NT - 23.11.1985, Blaðsíða 18
Messur í Reykjavík
Guðsþjónustur í Reykjavík-
urprófastsdæmi sunnudaginn 24.
nóvemher 1985.
Árbæjarprestakall
Barnasamkoma í Foldaskóla í
Grafarvogshverfi laugardaginn
23. nóv. kl. 11 árdegis. Barna-
samkoma í safnaðarheimili Ár-
bæjarsóknar sunnudag kl. 10.30.
árdegis. Guðsþjónusta í safnað-
arheimilinu kl. 14. Organleikari
Jón Mýrdal. Allt eldra fólk í
sókninni sérstaklega boðið vel-
komið til guðsþjónustunnar.
Samvera og dagskrá að messu
lokinni. Gísli Sigurbjörnsson
forstjóri flytur ræðu og Unnur
Jensdóttir syngur einsöng við
undirleik Vilhelmínu Ólafsdótt-
ur. Kaffiveitingar í boði Kvenfé-
lags Árbæjarsóknar. Miðviku-
dag 27. nóv.: Fyrirbænasam-
koma í safnaðarheimilinu kl.
19.30. Sr. Guðmundur Þor-
steinsson.
Áskirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Vænst er
þátttöku fermingarbarna og for-
eldra þeirra. Sr. Árni Bergur
Sigurbjörnsson.
Breiðholtsprcstakall
Laugardag: Barnasamkoma kl.
11. Sunnudag: Messa kl. 14
KFUM og K í Breiðholti tekur
þátt í guðsþjónustunni.
Sr. Lárus Halldórsson.
Bústaðakirkja
Barnasamkoma kl. II. Sr. Sól-
veig Lára Guðmundsdóttir.
Guðsþjónusta kl. 14. Lesari:
Stella Guðnadóttir. Organisti
Guðni Þ. Guðmundsson. Æsku-
lýðsfélagsfundur þriðjudags-
kvöld. Félagsstarf aldraðra mið-
vikudagseftirmiðdaga. Sr.
Ölafur Skúlason.
Dómkirkjan
Laugardag: Barnasamkoma í
kirkjunni kl. 10.30. Sr. Agnes
M. Sigurðardóttir. Sunnudag:
Messa kl. 11. Sr. Þórir Steph-
ensen. Messa kl. 14. Sr. Agnes
M. Sigurðardóttir. Dómkórinn
syngur við báðar messurnar.
Órganleikari Marteinn H.
Friðriksson.
Elliheimilið Grund
Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Áre-
líus Níelsson.
Fella- og Hólakirkja
Laugardagur: Kirkjuskóli fyrir
börn 5 ára og eldri í kirkjunni
við Hólaberg 88 kl. 10.30.
Barnasamkoma í Hólabrekku-
skólakl. 14. Sunnudag24. nóv.:
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti:
Guðný Margrét Magnúsdóttir.
Æskulýðsfélagsfundur mánu-
dag 25. nóv. kl. 20.30. Sr.
Hreinn Hjartarson.
Grensáskirkja
Barnasamkoma kl. 11. Mcssa
kl. 14. Fyrirbænir eftir messu.
Organisti Árni Arinbjarnarson.
Biblíulestur þriðjudag kl. 20.30.
Umræður og kaffisopi á cftir.
Sr. Halldór S. Gröndal.
Hallgríinskirkja
Laugard. 23. nóv.: Félagsvist í
safnaðarsal kl. 15. Sunnudag:
Barnasamkoma og messa kl.
11. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10
þriðjudag 26. nóvember.
Fimmtudag: Opið hús fyrir aldr-
aðakl. 15.30.
Landspítalinn
Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Ragn-
ar Fjalar Lárusson.
Háteigskirkja
Messa kl. 10. Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Arngrímur
Jónsson. Messa kl. 14. S. Tómas
Sveinsson.
Kársnesprestakall
Barnasamkoma kl. 11 í félags-
heimilinu Borgum. Messa í
Kópavogskirkju kl. 14. Organ-
isti Kjartan Sigurjónsson. Sr.
Guðmundur Örn Ragnarsson.
