NT - 23.11.1985, Blaðsíða 7

NT - 23.11.1985, Blaðsíða 7
Utlönd ■ Grænfriðungar mótmæla fyrir utan réttarsalinn í Auckland þar sem frönsku leyniþjónustumennirnir voru dæmdir. Grænfriðungar krefjast þess að yfírmönnum leyniþjónustunnar, sem fyrirskipuðu árásina á Rainbow Warrior, verði refsað. Nýja Sjáland: Frönsku hryðjuverka- njósnararnir dæmdir Aucldand-París-Reuter: ■ Alain Mafart og Dominique Prie- ur kapteinn, voru í gær dæmd í tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að sprengiárás frönsku leyniþjónustunnar á græn- friðungaskipið Rainbow Warrior á Nýja Sjálandi. Mafart, sem er 35 ára, og Prieur, sem er 36, viðurkenndu við réttar- höldin að hafa unnið skemmdarverk og valdið dauða eins áhafnarmeðlims með árásinni á Rainbow Warrior í höfninni í Auckland 10. júlí síðastlið- inn. Mafart og Prieur notuðu fölsuð svissnesk vegabréf þegar þau komu til Nýja Sjálands í sumar til að vinna skemmdarverk á grænfriðungaskip- inu. Franska stjórnin hefur beðist afsökunar á árásinni en jafnframt neitað að framselja aðra leyniþjón- ustumenn sem tóku þátt í henni. Við réttarhöldin líkti ákæruvaldið leyniþjónustumönnum við hryðju- verkamenn. En í viðtali við franska útvarpið í gær sagði Prieur að sér hefði aldrei liðíð eins og hryðjuverkamanni heldur hafi hún einungis verið að framfylgja fyrirmælum yfirboðara sinna. Paul Quiles varnarmálaráðherra Frakka segir að franska stjórnin muni nú leggja allt kapp á að fá Mafart og Prieur send til Frakklands og franska dagblaðið Le Monde hefur eftir heim- ildarmönnum innan frönsku stjórnar- innar að búist sé við því að þau fái að koma aftur til Frakklands innan þriggja mánaða. En David Lange forsætisráðherra Nýja Sjálands hefur neitað því að nokkrar samningaviðræður fari fram um njósnarana sem verði refsað í samræmi við nýsjálensk lög. Forystumenn grænfriðunga hafa gagnrýnt Frakka harðlega fyrir að hlífa yfirmönnum leyniþjónustunnar sem hafi gefið fyrirskipun um árásina á Rainbow Warrior. Þeir séu hinir raunverulegu glæpamenn í þessu máli. Ungbarnadauði glasagetinna barna meiri en rúmgetinna Melbourne-Reuter. ■ Ungbarnadauði barna sem eru getin utan legs í tilraunaglösum er fjórum sinnum algengri en barna sem eru getin með hefðbundnum samför- um samkvæmt niðurstöðu rannsókn- ar sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið gera í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Rannsókn náði yfir 909 þunganir með aðstoð tæknifrjóvgunar á undan- förnum fimm árum. Hún leiddi í ljós að 4,7% barnanna fæddust andvana eða létust innan fjögurra vikna sem er fjórum sinni hærra hlutfal! en almennt í þessum löndum. Paul Lancaster, sem hafði yfirum- sjón með rannsókninni, sagði á al- þjóðafundi lækna, sem nú stendur yfir í Ástralíu, að mjög algengt væri að börn sem væru getin á þennan hátt fæddust fyrir tímann sem væri helsta orsökin fyrir háu dánarhlutfalli þeirra. Utanríkisráðherra Nicaragua fylgir fordæmi Gandhis Nýja Delhi-Reuter. ■ Miguel d’Escoto utanríkisráð- herra Nicaragua, sem nú er í heim- sókn í Indlandi, fastaði í gær frá sólarupprás til sólarlags og bað fyrir friði í heimalandi sínu. Utanríkisráðherrann sagðist með þessu vilja feta í fótspor indversku sjálfstæðishetjunnar Mahatma Gandhi sem lést árið 1948. Hann fór í indverska skykkju og heimaofnar baðmullarbuxur og settist ásamt sendiherra Nicaragua í Nýja Delhi við minnismerkið um Mahatma Gandhi sem er á bakka Yamun- fljótsins. Forvitnir ferðamenn söfnuðust saman í kringum d’Escoto og fylgdust með honum. D’Escoto, sem var áður kaþólskur prestur, sagði blaðamönn- um að fastan væri friðsamleg mótmæli gegn íhlutun Bandaríkjanna í málefni Nicaragua. Hann sagði að stuðningur Bandaríkjastjórnar við hægriskæruliða í Nicaragua væri helsta hindrunin í vegi fyrir friði þar í landi. Dollara- lækkunin heldur áfram Frankfurt-Reuter. ■ Bandaríski dollarinn hélt áfram að lækka gagnvart öðrum gjaldmiðlum á gjaldeyris- mörkuðum í gær þrátt fyrir fréttir um aukinn hagvöxt í Bandaríkjunum. Gjaldeyriskaupmenn spá því að dollarinn eigi enn eftir að lækka nokkuð þar sem menn óttast að seðlabankar helstu iðnríkja heims muni grípa inn í og þvinga gengi hans niður á við ef hann lækkar ekki af sjálfsdáð- um. Laugardagur 23. nóvember 1985 7 Bandarísk ánægja með toppfundinn Washington-Reuter: ■ Samkvæmt skoðanakönn- un, sem bandaríska sjónvarps- stöðin CBS gerði eftir fund Reagans og Gorbachevs í Genf, eru fimm af hverjum sex Banda- ríkjamönnum ánægðir með fundinn. Samkvæmt könnuninni, sem náði til 800 manna, eru 83% sammála þeirri ákvörðun leiðtoganna að hittast fljótlega aftur. En könnunin leiddi einnig í ljós að þótt yfirgnæfandi meiri- hluti væri ánægður með fundinn taldi stór hluti aðspurðra inni- hald umræðnanna frekar rýrt. Aðeins 28% álitu að „raunveru- legur árangur” hefði náðst á fundinum en 49% sögðu að fundurinn hefði fyrst og fremst verið „sjónarspil". Kalli segir frá er 15. bókin í bókaflokknum: Skemmtilegu smábarna- bækurnar, sem eru safn úrvalsbóka fyrir byrjendur, enda valdar og íslenskaöar af hinum færustu skóla- mönnum. Hinar 14 heita: 1. BIáa kannan 2. Græni hatturinn 3. Benni og Bára 4. Stubbur 5. Tralli 6. Stúfur 7. Láki 8. Bangsi litli 9. Svarta kisa 10. Kata H.Skoppa 12. Leikföngin hans Bangsa 13. Dísa litia 14. Dýrinog maturinn þeirra Aðrar bækur fyrir lítil börn: Kata litla og brúðuvagninn Palli var einn í heiminum Selurinn Snorri Tóta tætubuska Ódýrar bækur og vandaðar í mörgum litum. Fást í öllum bókaverslunum. Bókaútgáfan Björk. HUSGOGN OG INNRÉTTINGAR SUÐURLANDSBRAUT18 Bæsuð eik og mahony Verðkr. 36.900.- Með glerhurðum beggja megin kr. 38.900.- Finnskar veggskápasamstædur

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.