NT - 19.11.1985, Blaðsíða 23

NT - 19.11.1985, Blaðsíða 23
Barnaútvarpið: Ivik bjarn- dýrsbani ■ ÍBarnaútvarpinuídagscm hefst að venju kl. 17 verður m.a kynnt ný framhaldssaga, sem lestur verður hafinn á á morgun. Það er Ivik bjarndýrsbani eftir Pipaluk Freuchen, sem Sigurður Gunnarsson fyrrum skólastjóri hefur þýtt og komið hefur út hér á landi. Það er Guðrún Guðlaugsdóttir sem les. Anna Ringsted sendir pistil frá Akureyri um leikhópinn Sögu, sem starfa á Akureyri. Þá verður í þættinum fjallað um búðahnupl. Verður fylgst með búðahnupli og talað við lögreglu og sálfræðing. Dátt er færeyski dansinn stiginn ■ Margir íslendingar hafa kynnst færeyskum dansi og haft gaman af. T.d. hafa ís- lendingar og Færeyingar í Kaupmannahöfn löngum blandað geði og þá gjarna skemmt sér við þennan alda- gamla dans sem fram fer við eigin söng gamalla færeyskra kvæðabálka sem geta verið upp á fleiri hundruð erindi! ( I kvöld kl. 20.40 verður í sjónvarpi sýndur þáttur gerður af danska sjónvarpinu, í sam- vinnu við hið nýstofnaða Sjón- varp Föroya. Það er my nd frá danskvöldi í Sumba, syðst á Suðurey, en meðal fólks þar stendur hefð færeyska dansins hvað traustustum fótum. Þýðandi er Guöni Kolbeinss- ur verið að hafa upp á endra- nær. Þau Einar Þorsteinn og Inga Birna lauma t.d. hljóð- nemanum í pott menningarvit- anna þar sem þeir ræða gang mála í þjóðlífinu, og nrá slá því föstu að þar falli mörg gáfuleg athugasemdin. Sigríður Ólafsdóttir hefur verið fastur gestur í laugunum alla tíð og hefur frá mörgu skemmtilegu að segja. Skúli Flalldórsson tónskáld hefur líka lengi haldið tryggð við laugarnar og ætlar að upplýsa í þættinum hvernig það megi vera að laugarnar skulda hon- um eina nótu, og það veiga- mikla nótu! Þá er rætt við Jes Einar Þorsteinsson arkítekt um það hvað leynist á bak við „blikkið" svokallaða, nýju við- bótina sem margan sundlauga- gestinn er farið að lengja eftir að kíkja á bak við. -ný framhaldssaga ■ Færeyskir þjóðbúningar eru fallegir og klæðast Færeyingar honum gjarna þegar þeir stiga færeyskan dans. ■ Sigurður Gunnarsson hef- ur þýtt fjölmargar barnabækur þ.á.in. Ivik bjarndýrsbana. ■ Einar Þorsteinn Ásgeirs- son og Inga Birna Dungal bregða sér í sundlaugarnar í Laugardal og spjalla þar við gesti í þætti sínum Spjall á síðkvöldi í útvarpi í kvöld kl. 22.25. Það er víðfrægt að margt ber á góma fastagesta lauganna, þar sem þeir láta sér líða vel í heitu pottunum. Þar má ganga að vísum á vissum tímum mörg- um manninum, sem erfitt get- .jonvarp Utvarp kl. 22.25: Af hverju skulda laugarnar Skúla eina nótu? Sjónvarp kl. 20.40: Þriðjudagur 19. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli tréhesturinn" ettir Ursulu Moray Williams Sigriöur Thorlac- ius þýddi. Baldvin Halldórsson les (17). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál Endurlekinn þátt- ur frá kvöldinu áður í umsjá Mar- grétar Jónsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dag- blaöanna 10.40 „Ég man þá tíð“ Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Úr atvinnulífinu - Iðnaðarrás- in Umsjón: Gunnar B. Hinz, Hjörtur Hjartar og Páll Kr. Pálsson. 11.30 Úr söguskjóðunni - Ung- mennafélag Reykhverfinga Umsjón: Hrefna Róbertsdóttir. Lesari með henni: Pétur Már Ólafs- son. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heilsuvernd Umsjón: Jónína Benediktsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Skref fyrir skref“ eftir Gerdu Antti Guörún Þórarinsdóttir þýddi. Margrét Helga Jóhannsdóttir les (20). 14.30 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Carl Nielsen a. Sinfónía nr. 6, „Sinfonia semplice". b. „Pan og Syrinx" op. 49. Sinfóniuhljómsveit danska útvarpsins leikur. Herbert Blomstedt stjórnar. 15.15 Barið að dyrum Inga Rósa Þórðardóttir sér um þátt frá Aust- urlandi. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hlustaðu með mér Edvard Fredriksen. (Frá Akureyri). 17.00 Barnaútvarpið Stjórnandi: Kristín Helgadóttir. 17.50 Síðdegisútvarp - Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkyn.ing- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál Sigurður G. Tóm- asson flytur þáttinn. 