NT - 19.12.1985, Blaðsíða 19
Hinn
gullni
meðalvegur
Kristinn Revr
Gncistur til grips,
Letur hf., 1985
Það verður ckki sagt um Ijóðin í
þessari bók að þau marki nýja stefnu
eða brjóti áður ófarnar leiðir. Höf-
undur yrkir þarna með þeint hætti að
hann fetar vandlega gullinn meðal-
veg. Hann kann handbragð sitt vel
og siglir áfram með hóflegri kröfu-
hörku.
Ljóð hans eru einhvern veginn
miðja vegu á milli þess að vera slöpp
eða snjöll. Verulega slæm Ijóð fann
ég þarna ekki, og ekki heldur neitt
sem gnæfir hátt upp yfir aðra. Að því
er form snertir þá er ekki út á það að
setja. Höfundur yrkir í nokkuð hefð-
bundnum stíl, sem meðal annars
felst í því að Ijóðin eru bundin í tölu-
vert fastar skorðuraf hrynjandi. Aft-
ur á móti er hann nútímalegur í því
að hann rímar ekki nema þar sem
honum þykir henta, og sama máli
gegnir um stuðlun.
Þá eru yrkisefnin yfirleitt sótt í
daglega lífið og umhverfið. Þarna er
ekki lýst neinum stórum atburðum,
og þarna er heldur ekki kropið niður
í leit að neinu smáu og fáfengilegu.
Ljóðin eru létt og lipur, en skír-
skotanir í þeim eru fáar. Þarna er
ekki verið að höfða til sálarlífsins í
lesandanum eða vekja með honum
tilfinningar. Þetta er atvik daglegs
lífs sem þarna eru nokkuð snyrtilega
sett í bundið mál.
En þó að þarna séu ekki stórir
hlutir á ferðinni þá er þó sitt af
hverju laglegt þarna að finna. Ég
nefni til dæmis IjóðiðÁ vegi staddur,
en það er lýsing á því þegar höfundur
sleppur naumlega undan bíl sem
ökufantur stýrir á ofsahraða. Það er
einhver reiðilaus kímni í því ljóði
sem kemur manni ósjálfrátt til að
brosa.
Og kannski er það einmitt þessi
góðlátlega kímni sem er meginein-
kenni bókarinnar. Yrkisefni í henni
eru í flestu hefðbundin. Þarna er til
dæmis töluvert af hugleiðingum
skáldsins um ýntis málefni líðandi
stundar. Þetta teygist oft yfir í ádeil-
ur, sem beinast gegn ýmsu því sem
aflaga fer í heiminum. En á bak við
þessar ádeilur liggur hvorki tilfinn-
ingahiti né skapharka. Það er miklu
frekar að skáldið geri góðlátlega gys
að því sem honum finnst aðfinnslu-
vert í veröldinni.
Þá eru líkingar fáar í bókinni og
myndmáli lítið beitt. Þó bregður
slíku fyrir, og ýmsu laglegu, svo sem
í upphafserindi kvæðis sem nefnist
Ótíðindi:
Veðurguð valdsins
ber vísifingur
að hríðskotahólknum
svo hegli duglega
á berskjölduð bök.
En að öðru leyti er bókin ort á
fremur einföldu máli og sléttu, og
það eru atvik úr lífi höfundar og hug-
leiðingar hans sem bera hana uppi.
Gott sýnishorn er t.d. Tautað í barm:
Vægðarlaus ertu
viðskotailli
vindur í fang
en allt sem þú gazt
oggetur
vor sumar haust
og vetur
hjálpar þér lítt
að hefta minn gang
hertu þig betur.
Á einum stað bregður þó út af
þessu. í kvæði sem heitir Aðflug:
URVAL BOKA - ALLAR JOLABÆKURNAR
VANDAÐAR GJAFAVÖRUR
Síðumúla 35
Sími 36811
Alltaf næg bílastæði
■ Kristinn Reyr.
Niður ígljúfur
nálægra skýja
sprettir Faxinn
úr spori og þá
sem langormur liggi
á lýsigulli
í kvosinni milli
Keilis og Esju
en þar aðeins þar
bfður mín borg
og bólstaður kær
hér einmitt hér.
Þarna er sýnd mynd af útsýni far-
þega í flugvél sem er að búa sig undir
lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Og
það vekur spurningar. Af hverju eru
yrkisefni á borð við þetta svo fátíð í
nýjum Ijóðabókum nú á dögum?
Getur það verið skýring á kreppu
Ijóðsins þessi árin að það sé komið of
langt frá daglegum reynsluheimi alls
þorra fólks?
Eysteinn Sigurðsson
FRANSKA
VINNUKONAN
UPPÞVOTTAVÉLIN SEM GENGUR BARA FYRIR VATNI ÚR
KRANANUM.
Litaðar Ijósaperur, útiseríur og jólaseríur í úrvali
Rafviðgerðir hf.
v/Eskihlíð, sími 23915.
Heildsölubirgðir Brauðform.
FflTfUAGERINN
Grandagardi 3, R., Mánagötu 1, ísaf., Egilsbraut 5, Neskaupst.,
M
s.91-29190.
8.94-4669.
8. 97-7732.
Drengjasparibuxur, bómullar
gullfallegar kr. 980.00.-
Herra ullarbuxurfrá kr. 1.290-1
Herrapeysur 30% ull kr. 1.190
Dömupeysurfrá kr. 790
Þó bensínltr.
kosti 35 kr. þá
margborgar sig
að koma
Þú getur borg-
að meira. En ef
þú ert hag-
sýn(n) þá kem-
urðu á Fata-
lagerinn.
SENDUM
IPÓSTKRÖFU
He-Man
490
EUROCARO
jogginggallarnir eru komnir aftur
kr. 690.
Opið daglega 10-18
föstudag 10-19 - laugardag 10-22