NT - 19.11.1985, Page 19
Dziekanowski skoraði
■ Pólverjar sigruðu heimsmeist-
ara Ítalíu 1-0 í vináttulandslcik í
knattspyrnu sem hádur var á laug-
ardag. Leikið var á snœvi þöktum
velli i Chorzow og var hitastig fyrir
neðan frostmark. Þetta kunnu ítal-
ir illa að meta og náðu sór aldrei á
strik í leiknum.
Darius Dziekanowski skoraði
eina mark leiksins með góðu skoti
af 20 metra faeri. Hinn 23 ára gamli
Dziekanowski, sem leikur með
Legia Varsjá, var besti maðunnn á
vellinum en félagi hans, Zbigniew
Boniek, sást litið i leiknum þar sem
hann var i strangri gæslu.
NTd hefur áður nefnt Dziekan-
owski sem nafn er menn ættu að
leggja á minnið fyrir næstu heims-
meistarakeppni í Mexíkó og er það
itrekað hér.
Þriðjudagur 19. nóvember 1985 19
fþróttir
islandsmótið í handknattleik 1. deild kvenna:
Gurrý styrkir Fram
Hópkata:
Gorpla-Karl Gauti Hjalatason, Kristín
Einarsdóttir og Helgi Jóhannosson.
Kata unglinga:
Halldór Narfi Stefánsson, Þórshamri.
Kata kvenna:
Krístín Einarsdóttir, Gerplu.
- Er nú byrjuð af krafti og Fram vann létt - Víkingur vann KR og Stjarnan sigraði Hauka
Sigþór Markússon, Þórshamri, sýnir Grími Pálssyni undir fót sinn í viðureign þeirra í kumite karla.
Gerpla snéri
blaðinu við
■ Það er greinilegt að Guðríð-
ur Guðjónsdóttir styrkir lið
Fram heilmikið en hún er nú
byrjuð að leika með liðinu af
krafti í 1. deild kvennahandbolt-
ans eftir nokkurt hlé. Um helg-
ina sigruðu Framstúlkurnar lið
F.H. með 22 mörkum gegn 16
og var Gurrý þar í einu af
aðalhlutverkuum.
Fram náði strax forystunni í
leiknum og lét hana aldrei af
hendi. Ingunn Bernódusdóttir
var atkvæðamikil til að byrja
Svissneska knattspyrnan:
Gott hjá Guðmundi
Skoraði sigurmark Baden - Skellur hjá Sigga og Ómari
I Guðmundur Þorbjörnsson
yggði liði sínu Baden í sviss-
esku knattspyrnunni sinn
/rsta sigur á þessu keppnis-
mabili. Guðmundur skoraði
ina mark liðsins í 1-0 sigri á
'oung Boys. Guðmundur sagði
viðtali að þessi sigur myndi
uka sjálfstraustið hjá íeik-
íönnum Baden cn það væri
það sem á vantaði.
Sigurður Grétarsson og Ómar
Torfason léku báðir með Lu-
zern er liðið tapaði 2-7 fyrir
Neuchatel Xamax. Ómar lagði
upp annað marka liðsins.
Luzern er nú í 3.-5. sæti með
18 stig en Xamax hefur 23 í efsta
sæti.
Meistaramót í shotokan karate:
Krækti í sjö gull af tíu
Framfarir
■ Karatedeild Gerplu varð
óopinber sigurvegari á meist-
aramóti í shotokan karate sem
haldið var í íþróttahúsi Gerplu
í Kópavogi á laugardaginn.
Gerpla krækti í sjö gull af 10 en
í fyrra sigraði Þórshamar og hirti
þá öll sjö gullin sem þá voru í
boði. Greinilega miklar fram-
farir hjá Gerplu.
Það var einkum yngra fólkið
í karate sem stóð sig með ágæt-
um í mótinu og er það góðs viti
fyrir íþróttina.
Keppendur voru frá fjórum
félögum en auk þeirra sem hér
eru nefnd á undan voru kepp-
endur frá Breiðablik og Selfossi.
Sigurvegarar voru eftirtaldir:
Kata karla:
Svanur Eyþórsson, Þórshamri.
Kumite:
Ævar Þorsteinsson, Breidablik.
Sveitakeppni í kumite:
Gerpla-Karl Gauti Hjaltason, Grimur
Pálsson, Helgi Jóhanneson, Birgir Vign-
isson og Kjell Tveit.
með og þær Arna Steinsen og
Guðrún Gunnarsdóttir hættu-
legar í hornunum og í hraða-
upphlaupum - sem eru annars
alltof fáséður hlutur í kvenna-
boltanum.
F.H.-stúlkurnar náðu sér
aldrei verulega á strik í þessum
leik en þær voru taplausar fram
að honum. María Sigurðardótt-
ir átti að vísu góða kafla svo og
Heiða Einarsdóttir undir lokin
en eina útimanneskjan sem spil-
aði vel allan leikinn var Arndís
Aradóttir.
Sólveig Steinþórsdóttir í
marki Fram stal annars senunni.
