NT - 23.11.1985, Blaðsíða 12

NT - 23.11.1985, Blaðsíða 12
 fíT Laugardagur 23. nóvember 1985 12 IlV Einar Hannesson: Spjall um laxveiðinal 985 ■ Sumarið 1985 var í heild hagstætt þeim, sem stunduðu laxveiði hér á landi. Því ollu þau miklu umskipti til betri vegar sem urðu í laxgengd víðsvegar um land frá því, sem hafði verið seinustu fimm árin þar áður. Þessa lægð í laxveiði má tvímælalaust rekja að mestu til köldu áranna þriggja 1979, 1981 og 1983 sem hafa samheitið: köldustu ár aldar- innar. Veiðin í sumar fór rólega af stað gagnstætt því sem var 1984, en herti á sér þegar ársfiskur úr sjó (smálaxinn) fór að ganga í árnar. Góð smáiaxagengd Breytingunni í sumar t' lax- veiði olli góð smálaxagengd, sem fyrr greinir. Minna gekk nú af 2ja ára laxi úr sjó enda var árið 1984 lélegt smálaxaár. Hins vegar varð vart við nokk- uð af stórum laxi, sem rekja má til ársins 1983, þegar þokkaleg smálaxagengd var, er gætti í vænni laxi 1984 og stórum laxi í sumar. Fiskur þessi gekk til sjávar sem gönguseiði vorið 1982 og hefur því skilað góðum árangri. Eins og menn muna, lyfti veiðin sér sumarið 1983 nokkuð upp úr lægðinni sem verið hafði, sem fyrr var getið. Mikil laxveiðisveifia Mikillar sveitlu í laxveiði hefur gætt á seinustu fimmtán árum. Þannig hefur heildar- veiði á laxi sveiflast frá 41 þúsund löxum 1984 í 81 þúsund ftska 1978. í sumar fengust líkelga um 67.000 laxar og er það þriðja besta laxveiðiárið til þessa. Árið 1978 var besta árið og 1975 er næsta í röðinni með 74 þúsund laxa. 20 þúsund laxar úr hafbeit Þróun fiskeldismála er ákaf- lega ör þessi árin, eins og alkunna er, og byltingarkennt ástand í vændum hvað fram- leiðsluaukningu snertir, bæði hvað varðar hafbeitarlax og kvíalax. Gera má ráð fyrir að aukning í hafbeitarlaxi gæti orðið 100 þúsund laxar úr sjó á ári eftir 5-6 ár, ef tekið er mið af þeim markmiðum á þessu sviði, sem stenft er að, og reynslan hefur þegar sýnt að geti ræst. í sumar komu tæp- lega 20 þúsund laxar í hafbeit- arstöðvarnar. Hingað til hefur í heildar- fjölda veiði verið tíunduð lax- veiði í net, á stöng og lax úr hafbeit. Telja verður eðlilegra, að framvegis sé aðskilið heimta í hafbeitarstöðvar frá nytjum náttúrulegra laxastofnsins, ef svo má taka til orða. Þannig að framvegis verði, þegar greint er frá laxveiði hér á landi, talið fram laxveiði í net og á stöng. En hafbeitarlaxi og kvíalaxi haldið sér. Netaveiði misjöfn Sé litið á laxveiði í net í sumar, er Ijóst, að laxveiði í Borgarfirði var góð, líklega um 65% betri í heild en árið áður. Hins vegar brást veiðin í Ölfusár-Hvítársvæðinu þar sem veiðifang í net var í heild minna en 1984. Skýringu þessa telja menn vera það slæma ástand er skapaðist í nefndum ám þegar hluti af Hagafells- jökli féll í Hagavatn snemma sumars 1980. Það leiddi til þess' að Hvítá og Ölfusá voru meng- aðar af leir allt sumarið 1980. Það varð aftur á móti til þess að göngulaxinn tafðist um langa hríð neðst á vatnasvæð- inu. Þá ætla menn að hrygning í þessum ám hafi brugðist að mestu haustið 1980 af leir- framburði og laxaseiði, sem áttu að klekjast út þá um sumarið í ánum, hafi farið forgörðum. Stangveiðin gaf 34.000 laxa Um stangveiðina í heild er það að segja, að breyting varð nú mikið til hins betra eða sem nam fjórðungi, miðað við ár- legt meðaltal stangveiði á ár- unum 1980-1984. Alls fengust um 34 þúsund laxar, sem er fimmtungi lakara árlegu með- altali áranna 1970-1979. En þess ber að geta, að á þessum árum var veiði vaxandi og tvö bestu laxveiðiárin eru á þessu tímabili, sem fyrr greinir. Stangveiðin 1985 var um 45% betri en 1984. Mesti munur á stangveiði á seinustu 15 árum er svipaður og í heildarveiði eða frá 24 þúsund löxum 1984 í 53 þúsund laxa árið 1978, en það er 100% munur, eins og sjá má. Laxá í Aðaldal hæsta stangveiðiáin Hæsta stangveiðiáin í sumar var Laxá í Aðaldal með 1.997 laxa, næst varð Laxá í dölum, en þar veiddust alls 1.603 laxar. Þriðja í röðinni varÞverá í Borgarfirði með 1.550 laxa og fjórða hæsta áin var Grímsá og Tunguá í Borgarfirði, en þar fengust 1.460 laxar. Fimmta hæsta áin var Laxá í Ásum með 1.442 laxa. Hlut- fallslega mestu umskiptin til hins betra milli áranna 1984 og 1985 hjá tíu hæstu ánum, urðu í Hofsá í Vopnafirði (6) er nam 550%, í Laxá á Ásum 130% og Langá á Mýrum(7) varð aukningin milli ára 94%. Samanburður á heildarveiði í þessum tíu hæstu laxveiðián- um