NT - 13.11.1985, Síða 8
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Núliminn h.f.
Ritstj.: Helgi Pétursson
Ritstjórnarfulltr.: Niels Árni Lund
Framkvstj.: Guömundur Karlsson
Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason
Innblaösstj.: Oddur Ólafsson
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reyk|avik.
Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, rifstjórn
686392 og 686495, tækmdeild 686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Biaöaprent h.f.
Kvöldsimar: 686387 og 686306
TIMINN
Verö í lausasölu 35 kr.og.40 kr. um helgar. Áskrift 400 kr.
Hvert er markmiðið?
■ Enn einu sinni vegur Dagblaðið að landbúnaðin-
um og bændum á ósmekklegasta máta í leiðara
sínum sl. mánudag, og notar einnig tækifæriö til að
ráðast á Jón Helgason ráðherra með persónulegu
skítkasti eins og nokkuð hefur borið á í Dagblaðinu
að undanförnu.
Að þessu sinni er það Haukur Helgason
ritstjórnarfulltrúi blaðsins sem skilar dagsverki sínu
á þennan máta og telur það eflaust bæði arðbærara
og þýðingarmeira fyrir þjóðina en starf bóndans
við framleiðsluna.
Svo virðist sem leiðarahöfundum Dagblaðsins
leyfist flest í skrifum sinum a.m.k. þegar þeir fjalla
um landbúnaðarmál.
í leiðaranum á mánudaginn nefnir Haukur Helga-
son samtök bænda mafíu. Orðið mafía merkir
glæpasamtök á íslenskri tungu. Þeir sem að mafíunni
standa eru harðsvíruðustu glæpamenn sem svífast
einskis til að ná fram markmiðum sínum, -ekki einu
sinni morða.
Þessum glæpasamtökum líkir Haukur Helgason
bændum og samtökum þeirra við og er trúlega
hreykinn yfir ritsmíð sinni sem hann veit að lesin
verður yfir landslýð í ríkisútvarpinu og þar að auki
seld um allt land.
Hvað með aðrar stéttir?
Kæmust blöð upp með að halda því fram að kalla
t.d. samtök kaupmanna, lögfræðinga eða blaðaútgef-
enda glæpasamtök? Örugglega ekki, - jafnvel þótt
einstaklingar innan samtaka þeirra gerðust brotlegir
við landslög.
Fyrir utan leiðara um landbúnaðarmál, sem skrif-
aðir eru af hatri og að því er virðist móðursýkislegri
þörf fyrir að rægja bændur, störf þeirra og fram-
leiðslu, eru flciri meðul notuð til að koma stefnu
blaðsins á framfæri.
Einn af blaðamönnum Dagblaðsins.Baldur Her-
mannsson.hefur nýverið skrifað einhvern þann mesta
óhróður um dreifbýlisfólk, sem sést hefur á síðum
dagblaða um langan tíma.
Hann virðist ekki hafa kynnt sér nýjustu siðareglur
stéttar sinnar eða að honum finnst þær ekki ná yfir
skrif seni ætluð eru til að sverta landsbyggðarfólk.
Ekki skal fullyrt um hvers vegna Baldur skrifar
slíka ritsmíð en eflaust fellur hún ritstjórunv
blaðsins vel í geð. Er a.m.k. samþykkt til birtingar.
Það er umhugsunarvert hvers vegna Dagblaðið
eitt blaða skuli ráðast svo skipulega gegn bændum og
öðrum þeim sem á landbúnaði lifa, og ennfremur
umhugsunarvert að það skuli látið viðgangast.
Eigendur Dagblaðsins ættu að íhuga það í alvöru
hvert markmiðið sé með slíkum skrifum.
Allir vita að enda þótt Dagblaðið telji sig vera
frjálst og óháð, þá ráða sjálfstæðismenn þar ríkjum.
Þar fást óæðri skoðanir þeirra að birtast.
Fyrr í haust birtist leiðari í N.T. þar sem fjallað
var um formann Sjálfstæðisflokksins og tilraunir
hans til að komast til metorða.
Sá leiðari vakti mikla athygli og olli þvílíku
fjaðrafoki hjá sjálfstæðismönnum, þó einkum hjá
Dagblaðinu, að flesta undraði.
Nú er hins vegar allt í lagi að ráðast að Jóni
Helgasyni ráðherra og ausa hann persónulegum
óhróðri.
Já vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti.
ffí? Miðvikudagur 13. nóvember 1985 8
LlIj Vettvangur
Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi: w
Umsameiningu BUR
og isbjarnarins
Umsameiningu BÚR
og ísbjarnarsins
Það var í maímánuði sl. að
borgarstjóri tók þá ákvörðun
að láta kanna fjárhagslega og
tæknilega hagkvæmni þess að
sameina eða koma á samvinnu
Bæjarútgerðarinnar og ís-
bjarnarins.
