NT - 22.11.1985, Page 10
flokksstarf
: Konur Suðurnesjum 11 ■ ■ ■ / Á
Landssamband framsóknarkvenna heldur fimm kvölda nám skeið fyrir konur á öllum aldri í framsóknarhúsinu vic Austurgötu sem hefst 18. nóvember n.k. kl. 20.00. Veittverðu leiðsögn í styrkingu sjálfstrausts, ræðumennsku, fundarsköp um og framkomu í útvarpi og sjónvarpi. Leiðbeinandi verðu Drífa Jóna Sigfúsdóttir. Þátttaka tilkynnist til Drífu í símt 92-3764 eða Þórunnar í síma 24480. r r i
Sunnlendingar
Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, boðar til almennra funda um landbúnaðarmál, í Árnesi þriðjudaginn 19. nóvemb- er kl. 21, að Hvoli miðvikudaginn 20. nóvember kl. 21 og í Vík sunnudaginn 24. nóvember kl. 15.
Keflavík - Suðurnes Fimmtudaginn 21. nóvember n.k. verður fundur um húsnæðismál í Grófinni kl. 20.í verður Alexander Stefánsson, félagsmálar; Framsóknarfélögin á Suðurnesjum haldinn almennu 50. Frummæland iðherra. ir li
Spilafólk, takið eftir
Hinni árlegu þriggja kvölda spilakeppni Framsóknarfélags
Árnessýslu, sem hófst að Borg í Grímsnesi 7. þessa
mánaðar, verður fram haldið að Flúðum föstudaginn 22.
nóvember kl. 21 og endar í Þjórsárveri fimmtudaginn 28.
nóvember kl. 21. Glæsileg verðlaun að verðmæti um 60.000
kr. Meðal annars utanlandsferð og margt góðra muna.
Að Flúðum flytur Guðni Ágústsson ávarp kvöldsins.
Framsóknarfélag Árnessýslu.
Hádegisverðarfundur verður á Glóðinni í Keflavík laugardag-
inn 23. nóvember nk. og hefst kl. 12.00. Bragi Arnason
prófessor ræðir um möguleika á uppbyggingu iðnaðar á
Suðurnesjum. Allir velkomnir.
Svæðisráð Framsóknarmanna Suðurnesjum
Viðtalstími alþingismanna
og borgarfulltrúa
N.k. laugardag verða til viðtals á Rauðarárstíg 18 milli kl. 11
og 12 Haraldur Ólafsson alþingismaður og Kristján Benedikts-
son borgarfulltrúi.
Viðtalstímar i
Halldór E. Sigurðsson verður til viðtals
á skrifstofu félagsins að Rauðarárstíg
.18, mánudaga til fimmtudags /_A
kl. 13.30- 15.30, fyrst um sinn. -lá? - j Sfll''mi' M
' pramsóknarfélag Reykjavíkur.
Skattanefnd SUF
Fundur verður haldinn í skattanefnd SUF þriðjudaginn 26.
nóvember nk. kl. 17.00 að Rauðarárstíg 18.
Stjórnin
Föstudagur 22. nóvember 1985 10
M
Gísli Jóhannesson
Fæddur 31. mars 1902
Dáinn 14. nóv. 1985
■ Þann 14. þ.m. Icst í Rcykja-
vík, Gísii Jóhannesson, bóndi á
Bláfeldi í Staðarsveit á áttugasta
og fjórða aldursári.
Gísli var fæddur í Hagaseli í
sömu sveit, 31. mars 1902. For-
eldrar hans voru hjónin
Jóhannes Ó. Gíslason, bóndi,
hrcppstjóri og organisti og
Kristín Jónsdóttir frá Vatns-
holti.
Gísli, sem var annar í röðinni
af fimm börnum þeirra hjóna,
ólst upp hjá foreldrum sínum og
tók þátt í öllum venjulegum
bústörfum á heimili þcirra og
stundaði einnig sjó þegar aldur
og þroski leyfði, og var á línu-
veiðurum með miklum afla-
mönnum.
Árið 1927 varð sú breyting á
högum fjölskyldunnar í Haga-
seli, að Jóhannes bóndi varð
fyrir sjúkdómsáfalli og varð að
bregða búi. Elsti sonur hjón-
anna, Ólafur, var farinn í burtu
af heimilinu. Það kom því eins
og af sjálfu sér að Gísli tæki við
aö halda búskapnum áfram og
verða skjól og skjöldur foreldra
sinna og föðurömmu. Guð-
bjargar Guðmundsdóttur,
ásamt rneð yngri systkinunum,
sem enn voru heima.
