NT - 19.12.1985, Síða 4
Sýrður rjómi
í matargerð
■ Nú þcgar líöur að stórhátíö og
viö l'örum að huga að því hvað viö
ætlum að hafa til matar, cr sýrði
rjóminn ómissandi.
Sýrða rjómann má nota í sósur,
heitar og kaldar, salöt bæði ávaxta
og grænmetis svo og í alla mögu-
lega saman soðna rctti úr fiski og
kjöti. Einnig er liann góður í ídýf-
ur.
Sýröi rjóminn er hollur, inni-
heldur fáar hitaeiningar eöa 195 í
hvcrjum 100 grömmum og liann
gerirgóöan mat betri.
I lér koma nokkrar uppskriftir
með sýröum rjóma.
Graflax m/sinnepssósu
U.m.þ. 1/2 kg niöursneiddur
graflax á fati eða trébrctti.
Sinnepssósa
I dós sýröur rjómi
3 msk olíusósa (majones)
1 tsk hunang
2 tsk sinnep
4-5 msk rjómi þeyttur
1-2 dropar sósulitur
l lræriö saman sýrða rjómanum,
majoncsi, hunangi og sinnepi, því
næst dilli og kryddi og að síðustu
þeytta rjómanum og sósulitnum.
Látiö standa í kæli í 1-2 klst svo
að sósan jafni sig vel. Bcriö fram
meö graflaxi, ristuðu brauði og
sítrónu.
Waldorfsalat
100 gr. sellerístilkar
2 græn epli
3 hringir ananas
70 gr. valhnetukjarnar
1 ds. sýröur rjómi
1 tsk sykur (má sleppa)
Skeriö sellerístilkana smátt.
Skerið eplin og ananashringina í
litla bita ogsaxið valhnetukjarnana
smátt. Blandið selleríi, eplum,
ananas og valhnetum saman við
sýrða rjómann og bragðið til með
sykri ef vill.
Salatiö cr mjög gotl með öllu
fuglakjöti og heilsteikum.
Eplaídýfa m/grænmeti
1 ds sýrður rjómi
2 msk smátt saxaður laukur
2 tsk sykur
2 msk dill
1 stk epli
Blandið saman sýrðum rjóma,
lauk, sykri og dilli. Rífið eplið á
rifjárni og blandið saman við sýrða
rjómann.
Beriö fram með gulrótarstiikum,
sellerístilkum, agúrkustilkum,
eplabátum og osti
Fimmtudagur 19. desember 1985 4
Svínakjöt m/sósu
úr sýrðum rjóma
4-6 kótilettur
2 msk smjör
1 tsk salt
I/8 tsk pipar
Sósa:
2 msk smjör
l ds sveppir (400 gr.)
I tsk salt
I/4 tsk pipar
l ds sýrður rjómi
l msk söxuð steinselja (má sleppa)
Þerrið kótilctturnar og brúnið á
báðum hliðum í smjöri. Kryddið
með salti og pipar. Látið kótilett-
urnar krauma í ofni eða pönnu þar
til þær eru meyrar. Sveppirnir eru
brúnaðir í smöri og 2 msk af hveiti
stráð yfir og jafnað með sveppa-
soðinu. Bætið kryddi og sýrðum
rjóma út í pönnuna og látið sjóða í
5 mín. við vægan hita Steinscljan
er sett út í að síðustu. Hell-
ið jafningnum yfir kótiletturnar og
berið frain með soðnum kartöflum
og grænmetissalati.
Kjúklingasalat
m/sýrðum rjóma
100 gr. beikon
200 gr. bl. grænmeti
l/2 agúrka
4 stk tómatar
100 gr. icebergsalat
sósa:
1 ds. sýröur rjómi
2 msk sherry eða sítrónusafi
Takið kjúklingana af beinunum
og skerið í bita. Steikið beikonið
þar til það er stökkt. Skerið agúrk-
una í strimla og tómatana í bita.
Skerið salatið í ræmur. Búið til
sósu úr sýrðum rjóma og sherrýi.
Setjið grænmeti, kjúklinga og beik-
on í lögum í skál og hellið sósunni
yfir. Salatið er gott sem sjálfstæður
réttur með grófu brauði, ef fólk vill
hvíla sig á stórslteikum.
Verðkönnun á jólatrjám og greinum
- mestu munar á rauðgreni
■ í 13. tbl. Verðkynningar
Verðlagsstofnunar er birt verð-
könnun á jólatrjám og greinunr.
Könnunin var gerð hjá 8 scljend-
unt á höfuðborgarsvæðinu og
var verðið kannað dagana 11,-
13. desember sl.
Helstu niðurstöður eru þessar:
1) í mörgum tilvikum er veru-
lcgur munur á lægsta og
hæsta verði á sömu tcgund og
stærð af jölatrjám. Mestu
munar á rauðgreni og má t.d.
nefna trc sem eru 70-100 cm
sent kosta 275 kr. þar sem
þau eru ódýrust cn 595 kr.
þar sem þau eru dýrust en
það cr 116% hærra verð en
þaö lægsta.
2) Á norðmannsþini (eðal-
greni) munar 280-570 kr. á
hæsta og lægsta verði, mis-
munandi eftir stærðarflokk-
um.
3) Verðmunur á greinum erein-
nig all nokkur. Mestur er
hann fá urugrcinum eða
300% en minni á öðrum teg-
undum.