sumarið 1985 við árlegt meðaltal í sömu ám árin 1976- 1980 leiðir í Ijós, að 12% vantar upp á 1985, að laxveiði sé hin sama. Segir það sína sögu um batann í sumar. Góðar horfur 1986 Víst er, að veiðin í sumar var yfirleitt góð, þó að óhag- stætt veðurfar hafi spillt sum- staðar árangri í veiðiskap, ein- stætt vatnsleysi í ánum sunnan- og vestanlands, t.d. í Laxá í Kjós (8), Elliðaám (9) og Norðurá (10) og víðar, eins og í mörgum smærri laxveiðián- um á Vesturlandi. Við þessa sögu um misjafnan árangur af veiðiskap má bæta nokkrum ám, sem hafa að venju haán meðalþunga á laxi. í því efni má t.d. nefna sérstaklega Víðidalsá og Fitjaá, Vatnsdalsá og Stóru-Laxá í Hreppum. Tvær þær fyrrnefndu gáfu þó heldur betri veiði en 1984. Þessar ár sem ýmsar aðrar laxveiðiár, er venjulega gefa góða veiði í 2ja ára laxi úr sjó og eldri fisk, munu væntanlega sýna góðan styrkleika á næsta sumri, ef ekkert óvænt skeður. Skilyrðin í hafinu umhverfis landið seinustu misseri hafa veirð hagstæð. Á sama hátt og um 2ja ára laxinn, má gera ráð fyrir að horfur almennt í sam- bandi við laxgengd á ársfiski séu góðar á næsta ári. Einar Hannesson. ■ Sólheimafoss í Laxó í Dölum. Ljósm. Einar Hannesson. ■ Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli almennings á máli eftirfarandi samviskufanga í nóvember. Jafnframt vonast samtökin til að fólk. sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mann- réttindabrot eru framin. EÞÍÓPÍA: Mengesha Gebre-Hiwot er 55 ára sér- fræðingur í kennslumálum, fyrr- um aðstoðarmaður mennta- málaráðherra og starfsmaður SÞ. Hann er einn úr hópi 18 manna sem hafa verið í haldi síðan í desember 1983 vegna meintrar aðildar að stjórnmála- flokki (EPDA) sem hefur gagn- rýnt samband ríkisstjórnarinnar við Sovétríkin. Þeim er gefið að sök að hafa dreift „andbylting- arsinnuðum" flugritum „sem lið í tilraun heimsvaldasinna til kæfa eþíópísku byltinguna". Ekkert virðist benda til að flokkur þessi hafi beitt eða hvatt til ofbeldis. 18-menningarnir bafa að sögn verið beittir pynt- ingum í yfirheyrslum, m.a. með höggum á iljar. Samkvæmt upp- lýsingum ÁI hefur Mengesha Gebre-Hiwot misst annan fót- inn af þcssunt sökum. Nú er óttast um líf hans, þar sem fjölskyldu hans ér ekki lengur Amnesty International Fangar nóvembermánaðar leyft að senda honum mat, en það var leyft á fyrri helmingi þessa árs. HAITI: William Josma er 37 ára gamall verkfræðingur sem haldið hefur verið án ákæru eða dóms síðan í apríl 1981. í til- kynningu frá stjórnvöldum frá því í febrúar 1984 er hann sakaður um hryðjuverkastarf- semi, en formleg ákæra hefur ekki verið lögð fram, og yfirvöld hafa hvorki réttað í máli hans né lagt fram sannanir máli sínu til stuðnings. AI telur Josma í haldi vegna friðsamlegrar and- stöðu hans við stjórn Jean- Claude Duvalier. Josma bauð sig fram á eigin vegum til þings árið 1979, en dró framboð sitt til baka vegna þrýstings frá stjórn- völdum. Þrátt fyrir ákvæði í stjórnarskránni um frelsi til að bindast stjórnmálasamtökum eru þeir sem reyna að stofna stjórnarandstöðuflokka tíðum fangelsaðir eða verða að sæta yfirgangi af ýmsu öðru tagi. William Josma var ekki í hópi 37 pólitískra fanga sem hlutu náðum í apríl 1985, og vegna fullyrðinga yfirvalda um að „enginn sé lengur í haldi vegna afbrota af pólitískum toga“ er óttast um afdrif hans. MALAYSIA: Loo Ming Leong er 42 ára verkamaður á gúmmíplantekrum, sem hefur verið í haldi í 13 ár án ákæru eða dóms, vegna meintrar aðildar hans að Kommúnistaflokki Malaysíu sem er bannaður. Fangelsun hans styðst við hæpn- ar lagagreinar sem heimila stjórnvöldum að hafa í haldi í tvö ár í senn fólk sem þau telja hættuleg öryggi landsins. Að- búnaður í fangelsisvistinni hefur verið afar slæmur. Pólitískir fangar í Batu Gajah fangelsinu, þar sem Leong var til skamms tíma máttu þola einangrun í 22 klst. á sólarhring, og í Taiping fangelsi, þar sem hann er núna, er föngum haldið í heitum og illa loftræstum fangaklefum, og er hreyfing og læknishjálp ónóg. Loo Ming Leong er sagður þjást af nýrnabilun og háum blóð- þrýstingi. Þeir sem vilja leggja málum þessara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslands- deildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími 16940. Skrifstofan er opin frá 16.00 til 18.00 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilsföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.