Vorið 1927 flutti Guðmundur
Jónsson, móðurbróðir Gísla
burt af jörðinni Bláfeldi í Stað-
arsveit. Jörðin var í eign Guð-
mundar og festi Gísli kaup á
henni og flutti með fjölskyld-
unni frá Hagaseli að Bláfeldi og
hefur búið þar síðan að frátöld-
urn þremur árum, sem hann var
í Reykjavík og Laxnesi í Mos-
fellssveit, sem starfsmaður á
læknisbúi svokölluðu, sem þar
var rekið á tímabili.
Jörðin Bláfeldur dregur nafn
sitt af blágrýtishrauni, sem kom
úr eldvarpi á fjallsbrúninni fyrir
austan Bolaklif og Barðastaða-
hlíð og steyptist niður snar-
bratta hlíðina og breiðir úr sér
eins og feldur, sem stillt er upp
til sýningar. Hraunið hefur
runnið yfir allstórt undirlendi
og við suðvesturjaðar þess hefur
bærinn verið byggður.
Jörðin var mjög góð til hey-
skapar, víðáttumiklar og gras-
gefnar gulstararengjar, sem
þóttu góðir landkostir á meðan
ekki voru komnir til sögu rækt-
unarmöguleikar með stórvirk-
um vélum. Nú er svo skipt
sköpum, að engjar eru lítt eða
ekki nýttar, en heyskapur allur
tekinn á ræktnðu landi, bæði á
framræstum hluta af engjunum
og öðru landi, sem voru malar-
eyrar, framburður eftir Bláfeld-
ará, sem kemur ofan úr Bláfeld-
arskarði.
Eins og að framan er vikið,
fluttist Gísli að Bláfeldi frá
Hagaseli, en Hagasel er lítil
jörð. Bláfeldur hafði verulega
meiri möguleika til að hafa
stærra bú. Þar sem systkini
Gísla, þau sem yngri voru fluttu
með honum að Bláfeldi, var til
staðar mikill vinnukraftur og
kom það sér vel að geta aukið
búsumsvif á góðri ábýlisjörð.
En áður en langt um leið dró
ský fyrir sólu. Yngsti bróðirinn,
Sæmundur, efnilegur piltur,
varð úti um haustið 1931. Annar
bróðir hans fluttist í burtu um
þetta leyti og stofnaði heimili í
Reykjavík og systir hans, sem
stóð fyrir heimilinu ásamt með
rnóður hans fór einnig í burtu
innan tíðar og stofnaði sitt
heimili í Reykjavík.
Jóhannes faðir Gísla náði
ekki þeirri heilsu aftur að hann
yrði teljandi vinnufær, en Krist-
ín móðir hans, var við allgóða
heilsu og stjórnaði heimili sonar
síns með frábærri festu og
rausn. Þá varáheimilinustúlka,
Hermannía Hansdóttir, sem
foreldrar Gísla höfðu tekið í
fóstur 1924, þá tveggja ára af
bláfátækum foreldrum. Var hún
á heimilinu til fullorðinsára og
vann því vel.
Oft var starfsfólk hjá Gísla á
þessum árum, urn lengri eða
skemmri tíma og virtist una hag
sínum vel, því bæði var, að
Gísli var dagfarsprúður, félags-
lyndur og skemmdlegur
húmoristi og ekki spillti hin
hógværa og staöfasta umsjón
Kristínar, sem ætíð var vakandi
yfir velferð heimilisins.
Á þessum árum var ég vel
kunnugur heimilinu, því að ég
dvaldi þar öðru hvoru á vetrum,
þar sem ég var barnakennari í
sveitinni, en Gísli lét í té hús-
næði til skólastarfsins, en þá var
um farkennslu að ræða. Mér féll
afbragðsvcl við fólkið og leið
þar vel. Þá var amma Gísla
orðin alveg rúmliggjandi og fað-
ir hans oft verulega veikur.