Langhnltskirkja
Óskastund barnanna kl. 11.
Söngur-sögur-myndir. Þórhall-
ur, Jón o.fl. Guðsþjónusta kl.
14. Organisti Jón Stefánsson.
Prestur sr. Sigurður Haukur
Guðjónsson. Sóknarnefndin.
Laugarnesprestakall
Laugardag 23. nóv.: Guðsþjón-
usta í Hátúni 10B 9. hæð kl. 11.
Sunnudag 24. nóv.: Barnaguðs-
þjónusta kl. II. Messa kl. 14.
Sr. Ingólfur Guðmundsson
messar. Þriðjudag 26. nóv.:
Bænaguðsþjónusta kl. 18.
Fimmtudag 28. nóv.: Fræðslu-
kvöld. Grétar Sigurbjörnsson
ræðir um orsakir kvíða. Tónlist
á vegum organista kirkjunnar.
Sóknarprestur.
Neskirkja
Laugardagur: Félagsstarfið kl.
15. Guðmundur Benediktsson
ráðuneytisstjóri segir sögu ráð-
herrabústaðarins. Sr. Frank M.
Halldórsson. Sunnudag: Barna-
samkoma kl. 11. Sr. Guðmund-
ur Óskar Ólafsson. Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Frank M. Hall-
dórsson. Mánudagur: Æsku-
lýðsstarfið kl. 20. Miðvikudag-
ur: Fyrirbænamessa kl. 18.20.
Sr. Frank M. Halldórsson.
Þriðjudag og fimmtudag kl. 13-
17, opið hús fyrir aldraða.
Seljasókn
Barnaguðsþjónusta í Öldusels-
skóla kl. 10.30. Barnaguðs-
þjónusta í Scljaskólanum kl.
10.30. Guðsþjónusta í Öldusels-
skólanunt kl. 14. Altarisganga.
Fyrirbænasamvera í Tindaseli
3, þriðjudag 26. nóv. kl. 18.30 .
Fundur í æskulýðsfélaginu
þriðjudag 26. nóvember kl. 20.
í Tindaseli 3. Sóknarprestur.
Seltjarnarnessókn
Barnaguðsþjónusta kl. 11 í sal
Tónlistarskólans. Sr. Frank M.
Halldórsson.
Borgarspítalinn
Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Sig-
finnur Þorleifsson.
Fríkirkjan
Almenn guðsþjónusta kl. 11.
Ath. breytta messutíma. Frí-
kirkjukórinn syngur. Orgelleik-
ari Pavel Smid. Sr. Gunnar
Björnsson.
Óháði söfnuðurinn
Barnamessa verður í kirkju
Óháða safnaðarins sunnudag-
inn 24. nóvember kl. 10.30. Á
dagskrá eru t.d.: hreyfisöngvar,
sálmar, bænakennsla, sögur,
myndasögur, útskýringar á
biblíutextanum í myndum,
kvikmyndir og margt fleira.
Séra Þórsteinn Ragnarsson.
Hrófbjargastaðaætt
Niðjar Benjamíns Jónssonar og Katrínar
Markúsdóttur, Hrófbjargastöðum, Kolbeins-
staðahreppi. Hittumst á spilakvöldi á Hótel
Hofi, Rauðarárstíg 18, föstudaginn 29. nóv.
1985 kl. 20.30.
Bingó fyrir börnin.
Nefndin.
Laugardagur 23. nóvember 1985 18
Ellert Jónsson
fyrrverandi bóndi í Akrakoti
Fæddur 18. maí 1903
Dáinn 16. nóvember 1985
Ellert Jónsson áður bóndi í
Akrakoti, Innri-Akranes-
hreppi, andaðist í Sjúkrahúsi
Akraness 16. nóv. sl. Útför
hans verður gerð í dag kl. 11.30
frá Akraneskirkju.
Ellert var fæddur að Vatns-
hömrum í Andakílshreppi,
þann 18. maí 1903. Foreldrar
hans voru hjónin Jón Guð-
mundsson frá Auðsstöðum og
Sigríður Þorsteinsdóttir frá
Hofsstöðum í Hálsasveit í Borg-
arfjarðarsýslu. Hann var næst
elstur átta barna þeirra hjóna.
