NT - 22.11.1985, Side 13
il
Stærsta skuldabréfa-
útboð fyrirtækis
- Kópavogur fyrstur að framkvæma með skuldabréfaútboði
Föstudagur 22. nóvember 1985 13
■ Kjötútsalan er nú í fullum gangi og dæmi eru um það að
mánaðarskammtur hafi selst á einni viku.
Kjötútsalan:
Mánaðarsala
á einni viku
■ Sláturfélag Suðurlands hef-
ur gefið út skuldabréf á nafn-
verði 60 milljónir króna og mun
það stærsta skuldabréfaútboð
sem íslenskt fyrirtæki hefur
staðið fyrir. Það er Kaupþing
sem annast útboðið. Kaupþing
annast einnig skuldabréfaútboð
fyrir Kópavogskaupstað upp á
30 milljónir króna og ríður
Kópavogur þar á vaðið, fyrstur
Fríhöfnin:
Tölvuvædd
verðmerking
á vörum
■ Fríhöfnin á Keflavíkurflug-
velli tók í notkun sl.mánudag,
svokallað Scanner kerfi við
verðstimplun vara á afgreiðslu-
kössum.
Þetta kerfi er þegar orðið
algengt erlendis, og virkar
þannig að vörurnar eru merktar
með sérstöku tölvuletri sem sér-
stakir lesarar við afgreiðslukass-
ana nema þegar afgreiðslufólk
rennir vörunni í gegn um lesar-
ana.
„Þessi nýja aðferð hefur í för
með sér aukið öryggi fyrir við-
skiptavini, þar sem ekki er leng-
ur hætta á að afgreiðslufólk
stimpli verð vitlaust inn á
kassa,“ sagði Guðmundur Karl
Jónsson framkvæmdastjóri frí-
hafnarinnar í samtali við NT.
„Auk þess felst í þessu mikill
vinnusparnaður fyrir starfsfólk-
ið, sem þarf nú aðeins að renna
vörumerkingunni framhjá lesar-
anum, en ekki stimpla öll verð
inn, og losnar einnig við að
verðmerkja vörur.
Guðmundur sagði að Scann-
er-kerfið væri lokastig, fjög-
urrra ára áætlunar um að endur-
nýja tölvukost Fríhafnarinnar,
en Fríhöfnin væri jafnframt
fyrsti aðilinn hér á landi sem
tæki þessa aðferð upp. Bjóst
hann við að með því að taka
þessa tækni í sína þjónustu,
mundi öll afgreiðsla í Fríhöfn-
inni ganga mun hraðar í fram-
tíðinni.
■ „Það hafa engar ákvarðanir
verið teknar enn sem komið er
um útvarps og sjónvarpsmál á
Seltjarnarnesi. Við verðum eins
og aðrir að bíða eftir nánari
útfærslu á útvarpslögunum í
formi reglugerðar,“ segir Sig-
urgeir Sigurðsson bæjarstjóri á
Seltjarnarnesi. „Svörin fást ekki
fyrr en reglugerðin sér dagsins
ljós. Þá fyrst verður hægt að
gera sér grein fyrir því hvaða
valkostir eru fyrir hendi.“
Nefnd á vegum bæjarfélags-
íslenskra kaupstaða með að
fjármagna framkvæmdir hjá sér
með þessum hætti.
Sláturfélagið ætlar með þessu
útboði að fjármagna lokaáfanga
stórhýsis, sem það er að reisa á
Laugarnestanga, en þar munu
höfuðstöðvar félagsins verða til
húsa í framtíðinni auk þess sem
kjötvinnslan, sem nú er við
- í Nýlistasafninu
■ Yfirlitssýning á verkum
Þorsteins Díómedessonarfrá
Hvammstanga verður opnuð
í Nýlistasafninu við Vatns-
stíg á laugardag 23. nóvem-
ber kl. 14.00.
Á sýningunni eru fuglar og
selir unnir í birki, ýmis verk-
færi, bréf og myndir og
myndband sem geymir viðtal
við Þorstein, um líf hans og
list.
Þorsteinn Díómedesson
ins hefur starfað undanfarin ár
til að koma með tillögur varð-
andi hugsanlega móttöku á
sjónvarpsefni um gervihnetti og
fleira í þeim dúr. Nú í vikunni
var efnt til almenns borgara-
fundar á Seltjarnarnesi þar sem
málin voru skýrð. Að sögn
Sigurgeirs var fundurinn hinn
gagnlegasti en engar ákvarðanir
teknar enda stóð það ekki til.
