NT - 22.11.1985, Page 6

NT - 22.11.1985, Page 6
Auglýsing frá Launasjóði rithöfunda Hér meö eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir áriö 1986 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráðuneytinu 19. október 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í samræmi við byrjunarlaun menntaskólakennara skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða í senn. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk sem hann vinnur nú að skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöðum sem fást i menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er að spurningum á eyðublaðinu sé svarað og verður farið með svörin sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar fyrir 31. desember 1985 til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Reykjavík, 20. nóvember 1985. Stjórn Launasjóðs rithöfunda Frá Héraðsskólanum í Reykholti Borgarfirði Eftirtaldir áfangar verða í boði á vorönn 1986. (Sjá námsvísi Fjölbrautaskóla á Vest- urlandi og víðar) Kjarnagreinar: ens., 102, 202, 203, 212 og 302, dan., 102, 202, 203 og 212, ísl., 102, 202, 203, 212 og 313, stæ., 102, 202, 203, 212 og 313. Valgreinar: bók., 203 og 303, efn., 103, fél., 103 fra., 103, fun, 101, íþf., 112, íþg., 112, 142 og 152 lol., 103, lög, 113, myn, 102 og 202, sag.,222, sál., 103, sky., 101, tón., 101, töl., 103, vél, 302 og 402 þýs„ 103 og 203. Væntanlegum umsækjendum er sérstaklega bent á séráfanga á viðskiptabraut og íþrótta- braut. Umsóknarfrestur er til 10. desember 1985, upplýsingar gefa skólastjóri og yfirkennari í símum 93-5200 og 93-5202. Skólastjóri Gráskjóttur sjövetra hestur á járnum tap- aðist síðast í júlí í sumar úr girðingu á Fossi í Grímsnesi. Þeir sem gætu gefið upplýsing- ar um hestinn hringi í síma 73850 eða 74625 eða láti lögregluna á Selfossi vita. Blárefir til sölu Úrvals lífdýr til sölu. Hagstætt verð ef samið er strax. Upplýsingar í síma 91-667181 á kvöldin. Atvinna óskast Ung kona með 2 börn óskar eftir ráðskonu- starfi frá áramótum, helst á Suðurlandi. Upplýsingar í síma 685148 frá kl. 21 -22. t Maðurinn minn, faðir og afi, Þórður Jóhann Magnússon frá Flateyri Vallartröð 3, Kópavogi veröur jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 25. nóvember kl. 1:30. Anna Tryggvadóttir Tryggvi Magnús Þórðarson Agnes Þöll Tryggvadóttir Jnf jl Föstudagur 22. nóvember 1985 6 Ll Útlönd Gjaldþrot stórbanka plaga Brasilíumenn Erlendir lánadrottnar hræddir um peningana sína Brasilía-Reuter. ■ Jose Sarney forseti Brasilíu fyrirskipaði fyrr í þessari viku að eignir þriggja brasilískra stórbanka skyldu gerðar upp þar sem þeir stæðu ekki lengur undir skuldum sínum. Sarney, sem braut þannig lof- orð sitt um að stjórna aldrei með forsetatilskipunum, segir að hann hafi fyrirskipað lokun bankanna til að vernda almenn- ing og ríkið. Dilson Funaro fjármaTaráðherra segir að slæm fjárhagsstaða bankanna hafi ■ Jose Sarney forseti Brasilíu er farinn að stjórna með forseta- tilskipunum þótt hann hafi áður lofað að beita þeim ekki heldur láta þingið ráða. En bankagjald- þrot er svo alvarlegt mál að hann vildi ekki láta þingmenn tefja það með löngum umræð- um. skortur á matvælum Afríka: Meiri féen Sameinuðuþjóöirnar-Reutcr ■ Einn af yfirmönnum þróun- araðstoðar Sameinuðuþjóð- anna sagði á blaðamannafundi fyrir skömmu að nú væri meiri þörf fyrir fjárstuðning í Afríku en beinar matargjafir. Bradford Morse, sem er yfir þróunaráætlun Sþ„ segir að ástandið í Afríku hafi breyst mikið frá því í janúar þegar útlit var fyrir að milljónir manna myndu farast úr hungri. Flest benti til þess að ástandið yrði mun betra í flestum löndum Afríku árið 1986 en árið 1985. Útlit er fyrir að uppskeran á þessu ári verði ágæt og Morse segir að neyðarstjóm, sem kom- ið var á fyrir Afríkuaðstoð Sþ. í janúar, verði fljótlega lögð niður. En mikill skortur er samt á peningum til að fjármagna um- bætur á sviði heilsugæslu, gerð vatnsbóla og áveituframkvæmd- ir, vegalagningu og kaup á flutn- ingatækjum. 