NT - 13.11.1985, Page 12
Miðvikudagur 13. nóvember 1985 12
Neyðin er meiri en margur hyggur:
Sextándi hver Reykvíkingur
hefur sagt sig „til sveitar“
- vandinn er mestur hjá einstæðum foreldrum
■ Nær 4. hvert barn sem býr
með einstæðu foreldri sínu í
Reykjavík, rúmlega 5. hvert
einstætt foreldri í borginni og
um 8. hver ellilífeyrisþegi eru
meðal skjólstæðinga fjöl-
skyldu- og ellimáladeildar
Félagsmálastofnunar Reykja-
víkurborgar. Alls eru þessir
skjólstæðingar 5.345 manns
(3.156 mál) sem er rúmlega
6% eða um 16. hver af öllum
íbúum höfuðborgarinnar. Af
þessum 5.345 einstaklingum á
vegum ellimáladeildar, en
4.067 á vegum fjölskyldudeild-
ar, þar af 1.493 börn 16 ára og
yngri. Tölur þessar eru úr Árs-
skýrslu Félagsmálastofnunar.
Yfir 20% einstæðra
foreidra
Af skýrslu þessari virðist
ljóst að einstæðir foreldrar og
börn þeirra er sá þjóðfélags-
hópur sem við hvað bágastar
aðstæður býr hlutfallslega.
Nærri helmingur 66 ára og
yngri skjólstæðinga fjölskyldu-
deildar, eða 1.640 af rúmlega
4 þús. sem fyrr greinir, eru úr
þessum hópi. Rúmlega5. hver,
eða 640 af um 3 þús. einstæð-
um foreldrum í borginni hefur
leitað aðstoðar fjölskyldu-
deildar. Á framfæri sínu höfðu
þessir einstæðu foreldrar 1.000
börn 16 ára og yngri, sem er
tæplega fjórðungur allra barna
(4.047) einstæðra foreldra í
Reykjavík, og þar með meira
en 2/3 af öllum þeim börnum
sem mál fjölskyldudeildar
Félagsmálastofnunar fjalla
um. Um80afþessumeinstæðu
foreldrum eru með 3-6 börn á
framfæri. (Hjón með sama
barnafjölda eru 69.)
Hver fjölskylda er talin sem
eitt mál, þannig að mál ein-
stæðra foreldra eru 640 af alls
2.044 málum fjölskyldudeildar
sem fyrr segir. Pá snerta 244
mál hjón eða sambúðarfólk
með samtals 493 börn á fram-
færi, eða alls 981 einstakling.
Um helmingur málanna, eoa
1.033, varða hins vegar jafn
marga einstaklinga 67 ára og
yngri.
Nær fjórðungurinn
verkafólk
Um 36% þeirra sem leitað
hafa aðstoðar (miðað við
fjölda mála) eru öryrkjar og
sjúklingar. Tæplega fjórð-
ungurinn er verkamenn og
verkakonur, en næst fjölmenn-
asta starfsstéttin 5% stundaði
skrifstofustörf. Um 6. hver var
atvinnulaus. Aðeins 19% búa
í eigin húsnæði, en 44% voru
leigjendur þar af um þriðjung-
urinn á vegum borgarinnar.
Um 9% búa í verkamannabú-
stöðum, en 16% hjá foreldrum
eða eru húsnæðislausir. Skýrsl-
an sýnir ekki hvernig þessi
skipti eru hjá hverjum hópi
sérstaklega.
Um 5. hvert mál
vegna óreglu
Um ástæður aðstoðarbeiðna
hafa þeir sem eftir leita og
starfsmenn Félagsmálastofn-
unar skiptar skoðanir. Nær 2/3
umsækjenda segja ástæðuna
ónógar tekjur eða húsnæðis-
vandræði, annað hvort eða
hvorttveggja. Það gildir t.d.
um alla nema einn þeirra 125
sem eru á vegum áfengisdeild-
ar, en aðeins 3 þeirra að mati
Félagsmálastofnunar. Hjá 110
þeirra telur starfsliðið höfuð-
ástæðurnar áfengi og fíkniefni
og í 6 tilfellum afbrot - og það
sama á við í alls 389 tilvikum,
eða nær 5. hverju máli. í um
500 tilvikum telja starfsmenn
ónógar tekjur, fjárhagsvanda
og húsnæðisvandræði höfuð-
ástæður og í tæplega 500 tilfell-
um öðrum örorku eða veik-
indi.
í 119 málum eru ástæðurnar
taldar vandi barna og unglinga
og í 87 málum skilnaðarmál
eða sambúðarerfiðleikar. í
hópi hinna öldruðu eru um 3/4
málanna vegna ellisjúkdóma
,eða annarra veikinda og 255
tilvik vegna ónógra tekna og
húsnæðisleysis.
