NT - 21.12.1985, Page 5

NT - 21.12.1985, Page 5
 rn r? Laugardagur 21. desember 1985 5 L U Skák BSRB ræðir við fjármála- ráðherra ■ Kristján Thorlacius, formað- ur BSRB og Örlygur Geirsson og Albert Kristinsson, varaformenn BSRB fóru á fund Þorsteins Páls- sonar, fjármálaráðherra, í fyrra- dag til að skýra honum frá, meginatriðunum, sem verið er að fjalla um hjá samtökunum til undirbúnings samningaviðræð- um, en þær hefjast eftir áramót. Aðalsamninganefnd BSRB mun halda fund 7. janúar. Tölvumiðstöðin: Gaf SVFÍ aðgang að tölvu ■ Tölvumiðstöðin hf. Höfða- bakka 9 afhenti Slysavarnafélagi ís- lands að gjöf notkunarrétt á BOS hugbúnaði fyrir IBM/XT/AT tölvur í höfuðstöðvum SVFÍ á Grandagarði, um síðustu mánaðamót. Auk þess veitir fyrirtækið SVFI verulegan af- slátt vegna hverskyns þjónustu í sambandi við notkun hugbúnaðar- ins. Myndin var tekin þegar Ólafur Tryggvason framkvæmdastjóri Tölvumiðstöðvarinnar hf. afhenti Haraldi Henrýssyni forseta SVFl gjafabréfið að viðstaddri stjórn SVFÍ. Helgi Olafsson: Jólaskákþrautir NT ■ í>að hefur lengi viðgengist sú venja hjá þeim sem taka saman skákpistla fyrir dag- blöðin að þeir leggi fyrir les- endur sína nokkrar skákþraut- ir um jólaleytið þeim til hress- ingar og andlegar upplyftingar. Það er raunar mikið vandamál að velja þrautir við hæfi, því flestir þeir sem leggja stund á þessi skrif eiga í fórum sínum aragrúa skákþrauta af ýmsu tagi og freistast menn oft að slá fram þraut sem ekki á heima í slíkum dálkum. Gott dæmi gæti t.d. verið eftirfarandi þraut: Hvítur leikur og mátar í 135 leikjum. Ekki ætla ég nokkrum manni að leysa þessa þraut en lausnin er þó athyglisverð eftir sem áður og hyggst ég birta hana með öðrum í næsta skákþætti mínum. En jólaþrautirnar eru eftir- farandi, fimm talsins og allar nokkuð erfiðar. nr. 4 þó sýnu erfiðust: Þraut nr. 1: lllllllll lllllllllll lllilll lllllllllllll lllllllllll !jjj mmmm III! IIIIIIIiB a íl lllll II II# Hvítur leikur og mátar í 2. leik þraut nr. 2: Þraut nr. 3: Hvítur leikur og mátar í 3. leik Þraut nr. 4: Hvítur leikur og mátar í 3. leik Þraut nr. 5 Hvítur leikur og vinnur Lausnir birtast í næsta skák- þætti. Góða skemmtun. Laugavegi 26 - Sími 13300-Glæsibæ-Sími 31300.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.