NT


NT - 13.11.1985, Qupperneq 5

NT - 13.11.1985, Qupperneq 5
13. nóvember 1985 5 Fullorðinsfræðsla á Vopnafirði: Tími til að taka aftur upp þráðinn - segir einn þeirra sem látið hefur innrita sig ■ Grunnskólinn á Vopnafirði, en þar mun öldungardeildin verða til húsa. ■ Steingrímur er einn þeirra Qölmörgu Vopnfirðinga sem hyggst setjast á skólabekk í vetur. ■ „Þessari hugmynd hefur verið mjög vel tekið hér á Vopnafirði og ætlunin er að hefja fullorðinsfræðsluna nú um miðjan mánuðinn*-. Það er Haf- þór Róbertsson skólastjóri grunnskólans á Vopnafirði, sem hefur orðið en skólinn er um þessar mundir að fara af stað með fyrsta vísinn að fullorðins- fræðslu eða öldungadeiid eins og það er stundum kallað. „Við höfum verið að kanna undirtektir og mikill fjöldi um- sókna hefur þegar borist. Til dæmis hafa rúmlega þrjátíu manns innritað sig í ensku á fyrsta stigi en við komum trú- lega með að bjóða upp á kennslu í erlendum tungumál- um, tslensku, stærðfræði, vélrit- un og bókfærslu auk hand- mennta, svo eitthvað sé nefnt. Af þessum fyrstu viðbrögðum er ég að vona að það geti orðið framhald á þessu, undirtektirn- ar í upphafi lofa qlla vega góðu. Ætlunin er að kennslan fari fram í grunnskólanum og sveitaifélagið kemur því til með að leggja til aðstöðu, og því scm henni fylgir en síðan standa nemendur straum af öðrum kostnaði með eins konar kennslugjaldi sem ekki þarf að vera mjög hátt. Þeir sem hafa látið innrita sig eru á öllum aldri og eins og ég segi þá sýnist mér vera töluverður áhugi á þessari nýbreytni." Steingrímur Sæmundsson, sem er húsvörður við skólann, er einn ;if þcini sem er búinn að láta innrita sig í fullorðins træðsluna en hann hyggst „hressa svolítið upp á cnskuna" eins og hann orðaði það. „Ætli það sé ekki fyrst og fremst það að skólaganga mín var stutt á sínum tíma. Maöur fórstrax að vinna en nú cr kominn tími til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Mögulcikinn er í það minnsta fyrir hendi," sagði húsvörðurinn scm nú hyggst sctjast á skólabekk. Reyðarfjörður: Gagnrýna stjórn SR - undirskriftalisti um að leigja út reksturinn ■ „Þaðerfarinnafstaðundir- skriftalisti, þar sem óskað er eftir að Síldarverksmiðjur ríkis- ins gefi frá sér reksturinn á verksmiðjunni hérna," sagði Haukur Þorleifsson formaður verkalýðsfélagsins á Reyðar- firði í samtali við NT. Hann sagði enn fremur að á þennan lista hefðu skráð sig um fimmtíu manns nú þegar. Á Reyðarfirði hefur að undanförnu verið deilt á, að einungis er völ á blautdælingu við loðnulöndun hjá Síldar- verksmiðju ríkisins þar, en það er talin ein skýringin á því að aðeins hafa komið þangað 2500 tonn af loðnu á þessari vertíð. í nágrannabænum. Eskifirði hafa hins vegar komið 50.000 tonn á land, en þar hafa bátar fengið mun „sveigjanlegri" fyrirgreið- slu varðandi verð og hlunnindi. ef marka má almannaróm fyrir austan. Þykir Reyðfirðingum stjórn SR því svifasein í ákvarð- anatöku, og telja öðrum verk- smiðjum fyrirtækisins hyglað á sinn kostnað. Geir Þ. Zoega yfirmaður tæknideildar SR, sagði að Reyð- arfjörður væri enn of langt frá miðunum til þess að vera fýsi- legur löndunarkostur fyrir loðnusjómenn. Hann sagði, að þar sem vertíðin hefði byrjað svo snemma í ár væru sjómenn óvanir blautlöndun og kysu því þurrlöndunina frekar. Þó benti hann á, að á Raufarhöfn t.d. væri blautlöndunin talsvert not-‘ uð og þeir sjómenn sem hann hefði talað við teldu blaut- löndunina heppilegri kost