Yfir 4. hvert mál
6 ára eða eldra
Af rösklega 3 þús. málum
hafa 859 verið til meðferðar 6
ár eða lengur, en 1.187 bættust
við á síðasta ári. Af rösklega 2
þús. málum fjölskyldudeildar
voru 1.455 afgreidd með fjár-
hagsaðstoð, en aðeins 158 af
rúmlega þúsund málum hjá
ellimáladeild. Þá má geta þess
að 80 aðilar fengu búslóð sína
geymda hjá borginni á síðasta
ári án nokkurrar annarrar að-
stoðar, sem trúlega hefur þá
verið vegna húsnæðisleysis.
Fjárlagaræða Þorsteins Pálssonar:
Verulegur árangur
í stjórn ríkisfjármála
Tekjur ríkissjóðs munu nema 33,2 milljörðum króna en út-
gjöld 32,8 milljörðum króna
■ „Fjárlög ríkisins eru með
beinum eða óbeinum hætti
hluti af heimilishaldi hverrar
einustu fjölskyldu í landinu og
hvers einstaklings. í þeim er
fólgin engu minni fjölskyldu-
pólitík en efnahagspólitík, ef
menn vilja greina viðfangsefn-
ið þannig sundur," sagði Þor-
steinn Pálsson í framsögu sinni
fyrir fjárlagafrumvarpinu á Al-
þingi í gær. Dágóður hluti af
hinu hefðbundna ræðuhaldi í
byrjun fjárlagaumræðunnar
snerist um nýgerðar breytingar
á því frumvarpi sem áður var
lagt fram.
„Stefnt er að nokkurri lækk-
un tekna frá því sem kynnt er
í frumvarpinu eða 300 m.kr.
og gjöld verði lækkuð um 574
m.kr. Rekstrarafkoma ríkis-
sjóðs verður því 397 m.kr.
sem er nokkru betra en fram
kemur í frumvarpinu. Auk
þess er ráðgert að lækka er-
lendar lántökur ríkissjóðs um
500 m.kr. og er þetta gerlegt
vegna bættrar rekstrarafkomu
og einnig með aukinni inn-
heimtu afborgana og lækkun
lánveitinga og hlutafjárfram-
laga,“ sagði Þorsteinn. í máli
hans kom einnig fram að er-
lendar lántökur fyrirtækja
-neð eignaraðild ríkissjóðs
■kka um 300 m.kr., horfið
verður frá áformum um frekari
söluskattsálagningu sem nem-
ur 400 m.kr., og felldar verða
niður undanþágur á aðflutn-
ings- og sölugjaldi þannig að
tekjur aukast um 100 m.kr.
Hluti af þeim breytingum
sem Þorsteinn boðaði snúast
um rekstur og launaútgjöld
ríkisins. Alls er ætlunin að
taka um 300 m.kr. af þeim
þáttum með því að minnka
„ferða- og bílakostnað, risnu
og aðkeypta þjónustu“ og með
því að ráða ekki í þær opin-
beru stöður sem losna eða að
ráða starfsfólk til afleysinga.
Stórlega dregið úr
erlendum lánum
Einstakir liðir í fjárlögum
sem Þorsteinn nefndi sem stór-
vægilega í niðurskurðinum eru
m.a. frestun á gangsetningu
Blönduvirkjunar og lækkun á
lántöku Þróunarfélagsins.
„Samtals er því um að ræða
samdrátt í umsvifum og er-
lendum lántökum hins opin-
bera um 1,2 milljarða króna,
en þar af fara 800 m.kr. til að
draga úr erlendum lántökum,"
sagði Þorsteinn í ræðu sinni.
Ef tillit er tekið til títtnefndra
breytinga munu heildartekjur
ríkissjóðs verða 33,2 milljarð-
ar króna á árinu 1986 en
heildarútgjöld verða á sama
hátt 32,8 milljarðar.
Að lokinni ræðu fjármála-
ráðherra tók Geir Gunnarsson
til máls og rakti það sem hann
nefndi „einstæða sögu“ frum-
varpsins og vísaði þá til þess
að hinn svokallaði Stykkis-
hólmsfundur Sjálfstæðis-
flokksmanna hefði hafnað
fjárlagafrumvarpinu. Þetta
væri bullandi vantraust á ríkis-
stjórnina sem átt hefði að
dyija með stólaskiptum. Geir
sagði að „nefnd sláturleyfis-
hafa“ hefði síðan fengið það
verkefni að skera enn frekar
niður en gert var í upphaft og
átaldi það sem hann nefndi
ótæk vinnubrögð ríkisstjórn-
arinnar við að kynna stjómar-
andstöðunni niðurstöður
þeirrar sexmannanefndar sem
ætlað var að undirbúa breyt-
ingar á frumvarpinu.
