NT - 21.12.1985, Blaðsíða 8
Málsvari frjálslyrtdís,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstj.: Helgi Pétursson
Ritstjórnarfulltr.: Niels Árni Lund
Framkvstj.: Guðmundur Karlsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaðsstj.: Oddur Ólatsson
Skrifstofur: Siðumúli 15. Reykjavik.
Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300
Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 686495, tæknideild 686538.
TIMIKN
Verð í lausasölu 35 kr.og 40 kr. um helgar. Áskrift 400 kr.
Setning og umbrot: Teknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Kvöldsímar: 686367 og 686306
Svæðabúmark
■ Svæðaskipting búvöruframleiðslunnar hefur rnjög
verið til umræðu meðal bænda á þessu hausti. Aðalfund-
ur Stéttarsambands bænda 1985 samþykkti að óska eftir
slíkri skiptingu.
Ýmsum hefur þótt málið hafa hægan gang. Vissulega
hefðu niðurstöður um heimilað framleiðslumagn, a.m.k.
mjólkurframleiðenda, þurft að liggja fyrir ekki seinna
en í vetrarbyrjun. Pannig hefðu þeir getað miðað fram-
leiðslu sína að fullu við það mark strax í upphafi fram-
leiðsluárs.
Hér er hins vegar um mjög flókið mál að ræða, en
jafnframt mál sem miklu getur skipt um framtíðarskipan
búvöruframleiðslunnar.
Ákvörðun um búmark skiptir einstaka framleiðendur
miklu. í raun er þar verið að fjalla um afkomumöguleika
þeirra til næstu framtíðar. Samningar þeir sem bændur
gerðu við stjórnvöld á liðnu sumri um magn nýmjólkur
og sauðfjárafurða, er bændum verður tryggt fullt verð
fyrir, kalla á mun nákvæmari vinnubrögð við ákvörðun
framleiðsluréttar en hingað til hafa gilt um búmark.
Þá þurfa allar reglur um skiptingu framleiðsluréttar að
vera mjög vandlega undirbyggðar og lausar við tilvilj-
anakenndar ákvarðanir. Á þetta hefur Jón Helgason
landbúnaðarráðherra, lagt áherslu.
Sé litið til lengri framtíðar getur svæðaskipting bú-
vöruframleiðslunnar haft grundvallarþýðingu fyrir land-
búnaðinn.
í fyrsta lagi opnar hún möguleika til skipulegrar nýt-
ingar landsins til búvörufranileiðslu, að framleiðslan sé
löguð að landkostum, staðháttum svo og öðrum tækifær-
um til atvinnu.
í öðru lagi getur svæðaskiptingin orðið grundvöllur að
nýrri fjárfestingastefnu í landbúnaði, bæði hvað varðar
ræktun, gripahús og aðrar byggingar vegna búvöru-
framleiðslunnar, en einnig og ekki síður hvað varðar
afurðastöðvarnar, svo sem mjólkurbú og sláturhús.
Allt getur þetta stuðlað að bættri nýtingu fjármuna í
framtíöinni, betri nýtingu lands og landkosta og gert
landbúnaðinn að sterkara afli í baráttunni fyrir því að
treysta byggðir landsins.
Sú stefna, sem landbúnaðarráðherra og Stéttarsam-
band bænda vinna nú sameiginlega að með undirbúningi
svæðabúmarks, mun geta haft grundvallarþýðingu fyrir
þróun landbúnaðar og búsetu á næstu árum. Það verk
verður því að vanda.
Gott er að það vinnist hratt, - en enn betra er að það
vinnist vel.
íhaldsfylgi
■ í Morgunblaðinu í gær var slegið upp niðurstöðum
skoðanakönnunar Hagvangs um borgarstjórnarkosn-
ingarnar. Samkvæmt henni er Sjálfstæðisflokknum spáð
yfir 60% atkvæða. Eitthvert mark má taka af skoðana-
könnun sem þessari og ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur mikið fylgi. Nýafstaðið prófkjör þeirra vakti at-
hygli á flokknum og reynslan hefur sýnt að umræður um
flokkana gefa þeim aukið fylgi litla stund. Pá ber einnig
að geta þess að aðrir flokkar hafa ekki ennþá ákveðið
framboðslista sína og fullyrða má að ef konur fá á þeim
verðugan sess munu margar sjálfstæðiskonur hugsa sinn
gang eftir þá útreið sem þær fengu í prófkjöri flokksins.
En það er líka umhugsunarvert fyrir vinstri flokkana
sem ætla sér að bjóða fram Iista til borgarstjórnar, hvort
°g þá hvernig megi efla enn frekar samvinnu þeirra í
milli með það að markmiði að fá til samans fleiri full-
trúa kjörna í borgarstjórn.
n Laugardagur 21. desember 1885 8
I tíma og ótíma
Hvað er að ger-
ast í fjármál-
um ríkisins?
