daniel Galvin hefur gefið út
margar bækur og meðal þeirra
er ein sem kennd er við Iðnskól-
ann í Reykjavík og ber hún
nafnið Listin að lita og í sumar
kom út bók undir nafninu
Hvernig á að hugsa um hár sitt
og er hún hugsuð fyrir almenn-
ing.
salta í milli átta og níu þúsund
tunnur.
Það er fiskiréttafyrirtækið
Humall sem sér um dreifingu
Demantssíldarinnar og er hún
seld í 200gramma plastkrukku.
Orri sagði að verið væri að
leita eftir hentugum glerílátum
fyrir síldina og jafnframt væri
verið að kanna möguleika á
sölu erlendis.
Jurtalitir
Galvin er nú mikið með jurta-
liti, þ.e. liti sem unnir eru úr
jurtaríkinu. Þetta eru litir sem
skemma ekki rótina og margir
þeirra dofna smátt og smátt,
sumir þvost úr. Þessir litir draga
margir fram sérkenni hársins og
litur hársins nýtur sín í gegnum
þá. Þefta eru því oft kallaðir
gagnsæir litir.
Galvin' blandar gjarnan sam-
an litum og fær þá ýmis blæ-
brigði á hárið og hann tekur
gjarnan augnlit og húðlit með
inn í dæmið og blandar liti eftir
sérkennum hvers og eins.
Þessir jurtalitir eru nú mikið
að ryðja sér til rúms meðal
hárgreiðslumeistara því þeireru
mun vægari en aðrir litir og fara
betur með hárið. Margir þessara
lita hafa í sér sjálfvirka
„stoppun“, þ.e. þeir virka ekki
nemaít.d. 25mínútureðasvo.
í sýnikennslu sinni notaði
Galvin sérstakan pappír nokk-
urs konar álpappír í mörgum
litum. Hann greiddi lokka í
pappírinn og litaði síðan lokk-
inn og lokaði svo pappírnum.
Hinir ýmsu litir pappírsins voru
til aðgreiningar á litunum sem
settir voru í hárið, en eins og
fyrr segir blandar hann gjarnan
saman fleiri en einni litarteg-
und.
Þessi aðferð þykir gefa mun
betri árangur en aðrar litunar-
aðferðir en hún er talsvert tíma-
frek og þykir í dýrara lagi enn
sem komið er.
íslenskir hárgreiðslumeistar-
ar munu væntanlega færa sér í
nyt aðferðir Galvins og hafa
hendur í hári landa sinna á
næstunni og lita hár þeirra í
einhverjum af þeim rauðu litum
sem svo mikið eru í tísku þessa
dagana, jafnvel út í fjólurauða
og lillarauða.
Daniel Galvin hverfur aftur
til síns heima, Englands sem
þykir vera með mestu framúr-
stefnuna í hárgreiðslulínunni.
Hann rekur stofu í George Str-
eet í London og meðal við-
skiptavina hans nú eru Ringo
Starr, AI Pacino og Adam and
the Ants o.fl.
■ Danie) Galvin hárlitunarmeistarinn frá London er hér með sýnikennslu í hárlitun. Hann setur
lokkinn í nokkurs konar álpappír og hjá honum standa hárgreiðslukonur sem eflaust eiga eftir að hafa
hendur í hári landsmanna á næstunni.
NT mvnd Róbert.