NT - 23.11.1985, Blaðsíða 2

NT - 23.11.1985, Blaðsíða 2
Áttræð refa- skyttaogenn á hlaupum ■ Blessaður vertu, ég finn ekkert á hvaða aldri ég er og get enn hlaupið um fjöll og skroppið á sjó,“ segir hin aldna kempa Þórður Halldórsson frá Dagverðará en hann er áttatíu ára í dag. „Lífið er dásamlegt ef menn kunna bara að taka því eins og það kemur fyrir. Menn eiga ekki að hafa tauga- stríð út af einhverjum hégóma. Þegar ég lít til baka yfir farinn veg þá finnst mér þetta búið að vera svo stutt að þú trúir þvf ekki og nú segi ég satt. Maður á að sjá ljósglampann í tilverunni og horfa fram á við. Ég er búinn að vera refaskytta í 40 ár og í stríðinu sá ég 9 skip í tunglskini skotin niður. En þetta er allt liðið og þá á ekki að dvelja við það um of. Sumir horfa afturábak endilangan veginn og það drepur þá. Þórður endaði samtalið við NT á eftirfarandi vísu: Fátt er hraustum manni um megn. Magnaður iífsins galdur. Ellina klár ég komst í gegn og kominn á besta aldur. Þess má að lokum geta að vinir og ættingjar munu hylla Þórð í kvöld, laugardag, að Lýsuhóli í Staðarsveit og verður þar opið hús fyrir þá‘sem heilsa vilja upp á áttræðan ungling- inn. Ráðabrugg: Bjórfrumvarpið endurvakið!!! Flutningsmenn úr öllum þingflokkum ' _ r4W Jn iCm ■ Dropar líta nú aftur dagsins ljós eftir nokkra hvíld. Eflaust verða þeir lesendum NT til nokkurs fróð- leiks og skemmtunar eins og áður. Ef svo er ekki er full ástæða til að örvænta því að dropateljarinn er fullur og innihald hans mun skreyta síður blaðsins reglulega á næstunni. Eignalaus ríkisstjórn Matthías Bjarnason samgöngu- og viðskiptaráðherra hrópaði fyrir skömmu skoðanir sínar á okurlána- málum á hæstvirtu Alþingi. Hann sagðist telja að sá sem tekur okurlán með allt að 300% vöxtum gerist sekur um slíkt greindarleysi að við- komandi eigi ekki skilið að eiga eign. Ekki var svo að heyra að aðrir fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna mótmæltu þessari skoðun. Menn bíða nú spenntir eftir því að sjá hvort að innblástur ráðherr- ans leiði til þess að ávöxtur andagift- arinnar komi næst fram í formi stjórnarfrumvarps. Það yrði kynleg lesning. „Hverjum þeim er mælist hafa greindarvísitölu undir 100 stig- um er algerlega óheimilt að eiga fasteign. Heilbrigðisyfirvöldum skal falið reglubundið eftirlit." Nei annars! íslendingar geta ekki verið þekktir fyrir eignalausa ríkisstjórn og alþingismenn. Prófkjörskynning Ingva Hrafns Ræktarsemi Ingva Hrafns Jóns- sonar fréttastjóra sjónvarps við helstu prófkjörskandídata Sjálf- stæðisflokksins undanfarnar vikur hefur vakið skiljanlega athygli. Varla hefur fréttatími í sjónvarpi liðið án þess að borgarmálefni væri tekið fyrir með viðtali við einhvern úr hópi þeirra Sjálfstæðisflokks- manna sem vonast til að sitja í borgarstjórn eftir kosningarnar á komandi sumri. Það er mál manna að áhugi fréttastofu sjónvarps hafi aldrei fyrr, eða líklega síðar, verið jafn mikill á verklegum fram- kvæmdum borgaryfirvalda í Reykjavík. Þessi skammvinni áhugi er slíkur að jafnvel eru kynntar tillögur sem hugsanlega og eftil vill muni einhvern tíma verða fram- kvæmdar eftir umfjöllun réttra að- ila. Af þessu tilefni hafði blaðamaður NT samband við nefndan frétta- stjóra og bað um að fá sendan fréttalista yfir fréttatíma undan- farinna vikna. Ingvi Hrafn kvaðst ekki afhenda Pétri eða Páli slíkar upplýsingar en að hann myndi íhuga málið ef skrifleg beiðni bærist. Frjáls rekstur útvarps og sjónvarps lofar sannarlega góðu. Kverkatakið herðist Margir hafa undrast hversu grein- argóðar upplýsingar ýmsir lána- drottnar hins sáluga Hafskips hf. höfðu tiltölulega fjótlega um yfir- vofandi hrun fyrirtækisins. Hugsan- legar aðgerðir hinna erlendu aðila höfðu sem kunnugt er áhrif á gang málsins og enn er óljóst hver þáttur þessara lánadrottna verður. í stuttu máli sagt, kverkatakið á Hafskips- mönnum hertist enn frekar er fregn- in um væntanlegt gjaldþrot barst út fyrir strendur landsins. Nú herma rætnisfullar rægitungur að skrifstofa skipafélags í Reykjavík hafi sent öllum helstu viðskiptaaðil- um og lánadrottnum Hafskips hf. telex um leið og blaðran sprakk hér heima. Þar var greint frá stöðu mála og horfum. Ódýr og fljótvirk aðferð tilað gera Hafskipsmenn ögn samn- ingsliprari. Hér erum ^ við Nýbýlavegur Dalbrekka Auðbrekka angapreKka _ Alfholsvegur Hefur þu hugmynd um H~útsölunaí "húsin Við klippum veroið niður • Nærföt • Barnaföt • Skartgripir • Sælgæti • Blússur • Leikföng • Búsáhöld o.fl. • Handklæöi • Sængurverasett • Teygjulök • Skór • Skyrtur • Peysur • Snyrtivörur' • Gallabuxur H-húslð? Viö seljum umframbirgöir frá verksmiöjum, heildsölum og verslunum á eins hagstæöu veröi og hugsast getur allt árið um kring Auðbrekku 9, Kópávogi simi 44440

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.