Eftir 25 ára búskap á Vatns-
hömrum fluttu foreldrar hans
að Ytri-Görðum í Staðarsveit
og áttu þar heimili til æviloka.
Þar kom snemma í ljós að
Ellert var búinn góðum náms-
hæfileikum og hafði áhuga fyrir
því að njóta meiri menntunar,
en stutt farkennsla gaf á þeirri
tíð. Þá var fátt um skóla og
mikill vandi að kljúfa þann
kostnað sem skólagöngunni
fylgdi. Þetta tókst Ellert þó með
harðfylgi og komst í Hvítár-
bakkaskólann í Borgarfirði,
þegar hann var 17 ára. Þar
dvaldi hann við nám í tvo vetur.
Skólaganga þessi varð honum
mikils virði, eins og svo mörgum
jafnöldrum hans. Hann bar
svipmót hennar alla ævi. Hún
tendraði hjá honum sjálfstraust
og þá innri glóð, sem aldrei
kulnaði. Áhugi fyrir sögu bjóð-
arinnar ogbókmenntum. Áhugi
fyrir stefnum og straumum í
þjóðfélaginu- félagshyggju og
mannrækt. Skólagangan gaf
honum sýn og lyfti anda hans
upp fyrir grámóðu hversdags-
leikans. Erfiðleikar lífsins -
baslið og fátæktin - sem flestum
fylgdi fram eftir öldinni. urðu
léttbærari. Hann drakk Islend-
ingasögurnar í sig og á ferðum
um sögurík héruð, hvarf hann á
vit fortíðarinnar og sá í anda
löngu liðna atburði, eins og þeir
hefðu gerst nýlega. Kunni skil á
kennileitum, sem greint er frá í
sögunum og gat bent á þau.
Mundi samtöl og mannlýsingar
- baráttu og örlög ættanna- svo
að með ólíkindum var. Ég átti
nokkrar ferðir með honum um
Borgarfjörð og Dalasýslu upp
úr 1960 og er mér söguþekking
hans mjög minnisstæð.
Ellert var í eðli sínu mikill
félagshyggjumaður. Samvinnu-
stefnan átti hug hans allan,
enda lagði hann henni lið með
margvíslegum hætti. Var lengi í
stjórn Kaupfélags Suður-Borg-
firðinga á Akranesi og formaður
í all mörg ár. Var hann mjög
virkur í þeim störfum. í stjórn-
málum var hann áhugasamur og
fylgdist þar vel með öllu. Kunni
góð skil á störfum og stefnu
flokkanna á þessari öld. Fram-
sóknarflokknum fylgdi hann
einarðlega að málum og talaði
oft á fundum hér áður fyrr.
Hann hafði sjálfstæðar skoðan-
ir. Varskýríhugsunogeinbeitt-
ur í málflutningi. Aldrei tók
hann til máls, nema að hann
hefði eitthvað til málanna að
leggja. Hann var fáorður, en
gagnorður. Flutti mál sitt af
sannfæringu og var eftir orðum
hans tekið. Hann var sérstakur
persónuleiki, sem athygli vakti.
Röddin gat verið há og hvell.
Augnatillitið með ýmsum hætti,
eins og til að undirstrika mál-
flutninginn. Hann gat verið
beinskeyttur en aldrei ósann-
gjarn.
Árið 1925 kvæntist Ellert,
Ólafíu Guðrúnu Björnsdóttur
frá Rein í Innri-Akrneshreppi.
Heimili sitt stofna þau í Reykja-
vík, en flytja ári síðar að Sól-
mundarhöfða á Akranesi, þar
sem þau búa í 13 ár. Jafnhliða
búskapnum stundaði Ellert sjó-
mennsku á vetrarvertíð, bæði
frá Akranesi og einnig suður í
Garði og Sandgerði. Árið 1938
kaupir hann jörðina Akrakot í
Innri-Akraneshreppi, sem hafði
verið í eyði um tíma og nær
húsalaus. Þar tekur hann til við
byggingar og ræktun. Að Akra-
koti flytur hann svo í fardögum
1939. Býr þar góðu og gagn-
sömu búi í 25 ár og hefur síðan
verið kenndur við þann stað.