Þetta var ein af þcssum
skyndiákvörðunum borgar-
stjórasem borgarfulltrúarvoru
ekki hafðir mcð í ráðum um.
Þeir aðilar sem kannanirnar
geröu skiluðu síðan skýrslu
um athuganir sínar í júlímán-
uði sl. Sú skýrsla var tvíþætt.
Annars vegar var fjallað um
fjármálalegu hliðina. Hins veg-
ar um tæknileg málefni.
Á grundvellli þessarar
skýrslu samþykkti svo meiri-
hlutinn að tillögu borgarstjóra
að sett yrði á laggirnar formleg
samninganefnd fjögurra borg-
arráðsmanna, auk formanns
útgerðarráðs. Þetta er sú furð-
ulegasta nefnd, sem ég hef
nokkru sinni kynnst. Aðeins
einn fundur var haldinn með
gagnaðilum strax í upphafi.
Síðan ekki söguna meir. Sér-
stakir fultrúar borgarstjóra
önnuðuðst samningana og
sögðu síðan hinni formlegu
samninganefnd af og til hvern-
ig málin stæðu. Stöku sinnint
voru tínd í okkur blöð með
einhverjumtölulegum upplýs-
ingum sem sagt var að fjölluðu
um einhverja þætti málsins.
Erfitt reyndist að fá gögn sem
gæfu heildarntynd af málinu.
Pukur og leynd
Hafnað var þeirri sjálfsögðu
kröfu að fá að sjá reikninga
ísbjarnarins fyrir síðasta eða
síðustu ár.
Skoðun á reikningum er að
mínum dómi mikilsverð
forsenda til aö meta hag-
kvæmni eða óhagkvæmni þess
að stofna til samrekstrar, livað
þá heldur sameignar. Þá feng-
um við í minnihlutanum ekki
að sjá rekstrar- og efnahags-
reikning ísbjarnarins sem
gerður var fyrir fyrstu mánuði
þessa árs. En uppgjör á eignum
og skuldum beggja fyrirtækj-
anna er í samningnum miðað
við 30. september. Hjá Bæjar-
útgerðinni varð 46 milljón
króna halli fyrstu níu mánuði
þessa árs ef söluhagnaður á
Ingólfi Arnarsyni er ekki talinn
nteð. Annars varð 9 milljón
króna hagnaður. Uppgjör ís-
bjarnarins fyrir fyrstu níu
mánuði ársins fengust fulltrúar
minnihlutans alls ekki að sjá,
eins og sagt hefur verið. Heyrst
hefur hins vegar að halli hjá
ísbirninum það sem af er þessu
ári sé mjög mikill.
Ekki eru þessi vinnubrögð
traustvekjandi og vægast sagt
furðuleg mjög. Öll þessi leynd
er vissulega cin sér nægileg
ástæða til þess að vekja tor-
tryggni og fá menn til andstöðu
við málefnið þótt annað væri
ekki fyrir hendi. Því cr þó ekki
að heilsa. Veigamesf í þeim
efnum er auðvitað sú augljósa
staðreynd að ekki verður séð
að sameining þcssara fyrir-
tækja muni styrkja og efla
atvinnulífið í Reykjavík. Miklu
fremur eru líkur til að samein-
ingin muni leiða af sér sam-
drátt í veiðum og vinnslu sjávar-
afla miðað við það sem nú er
hjá þessum fyrirtækjum.
Bæjarútgerðin bætir ekki
stöðu sína þótt hún yfirtaki
eignir og skuldir ísbjarnarins.
Af 500 milljón króna skuldum
ísbjarnarins sem flytjast eiga
yfir til hins nýja fyrirtækis er
helmingur eða 250 milljónir
skammtímaskuldir, þótt
bankaskuldir og skuldir við
eitt olíufélagið, samtals að
upphæð 130 milljónir, séu tald-
artil langtímaskulda. Heiman-
mundurinn sem Reykjavíkur-
borg fær rneð ísbirninum er
því vægast sagt rýr.
Hverjar eru eignirnar?
Sérstakir matsmenn voru
fengnir til að meta eignir
beggja fyrirtækjanna. í sumum
tilfellum virðist nokkurt mis-
ræmi vera í matinu og er það
þá ísbirninum í vil. Þannig er
hvert brúttótonn í Ásþóri, sem'
er smíðaður 1970, metið á 144
þús. kr. en hvert brúttótonn í
Snorra Sturlusyni, sem smíð-
aður er 1973, er metið á 105 þús.
kr. Ftskiðjuver Bæjarútgerðarinn-
ar á Grandagarði, sem er í
fullum rekstri og vel við haldið,
er metið á 43 milljónir en
frystihús ísbjarnarins á Sel-
tjarnarnesi, sem virðist hrör-
legt og ekki hefur verið í
rekstri síðustu árin, er reiknað
á 35 milljónir króna.