Júlíus Sólnes, einn nefndar-
manna hélt framsöguerindi en
síðan tóku pallborðsumræður
Skúlagötu flyst þangað.
Kópavogur ætlar að fjár-
magna holræsaframkvæmdir í
Suðurhlíðum Kópavogs með
sölu bréfanna.
Skuldabréfin hjá báðum aðil-
um eru gefin út í 10 þúsund
króna bréfum, 50 þúsund og
100 þúsund. Eru þau bundin
lánskjaravísitölu og eru vaxta-
laus, en eru seld með afföllum.
fæddist 20. nóvember árið
1900 á Ytri-Völlum í Kirkju-
hvammshreppi, sonur hjón-
anna Ástu Jónatansdóttur frá
Vatnsnesi og Díómedesar
Davíðssonar frá Gilá í
Vatnsdal. Þorsteinn var til
sjós á yngri árum, en síðustu
æviár sín hafði hann umsjón
með bókasafni sjúkrahússins
á Hvammstanga. Þorsteinn
lést í árslok 1983.
í sýningarskrá ritar Þór
við.
„Vandamálið er í rauninni að
velja og hafna. Framfarir á sviði
fjölmiðlunar eru svo örar að nú
eru að koma inn í myndina
valkostir sem ekki voru fyrir
hendi fyrir einu eða tveim árum.
Nefndinni er ætlað að starfa
áfram og ætlunin er að halda
annan fund eftir áramót þegar
málin fara að skýrast frá hálfu
hins opinbera," sagði Sigurgeir
að lokum.
sem tryggja kaupendum 10%
vexti umfram verðbólgu.
Gjalddagi skuldabréfa Slátur-
félagsins er 1. október 1990 en
binditíminn lómánuðir. Gjald-
dagi skuldabréfa Kópavogs er
1. febrúar 1991 og binditíminn
14 mánuðir.
Fyrst um sinn verða bréfin
eingöngu seld hjá Kaupþingi.
Magnússon þjóðminjavörð-
ur um Þorstein og kýnni sín
af honum og Níels Hafstein
myndhöggvari fjallar um
stöðu hans innan myndlistar-
innar.
Sýningin í Nýlistasafninu
er opin virka daga frá kl.
16-20 en 14-20 um helgar.
Sýningunni lýkur 2. desem-
ber.
Laxastigi sem enginn
vill eiga
■ Einn lengsti fiskvegur
heims, var byggður af íslenska
ríkinu, í Laxá í Aðaldal, fyrir
átta árum. Framkvæmdin átti
að opna laxinum leið upp á
Urriðasvæðið, sem er ofan
efstu virkjunar. Svæðið er
þrjátíu kílómetra langt, og
þykir hið ákjósanlegasta til lax-
veiði. Ef þetta svæði opnaðist
laxinum, er einnig viðbúið að
Kraká, sem fellur í Laxá myndi
vcrða nýtanleg sem góð lax-
veiðiá. Þar er nú þokkalegasta
■ Þann4.nóvembersl. byrjaði
mikil kjötútsala í landinu
lambakjöt lækkaði um 20% og
við þá lækkun varð verð á heil-
um skrokk um 175 krónur kíló-
ið.
Að sögn Steinþórs Þorsteins-
sonar hjá Afurðasölu Sam-
bandsins hefur útsalan gengið
mjög vel og fyrstu 2 vikur út-
sölunnar seldust hátt í 400 tonn
ogerþaðu.þ.b. tveggja mánaða
sala venjulega. Meðalsala í
mánuði er á bilinu 200-250 tonn
og má því segja að nú liafi
mánaðarskammturinn selst á
einni viku. Steindór sagði að
það sýndi að almenningur
kynni vel að meta íslenska
lainbakjötið og hann hvatti fólk
eindregið til að gera góð kaup
og birgja sig upp af lambakjöti
áður en útsölunni lýkur sem
verður sennilega upp úr næstu
mánaðamótum. (nóv.-des.).
Hjá KEA á Akureyri fengust
þær upplýsingar að á tveimur
dögum t.d. hefðu selst um 60-70
tonn en heildartölur lágu ekki
fyrir en viðmælandi sagði að
salan hefði gengið mjög vel og
betur en menn þorðu að vona
svona rétt á eftir sláturtíðinni.
