NT - 23.11.1985, Blaðsíða 15
Laugardagur 23. nóvember 1985 15
Þingsályktunartillaga:
Jöfnun orkukostnaðar
óháð búsetu á landinu
■ Guðmundur Búason varaþing-
maður Framsóknarflokksins hefur
lagt fram þingsályktunartillögu á Al-
þingi unt jöfnun orkukostnaðar. Guð-
mundur gerir ráð fyrir að ríkisstjórn-
inni verði falið að gera tillögur í þessu
efni sem síðan verði lagðar fyrir
þingið.
I greinargerð að málinu segir m.a.:
„í kjölfar olíukreppunnar á síðasta
áratug hvöttu stjórnvöld mjög til þess
að leitað yrði innlendra orkugjat'a til
húshitunar, fyrst og fremst með borun
eftir heitu vatni en annars með notk-
un raforku þar sem heitt vatn fyndist
ekki. Tilgangurinn var sá að spara
dýrmætan gjaldeyri og einnig að ná
frarn jöfnuði meðal landsmanna á
þessu sviði. Hið fyrrnefnda hefur
náðst og er nú mikill meiri hluti
húsnæðis landsmanna hitaður með
orku frá innlendum orkugjöfum. Því
síðarnefnda, jöfnuði nteðal lands-
manna, hefur hins vegar mistekist að
ná og má ætla að mismunur á húshit-
unarkostnaði geti verið allt að fjór-
faldur sé einungis miðað við stærri
orkuveiturnar. Þrátt fyrir þetta háa
orkuverð er staðreyndin sú að þær
hitaveitur. sem eru verst settar fjár- -
hagslega og jafnframt yfirleitt þær
dýrustu, þyrftu að hækka gjaldskrár
sínar verulega eigi þær að hafa ein-
hverja möguleika á að komast yfir
erfiðleikana."
Rauði krossinn:
Opnar hjálparstöð fyrir
unga fíkniefnaneytendur
■ Rauði kross íslands og deildir
hans á höfuðborgarsvæðinu og í Vest-
mannaeyjum munu á næstunni opna
hjálparstöð fyrir börn og unglinga
sem eiga við vanda að stríða vegna
neyslu fíkniefna og annars.
Stöðin verður í Reykjavik og lætur
Reykjavíkurborg húsnæði í té undir
starfsemina sem er hugsuð jafnt fyrir
Reykvíkinga og þá sem búa úti á
landi.
Ólafur Oddsson er forstöðumaður
þessarar hjálparstöðvar og sagði hann
að þetta væri nýjung hér á landi og til
að byrja með verður opnað til sex
mánaða. Hann sagði að hjálparstöðin
yrði ekki meðferðarstofnun heldur
gætu unglingar leitað þangað og feng-
ið húsaskjól, mat og aðrar nauðþurft-
ir þegar fokið er í flest önnur skjól.
Hjálparstöðin verður því nokkurs
konar athvarf og verður heimilisfangi
hennar haldið leyndu því börn og
unglingar geta þurft á slíkri vernd að
halda en símanúmer hjálparstöðvar-
innar er 62 22 66 og svarað verður í
síma allan sólarhringinn.
Markmið með slíkri símaþjónustu
er að reyna að ná til krakkanna áður
cn til vandræða horfir en að sjálf-
sögðu verður einnig tekið á móti
þeim sem það þurfa á sama tíma.
Rauði krossinn beinir þeim tilmæl-
um til almennings að leggja þessari
starfsemi lið t.d. með því að lána
húsgögn, tæki og áhöld sem ekki eru
í notkun þessa stundina eða með
einhverju öðru móti.
Þeir sem vilja lcggja þessu málefni
lið eru vinsamlega beðnir að hafa
samband við forstöðumann í síma
62 22 66.
■ Hamrahliðarkórinn á tónleikum í Strasbourg sl. sumar.
Hamrahlíðarkórinn:
Syngur tungum á sunnudag
■ í hátíðarsal Menntaskólans við þátt í fjölmennustu tónlistarhátíð bourg í Frakklandi, en alls voru
Hamrahlíð verður sungið tungum á Evrópu, Europa Cantat, í Stras- þátttakendur á hátíðinni 4.300.
sunnudaginn. Þá hefjast þjóðlagatón-
leikar kl. 17 hjá Hamrahlíðarkórnum
og eru þjóðlög á 14 tungumálum á
efnisskrá kórsins. Öll lögin eru flutt á
frummálinu utan tvö, sem flutt eru í
þýðingu Þorsteins Valdimarssonar,
en þýðingar þessar gerði hann fyrir
kórinn skömmu fyrir andlát sitt.
Kórinn staldrar víða við í þessari
yfirreið sinni um tungur heimsins.
Sungið er á japönsku, rússnesku,
grísku, hebresku og ungversku, svo
nokkrar tungur séu nefndar. Þá má
nefna þjóðlög frá hinum Norður-
löndunum.
í Hamrahlíðarkórnum eru nú 38
kórfélagar. Á liðnu sumri tók kórinn
Sjötta bindi Griplu
- tímarits Árnastofnunar, komið út
■ Þriðja bókin sem Árnastofnun
gefur út að þessu sinni er tímarit
stofnunarinnar, Gripla 6. bindi.
í ritinu eru 16 ritgerðir eftir
innlenda og erlenda höfunda og cr
efnið að venju fjölbreytt um íslensk
fræði og rannsóknir þar að lútandi.
Menn geta gerst áskrifendur að
ritinu í Árnastofnun við Suðurgötu
í Reykjavík eða hjá bókaútgáfu
Menningarsjóðs Skálholtsstíg 7,
Reykjavtk. Áskrifendurfá ritið með
25% afslætti frá lausasöluverði og
cinnig mun þcim verða veittur af-
sláttur af öðrum útgáfubókum
Árnastofnunar.
Fyrsta bindið af Griplu kom út
árið 1975 og ritstjóri hennar er
Jónas Kristjánsson forstöðumaður
Árnastofnunar.
í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur
hefur afmælisnefnd í samvinnu við
Sjónvarpið ákveðið að efna til samkeppni
um lag tileinkað Reykjavík.
ij .______________Áferðlaunin_________________j
Heildarverðlaun fyrir lag og texta nema kr. 175
þúsundum. Fyrstu verðlaun eru kr. 100 þúsund.
Önnur verðlaun eru kr. 50 þúsund. Þriðju
verðlaun eru kr. 25 þúsund.
Lagahöfundur hljóti % verðlauna og
textahöfundur Vá eins og úthlutunarreglur
I ' _____ STEFs segja til um.
j . ............. ......................... .
Til þess er ætlast að lögin séu í dægurlagastíl
frekar en einsöngs eða kórlagastíl og séu í
j __________algengri lengd slíkra laga. j
i Teattamir
: --------------------------------------------
Texti skal fylgja hverju lagi og fjalli efni hans
um Reykjavík, sögu borgarinnar fyrr eða nú,
mannlífið eða atvinnuhætti, eða hvaðeina
annað er tengist 200 ára afmælinu eða
höfuðborginni sjálfri.
Lögum (ásamt textum) skal skila í
píanóútsetningu, eða skrifaðri laglínu með
bókstafahljómum eða fluttum á tónsnældu.
Skilafrestur er til 31. janúar 1986.
Lögin og textar skulu vera í lokuðu umslagi
merktu dulnefni. í því sama umslagi fylgi
umslag merkt hinu sama dulnefni þar sem í er
nafn höfundar eða höfunda ásamt nafnnúmeri,
símanúmeri og heimilisfangi.
Úr þeim lögum sem berast velur dómnefnd
fimm lög sem keppa til úrslita í sjónvarpinu í
mars 1986 eftir nánari reglum sem dómnefnd
setur.
Dómnefnd skipa: Svavar Gests,
hljómíistarmaður, sem jafnframt er formaður
nefndarinnar, Birgir ísleifur Gunnarsson,
alþingismaður, Friðrik Þór Friðriksson,
kvikmyndagerðarmaður, Gunnlaugur
Helgason, dagskrárgerðarmaður, Kristín Á.
Ólafsdóttir, leikkona.
Afmælisnefndin áskilur sér rétt til að gefa út
eða ráðstafa til útgáfu á hljómplötu/tónsnældu
fimm efstu lögunum án frekari viðbótargreiðslu
en um getur í töxtum STEFs varðandi
hlj ómplötuútgáfu.
Utanáskrift
Lög og textar sendist afmælisnefnd
Reykjavíkur, Austurstræti 16, 101 Reykjavík
fyrir 31. janúar 1986.
GEB/SÍA