Nokkur orð um jólabækur fjármálaráðherra
■ Almennt mun álitiðaðfjármála-
ráðuneytið sé eitthvert hið list-
snauðasta fyrirtæki sem um getur í
landinu og sú stofnun scm minnst-
an áhuga hefur á bókmenntum.
Flestir munu lifa í þcirri trú að
fjármálaráðuneytið sinni bókaút-
gáfu síst af öllum störfum og eigi
ekki þátt í samantekt mikilvægra
og víðlesinna bóka.
Fyrri jólabók
fjármálaráðherra
Þctta hald manna um áhugaleysi
fjármálaráðherra og hans manna á
bókagerð og bókaútgáfu er þó ckki
alls kostar rctt. Sannlcikurinn ersá
að fjármálaráðuneytið er viðriðið
samningu og útgáfu hinna merk-
ustu bóka ár eftir ár. Og yfirleitt
cru þctta cins konar jólabækur.
Fyrst bcr að nefna fjárlagafrum-
varpið, sem fjármálaráðherra sem-
ur mcð aðstoðarmönnum sínum og
leggur fyrir Alþingi. Það er upp-
kast að þeirri bók, sem Alþingi lýk-
ur síðan við að semja í samstarfi við
fjármálaráðherra og nefnist fjárlög
fyrir eitthvert tiltekið almanaksár.
Fjárlög er sannkölluð jólabók,
kemur alltaf út í lok jólaföstu,
stærðar rit prcntað í stóru upplagi
og víðlesið. Án fjárlaganna gæti
þjóðin reyndar ckki lifað sem
skipuleg fclagsheild. í þá bók má
sækja mikinn fróðleik, enda hvergi
aö finna á einum stað jafn glögga
mynd af ástandi landsmála eins og í
fjárlögum.
Efni jólabókarinnar
Nú er fjárlagaafgreiðslunni að
Ijúka cnn einu sinni á Alþingi og
þcssi jólabók cr að fara í prentun.
Nú þegar vita margir hvað stendur í
þessari bók, en fleiri eiga eftir að
kynnst henni síðar. Það er margra
mál að Fjárlög fyrir árið 1986 (cn
svo hcitir bókin íullu nafni) sé ærið
gloppótt og muni margt hið nauð-
synlegasta í þjóðlífinu hvorki lifa
né dcyja þrátt fyrir útkomu
hennar.
Bókin bcr það skýrt með sér sent
marga hefur grunað að gæti skcð,
að eyðsluhítin minnkar ckki, en
uppbyggingin dregst saman, og
gildir þá einu hver sú uppbygging
er. hvort heldur það er að gcra
hafnir úti á landi eða koma upp
þjóðarbókhlöðu í Reykjavík. Ekki
munu lesendur Fjárlaga átta sig á
því hvað hefur áunnist við stóla-
leikinn hjá Sjálfstæðisflokknum,
og margir segja nú að varla hafi
komið maður í manns stað í fjár-
málaráðherraembættinu. Albert
var að vísu ekki úrræðamikill
fjármálaráðherra, en nú cru menn
efins um að það hafi svarað kostn-
aði að skipta um stóla hjá ráðherr-
um Sjálfstæðisfiokksins.
Tvískinnungur
í skattamálum?
Það sem vekur sérstaka athygli
við gerð fjárlaga nú, er sá tvískinn-
ungur í skattamálum, sem sækir á
fjármálaráðherra. Árum saman
hefur hann, ásamt heiili hersingu
markaðshyggjupólitíkusa og and-
stæðinga velferðarsamfélagsins,
boðað niðurskurð fjárlaga og þar
mcð skattalækkanir og kontið
þcirri trú inn hjá tugþúsundum
kjósenda að lögákveðin framlög til
samfélagsþarfa séu eins konar
þjófnaður frá einstaklingum. Þess-
ari kenningu var ákaft haldið á loft
fram á daga stólaskiptanna um
mánaðamótin september-október í
haust.
Vonum betritíð
Á allra siðustu vikum virðist
þessi skattastefna sjálfstæðis-
manna hafa verið að breytast,
a.m.k. hefur henni ekki verið hald-
ið fram með sömu ákefð og áður.
Menn velta fyrir sér hver ástæðan sé
til þess að sjálfstæðismenn með
fjármálaráðherra í broddi fylking-
ar hafa skipt um skoðun, eða
a.m.k. farið sér hægar upp á síð-
kastið í glamri sínu um niðurfell-
ingu tekjuskatts hjá einstaklingum.