Næst byggir hann íbúðarhús í
landi jarðarinnar, sem hann
nefndi Teig. Þar stundaði hann
garðrækt og rak jafnframt
hænsnabú fram undir 1980 að
draga tók úr starfsþreki hans.
Ellert var hagsýnn og dugleg-
ur bóndi og í Akrakoti vegnaði
honum vel. Hann var ræktunar-
maður af lífi og sál og fagnaði
því að geta yfirgefið sjómennsk-
una og helgað sig búskapnum
eingöngu, eftir að hann flutti í
Akrakot. Hann var barn sveit-
arinnar, sem hafði tekið ást-
fóstri við gróðurmoldina og
kunni góð skil á þeim miklu
möguleikum, sem hún veitir
árvökrum ræktunarmanni.
Garðrækt stundaði hann jafnan,
ásamt hinum hefðbundnu bú-
greinum, með góðum árangri.
Ellerts verður alltaf minnst sem
góðs bónda og lifandi félags-
málamanns.
Það var mikið áfall fyrir
Ellert, þegar Ólafía kona hans
andaðist vorið 1981. Hún bjó
honum hlýlegt og fallegt heim-
ili, sem hann kunni vel að meta,
enda var hún á allan hátt mikil-
hæf húsmóðir. Börn þeirra voru
þrjú, sem upp komust. Þau eru
talin í aldursröð: Guðbjörg gift
Jóhanni Stefánssyni skipasmið
á Akranesi, Sigríður gift Baldri
Gunnarssyni garðyrkjumanni í
Kópavogi og Björn er var
kvæntur Guðrúnu Kjartans-
dóttur. Tóku þau við búi í
Akrakoti af Ellert. Björn var
harðduglegur maður, en lést
haustið 1984, langt um aldur
fram. Þá ólu þau upp frá frum-
bernsku Erlu Hansdóttur og
reyndust henni sem bestu for-
eldrar. Hún er gift Ársæli Ey-
leifssyni sjómanni á Akranesi.
Eftir andlát Ólafíu 1981 flutti
Ellert á heimili Guðbjargar
dóttur sinnar að Jaðarsbraut 21
á Akranesi. Naut hann þar ást-
úðar og umhyggju dóttur sinnar
og tengdasonar, sem var honum
mikils virði, er heilsu tók að
hnigna. Var hann mjög þakklát-
ur fyrir það athvarf, sem hann
átti þar síðustu 4 árin.
Þótt Ellert í Akrakoti sé horf-
inn sjónum samtíðarmanna
sinna, er mynd hans skýr í
hugum okkar allra, sem kynnt-
ust honum eða unnum með
honum að ýmsum málefnum.
Svo sérstæður var hann að ytra
útliti og allri gerð. Hann gat
stundum verið svolítið hrjúfur
og viðskotaillur í viðmóti, glett-
inn og háðskur, en undir sló
hlýtt og viðkvæmt hjarta, sem
aldrei mátti aumt sjá. Hann var
sannur vinur þeirra, sem höllum
fæti stóðu í lífsbaráttunni, en lét
vel að snúast hart gegn hroka og
yfirgangi, hvar sem hann birtist.
Gat hann þá verið ómyrkur í
máli og hárbeittur, því hann var
greindur vel. Vinum sínum var
hann trygglyndur og umhyggju-
samur og vildi veg þeirra sem
mestan. Hann var fróður og
stálminnugur og hafði frá mörgu
að segja.
Að leiðarlokum minnist ég
hans með þakklæti og virðingu.
Vandamönnum hans öllum
sendi ég einlægar samúðar-
kveðjur.