Ekki varð ég var við annað en
að allt gengi eins og af sjálfu sér
og enginn kvartaði um erfið-
leika. Verður mér hugsað til
nútímafólks varðandi afstöðu
til umsjónar með foreldrum þátt
fyrir allan þann aðstöðumun,
sem nú er á húsnæði og þægind-
um, miöað við það sem var á
þessum árum.
Guðbjörg anrma Gísla var á
heimili hans til dánardægurs 29.
apríl 1937, þá hátt á 94. aldurs-
ári.
1942 kemur ung stúlka úr
sveitinni, Fjóla Lúthersdóttir,
að Bláfeldi og tók við húsfreyju-
störfum, enda gamla húsmóðir-
in, móðir Gísla þá orðin roskin
og þörf fyrir að hún gæti farið
að létta af sér aðalþunga heimil-
isins.
1946 5. mars deyr Jóhannes,
faðir Gísla.
Um þetta leyti var erfitt um
búsýslu, sauðfjárpest í algleym-
ingi, ýmiss konar upplausnar-
áhrif eftir heimsstyrjöldina, sem
hafði óheppileg áhrif á fram-
vindu búsetu í sveitum. Það
varð því að ráði, að Gísli hætti
búskap og flutti til Reykjavíkur
með konu og eitt barn, ásamt
með móður sinni, sem ætíð
fylgdi honum. Bjó hann þar
syðra í þrjú ár, eins og áður er
greint frá. Ekki virðist hann
hafa fundið þá staðfestu á þess-
um slóðum, sem hann undi við,
svo að 1949 snýr hann aftur
heim í sveitina og hefst handa
um að endurreisa búskap á Blá-
feldi, en á eyðitímanum hafði
einkum íbúðarhúsið gengið svo
úr sér að það var ónýtt. Byrjaði
hann á því að byggja stórt og
vandað íbúðarhús og fljótlega
gott fjós og hlöðu. Aðrar bygg-
ingar hafa svo risið í framhaldi
af þessu, vönduð fjárhús og
hlaða. Þá hefur ræktun á túni
verið framkvæmd á undanförn-
um árum, eins og áður er að
vikið.
Býlið er nú vel uppbyggt að
húsum og ræktun, sem er vissu-
lega einnig fyrir tilstuðlan sonar
þeirra, sem hefurveriðhjáþeim
alla tíð og rynst framúrskarandi
búhöldur og snyrtimaður.
Börn þeirra hjóna eru tveir
synir, Jóhannes Lúther, f.
16.08.45 og Sæmundur Kristinn
f. 07.02.54.
Jóhannes Lúther hefur verið
alla tíð með foreldrum sínum
og hefur borið uppi búskapinn
að mikluleyti á undanförnum
árum, eftir að heilsa Gísla fór
að þverra.
Sæmundur Kristinn býr að
Hvassaleiti 153, Reykjavík og
starfar sem bókhaldari hjá
Sambandi ísl. samvinnufélaga.
Gísli starfaði nokkuð í ýms-
um félagsmálum í sveit sinni,
m.a. einn af fyrstu félögum í
U.M.F. Staðarsveitar og var
þar virkur félagi. Tók hann þátt
í leiksýningum, sem félagið stóð
fyrir og þótti vel liðtækur, auk
margra annarra starfa, sem
félagið hafði með höndum. Var
í hreppsnefnd Staðarsveitar
nokkurt tímabil. Hvarsem hann
kom fram reyndist hann hinn
traustasti maður, enda bráð-
greindur og gjörhugull.
Þessar fátæklegu hugleiðing-
ar mínar um starfsferil Gísla,
orðlengi ég ekki frekar, þó það
væri vel þess virði, en vil að
lokum færa honum og fjölskyldu
hans alúðarþakkir frá mér og
fjölskyldu minni fyrir langa og
góða kynningu og óeigingjarna
hjálpfýsi og samstarf við mig
og mitt fólk í nágrenni um
tuttugu ára skeið, þegar ég bjó
í Hólkoti, sem á margt sameig-
inlegt með Bláfeldi í landi og
hlunnindum, og veldur því að
störf hljóta að verða nátengd á
milli bæjanna ef vel á að fara.
Þessi samvinna brást ekki við
Bláfeldarheimilið þau ár, sem
ég átti þess kost að vera þar í
samvinnu og fæ ég það seint
fullþakkað.
Guð blessi aðstandendum og
vinum hins framliðna minning-
una um góðan dreng.