19.50 Úr heimi þjóðsagnanna - „Skuggavaldi, skjólið þitt“ (Úti- legumannasögur) Anna Einars- dóttir og Sólveig Haraldsdóttir sjá um þáttinn. Lesari með þeim: Arn- ar Jónsson. Knútur R. Magnússon og Sigurður Einarsson velja tónlist- ina. 20.20 Minningar rikisstjóraritara Pétur Eggerz lýkur lestri úr minn- ingabók sinni. 20.45 „Vinirnir", smásaga eftir Ás- geir hvítaskáid Höfundur les. 21.05 íslensk tónlist. Lagaflokkur eftir Atla Heimi Sveinsson úr leikrit- inu „Dansleikur*1 eftir Odd Björnsson. Garðar Corfes og Guð- mundur Jónsson syngja við undir- 'eik Jóseps Magnússonar, Kristjáns Þ. Stephensen, Eyþórs Þorláks- sonar, Brians Carlile, Péturs Þor- valdssonar, Reynis Sigurössonar og Atla Heimis Sveinssonar sem stjórnar flutningum. 21.30 Útvarpssagan: „Saga Borg- arættarinnar" eftir Gunnar Gunnarsson Helga Þ. Stephen- sen les (17). 22.00 Fréttir. Dagskrá mörgundags- ins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Spjall á siðkvöldi Umsjón: Einar Þorsteinn Ásgeirsson og Inga Birna Dungal. 23.05 Kvöldstund í dúr og moll. með Knúti R. Magnússyni. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Þribjudagur 19. nóvember 10.00-10.30 Kátir krakkar Dagskrá fyrir yngstu hlustendurna frá barna- og unglingadeild útvarps- ins. Stjórnandi: Hildur Hermóðs- dóttir. 10.30-12.00 Morgunþáttur Stjórn- andi: Páll Þorsteinsson. HLÉ 14.00-16.00 Blöndun á staðnum Stjórnandi: Sigurður Þór Salvars- son 16.00-17.00 Frístund Unglingaþátt- ur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson 17.00-18.00 Sögur af sviðinu Stjórn- andi: Þorsteinn G. Gunnarsson. Þriggja minútna fréttir sgðar klukkan 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. Þriðjudagur 19. nóvebmer 19.00 Aftanstund Endursýndur þátt- ur frá 11. nóvember. 19.25 Ævintýri Olivers bangsa Tólfti þáttur. Franskur brúðu- og teikni- myndaflokkur í þrettán þáttum um víðförlan bangsa og vini hans. Þýðandi Guðni Kolbeinsson, lesari með honum Bergdis Björt Guðna- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Dátt er dansinn stiginn (Til dans ved verdens ende) Danskur sjónvarpsþáttur um færeyskan dans og sagnakvæði. Dansinn hef- ur haldist óbreyttur öldum saman og enn stíga Færeyingar keöju- dansa sína og kveða við raust eins og sja má á dansleik á Suðurey. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. (Nor- dvision-Danska sjónvarpið). 21.30 Til hinstu hvíldar (Cover her Face) Annar þáttur. Breskur sakamálamyndaflokkur í sex þáttum, gerður eftir sakamálasögu eftir P.D. James. Aðalhlutverk: Roy Marsden. Adam Dalgliesh rannsakar dauða manns sem grunaður er um fíkniefnasölu. Hann rekur slóðina heim á sveita- setur þar sem ekki reynist allt með felldu. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 22.25 Hversu stórt var skrefið? Umræöuþáttur um réttindabaráttu kvenna undanfarinn áratug. Um- sjónarmaður Sonja B. Jónsdóttir. 23.25 Fréttir í dagskrárlok Þriðjudagur 19. nóvember 1985 23 ■ Næstum því í Rambo-stell- ingu með Ramboaugnaráðið en þó engin Rambo-týpa. Og Power Boothe er góður leikari. Regnboginn: Fjölskyldudrama, ólíkir heimar - og fáránleiki ■ Regnboginn: Ógnir frumskógarins (Emerald Forest) ★★ Leikstjóri: John Boorman Handrit: Rospo Pallenberg Kvikmyndataka: Philippc Rousselot. Tónlist: Junior lloinrich og Brian Gasgoigne. Helstu hlutverk: Powers Boot- he, Charley Boorman, Meg Foster, Dira Paes og Eduardo Conde Mér leist óskaplega vel á þessa mynd, svona fyrstu tvo þriðjungana af henni en í síðasta þriðjungnum fór gamanið að kárna því leikstjórinn John Boorman spilar rassinn úr bux- unum og fer út í algjöra vit- leysu og lýkur myndinni á billegan hátt. En ég kem nánar að þvi síðar. Á íorsíðu sýningarskrárinnar (sem fæst í miðasölunni) er mynd af liinum óviðjafnanlega leikara Powers Boothe (Þið niunið örugglega eftir honum úr sjónvarpsþáttunum um Marlowe einkaspæjara þar sem hann stangaði á eftir- minnilegan hátt úr tönnunum og var óskaplega kúl og töff). Hann er næstum því í Rambo- stellingu með