Hjá Kaupfélagi ísafjarðar
sagði Leifur Þórsson kjötiðnað-
armaður að kjötsalan hefði
gengið alveg þokkalega og þar
eins og á öðrum stöðum hefur
verið mikil eftirspurn eftir kjöt-
silungsveiði yfirsumartímann.’
Kráká er 30-40 kílómetra löng,
og er því óhemjuflæmi um að
ræða.
Ríkið vildi að bændur tækju
við eftirliti og viðhaldi með
fiskveginum, þegar frani-
kvæmdum var lokið. Bændur
eru ósáttir við það, og telja að
fullmikið sé í ráðist ef stiginn
yrði settur á þeirra herðar.
Þeir telja meðal annars að
rafmagnsgirðingar þær sem eru
í fiskveginum hafi ekki þjónað
tilgangi sem skyldi. Þá segja
þeir, að fiskvegurinn hafi verið
hannaður með það fyrir augum
að virkjunin fyrir ofan stigann
yrði keyrð með fullum afköst-
urn. Svo var ekki síðastliðið
sumar, og er vatnsmagn í fisk-
veginum þá talið vera of mikið.
Þessar ástæður eru helstar
nefndar, þegar bændur ræða af
hverju ekki sé gerlegt að taka
við stiganum.
Framkvæmdin sætti gagn-
rýni heimamanna þegar í hana
var ráðist og var hún kostnað-
arsöm.
inu og dæmi voru um það þar
vestra að fólk keypti sér allt að
4-5 skrokka í einu. Leifur sagði
að fjögur til fimmhundruð
skrokkar hefðu selst það sem af
er útsölunnar og venjulega er
ekki nein kjötsala svona rétt
eftir sláturtíðina „svo þetta hlýt-
ur að teljast mjög gott,“ sagði
Leifur að lokum.
Guðbjörg Þórisdóttir slátur-
hússtjóri á Egilsstöðum sagðist
ekki hafa tölur handbærar en
sagði að útsalan hefði gengið
mjög vel og mikil og mun meiri
eftirspurn væri eftir lambakjöt-
inu en venja er á þessum árs-
tíma. Hún sagði dæmi um það
að margir keyptu nokkra
skrokka í einu. Guðbjörg sagði
að lokum að hún vissi ekki
nákvæmlega hvenær útsölunni
lyki en það verður líklega þegar
kvótinn verður búinn, þ.e. 2000
tonnin.
Óskar Geirsson hjá SS á Sel-
fossi sagði að kjötsalan hefði
verið minni en hann bjóst við þó
salan hefði örvast talsvert við
lækkunina. Hann sagði að þeir
hefðu eingöngu nýtt kjöt en
víða annarsstaðar er gamla kjöt-
ið einnig á boðstólum á enn
lægra verði en það nýja. Óskar
sagðist ekki hafa tölur handbær-
ar en þær myndu liggja fyrir
þegar upp verður staðið frá
útsölunni sem hann vissi ekki
hvenær yrði.
Viðræður hcimamanna og
ríkisins fóru fram í vor, en
ekkert hefur verið rætt síðan.
Þó var það mikið áfall að
enginn lax gekk upp fiskveginn
í allt sumar, þrátt fyrir mikla
laxagegnd í Laxá þar fyrir
neðan. Telja bændur að það
stafi af því að virkjunin var
ekki keyrð með t'ullum afköst-
um, eins hönnun fiskvegarins
gerði ráð fyrir. Búist er við því
að viðræður hcimamanna og
ríkisins verði upp teknar að
nýju í vor, og standa vonir til
þess að hægt verði að leysa úr
málunum, þar sem mikið er í
húfi fyrir marga, þar sem Laxá
er.
Dýrt í Laxá á Ásum
Þegar er hafin sala á veiði-
leyfum í Laxá á Ásum. NT
frétti frá einum veiðimanni
sem var tímalega í því að
kaupa veiðileyfi. Dagurinn
kostaði hann þrjátíu þúsund
krónur, enda á besta tíma í
ánni, sem var besta laxveiðiáin
síðastliðið laxveiðitímabil.
■ Nokkrir fuglar Þorsteins á sýningunni en fuglarnir eru unnir í birki.
Fuglar og selir Þorsteins
Seltirningar huga að sjónvarpsmálum:
„Bíðum eftir útf ærslu
á nýju útvarpslögunum
- segir Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri