NT - 23.11.1985, Blaðsíða 8

NT - 23.11.1985, Blaðsíða 8
Máisvarl frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Níels Árni Lund Framkvstj.: Guömundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: ÁskriH og dreifing 686300. ritstjórn 686392 og 686495, tækmdeild 686538. ÍIMINBÍ Verð í lausasölu 35 kr.og 40 kr. um helgar. Áskrift 400 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Það er nú það ■ í Staksteinum Morgunblaðsins í gær er fjallað um það sem þeir Morgunblaðsmenn nefna Arásir N.T. á Sjálfstæðisflokkinn. Þótf Morgunblaðið vilji ekki öllum stundum ganga undir það jarðarmen að vera stjórnað af Sjálfstæðisflokknum, þá rennur því blóðið til skyldunnar þegar á flokkinn er hallað. Nú skal það játað að það er hvorki Framsóknar- flokkurinn eða forsætisráðherra sem stýra skrifum N.T. en vera má að skoðanir þessara aðila falli oft og tíðum saman. Hitt er aftur á móti alveg ljóst að ekki eru nein tök á því fyrirstóran hluta þjóðarinn- ar að verasammála Sjálfstæðisflokknum umþessar mundir og m.a. hafa þær raddir heyrst í N.T. - Svona einfalt er það. Sjálfstæðisflokkurinn verður að átta sig á því að enda þótt hann sé stærsti flokkur þjóðarinnar þá leyfist honum ekki allt og auðvitað getur fylgi hans hrakað eins og annarra flokka, svo sem nýleg skoðanakönnun í Helgarpóstinum gefur til kynna. Þjóðin hefur tekið cftir því hvernig sjónvarpið hefur að undanförnu gefið frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum tæki- færi til að kynna sig. Um helgina fer fram prófkjör þeirra. Vissulcga er misjafnt fréttamat manna og einhverjir telja að þær fréttir sem frambjóðendurn- ir sögðueigi erindi í sjónvarpið en eftirtektarvert var hvað þær bera allar upp á svipaðan tíma. Margir cru undrandi og óánægðir með þetta. Þá fylgjast menn nieð umræðum um okurlán á Alþingi. Því verður ekki neitað að ræðuhöld Matthíasar Bjarnasonar viðskiptaráðherra vekja eftirtekt og nokkra undrun. Viðskiptaráðherrann bað menn að hafa það í huga að okurlánastarfsemi hefði viðgengist hér á landi í langan tíma og þar að auki fannst honum að þeir sem væru að bjarga eignum sínum með því að taka okurlán ættu ekki skilið að eiga eign. Hvað svo sem ráðherrum Sjálfstæðisflokksins finnst um þetta mál þá geta þeir ekki orðið undrandi þótt fólkið í landinu sé þeim ekki sammála. Hafi vaxtaokur viðgengist hér í langan tíma þá er tími til kominn að það verði upprætt. Við eigum ekki að láta það líðast og taka því með þcgjandi þögninni að einstaka menn græði óhófleg- ar fjárfúlgur með ólöglegum hætti. Hafi einn eða fleiri ráðherrar í ríkisstjórnum íslands vitað um slíkt athæfi, þá bar honum eða þeim að stöðva athæfið strax. Getur það verið að íslenskir ráðamenn séu svo vanir að sjá spillingu í fjármálum þjóðarinnar að þeir líti á hana sem eðlilegan hl.ut? Ef svo er þá er ekki nema vona að efnahagur þjóðarinnar sé slæmur. í þessu sambandi er einnig rétt að minna á stöðu Hafskips við Útvegsbankann og hvernig það mál hlýtur að skaða bankann fjármálalega og rýra hann trausti. Þjóðin vill fá að vita hvernig það mál er í raun og veru vaxið. Nú hefur verið farið fram á opinbera rannsókn í málinu og er það ekki óeðlilegt miðað við það sem á undan er gengið. Það er öllum fyrir bestu að sannleikurinn komi í ljós. Laugardagur 23. nóvember 1985 8 Vettvangur Gylfi Guðjónsson: Ár æskunnar á 20. öld ■ Frá ulda öðli hefur verið æðsti draumur flestra foreldra að koma börnum sínum til man’ns, eða svo skyldi maður ætla. Ýmsir örðugleikar verða á vegi foreldranna við þetta verkefni m.a. má þar tclja fram geðslag og hátterni for- eldranna sjálfra, aðrar aðstæð- ur og umhverfi, síðast en ckki síst þjóðskipulag sem viðkom- undi ungmenni býr við. A okkar dögum hefur æ meir orðiö vart við að ungt fólki gangi út á refilstigu, það sýni lífi sínu og annarra skeyt- ingarleysi og gangi á skjön við hiö kerfisbundna þjóðfélag scm þaö fæddist inn í. - Þéss vcgria hafa hin ráðandi öfl þeirra eldri í þjóðfélögunum sett upp allskyns ráð og stofn- anir til að afla gagna, halda fundi og vinna bug á þessum vanda. Það er unnið látlaust í málinu, haldnir fundir heima og crlcndis til að bera saman bækurnar. - Þrátt fyrir það halda unglingarnir áfram að gera eitthvað af sér í augum hinna cldri og reyndari. Mér varð því ekki um sel, þegar sírninn heima hjá mér hringdi skyndilega um kl. 19.00 í marsmánuði 1983, ég var beðinn að ákveða innan klukkustundar hvort ég tæki að mér að fara á ráðstefnu um vandamál ungs fólks í Strass- burg í Frakklandi 21.-26. mars 1983, en forföll hefðu oröið hjá manni þeim, sem senda átti. - Ég velti þessu fyrir mér, fannst vandinn mikill. Mér fannst ég tæpast hæfur óundir- búinn að takast þetta á hendur, en minntist þess, að ég hafði starfað í lögreglunni mörg ár. Laust fyrir kl. 20.00 gaf ég jákvætt svar, flaug til Luxem- burg daginn eftir ásamt öðrum manni, sem sendur var, Ragn- ari A. Þórssyni. Ragnarreynd- ist skemmtilegur ferðafélagi, og vel máli farinn og komu fram á ráðstefnunni mótaðar og athyglisverðar hugmyndir hans. Ferðalagið til Frakklands var skemmtilegt, ekið með lest frá Luxemburg um Þýskaland og inn í Frakkland. Þessi fall- egu lönd hafa upp á margt að bjóða fyrir þegna sína og æskulýð, margt sem við höfum ekki hér á norðlægri eyju. Mér sýndist ég sjá í gamalt virki á leiðinni, og gaddavír umhverf- is hulinn hávöxnu gulnuðu grasi. Þá varð mér hugsað til síðari heimsstyrjaldar, þessi ógn sem kom fram með svo undarlegum hætti. - Unga fólkið sem þá var og hét, hafði ckki beðið um þessi læti, en það tók að sjálfsögðu þátt í ieik fullorðna fólksins því allt ungt fólk er því marki brennt, að það vill taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem full- orðna fólkið hefur í frammi fyrir börnin sín. Lestin liðaðist áfram um sögufrægar slóðir Evrópu, en ég varð hugsi - til hvers hafði ég fæðst og hvert var erindi mitt inn í þessi lönd... í Strassburg eru höfuðstööv - ar Evrópuráðsins (Evrópu- þingið, alþjóðleg samtök ungs fólks og Mannréttindadóm- stóllinn.) Það var hálfkalt á höfuðstaö allra þessara mann- réttinda Evrópu, er íslenska sendinefndin hélt sína innreið. Við útjaðar borgarinnar mátti þó sjá