NT


NT - 22.11.1985, Síða 23

NT - 22.11.1985, Síða 23
Málefni aldraðra - um lagaleg réttindi þeirra ■ Pórir S. Guðbergsson mun sjá um þáttinn Málefni aldr- aðra sem er á dagskrá útvarps kl. 11.10 í dag. Að þessu sinni ætlar Þórir að taka fyrir fyrri hluta um fjöllunar um lög varðandi mál- efni aldraðra. Mest verður rætt um markmiðslýsingu laganna og skipulag í öldrunarþjónustu sveitarfélaganna um allt land. „Það hefur komið í ljós í mörgum af þeim bréfum sem þátturinn hefur fengið, að gamla fólkið spyr mikið um þessi lög og vill fá að fræðast eitthvað um þau,“ sagði Pórir aðspurður um þáttinn. „Það er greinilegt að upplýsingar og ráðgjöf um þessi mál vantar víða úti á landi, sérstaklega varðandi réttindi aldraðra.“ Þátturinn um málefni aldr- aðra hefur verið á dagskrá útvarpsins vikulega frá því í vor og er sá 37. í dag. Sagði Þórir að enn væri af nógu að taka, sífellt bærust bréf með spurningum og upplýsingum um þessi mál. T ónlistar- krossgátan ■ Tónlistarkrossgátan verð- ur á dagskrá Rásar 2 á sunnu- daginn kl. 15.00-16.00 í um- sjón Jóns Gröndal að venju. í þættinum er hlustendum gefinn kostur á því að svara einföldum spurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráða krossgátu í leiðinni. Lausnir sendist til: Ríkisút- varpsins Rás 2, Efstaleiti 1, 108 Reykjavík, merkt Tónlist- arkrossgátan. ný bandarísk sjónvarpsmynd ■ Robert Mitchum og Deborah Kerr í hlutverkum Carls og Saliy í myndinni Endurfundir. ■ Endurfundir (Reunion at Fairborough), heitir ný banda- rísk sjónvarpsmynd sem verð- ur föstudagsmynd sjónvarpsins í kvöld. Leikstjóri er Herbert Wise, en með aðalhlutverk fara Ro- bert Mitchum, Deborah Kerr, Red Buttons og Judi Trott. Efnisþráður myndarinnar er í stuttu máli þessi: Bandarísk- ur kaupsýslumaður Carl Hos- trup heimsækir lítið þorp í Bretlandi til fundar við félaga sína úr stríðinu, en þá hefur hann ekki séð í fjörutíu ár. Hann leitar einnig uppi fyrr- um unnustu sína frá þessum tíma, Sally, en margt óvænt kemur í ljós við endurfundinn við hana. Þýðandi er Jóhanna Þráins- dóttir. ■ í þættinum Málefni aldraðra í dag verður m.a. fjallað um lagaleg réttindi aldraðs fólks. Sjónvarp kl. 23.15: Utvarp kl. 11.10: Rás 2, kl. 15.00 sunnudag Endurfundir Föstudagur 22. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 71.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli tréhesturinn" eftir Ursulu Moray Williams Sigríður Thorlac- ius þýddi. Baldvin Hatldórsson les (20). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þátt- ur frá kvöldinu áður í umsjá Sigurð- arG. Tómassonar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dag- blaðanna. 10.40 „Ljáðu mér eyra“. Málfríð- ur Sigurðardóttir. (Frá Akureyri) 11.10 Málefni aldraðra. Umsjón: Þórir S. Guðbergsson. 11.30 Morguntónleikar Smálög eftir Arthur Honegger, George Auric, Germaine Tailleferre og Erik Satie. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Skref fyrir skref“ eftir Gerdu Antti. Guðrun Þórarinsdóttir þýddi. Margrét Helga Jóhannsdóttir les (23). 14.30 Upptaktur. - Guðmundur Benediktsson. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. a. Þrjú lög fyrir „blússveit" og sinfóniuhljóm- sveit op. 50 eftir William Russo. Sinfóníuhljómsveitin i San Fran- cisco leikur ásamt Siegel-Schwall hljómsveitinni. Seiji Ozawa stjórnar. b. Konsert fyrir rokkhljóm- sveit og sinfóniuhljómsveit eftir John Lord. Hljómsveitin „Deep Purple" leikur ásamt Konunglegu fílharmoníusveitinni í Lundúnum. Malcolm Arnold stjórnar. 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Þingmál. Umsjón: Atli Rúnar Halldórsson. 19.50 Daglegt mál. Margrét Jóns- dóttir flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. „Ég á orðið einhvern veginn ekkert föður- land“ Ágúst Vigfússon flytur hluta frásagnar sinnar. b. Kórsöngur. Skagfirska söngsveitin syngur undir stjórn Snæbjargar Snæ- bjarnardóttur. c. Jón kurfur. Rósa Gísladóttir les kafla úr bókinni „Mannaferðir og fornar slóðir eftir Magnús Björnsson á Syðra-Hóli. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.30 Frá tónskáldum Atli Heimir Sveinsson kynnir leikhústónlist. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags- ins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Kvöldtónleikar: Tónlist eftir igor Stravinsky. 