rosalega vélbyssu í fanginu. En Powers Boothe leikur sem betur fer enga Rambo-týpu í þessari mynd. Hann lendir að vísu í svipuðum raunum og Rambo eins og t.d. þegar hann berst við „grimma fólkið“ í myrkustu viðjum frumskógarins. Rambo hefði nú átt í litlum erfiðleikum með að snara skaðræðisgripina nið- ur án þess að verða fyrir skrámu en Bill Markham sem Powers Boothe leikur er skít- hræddur og hefur líka ástæðu til þess. Og það mælir strax með myndinni, því hver sem er hefði verið skíthræddur við þessar aðstæður og karlmönn- um er hér lýst eins og þeir eru en ekki búin til ímynd „yfir- burða karlmennsku" sem á sér enga stoð í raunvcruleikanum. En hvað um það. Söguþráð- ur myndarinnar er á þá leið að bill Markham starfar hjá stóru verktakafyrirtæki og vinnur að því að reisa stóra stíflu inni í regnbelti Amazone frum- skógarins. Dag einn er hann á ferð þar með konu sinni og tveimur börnum þegar sonur- innTommi hverfurskyndilega. Hann finnst ekki þrátt fyrir mikla leit og hjónin Bill og Jean (Meg Foster) hverfa niðurbrotin burt. En á hverju ári næstu 10 ár fer faðirinn Bill inn í frumskóginn að leita sonar síns. Og fer einmitt í enn eina leitina í myndinni. Og eftir mikla erfiðleika og miklar ógn- ir í viðureign við grimma fólkið hittir hann son sinn Tomma fyrir tilviljun. Tommi hefur alist upp hjá indíánaættflokki sem er kallaður „ósýnilega fólkið“ Þessi ættbálkur er frumstæður hið ytra en býr yfir aldagamalli speki, speki sem maðurinn í stórborgum nútímans hefur e.t.v. gleymt. Bill vill fá son sinn með sér til baka en Tommi lítur ekki á hann sem föður sinn og vill vera áfrani hjá fólki sínu sem hann tilheyrir. Faðir- inn snýr því aftur til hins þróaða heims tómhentur. En Bill hefuróafvitandi orð- ið til þess að ósýnilega fólkinu stafar nú meiri ógn en áður af „grimma fólkinu", bæði með því að hrekja „grimma fólkið" frá átthögum sínuni meðstíflu- gerðinni og með því að missa í hendur þeirra vélbyssuna scm hann hafði meðferðis í leitina. „Grimma fólkið“ ræðst á „ósýnilega fólkið", strádrepur þá karlmenn sem þar eru en rænir konunum og selur þær í vændi til hórumangara. Og þá eru góð ráð dýr. Ósýnilega fólkið ræður ekki við að frelsa konur sínar rneð eigin meðul- um og þess vegna fer Tommi að finna Bill, kynföður sinn til að fá hann til að berja á „grimma fólkinu" og frclsa konurnar. Og þá hefst óvæntur og óraunsær kafli í lífi fcðg- anna....og leikstjórinn spilar rassinn úr buxunum. Hlutirnir verða ansi auð- veldir. Syninum Tomma tekst að bregða sér í líki arnar seni flýgur um og finnur t.d. hvar Bill og Jean kynforeldrar hans búa í stórborginni. Og menn höggva mann og annan án þess að réttvísin virðist nokkum tíma munu skipta sér af því. Og Tommi sonurinn ætlar að töfra fram rigningu sem á að eyðileggja traustbyggða stífl- una. Og faðirinn Bill grípur til þess að hjálpa syninum með...nei, hættið nú alveg, síðasti þriðjungur myndarinn- ar gckk alveg fram að mér, það hefði verið hægt að ljúka mynd- inni án þess að þurfa að grípa til fáránleikans. En þökk sé leikstjóranum að öðru leyti fyrir myndina. Boorman er enginn ný- græðingur í kvikmyndagerð. Hann hefur löngum haft áhuga á fyrirbærum eins og göldrum, mystík og vísindum framtíðar- innar og meðal fyrri mynda hans má nefna: „Exorcist II“, „The Heretic“ og „Exalibur" En í myndinni sem hér um ræðir leika afbragðsleikarar, þar á meðal sonur Boormans, Charley sem leikur Tomma. Gef myndinni 2 stjörnur. Tæknivinna er öll með ágæt- um, en tónlistin kannski helst til agressív og sterk. Mrún Ps. Málið sem er talað í mynd- inni, fyrir utan enskuna auðvit- að, er eins og einhver ógreini- legur bræðingur úr ensku og spönsku og það furðulega er að „ósýnilega fólkið", „grimmafólkið", Spánverjarn- ir og pabbinn Bill tala allir þetta mál. Stingur svolítið í stúf við raunveruleikann, ekki satt, að einangraður ættbálkur eins og t.d. „ósýnilega fólkið" sem enginn eða fáir hafa nokk- urn tíma séð getur allsstaðar gert sig skiljanlegan. Eða hvað finnst ykkur?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.