Auk þcirra tegunda sem getið
er um í blaðinu þ.e. rauðgreni.
omorika og norðmannsþini
(eðalgreni) er víða selt blágreni,
omorika og nobilis. Af þessum
tegundum er norðmannsþinur-
inn og nobilistén þau barrheldn-
ustu, cnda í svipuðum verð-
flokki. Stafafuran er einnig mjög
barrheldin. Rauðgrenið heldur
barrinu einna verst en blágrenið
Átti að nota verðkönnun til auglýsinga?
Verðkönnun á
jólasteik ekki birt
■ Verðlagsstofnun gerði
verðkönnun á algengustu jóla-
steikunr í kjötverslunum á
höfuðborgarsvæðinu nú fyrr í
desember en ákvað síðan að
birta ekki þessa könnun vegna
þess að of margar verslanir
voru ekki tilbúnar með jóla-
verðið á steikunum þegar
könnunin fór fram.
Jóhannes Gunnarsson hjá
Verðlagsstofnun var spurður
hvort þetta væri eina ástæðan
fyrir því að könnunin væri ekki
birt svaraði hann að könnunin
hefði ekki fariö rétt fram því
nokkrar verslanir virtust hafa
komist í cyðublöö þau sem not-
uð eru við slíkar kannanir og
miðuðu síðan verð sitt við þau
og virtust ætla sér að nota slíka
könnun sem auglýsingu fyrir
vörur sínar.
Jóhannes taldi það ekki til-
gang slíkra kannana og því var
hætt við að birta hana og hann
bætti því við að verð á jóla-
steikum væri mjög misjafnt og
hvatti hann fólk eindregið til að
hringja í verslanir áður en það
fer af stað til að versla.
og omorika nokkru betur. Þess-
ar tvær síðast nefndu tegundir
eru aðeins dýrari en rauðgrenið
og í flestum tilvikum í svipuðum
verðflokki og stafafuran.
Blágrenið er til sölu hjá Land-
græðslusjóði og Blómavali en
það er í svipuðum verðflokki og
norðmannsþinurinn. Omorika-
trén fást hjá Hjálparsveit Skáta
Hafnarfirði og Landgræðslu-
sjóði og nobilistrén hjá Hjálpar-
stofnun kirkjunnar og Land-
græðslusjóði.
Þeir sem hug hafa á að kynna
sér betur verðkönnunina á jóla-
trjám og greinum geta fengið
Verðkynningu Verðlagsstofn-
unar sér að kostnaðarlausu.
Blaðið liggur frammi á skrifstofu
stofnunarinnar og hjá fulltrúum
hennar utan Reykjavíkur. Síma-
númer Verðlagsstofnunar er 91-
27422.
Alaska Breið holti Rvik. Alaska Mikla- torgi Rvik. Bloma- skalinn Nybylavegi Kopavogi " Bloma- val Sigtuni Rvik. Hjalparst. kirkjunnar Skogarhlið Rvik. Hjalpar- sveit skata Hafnarfirði Landgræðslu sjoður Reykjanes- braut, Rvik. Melanora Eiöis- torgi 15 Seltjarnarn. Lægsta verð Mismunur Hæsta verð prosentum
RAUÐGRENI
0.70-1.00 m 595 275 275 303 275 300 275 595 116,4%
1.01 -1.25 m 795 450 450 450 495 450 450 450 795 76,7%
1.26- 1.50 m 995 625 625 625 687 625 625 625 995 59,2%
1.51 - 1 75 m 1100 830 830 830 915 830 830 830 1100 32,5%
1.76-2.00m 1295 1120 1120 1120 1232 1120 1120 1120 1295 15,6%
2.01 -2.50 m 1520 1520 1520 1330 1330 1330 1330 1520 14,3%
STAFAFURA 0.70-1.00 m 360 360 360 360 360 0,0%
1.01 -1.25 m 630 630 770 770 750 630 770 22,2%
1.26-1.50m 1080 1080 1080 1080 980 980 1080 10,2%
1.51 -1.75 m 1360 1160 1160 1280 1280 1290 1160 1360 17,2%
1.76-2.00 m 1680 1455 1455 1455 1455 1560 1455 1680 15,5%
2.01 -2.50 m 1730 1730 1730 1730 1730 1730 0,0%
NORÐMANNS- ÞINUR (eðalgreni) 0.70-1.00 m 995 890 830 890 1110 870 830 1110 33,7%
1.01 -1.25 m 1360 1085 1020 1085 1070 1360 1070 1200 1020 1360 33,3%
1.26- 1.50 m 1670 1390 1290 1390 1370 1740 1370 1500 1290 1740 34,9%
1.5.1 -1.75 m 1985 1785 1580 1785 1750 2140 1750 1950 1580 2140 35,4%
1.76-2.00 m 2500 2440 2190 2440 2450 2806 2H50 2800 2190 2806 28,1%
2.01-2.50 m 2900 2830 2580 3150 2750 2750 2580 3150 22,1%
GREINAR 1 kg Norðmannsgreni 300 280 245 205 280 205 285 205 300 46,3%
Nobilis 300 280 225 280 225 270 225 300 33,3%
Fura 200 200 65 260 65 90 65 260 300,0%
GREINAR í BÚNTUM 'h kg
Norömannsgreni 150 140 130 140 110 110 15021 110 150 36,4%
Nobilis 150 140 130 120 120 16331 120 163 35,8%
11 Á vegum þessarar verslunar eru reknir þrir aörir sölustaöir: Hólagarður Lóuhólum 2-6, Viöir Mjóddinni og Flóra Langholtsvegi 89.
21 Þessar greinar eru seldar í 300 g búntum á 90 kr.
3) Þessar greinar eru seldar i 200 g búntum á 65 kr.