nú þegar loðnan væri farin að horast. Það hafi verið í undirbúningi ■ Haukur Þorleifsson formaður verkalýðsfélagsins á Reyðarfirði. um nokkurt skeið að koma upp þurrdælu á Reyðarfirði og dæla sem koma átti í ágúst til landsins, kæmi nú á hverri stundu. Hann sagði að lokum að þeg- ar loðnan gengi austur fyrir land breyttist ástandiðá Reyðarfirði. Þangað kæmi þá meiri loðna, á sama tíma og minni loðna myndi berast á þá staði sem lengra væru í burtu cins og t.d. Siglufjörð. Rýr eftirtekja innbrotsþjófs: KÍófesti kiósettlykil ■ Brotist var tnn hjá fyrirtæk- inu Exco í Búðargerði um helg- ina. Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga á þvottahúsi og ætl- aði síðan að komast inn um hurð á gangi. Tólf ára gamall Vísir var notaður við innbrotið. Þegar þjófurinn ætlaði að ná lyklinum úr skránni á ganga - hurðinni þá smeygði hann gamla Vísinum undir hurðina og ætlaði að láta lykilinn falla á blaðið og draga það síðan undan huröinni. Þessi tilraun mistókst. Það eina sem gestirnir höfðu á brott með sér var klósettlykill fyrir- tækisins. Framkvæmdastjóri Exco hafði samband við NT og biður hann þá sem lögðu leið sína í fyrirtækið að skila lyklin- um. Fundarverölaunum er heit- ið. og eru þau í formi Mózart- kúla. Ef „gesturinn11 hefur áhuga á að skila lyklinum, þá er pósthólfið 356, 121 Reykjavík. Norðurland: Ráðstefna um mjólkuriðnað ■ Dagana 8. og 9. nóv- ember 1985 var haldin á lllugastöðum í Fnjóskadal ráðstefna um skipulag mjólkuriðnaðar á Norðurlandi. Þátttakend- ur voru fjörutíu og voru þar stjórnir kauupfélag- anna, samlagsráð, kaupfé- lagsstjórar, samlags- stjórar ásamt nokkrum gestum og fulltrúum Hag- vangs er gert hafa athugun á nánari samvinnu ög eða samhæfingu mjólkur- vinnslu á þessu svæði. Miklar umræður urðu um stöðu atvinnuvegarins eftir þær breytingar sern gerðar hafa verið á Fram- leiðsluráðslögunum á síð- asta Alþingi svo og þá stefnumörkun sem gerð hef- ur veriö varðandi frek- ari samdrátt mjólkur- framleiðslunnar. Eftirfar- andi ályktun var samþykkt samhljóða: „Með tilkomu nýrra laga um framleiðslu, sölu og vcrðlagningu búvara nr. 46 1985 hafa skapast ný viðhorf til markaðs- mála mjólkur er munu snerta mjólkurframleiðslu og mjólkurbú á Norður- landi jafnvel meira en nú- verandi skipulag fram- leiðslu og markaðsmála. Þess vegna telur fundurinn að tímabært sé að kanna gaumgæfilega hvort hag- ræða megi mjólkurvinnsl- unni i landsfjórðungnum og beinir því til stjórnar félaganna á Norðurlandi sem eiga fulltrúa á ráö- stefnunni að þau tilnefni hvert fyrir sig tvo ntenn í sameiginlega nefnd sem geri tililögur um aukið samstarf og samræmingu t.d. í formi mjólkursölu á Norðurlandi. Nefndin skili áliti til stjórnar félag- anna fyrir 5. mars 1986“. í skýrslu Hagvangs kom m.a. fram að hægt væri að spara verulegar Ijárhæðir með sameiningu mjólk- ursamlaganna á Norður- landi. Þróun mjólkuriðn- aðar í nágrannalöndunum hefur verið í átt til meiri samvinnu, samræmingar og sameiningar úrvinnslu fyrirtækjanna. Bættar samgöngur svo og minnk- andi mjólkurmagn munu vissulega kalla á þessa sömu þróun einnig hér á landi. Markaðsmál mjólk- uriðnaðarins og sam- keppnishæfni voru að sjálfsögðu til umræðu ásamt þeim skyldum er hvíla á mjólkuriðnaðinum gagnvart neytendum. Voru fundarmenn á eitt sáttir um að leita allra leiða til að stvtta sem mest leiðina á milli mjólkur- framleiðenda og neyt- enda.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.