Samkvæmt niðurstöðum
matsaðilanna reyndust eignir
Bæjarútgerðarinnar vera 722
milljónir 630 þúsund kr. Hús-
eignir á Grandagarði, fjórir
togarar og vélar og tæki voru
metin á 615 milljónir 668 þús-
und og hlutabréf í öðrum fé-
lögum voru metin á 106 millj-
ónir 962 þúsund.
Eignir (sbjarnarins reyndust
samkvæmt matinu vera 603
milljónir 296 þúsund kr. Þrír
togarar, frystihús á Norður-
garði og á Seltjarnarnesi ásamt
tækjum og vélum var metið á
525 milljónir 674 þúsund og
hlutabréf í öðrum félögum
voru metin á 77 milljónir 622
þúsund.
Rétt er að taka fram að það
sem hér hefur verið tíundað
eru þær eignir sem hið nýja
hlutafélag yfirtekur.
ísbjörninn mun eiga áfram
eignir síðar á Seyðisfirði og
Reykjavíkurborg fiskverkun-
arhús við Meistaravelli.
Innistæður beggja aðila hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna, sem nema um 40 milljón-
um hjá hvorum aðila, fylgja
ekki heldur með til hins nýja
félags.
Skuldir
Við uppgjör í september sl.
reyndust skuldir Bæjarútgerð-
arinnar vera 585 milljónir
króna. Langtímaskuldir voru
613 milljónir 791 þúsund og
skammtímaskuldir 282 millj-
ónir 710 þúsund. Frá dragast
síðan veltufjármunir og ýmsar
innistæður á bundnum reikn-
ingum að upphæð kr. 311 millj-
ónir 501 þúsund, þannig að
niðurstaðan verður 585 millj-
ónir.
Skuldir ísbjarnarins voru
hins vegar 560 milljónir króna.
Langtímaskuldirnar reyndust
415 milljónir 988 þúsund og
skammtímaskuldirnar 251
milljón 153 þúsund. að frá-
dregnum veltufjármunum og
innistæðum á bundnum reikn-
ingum að upphæð 107 milljónir
Skorturinn hafður
að féþúf u
Grætt á skortinum
Allt frá því ísland var numið
hefur það einkennilega fólk,
sem trúði fyrsta auglýsinga-
glamraranunt, Þórólfi smjöri,
og flutti á hólmann, búið við
skort. Skorturinn gengur eins
og rauður þráður gegnum alla
fslandssöguna. Það vantaði
timbur, korn, skip, veiðarfæri,
eldivið, potta og yfirleitt allt
það sent talið er til nauðþurfta
nú á tímum. Gekk þetta svo
langt að jafnvcl eru til átakan-
legar sögur um skort á tóbaki
og brennivíni.
Enn er skorturinn samur við
sig. Að vísu er ekki lengur
hörgull á snæri og tóbaki. Það
er helst bjórleysið sem gerir
mörgum lífið óbærilegt. En
skortur á peningum er landlæg-
ur, kallaður fjármagnsskortur.
Mestur er peningaskortur-
inn hjá ríkissjóði og þar næst
er að telja bankana sem skortir
átakanlegafé . Opinberirsjóð-
ir dragast áfram félausir og
máttvana og fjármagnsskortur
háir flestum eða öllum fyrir-
tækjum stórum sem smáum.
Einstaklingar og fjölskyldur
draga fram lífið í sífeíldum
peningaskorti, enda geta fjár-
magnslaus fyrirtæki og stofn-
anir ekki greitt nema sultar-
laun þar sem fjárskortur háir
rekstrinum og hið svokallaða
atvinnulíf mundi sporðreisast ef
koma ætti í veg fyrir að starfs-
fólkið liði ekki af peninga-
skorti.
Grætt á skortinum
Það sem skortir er dýrmætt.
Það er sama hvað það er.
Þegar fisk skortir á Bretlands-
markað rýkur verðið upp úr
öllu valdi. Þegar vel veiðist í
Perú fellur verðið á loðnu-
mjöli. Þegar offramboð er á
vöru fellur hún í verði. Undan-
tekning er íslenskar landbún-
aðarvörur.
En skorturin er ekki alvond-
ur. Það má græða á honum.
Þegar brennivín og tóbak
skorti á verstöðum áður fyrr
lumuðu góðir búmenn á þess-
um vörum og seldu á marg-
földu verði þegar bjargarleysi
þeirra nauðstöddu var hvað
mest. Á þessu urðu nokkrir
ríkir en miklu fleiri héldu
áfram að vera fátækir. Sama
hvað vel veiddist.
Landlægur peningaskortur
er þjóðarböl á Islandi. En eins
og fyrri daginn er auðvelt að
mata krókinn á skortinum og
gera hann sér að auðlind.
Fjármagnið
dýrmætast
Mikið hefur verið skrifað og
enn meira skrafað um rann-
sókn þá á okurlánastarfsemi
sem nú stendur yfir. Þótt ekki
hafi kvisast út nema brot af því