Hún varði og varði (og varði) og
hjálpaði Fram að vinna sannfær-
andi sigur.
Mörkin: Fram: Arna 7(3),
Ingunn 5, Guðríður 4, Guðrún
4, Sigrún 1 og Margrét 1. F.H.:
Arndís 4(1), María 3, Heiða 3,
Rut 2, Eva 1 og Hildur 1.
Víkingur og K.R. áttust einn-
NT-mynd: Róbert.
ig við í Höllinni og lauk leiknum
með sigri Víkingsstúlknanna
sem skoruðu 25 mörk á móti 19
mörkum K.R. Inga Þóra skor-
aði 8 mörk og Jóna 6 fyrir
Víking en Elsa Bjarnadóttir var
atkvæðamest í liði K.R. með 6
mörk.
Þá sigraði Stjarnan lið Hauka
örugglega með 28 mörkum gegn
15 og var aldrei spurt að leiks-
lokum í þeirri viðureign. Erla
Rafnsdóttir skoraði mest fyrir
Garðbæinga en Hrafnhildur
Pálsdóttir var atkvæðamest í ® Guoríður Guðjónsdóttir bætir krafti sínuni nú í Framliðið á ný
liði Hauka °S Þa& uiunar um minna.
Undankeppni HM í knattspyrnu:
Tékkarnálægtsigri
- Rummenigge bjargaði V-Þjóðverjum frá tapi - Svíar iögðu Möltu
Undankeppni HM í knattspyrnu:
Paraguayallaleið
■ Paraguay tryggði sér réttinn
til að taka þátt í úrslitum Heims-
meistarakeppninnar á næsta ári
er lið þeirra gerði jafntefli við
Chile í Santiago nú um helgina.
Hvort lið gerði tvö mörk en
fyrri leik þjóðanna lauk með
sigri Paraguays 3-0.
Hugo Rubio skoraði fyrst fyr-
ir Chile en Schettina jafnaði
með marki úr aukaspyrnu. Julio
Romero skoraði síðan annað
mark fyrir gestina og við því
áttu Chilebúar ekki svar. Mun-
oz náði að vísu að jafna á 79.
mínútu en það dugði skammt.
Mikil læti brutust út í Sant-
iago eftir leikinn og voru heima-
menn öskureiðir vegna frammi-
stöðu sinna manna. Steinum og
flöskum var hent inná völlinn í
massavís og kveikt var í sætum.
Rapid fékk skell
■ Rapid Vín, mótherjar
Fram í Evrópukeppninni,
fengu skell gegn erki-
fjendunum Austria Vín í
austurrísku knattspyrn-
unni um helgina. Austria
vann 5-1 og hefur nú
fjögurra stiga forskot á
toppnum í Austurríki.
Rapid er í öðru sæti og er
10 stigum á undan liðinu
í þriðja sæti.
Lendl sigraði
■ Tenniskappinn Ivan
Lendl sigraði hinn unga
V-Þjóðverja Boris Beck-
er í úrslitum Innanhúss-
mótsins í tennis sem hald-
ið var á Wembley í Eng-
landi nú um helgina.
Þetta var mildll mara-
þonleikur sem stóð yfir í
nær fjóra klukkutíma og
þótti hann frábær. Lendl
sigraði þrjár lotur en
Becker tvær og hefur nú
Lendl sigrað 27 sinnum í
röð á Grand Príx mótum.
Þótt Lendl sé sá besti um
þessar mundir er Becker
aðeins 17 ára gamall og á
því framtíðina fyrir sér.
NBA KORFUKNATTLEIKURINN
■ Úrslitin um helgina. Lakers standa vel. Þeir hafa unnið 10 en tapað 1.
Boston er 8-2 og Milwaukee er 10-4. Þá hefur Houston Rockets með þá Akeem
„The Dream" Olajuwan og Samson unnið 9 en tapað 2.
Cleveland Cavaliers-Indiana Paceres ........................... 112-104
Houston Rockets-New Jersey Nets................................ 112-107
Denver Nuggets-San Antonio Spurs............................... 112-109
Los Angeles Lakers-Portland Trail Blazers...................... 114-102
Sacramento Kings-Golden State Warriors......................... 112-103
Boston Celtics-Washington Bullets.............................. 118-114
Atlanta Hawks-Detroit Pistons.................................. 122-118
Milwaukee Bucks-Chicago Bulls.................................. 118-103
Dallas Maverick8-New Jersey Nets ............................... 110-98
Utah Jazz-Portland Trail Blazers .............................. 133-118
Phoenix Suns-Seattle Super Sonics .............................. 117-99
Los Angeles Lakers-Los Angeles Clippers........................ 127-67
New York Knicks-Atlanta Hawks.................................. 103-96
Indiana Pacers-Boston Celtics.................................. 111-109
Washington Bullets-Philadelphia 76ers........................... 118-97
Cleveland Cavaliers-Chigago Bulls.............................. 132-128
Houston Rockets-Dallas Mavericks .............................. 122-117
San Antonio Spurs-Seattle Super Sonics........................... 97-95
Denver Nuggets-Los Angeles Clippers ........................... 113-109
Utah Jazz-Sacramento Kings...................................... 100-96
Golden State Warriors-Phoenix Suns............................. 118-105
Milwaukee Bucks-Portland Trail Blazers......................... 117-104
Los Angeles Lakers-New Jersey Nets ............................ 138-119
■ Karl-Heinz Rummenikke
bjargaði andliti V-Þjóðverja
fyrir framan 15 þúsund áhorf-
endur í Munchen er hann jafn-
aði leik þeirra gegn Tékkum í
öðrum riöli undankeppni HM.