eina og eina rollu kroppa grængresið. Við komum á sunnudegi, á mánudagsmorgni hófst ráð- stefnan. Það var mikil vinna þessa sex daga, byrjað snemma og stundum sétið til kl. 21.00 á kvöldin. - Við íslendingarnir urðum þeirrar ánægju aðnjót- andi að hitta þarna um hádeg- isveröarleytið á miðvikudegin- um Þór Vilhjálmsson, hæsta- réttardómara og Unnar Stef- ánsson frá Sambandi ísl. sveit- arfélaga. Þeir sýndu okkur þingsal Evrópuþingsins, þar sem íslendingar eiga þrjá full- trúa. Þingsalurinn er gífurlega fallegur og íburðarmikill, enn- fremur sýndu þeir okkur vmsa aðra aðstöðu.Evrópuráðsins. - Báðir þessir menn voru að gegna þarna skyldustörfum um þetta leyti, Unnar fyrir sveitar- félögin og Þór sem dómari fyrir íslands hönd hjá Mann- réttindadómstólnum. Umræður ráðstefnunnar snerust mest hvað varðaði undirbúning og kynningu fyrsta daginn. Síðan snerust umræðurnar að því hvað væri æska, eða í rauninni hve Iengi æskan varaði hjá fólki. Hver mörkin væru þegar maður hætti að vera ungur. Ég, sem kom svo uppfullur af vanda- málum unga fólksins varðandi atvinnumál, tómstundir, hús- næðismál, leiðindi og grautfúlt fullorðið fólk, fékk ekki sam- hengi í það hvernig vel skipu- lögð ráðstefna í miðri Evrópu gat fengið sig til að gera þetta að aðalumræðuefni. - Hol- lendingur nokkur, sem að jafn- aði hélt góðar tölur, óskaði eftir því að æska fólks mældist eftir skólagöngu. Þá var síðan rifist um það, ef fólk væri í háskóla fram á fertugsaldur, hvort það væri enn á æskualdri. Inn í þetta fléttaðist fjármagn sem ríkisstjórnir létu af hendi rakna til „æskufólks'-. Ég hafði grun um að þessi maður væri að undirbúa prófkjör fyrir sig heima í Hol- Íandi, því hann eyddi tveimur dögum ráðstefnunnar í þetta karp. Reyndar vorum við sam- ferða seinna til Luxemburg í lest og hann óskaði eftir að hafa samband við mig ef hann kæmi einhverntíma til íslands með konuna og drengina tvo. Ég setti upp gamalkunnugt andlit frá ísíandi, sem-kallað er hundshaus, tók ekki þátt í umræðum, lét þetta fólk um karpið sitt varðandi endalok æskunnunar. - Á miðvikudegi var ég spurður, hvers vegna ég væri svo fúll. Svarið var að mér kæmi undarlega fyrir sjónir þessar umræður um æskuárin, án þess að festa sjónir á vanda- málum unga fólksins. - Reynd- ar kom fram í máli Hollend- ingsins, að 50% ungs fólks í Hollandi væri atvinnulaust og það væri vandamál. Mjög at- hyglisverð kona frá Sviss, Monika Spinatsch að nafni, gaf út þá yfirlýsingu að ráð- stefnan væri tómt orðarugl sem enginn skildi - það væri ruglað um æskutímann, mcnn frá Skandinavíu kæniu inn löngu eftir setningu ráðstefnunnar létu ljóst sitt skína um okki nokkurn skapaðan hlut. (Mig minnir að eftir allt karpið hafi endir æskunnar orðið um 19 ára). Eftir að Monika komst á skrið, skýrði hún frá því að æskulýðsmiðstöðvar hefðu verið settar upp víða um Evr- ópu. Unga fólkið, sem væri vandamál í þjóðfélögunum sneiddi fram hjá þessum húsum. Þetta fólk kærði sig ekki um nein afskipti af þjóð- félagskerfum. Þetta fólk settist upp í járnbrautalestir, tvö, þrjú. fjögur eða fleiri