NT - 13.11.1985, Page 10

NT - 13.11.1985, Page 10
flokksstarf Konur - Vopnafirði Landssamband framsóknarkvenna heldur námskeiö fyrir konur á öllum aldri á Vopnafiröi dagana 15., 16. og 17. nóvember og hefst það kl. 20.00. Veitt veröur leiösögn í styrkingu sjálfstrausts, ræöumennsku.fundarsköpum og fram- komu í útvarpi og sjónvarpi. Leiðbeinendur veröa Unnur Stefánsdóttir og Þórdís Bergsdóttir. Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa N.k. laugardag veröa til viötals á Rauöarárstíg 18, milli kl. 11 og 12 Björn Líndal varaþingmaður og Sigrún Magnúsdóttir varaborgarfulltrúi. Sigrún á sæti í Heilbrigðismálaráði og stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar. Spilafólk takið eftir Hin árlega þriggjakvölda spilakeppni Framsóknarfélagsins í Árnessýslu hefst aö Borg í Grímsnesi.í Þjórsárveri föstudag- inn 15. nóvember kl. 21 og endar aö Flúðum föstudaginn 22. nóvember kl. 21. Glæsileg verölaun að verðmæti um 60.000 kr. Meðal annars utanlandsferö og margt góöra muna. Ræöumaður í Þjórsárveri er Sigurhanna Gunnarsdóttir. Framsóknarfélag Árnessýslu. Framsóknarfélag Njarðvíkur Aðalfundur veröur haldinn sunnudaginn 17. nóvember kl. 14.00 í Framsóknarhúsinu. Venjuleg aöalfundarstörf. Undir- búningur fyrir bæjarstjórnarkosningar. Ávarp Jóhann Ein- varðsson. Stjórnin. Miðbær - austurbær 3ja-4ra herbergja íbúð óskast á leigu sem næst Austurbæjarskóla. 100% reglusemi heitið. Há fyrirframgreiðsla í boði. Upplýsingar í síma 687648 á skrifstofutíma og í síma 13462 eftir kl. 18. Til sölu Fróðleiksfúsir lesendur til sjávar og sveita athugið; Alfræðibókin „The American Peoples Encyclopedia" (20 bindi) er til sölu á hagstæðu verði. Upplýsingar í síma 18614 eftirkl. 17.00. Skotveiðimenn Tilboð óskast í Browning haglabyssu - sjálfvirka 5 skota 3". Upplýsingar í síma 68 76 98 á skrifstofutíma og í síma 15364 eftir kl. 18. Til sölu 2 Offset-fjölritarar, Multilith 750 og Adast. Lítið notaðir í góðu lagi. Upplýsingar í síma 686538 Þorgeir. Miðvikudagur 13. nóvember 1985 ■ Tokyo háskólinn er einhver viröulegasta skólastofnun Japana. Margir af helstu forystumönnum japönsku þjóöarinnar, jafnt í stjórnmálum sem í viðskiptalífi, hafa stundað nám í skólanum. Það þykir mjög eftirsóknarvert að fá inngöngu í skólann og íæra hjá hámenntuðum prófessorum sem margir eru yfirlýstir marxistar. s Ihaldssamir marxistar áhrifamenn í háskólum ■ Japanskir marxistar fylkja liði á 1. maí. ■ Eitt af ótal atriðum sem Vesturlandabúum hefur reynst erfitt að skilja í Japan er sú staðreynd að margir af virtustu háskólamönnum Japana eru yfirlýstir marxistar. Marxistar virðast hafa sérstaklega sterka stöðu íhagfræðideildum háskól- anna þótt japanskt hagkerfi sé tvímælalaust kapítalískt. Áhrif marxískra hagfræðinga eru svo mikil að Japanir tala ekki um „pólitíska hagfræði“ heldur „marxíska hagfræði". Stjórnmálamenn til hægri og vinstri og kaupsýslumenn og forstjórar í Japan hafa margir skírteini upp á að þeir lærðu „marxíska hagfræði“ þegar þeir voru í háskólanum. Þessi miklu áhrif marxískra háskólamanna í annars kapítal- ísku þjóðfélagi eiga sér m.a. sögulegar orsakir. Marxismi náði mikilli útbreiðslu meðal japanskra menntamanna á þriðja áratug þessarar aldar þegar iðnaður í Japan átti í miklum efnahagsörðugleikum. Marxistarnir voru margir fram- úrskarandi menntamenn sem rannsökuðu japanska hagkerfið og settu fram kenningar, sem byggðu á marxískum fræðum þeirra, um orsakir erfiðleikanna og leiðir til að leysa úr þeim. Á þessum tíma var lýðræði mjög af skomum skammti í Japan og herinn hafði mikil völd. Jap- anski kapítalisminn varð ekki til eftir lýðræðisbyltingu kaup- sýslumanna með stuðningi bænda og verkamanna heldur hafði hluti aðalsins ákveðið að taka upp kapítalisma á sjöunda áratug nítjándu aldar. Borgara- legt lýðræði var því nær óþekkt í Japan þegar marxismi