Dan. Ágústínusson
Laugardaginn 23. nóvember,
verður Ellert Jónsson, fyrrum
bóndi í Akrakoti, Innri-Akra-
neshreppi, jarðsunginn, frá
Akraneskirkju. Ellert ólst upp
hjá foreldrum sínum, að Vatns-
hömrum, í Andakíl og dvaldist
þar fram um tvítugsaldur. Hann
stundaði nám að Hvítárbakka,
tvo vetur. Þetta þótti allmikið
nám í þá daga, og ber hinum
unga bóndasyni vott um námfýsi
og dugnað. Árið 1925 giftist
Ellert Ólafíu Björnsdóttur, frá
Rein, í Innri-Akraneshreppi.
Þau hjónin, Ellert og Ólafía,
dvelja eitt ár í Reykjavík. Flytja
að Sólmundarhöfða, við Akra-
nes, árið 1926 búa þar uns þau
flytja að Akrakoti í Innri-Akra-
neshreppi 1938. Býlið, Akrakot
er landlítið. Jörðin þarfnaðist
umbóta. Ellert stundaði bú-
skapinn af elju og dugnaði.
Stækkaði túnið, breytti fúamýr-
um í gróðurlendi. Bætti húsa-
kost jarðarinnar og stundaði
garðyrkju um árabil. Þess skal
getið að í Akrakoti bar snyrti-
mennskan búendunum gott
vitni, utanhúss og innan. Ellert
vann ýmis trúnaðarstörf fyrir
sína sveit. Var deildarstjóri í
Kaupfélagi Akraness fyrir sitt
umdæmi. Þessu starfi fylgdi
mikil vinna. Fleira mætti nefna.
Einn af mörgum eiginleikum
þessa mæta manns, var hjálpfýs-
in. Ellert vildi hvers manns
vanda leysa, er til hans leitaði.
Mætti þar nefna mýmörg dæmi,
sem ekki er unnt að gera skil í
stuttri minningagrein. Hitt skal
sagt, að til hans leitaði ég oft, er
með þurfti. Jafnan brást Ellert
vel við, hvernig sem á stóð.
Ellert átti við vanheilsu að
stríða, síðustu ár ævinnar. í
ellinni dvelur hann á heimili
Guðbjargar dóttur sinnar, á
Jaðarsbraut 21 Akranesi. Ellert
er þá orðinn ekkjumaður, en
einmanna er hann ekki. Hjá
Guðbjörgu, dóttur sinni og
hennar mæta manni, Jóhanni
Stefánssyni skipasmið, naut Ell-
ert þeirrar umhyggju og aðbún-
aðar, sem þau gátu bestan veitt.
Ellert lést á sjúkrahúsi Akra-
ness, eftir fárra mánaða legu
þar.
Börn þeirra hjóna, Ellerts og
Ólafíu, voru þrjú. Guðbjörg,
Sigríður og Björn, sem er látinn
fyrir fáum árum. Þau, Ellert og
Ólafía, tóku til fósturs, Erlu
Hansdóttur, og ólu hana upp,
sem sitt barn. Erla naut mikils
ástríkis á heimili fósturforeldra
sinna.
Vertu sæll vinur minn.
Minningarnar lifa, ferskar og
hlýjar. Innilegar samúðarkveðj-
ur, til aðstandenda hins látna,
frá mér og konu minni.
Pór var kært að kynnast,
koma í bæinn þinn.
Ávallt mun þín minnast,
mæti vinurinn.
Minning Ijúf æ lifir,
leynist tengibrú,
okkar kynnum yfir,
ei mér gleymist þú.
Tryggur, trúr í starfi,
traustur, mætur þegn.
Þú varst einn hinn þarfi
þér var ei um megn,
ýmsum vörn að veita,
verja málstað þann.
Heiðarleikans leita,
lífs um hyggjurann.
Kveðju kæra sendi.
Kristi þig ég fel.
Guðs í helgri hendi
hæsta sælu tel.
Vertu sæll, þig vefji
vináttunnar gjöf.
Hugi okkar hefji
hátt, frá dauða og gröf.
Þórarinn Elís Jónsson
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar
á afmælis- og eða
minningargreinum í
blaðinu, er bent á, að
þær þurfa að berast
a.m.k. tveim dögum
fyrir hirtingardag. Þær
þurfa að vera vélritaðar.