Ein ástæðan mun vera sú að nýlega
voru hér á ferð „eftirlitsmenn" frá
Alþjóðabankanum (þar sem ís-
lendingar eiga undir högg að sækja
vegna crlendra skulda), og þeir
nánast fyrirskipuðu fjármálaráð-
hcrra aö hækka skatta, til þess að
draga úr einkaneyslu og harnla
gegn vexti verðbólgu.
Helst er við því að búast að
markaðshyggjupostular víki frá
öfgum sinum, ef útlendingar skipa
þeim að gera það.
En látuni útrætt uin fjárlögin og
það gloppótta efni sem þau hafa að
geyma. Þrátt fyrir allt glittir í þá
von að reynslan af fjárlagagerðinni
að þessu sinni leiði til þcss að rikis-
fjármálin verði tekin til gagngerrar
endurskoðunar, bæði hvað snertir
fjáröflunarleiðir (tekjustofna ríkis-
sjóðs) og útgjaldaliði. Þessi spil
þarf að stokka upp. Það er sá lær-
dómur sem Fjárlögin fyrir árið
1986, aðaljólabók fjármálaráðu-
neytisins, ætti að kenna lesendum.
Síðari jólabók
fjármálaráðherra
En snúum okkur að annarri jóla-
bók fjármálaráðuneytisins. Hún
ber hið upphafna og viðamiklá
heiti: Stjórnir, nefndir og ráð ríkis-
ins 1984. Bókin er 153 bls.. þétt-
prentuð í stóru broti. Samkvæmt
efnisyfirliti skíptist bókin í 4 aðal-
kafla. mislanga þó, oghefst bókin á
Inngangi. þar sem forstöðumaður
bókaútgáfu fjármálaráðuneytisins
gerir skýra og opinskáa grein fyrir
útgáfunni. Þar kemur m.a. fram að
þetta er 16. árbókin af þessu tagi,
svo augljóst er að hér er um gagn-
nierka ritröð að ræða, athyglisvert
framlag til bókmennta þjóðarinn-
ar.
Þó hlýtur útgáfustjórinn að af-
saka nokkrar gloppur sem cru í út-
gáfu fyrirliggjandi bókar. Bókaefn-
ið er fyrst og fremst byggt á upplýs-
ingum frá ráðuneytunum, en þau
eru 13 alls að Hagstofu íslands
meðtalinni. Megingloppan í efni
ritsins er sú að engar upplýsingar
bárust um nefndir og ráð, sem
starfa á vegum menntamálaráðu-
neytisins. Um viðskipti við ráðu-
neytin segir annars aimennt í inn-
gangi svo, að undanfarin ár hafi
„reynst erfitt að afla upplýsinga"
um nefndir og ráð, sem starfa á
vegum hinna ýmsu ráðuneyta. Og
um trúnaðartraustið í þessum
samskiptum og áreiðanleikann í
upplýsingum ráðuneytanna er
þennan fróðleik að finna.. „en
dæmi eru þess, að ráðuneyti hefur
sent aðrar upplýsingar til birtingar í
nefndarskýrslu en það hefur birt á
öðrum vettvangi."
43 milljónir
Af inngangi útgáfustjóra er því
Ijóst að þessi jólabók fjármála-
ráðuneytisins er ekki fullkomið
verk og alls ekki tæmandi hvað
varðar það efni, sem bókin fjallar
um. En hún er þó allavega sæmileg
vísbending um fjölda stjórna,
nefnda og ráða á vegum ríkisins og
fróðleg svo langt sem hún nær.
Samkv. yfirlitsskýrslu á bls. 7 kem-
ur í Ijós að fjármálaráðuneytið hef-
ur formlegar upplýsingar um að
árið 1984 störfuðu á vegum ríkisins
407 nefndir og var kostnaður við
nefndarstörf samtals um 43 millj-
ónir króna, þar af 33 millj. bein
þóknun til nefndarmanna. En þess
verður að gæta að þessi upphæð. 33
milljónir, skiptist á marga ein-
staklinga, e.t.v. mörg þúsund ein-
staklinga, þegar allt er talið.
Önnur hlið á málinu
Víst er auðvelt að býsnast yfir
nefndarfarganinu og kostnaðinum
við það. Það er hægt að sýna fram á
að til eru mcnn, og það menn í
háum stöðum, sem hljóta veruleg-
ar aukagreiðslur fyrir nefndarstörf
og lifa öðrum þræði á því að sitja í
ráðum og stjórnum á vegum ríkis-
ins. En til er önnur hlið á þessu
máli. Hún er sú að nefndaskipulag-
ið er valddreifíng og eðlileg fram-
kvæmd lýðræðislegra stjórnar-
hátta. Út frá því sjónarmiði er ekki
ástæða til að óskapast yfir nefnda-
farganinu. En er ekki hóf á öllu
best, svo í nefndafjölda sem öðru?
Gestur í Vík.