22.55 Svipmynd. Þáttur Jónasar Jónassonar (Frá Akureyri). 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 00.05 Djassþáttur. - Tómas R. Ein- arsson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á RÁS 2 itl kl. 03.00. :áf? Föstudagur 22. nóvember 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Ásgeir Tómasson og Páll Þorsteinsson. HLÉ 14:00-16:00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdis Gunnarsdóttir. 16.00-18.00 Léttir sprettir Stjórn- a.ndi: Jón Ólafsson. Þriggja minútna fréttir sagðar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. HLÉ 20:00-21:00 Hljóðdósin Stjórnandi: Þórarinn Stefánsson. 21:00-22:00 Kringlan Tónlist úr öll- um heimshornum. Stjórnandi: Kristján Sigurjónsson. 22:00-23:00 Nýræktin Þátturum nýja rokktónlist, innlenda og erlenda. Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. 23:00-03:00 Næturvaktin Stjórnend- ur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar1. Föstudagur 22. nóvember 19.15 Á döfinni Umsjónarmaður Kari Sigtryggsson. 19.25 Jobbi kemst i klípu Þriöji þáttur. Sænskur barnamynda- flokkur í fm þáttum um sex ára dreng og tuskudýrið hans. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvis- ion - Sænska sjónvarpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Þingsjá. Umsjónarmaður Páll Magnússon. 21.30 Skonrokk Umsjónarmenn Har- aldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 22.15 Derrick. Sjötti þáttur. Þýskur sakamálamyndaflokkur. Aðalhlut- verk: Horst Tapperl og Fritz Wepper. 23.15 Endurfundir (Reunion at Fair- borough) Ný bandarísk sjónvarps- mynd. Leikstjóri Herbert Wixe. Aðalhlutverk: Robert Mitchum, De- borah Kerr, Red Buttons og Judi Trott. Bandariskur kaupsýslumað- ur fer til Bretlands til fundar viö félaga sína úr stríðinu sem hann hefur ekki séð í fjörutíu ár. Hann leitar einnig uppi fornvinu sina frá stríðsárunum og kemur margt á óvart við endurfundina. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 01.05 Fréttir í dagskrárlok. Föstudagur 22. nóvember 1985 23 BANG, BANG. Týndir í orrustu 'k'ki (Missing in Action) Aöaihlutverk: Chuck Norris, M. Emmet Walsh, Lenore Kasdorf, James Hong, David Tress. Leikstjóri: Joseph Zito Lengd: 101 mínúta Bandaríkin, 1984 Bönnuð yngri en 16 ára. ■ Týndir í orrustu er ekki hin dæmigerða Chuck Norris mynd. Norris hefur í þessari mynd snúið baki við hlutverki karate-meistarans og haldið yfir í aðra tegund ofbeldis. Pessi umskipti henta Norris vel og líklegt er að hann haldi áfram á sömu braut. Norris leikur gamla stríðs- hetju, James Braddock, sem er sannfærður urn að mörg hundruð hermenn, sem taldir voru týndir í Víetnam-stríð- inu séu cnn fangar kommún- ista (kannast einhver við þetta?). Þegar nefnd er send til Víetnam til að kanna málið lætur Braddock til leiðast að fara með. Þegar komið er til Ho Chi Minh borgar harðneita yfir- völd að þar sé nokkur banda- rískur fangi. Braddock lætur það ekki á sig fá og tekur að rífa kjaft og berja frá sér. Honum er vísað úr landi fyrir ósvífnina og hann heldur til Bangkok. Þar finnur hann vin sinn Tuck (M. Emmet Walsh) og í sameiningu tekst þeini að komast inn í Víet- nam. Leiðangur Braddocks ber árangur og hann heldur til Ho Chi Minh borgar mcð nokkra stíðsfanga í eftir- dragi. Eins og glögglega kemur fram er myndin á engan hátt raunsæ. Ólíklegt má telja að bitur hermaður geti upp á eigin spýtur tekist á við samanlagðan herafla Víet- nama, með því að koma upp um nokkra spillta stjórnmála- nienn, svona íleiðinni. Vel af sér vikið hjá kappanum sern sleppur úr háskanum án telj- andi óþæginda og í hreinum fötum (takið eftir því hvaö hann skiptir oft um föt). Norris er þögull mestan hluta myndarinnar og er það vel. En hann sýnir líkamlega burði á við Sylvestcr Stallone í First Blood og til þess cr jú leikurinn gerður. Einn af höfuðkostum myndarinnar er húmorinn. Hann vegur upp á móti of- beldinu og þeirri gegndar- lausu mannfyrirlitningu sern við verðum vitni að í Týndir í orrustu. Þeir sem hafa gaman af handalögniálum, byssugelti og góðum hasar ættu að tryggja sér eintak seni fyrst. MJA ■ Braddock (Chuck Norris) situr fyrir óvininum í Týndir í orrustu. --------------------------------------------------J

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.