saman, Öfgar markaðshyggjunnar eru farnar að móta viðskiptasiðgæði islendinga Á okurhneykslið sér formælendur? ■ Þðð er fróðlegt að fylgjast með blöðum hægri aflanna og markaðshyggjupostulanna þessa síðustu daga, hvort sent það cr Morgunblaðið, blað gömlu, hreinlífu háklerkanna. eða Dagblaðið Vísir, blað hinna nýríku. blað gervifrjáls- hyggjunnar um fram allt. Hafa menn tekið eftir því að Dagblaðið Vísir, sem venju- lega kallar sjálft sig DV, á í hálfgerðu basli upp á síðkast- ið? Þetta gerist á þeim tíma, þegar meira og magnaðra fréttaefni (og leiðaraefni) berst blöðum landsins en dæmi eru um í áraraðir. Hafa naumast stærri atburðir orðið í fjár- málalífmu í seinni tíð en okur- hneykslið og rekstrarvandræði Hafskips h/f. Málin eru inn- byrðis ótengd, en stórmál hvort um sig og einstæð að sínu leyti. Getgátur og gróusögur Það vekur athygli að Dag- blaðið Vísir fer sér hægt í skrifum uni okurmálin. Þar fer blaðið með löndurn og hættir sér ekki út á neinn ólgusjó fullyrðinga ogofsafrétta. Blað- ið varar lesendur við getgátum og gróusögum, sem á kreiki eru í skammdegismyrkri höfuðborgarinnar um aðild manna að þessu hneyksli. Ekki skal þessi afstaða Dag- blaðsins Vísis löstuð, því að síst er það hlutverk fjölmiðla að ala á gróusögum. En samt munu margír verða til þess að veita þessari gætni Dagblaðs- ins Vísis eftirtekt, því að ekki hafa aliir gleymt hlut forvera þessa blaðs (Dagblaðsins sem þá var og gamla Vísis í umfjöll- un stórglæpamála sem uppi voru fyrir 8-10 árum. Þá var ekki svo mjög varað við getgát- um og gróusögum. Það er gott að arftakarnir, sem nú ráða sameinuðu blaði, hafa lært af reynslu forvera sinna um að ekki skuli ýta undir gróusögur. Batnandi mönnum er best að lifa. Skelfilegt mál. Okurmálið er skelfilegt mál og nauðsynlegt að komast fyrir rætur þess. Þar verður fyrst og fremst að treysta iögreglu- og dómsyfirvöldum, og blöðin ættu að sameinast um að gera kröfur á hendur réttum yfir- völdum að rannsaka þessi mál svo vandlega sem frekast er kostur og draga þá sem brot- legir eru til dóms og láta þá svara til saka eins og lög segja fyrir um. Okurstarfsemina verður að uppræta. Blöðin ættu að sameinast um það að krefjast aukins lögreglueftirlits og virkrar dómgæslu í okur- málum og skattsvikamálum. Þar liggur heiður þessarar þjóðar við. Umræðan um „frelsið11 En hvað sem dómsmálum líðuroghvers konarforvarnar- starfi í löggæslu og eftirrekstri yfirvalda gagnvart lögbrotum, sem þegar hafa átt sér stað, þá væri ástæða til að hyggja að því, hvort almenn stjórnmála- umræða eins og hún hefur verið að þróast á síðustu árum, á ekki sinn þátt í þessari miklu fyrirferð okurmálsins, sem nú er mest rætt um. Allt skrafið um markaðsfrelsið, þ.á.m. vaxtafrelsið, og hvers konar hegðunarfrelsi, svo í kaup- sýslu- og bankastarfsemi sem í lifnaðarháttum yfirleitt. er far- ið að segja til sín í uppátækjum íslenskra fjármálamanna. Þeim er upp á lagt að vera djarfir í athöfnum sínum, enda leiti dirfska þeirra ..jafnvægis". auk þess sem þeim er innrætt

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.