3gS5* Landbúnaðarverkamenn í Súdan pakka uppskerunni inn svo að hægt sé að flytja hana á markað. Nú vantar fyrst og fremst peninga til að byggja landbúnaðinn aftur upp og bæta flutningakerfið. Kína: Almenningur fær gjaldeyri Peking-Reuter ■ Kínverskur almenningur hefur nú fengið leyfi til að eiga erlendan gjaldeyri í fyrsta skipti frá því að kommúnistar náðu völdum í Kína árið 1949. Hingað til hafa kínverskir ríkisborgarar orðið að skipta á erlendum gjaldeyri, sem þeim áskotnaðist, í kínverska pen- inga. En frá og með þessari viku er slíkt ekki nauðsynlegt heldur getur fólk nú opnað sérstaka gjaldeyrisreikninga í kínversk- um bönkum sem hægt er að taka út hvenær sem er án sér- stakra takmarkana. Kínversk stjórnvöld slökuðu nokkuð á gjaldeyrisreglum í nokkrum borgum í Suður-Kína í mars síðastliðnum og leyfðu íbúum þar að opna gjaldeyris- reikninga. Að sögn Dagblaðs alþýðunnar, sem er gefið út í Peking, hafa nú þegar rúmlega 100.000 kínverskir borgarar stofnað slíka reikninga. Dagblað alþýðunnar segir að kínverska stjórnin sé nú að athuga hvort æskilegt sé að opna sérstakar gjaldeyrisbúðir svipað og tíðkast í ríkjum Aust- ur-Evrópu þar sem fólk getur keypt ýmiss konar erlendan vaming fyrir gjaldeyri. skapað ójafnvægi á fjármála- markaðnum í Brasilíu. Bankarnir þrír skulduðu samtals 750 milljónir dollara (rúml. 30 milljarða ísl. kr.) erlendis. Gjaldþrot þeirra er sagt koma sér mjög illa fyrir Brasi- líumenn sem skulda samtals 103 milljarða dollara (rúml. 4000 milljarða isl. kr.) til erlendra lánadrottna sem er meira en nokkur önnur þróunarþjóð. Seðlabanki Brasilíu hefur lofað að greiða 180 milljónir dollara sem bankarnir skulduðu í skammtímalánum. En hann hefur ekki minnst ennþá á hvernig tekið verður á skuldum bankanna til lengri tíma sem nema 600 milljónum dollara. Bankamenn hafa áhyggjur af því að Brasilíumenn neiti að bera ábyrgð á langtímaskuldum eins og þegar fjárfestingarbank- inn Brasilinvest varð gjaldþrota á seinasta ári með 70 milljónir dollara í erlendum skuldum. Norðmenn hætta kaldri olíuborun Osló-Reuter ■ Norsk stjórnvöld hafa bannað borun eftir olíu og gasi út af ströndum Norð- ur-Noregs yfir vetrarmán- uðina þar sem olíuborpall-1 ar séu ekki nægjanlega vel búnir til að standast vetrarhörkurnar á þessu svæði. Norsk og erlend olíu- leitarfyrirtæki höfðu á- kveðið að halda olíuleit áfram við Norður-Noreg nú í vetur en það hefði orðið í fyrsta skipti sem olíuleit fer fram þar yfir vetrarmánuðina. Forystu- menn olíufyrirtækjanna mótmæla því að olíubor- pallamir hafi ekki verið nægjanlega vel búnir. Dótturfyrirtæki banda- ríska olíufyrirtækisins Exxons í Noregi hefur mótmælt olíuborunar- banninu. Yfirmenn fyrir- tækisins segja að það hafi eytt háum upphæðum til að búa olíuleitarskip og borpalla undir olíuborun við þær kringumstæður sem séu á hafsvæðum við Norður-Noreg. Norskir embættismenn segja að stjórnin stefni ennþá að því að leyfa olíuleit við Norður-Noreg yfir vetrarmánuðina í framtíðinni en þá verði olíuleitarbúnaðurinn að vera fullkomnari til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Norðmenn framleiða nú um 850.000 tunnur af olíu á dag á olíusvæðum á Norðursjó. Markmið ol- íuleitarinnar við Norður- Noreg er að tryggj a áfram- haldandi olíuvinnslu eftir að olíuframleiðsla í Norðursjó fer að dragast saman.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.