Kristján Guöbjartsson,
frá Hólkoti
Hvaðalöggildaum
náttúruvernd?
■ Út er komið rit um
umhverfismál og þá löggjöf sem
í dag er í gildi á því sviði. Er það
bókin „Umhverfisréttur - Um
verndun náttúru íslands". Höf-
undur hennar er Gunnar G.
Schram prófessor en útgefandi
Úlfljótur, tímarit laganema.
1 bókinni er að finna heildar-
yfirlit urn helstu lög og reglur
sem um umhverfismál gilda hér
á landi. Er þar sérstaklega fjall-
að um náttúruvernd, varnir
gcgn mengun bæði á láði og
legi, skipulagsmál og unthverfis-
mál, stjórnsýsluna á þessu sviði
og vernd menningarverðmæta.
Þá er getið þeirra alþjóðasantn-
inga á vettvangi umhverfismála
sem ísland er aðili að, m.a,
þeirra ákvæða Hafréttarsátt-
mála Sameinuðu þjóðanna sem
varða verndun náttúrunnar og
auðlinda hafsins. jafnframt er
fjallað um nauðsyn þess að setja
ákvæði í stjórnarskrá um um-
hverfisvernd og semja heildar-
lög á þessu sviði.
í formála segir að ritið sé,
m.a. ætlað þeint sem urn urn-
hverfismál fjalla, bæði á sviði
lögfræði, sveitarstjórnarmála og
annarrar stjórnsýslu og áhuga-
mönnum um þessi efni. Hér er
um nýja grein innan lögfræðinn-
ar að ræða og á það er bent að
það er á grundvelli löggjafar
sem það ræðst hvernig skipan
umhverfismála verður hér á
landi á næstu árum. Ekki hefur
áður verið birt slíkt heildaryfir-
lit um umhverfismál sem hér er
að finna.
í bókarlok eru ítarlegar skrár
yfir lög og reglugerðir um urn-
hverfismál og þá dóma sem
gengið hafa unt þau efni til
þessa.
Mikilvægasti timi
skólahaldsins
■ Litli peyinn og prakkarinn
Nikulás (eða Litli Lási) er helsti
góðkunningi franskra barna. Ný
bók urn hann er kornin út og
kallast Fjör í frímínútum.
Fjölvi sendir nýju Lásabókina á
markaðinn, svo menn hafi nú
eitthvað skemmtilegt að lesa
yfir jólin. Ingunn Thorarensen
íslenskaði bókina.
Höfundur Lásabókanna er
hinn góðkunni René Goscinny,
sem líka samdi teiknisögurnar
Ástrík og Lukku-Láka. Lása-
sögurnar eru hinsvegar venju-
legar textasögur, smellnar
skólasögur, fullar af gríni og
galsa. Ekki verða þær heldur
lakari fyrir það að Goscinni
fékk vin sinn Sempé, frægasta
núlifandi skopmyndateiknara
Frakka til að myndskreyta þær
og þykir Sempé fara á kostum í
teikningum sínum.
Lási litli hefur síðustu ár orð-
ið eftirlætissögupersóna
franskra barna og þar sem
bækurnar eru að komast í röð
sígildra barnabóka, er nú farið
að þýða þær á flest tungumál.
Sögurnar af Lása þykja svo
smellnar, að farið er að nota
þær við frönskukennslu í flest-
um löndum, þar á meðal hafa
þær mikið verið notaðar í
menntaskólum hér á landi.
Titill bókarinnar „Fjör í frí-
mínútum" vísar til þess tíma
skólastarfsins, sem nemendun-
um finnst öllu merkilegri og
mikilvægari en sjálfar kennslu-
stundirnar. f frímínútunum ger-
ist auðvitað allt það sem skiptir
nokkru máli. Fyrir utan leiki,
orðahnippingar og slagsmál
finna þeir félagarnir Lási.
Kobbi, Alli, Eddi o.fl. upp á
furðulegustu uppátækjum,
rneira að segja að gefa kennslu-
konunni afmælisgjöf. En þeir
eiga í höggi við „Súpuna", en
svo kallast umsjónarkennari
þeirra.
Bókin „Fjör í frímínútum" er
140 bls. og skiptist niður í 16
pætti, sem allir eru mynd-
skreyttir af Sempé. Þar með er
talin frásögnin af svokallaðri
„knattspyrnukeppni atdarinn-
ar