Mark Rummenigge kom á 87.
mín. í leik sem skipti ekki máli
upp á úrslitin í riðlinum. Þjóð-
verjar og Portúgalar eru þegar
komnir ■ úrslit.
seinni hálfleik en Ströinderg
náði að tryggja Svíum sigur á
73. mín. Úrslit þessa leiks skiptu
engu máli.
Lokastaðan í riðlinum:
V-Þýskaland
Portúgal
Sviþjóð
Tékkóslóvakía
Malta
8 5 2 1 22- 9 12
8503 12-10 10
8 4 1 3 14- 9 9
8 3 2 3 11-12 8
8 0 1 7 6-25 1
Spánn:
Archibald með tvö
Barcelona að rétta úr kútnum
Þjóðverjar fengu bestu hugs-
anlegu byrjun í þessum leik.
Brehme skoraði beint úr auka-
spyrnu eftir 45 sekúndur. Tékk-
ar jöfnuðu sig þó fljótlega og
áttu hættuleg skyndiupphlaup í
síðari hálfleik skoruðu þeir úr
tveimur slíkum með stuttu milli-
bili. Fyrt Novak og síðan
Lauda. Það var svo í lok leiksins
sem Rummenigge skoraði eftir
að skoti frá Kögl var bjargað á
línu. Kögl átti góðan leik með
Þjóðverjum svo og 19 ára jafn-
aldri hans Olaf Thon sem spilaði
á miðjunni.
Þjóðverjar hafa ekki unniö
sigur í síðustu sex leikjum sín-
um og aðeins gert fjögur mörk.
Áhorfendur voru aðeins 15 þús-
und en það er lægsta áhorfenda-
tala hjá Þjóðverjum í Iangan
tíma.
Svíar sigruðu Möltu í öðrum
riðli 2-1 á Möltu á sunnudaginn.
Svíar náðu forystu með marki
frá Prytz á 2. mínútu. Möltubú-
ar jöfnuðu nokkuð óvænt í
■ Steve Archibald skoraði tvö
mörk er Barcclona sigraði Celta
í spænsku deildarkeppninni 2-0.
Barcelona er nú á uppleið eftir
slæma byrjun.
Real Madrid sigraði Cadiz
nokkuð auðveldlega 3-1 og þar
gerði argentínski landsliðsmað-
urinn Valdano öll þrjú mörk
Real.
Pétur Pétursson spilaði ekki
með Hercules vegna meiðsla er
hann hlaut í síðasta leik. Pétur
sagði að ekki væri víst að hann
spilaði meira með enda hefði
liðið ekki staðið við gerðan
samning við hann og væri hann
nú með lögfræðing í málinu:
Úrslit:
Valladolid-Las Palmas ............ 4-2
Real Madrid-Cadiz................. 3-1
Celta-Barcelona................... 0-2
Sporting-Hercules................. 3-1
Sociedad-Sevilla.................. 1-0
Real Betis-At.Bilbao ............. 2-0
Valencia-Osasuna ................. l-l
Espanol-At.Madrid ................ 1-2
Racing-Zaragoza .................. 2-3
Staða efstu liða: Real Madrid 12 8 3 1 25 10 19
Sporting 12 6 6 0 14 5 18
At. Madrid 12 6 3 3 25 17 15
At. Bilbao 12 6 3 3 17 13 15
Barcelona 11 5 4 2 15 9 14
Valladolid 12 5 4 3 20 14 14
Zaragoza 12 5 4 3 15 14 14
Sociedad 12 5 3 4 12 14 13
Aftur jafntefli
■ Mexíkó og Argentína skildu
aftur jöfn í vináttuleik i knatt-
spyrnu en leikurinn fór fram á
Cuahutemocvellinum i Mexíkó
sem er í geysimikilli hæð yfir
sjávarmáli. Fyrri leik þessara
þjóða, sem háður var í Los Ange-
les, lauk með jafntefli 1-1 og
sömu úrslit voru uppá teningn-
um um helgina.
Javier Aguirre náði forystunni
fyrir Mexíkómenn og hinir 45
þúsund áhorfendur, sem troðið
höfðu sér inn á leikvöllinn, fyllt-
ust af kæti. í síðari hálfloik jöfn-
uði hins vegar Argentínumenn
og var þar að verki varnarmaður-
inn Oscar Ruggeri.