Svavar talaði
um landsfundinn
Svavar Gestsson kvaðst ekki
sjá neina ástæðu til þess að
ræða gamalt eða nýtt fjárlaga-
frumvarp þar sem þetta væru
ómerk plögg. í stað þess fjall-
aði hann um landsfund Al-
þýðubandalagsins sem lauk
fyrir skömmu og þær stjórn-
málaályktanir sem fundurinn
samþykkti. í framhaldi af því
gagnrýndi hann ríkisstjórnina
harkalega og sagði Álþýðu-
bandalagið vera „nýtt afl til að
breyta vonum í veruleika“.
Sighvatur Björgvinsson lýsti
yfir óánægju sinni með undir-
búning og efni fjárlagafrum-
varpsins og sagði að nýgerðar
breytingar væru ekki til þess
fallnar að bæta það því að
niðurskurður hér og þar skil-
aði aldrei neinum árangri. Sig-
hvatur gerði skattheimtu að
umtalsefni og sagði að grund-
vallarforsendur þess að unnt
væri að innheimta skatta á
árangursríkan hátt, einfald-
leika og réttlæti, væri ekki að
finna í frumvarpinu. í síðari
hluta ræðu sinnar lýsti hann
nokkrum tillögum til úrbóta
varðandi tekjuöflun og útgjöld
ríkissjóðs.
Kristín S. Kvaran sagði það
vanvirðu við þjóð og þing að
umrætt fjárlagafrumvarp væri
lagt fram í núverandi formi
með þeim hætti sem raun er á.
Sérstaklega með tilliti til þess
að það fororð væri á frumvarp-
inu að ekkert væri að marka
það. „Það er til háborinnar
skammar fyrir þjóð sem á
fengsælustu fiskimið í heimi,“
sagði Kristín er hún lýsti því
sem hún nefndi fórnarlömb
stjórnarstefnu ríkistjórnar-
innar.
Guðmundur Bjamason
lagði áherslu á fjögur megin-
áhersluefni í máli sínu. I fyrsta
■ Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjármálafrum-
varpinu í gær á Alþingi.
lagi að dregið yrði úr þenslu í
þjóðarbúskapnum, í öðru lagi
að dregið yrði úr viðskipta-
halla og verðbólgu, í þriðja
lagi að erlend skuldasöfnun
yrði stöðvuð, og í fjórða lagi
að jafnvægi yrði náð í ríkisút-
gjöldum. „Velferðarkerfið er
og verður varið, á það munum
við framsóknarmenn leggja
áherslu," sagði Guðmundur.
„Steffna stjórnarinnar
stórhættuleg“
Kristín Halldórsdóttir taldi
fjárlagafrumvarpið vera yfir-
iýst sem ómarktækt og fyrir
hönd Kvennalistans mótmælti
hún framgangi fyrrnefndra
breytinga á frumvarpinu. Hún
taldi engar tryggingar vera fyr-
ir því að þetta væru endanlegar
tölur og því væri enginn grund-
völlur til þess að fjalla um
einstaka liði þess. „Ljóst er að
stefna þessarar ríkisstjómar í
efnahagsmálum er stórhættu-
leg,“ sagði Kristín og rakti
síðan stefnumál Kvennalistans
með tilvísan til nýlokins lands-
fundar.
Þorsteinn Pálsson kvaddi
sér hljóðs í annað sinn og
sagði umræðurnar hafa verið
athyglisverðar um margt.
Meginniðurstaðan hlyti að
vera sú að verulegur árangur
hefði náðst í stjórn ríkisfjár-
mála með þessu fmmvarpi þar
sem málflutningur stjórnar-
andstöðunnar snerist um allt
annað en frumvarpið sjálft.
Hann vísaði á bug þeim stað-
hæfingum að fjárlagafrum-
varpið væri ómerkt vegna
þeirra breytinga sem gerðar
hefðu verið á því. „Breytingar
á erlendum gjaldeyrismörkuð-
um lágu þar að baki,“ sagði
Þorsteinn. Hann bætti því við
að það hefði tekist að ná meiri
og betri jöfnuði í rekstri ríkis-
ins heldur en að var stefnt og
að jafnframt hefði verið stigið
skref í átt til þess að breyta
fjárlagagerðinni. I svari sínu
við einstökum athugasemdum
þingmanna sagði fjármálaráð-
herra m.a. að hann teldi ekki
að stighækkandi eignaskattur
væri vænlegur vegna þess að
eignadreifing væri býsna jöfn í
landinu.