náði fótfestu þar. Margar af helstu kröfum jap- önsku marxistanna voru í raun kröfur um borgaralegt lýðræði. Þeir kröfðust þess að keisara- veldi yrði lagt af, almennur kosningaréttur yrði tekinn upp og félagsfrelsi yrði tryggt. En stjórnvöld þoldu engar slíkar lýðræðiskröfur. Herskáir þjóðernissinnar fengu því fram- gengt árið 1925 að málfrelsi var í raun afnumið með svokölluð- um „Friðarvarðveislulögum." Sósíalistar og stjórnleysingjar voru fangelsaðir hvar sem náðist til þeirra án tillits til þess hvort þeir væru raunverulega að undirbúa byltingu gegn stjórn- inni. Allir voru þeir jafnt ásak- aðir fyrir marxisma og andstöðu við keisarann. Margir hinna handteknu voru í raun og veru einungis lýðræðis- sinnar sem voru stimplaðir sem marxistar vegna andstöðu sinn- ar við keisarann og hernaðar- stefnuna. Eftir ósigur Japana í stríðinu 1945 voru „marxistarnir“ frels- aðir úr fangelsunum. Almenn- um kosningarétti var komið á, verkalýðsfélög voru stofnuð málfrelsi var tryggt og í stjórn- arskrána var sett ákvæði sem bannaði hernaðar- og útþenslu- stefnu. Þótt keisarinn væri enn að nafninu til þjóðhöfðingi Jap- ans var hann sviptur öllum völd- um sínum. Þannig varð ósigur Japans til þess að öll helstu baráttumál marxistanna komust í höfn. Margir marxistanna fengu fljótlega stöður við hagfræði- og heimspekideildir háskóla þar sem þeir héldu áfram rannsókn- um sínum á japönsku þjóðfé- lagi. Lýðræðisbreytingarnar eft- ir stríð tóku byltingarbroddinn af kenningum þeirra þar sem þeir höfðu einmitt verið helstu bar- áttumennirnir fyrir þessum breytingum þótt yrðu með öðr- um hætti en þeir höfðu búist við. Sumir eru félagar í Komm- únistaflokki Japans eða í Sósía- listaflokknum en framlag þeirra til baráttunnar er aðallega fólgið í fræðilegum umræðum og rann- sóknum. Hugmyndaleg áhrif þessara marxista á unga menntamenn fyrst eftir stríðið voru mjög mikil. Flestir ungir róttækir lýð- ræðissinnar tóku upp einhver afbrigði marxískrar fræðikenn- ingar. En fæstir þeirra hafa verið mjög herskáir þótt þeir hafi tileinkað sér marxískan orðaforða. Stjórnmálabarátta þeirra er fyrst og fremst fólgin í baráttu gegn endurhervæðingu Japans og fyrir því að tryggja skoðanafrelsi. Þar sem hvort tveggja er tryggt í stjórnarskrá Japans eru marxísku skólamennirnir ekki í andstöðu við japanska þjóðfé- lagið. Og þótt tiltölulega hægri- sinnaður stjórnmálaflokkur hafi farið með völd í Japan allt frá stríðslokum telst til undantekn- inga að stjófnmálaskoðanir hafi áhrif á stöðuveitingar innan ríkisháskólanna. Marxistar eru nær einráðir í Kennarasambandi Japans. Auk launabaráttu hafa þeir notað aðstöðu sína þar til að berjast fyrir sjálfstæði skólakerfisins gagnvart ríkinu, t.d. val kennslu- efnis á öllum skólastigum. Þegar menntamálaráðuneyti Japans gerði fyrir skömmu tilraun til að breyta umfjöllun sögubóka í grunnskólum um þátt Japana í heimsstyrjöldinni stóðu marx- ískir kennarar í fararbroddi fyr- ir þeim sem mótmæltu breyting- unum. Menntamálaráðuneytið neyddist endanlega til að draga breytingarnar til baka eftir að nágrannaríki Japana í Asíu mótmæltu þeim harðlega. Jap- anskar sögubækur tala því enn um „innrás Japana í Kína“ og „nýlendukúgun Japana í Kór- eu“ í stað þess að segja „sókn Japana inn í Kína“ og „stjórn Japana í Kóreu“. Japönsku háskólamarxistarn- ir eru í rauninni frekar íhalds- samir. Þeir eru mjög eindregnir stuðningsmenn margra gamalla japanskra hefða og er mörgum illa við mikil vestræn áhrif sem þeir telja að spilli ungu kynslóð- inni. Þótt þeir séu sjálfir oftast guðleysingjar styðja þeir frelsi allra trúarhópa gagnvart ríkinu. Þannig er Kommúnistaflokkur. Japans t.d. eindregið á móti tilraunum ríkisvaldsins til að skattleggja vellauðug hof búddatrúarmanna í menningar- borginni fornu Kyoto.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.